Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Blaðsíða 6
Úr „Handfylli af tíma“, 1989. Leik- stjóri: Martin Asphaug. Úr „Skartgripaþjófnum“, ástarsögu úr Oslo nútímans. Leikstjóri: Vibeke Lökkeberg. Úr „Húð“, sem fjallar um sifjaspell. Leikstjóri: Vibeke Lökkeberg. NORSKAR KVIKMYNDIR í KULDA OG TREKKI Nú skyldi reist norsk Holly- wood í ríki olíuauðsins norskar kvikmyndir við þá kröfur að allt skuli lúta siðrænu raunsæi, vera í sam- hengi, rökrétt og hafa skiljanlegan til- gang. Lochen gerði seinna myndir sem fyldu því kjörorði Frakkans Jean-Luc God- ards að sérhvert verk skyldi hafa upphaf, meginefni og endi. En ekki endilega í þess- ari röð. Og Lochen hefur sagt um mynd sína Motforestillinger (Mótbárur), semtek- in var á sex tuttugu mínútna langar spól- ■ ur, að það væri nokkuð sama í hvaða röð spólurnar væru sýndar. En til þess nú að gera Lochen og öðrum síður tilraunaglöðum kvikmyndagerðar- mönnum kleift að starfa, var komið á fót opinberu sjóðakerfi. Slíkt er án nokkurs vafa frumforsenda þess að halda úti kvik- seinni hluti rátt fyrir ágætt framlag margra af frumherjum norskrar kvikmyndagerðar, er þó vart hægt að tala um verulega listrænt handbragð á norskum kvikmyndum fyrr en komið er fram á sjöunda áratuginn og jafnvel þann áttunda. Ekki má þó gleyma eina kvikmyndamód- ernista Noregs sem rís undir nafni, Erik Loehen, sem árið 1959 kom fram með mynd sína Jakten (Veiðiferðin), samtímis því sem franska nýbylgjan reið yfir. Með aðstoð klippigræjanna þeysir hann með fullri meðvitund um tíma og rúm, draum og veruleika, víkur frá viðtekinni tímaröð, stígur upp fyrir orsök og afleiðingu en einmitt þessi atriði hafa alla tíð rígbundið myndagerð fyrir svo lítinn markað og án þess hefði hreinlega ekki verið hægt að líta á kvikmyndina í Noregi sem listrænt tjáningarfonn. Á sjöunda áratugnum kom svo fram ný kynslóð kvikmyndagerðarmanna, sem sótti innblástur í frönsku nýbylgjuna og aðrar stefnur sem frískandi úði stóð af til Norð- urálfu. Þetta fólk fór ekki bara í bíó til að sjá nýjustu myndirnar heldur gerði það hugblæ þeirra að sínum og fór því næst til útlanda að afla sér menntunar í kvik- myndage'rð. í fremstu röð þessa fólks er Anja Breien sem nær að tvinna saman tilfinningaleg gönuhlaup og fagmannlega yfirvegun í úrvinnslunni. Hún ætlaði að verða kjarn- eðlisfræðingur en lenti þess í stað í kvik- myndaskóla í París. Á miðjum áttunda áratugnum vakti hún fyrst verulega at- hygli eftir að hafa getið sér orð sem efni- legur kvikmyndagerðarmaður með mynd- inni um Jostedalsrypa (Rjúpuna í Josted- al) sem segir frá stúlku í undrafagurri fjallabyggð í Vestur-Noregi, sem ein lifir af Svartadauðann um 1350. En það varð sem sé Hustruer (Eiginkonur) frá 1975 sem aflaði höfundi sínum almennrar viður- kenningar enda talin fýrsta feminíska kvikmyndin í Noregi; þessi frísklega mynd greinir á gamansaman og nýstárlegan hátt frá þremur gömlum bekkjarsystrum sem hittast í partíi og skiptast á flissi og reynslu. Árið 1985 kom Hustruer ti ár etter (Eiginkonur tíu árum síðar) þar sem tónninn er myrkari, vonbrigðin greinilegri, en hin sjálfsprottna tilfinning úr fýrri myndinni er þó enn á sveimi þótt hljótt fari. Breien tók þátt í aðalkeppni Cannes- kvikmyndahátíðarinnar árið 1979 með gamanmyndina Arven (Arfurinn), sem að vissu leyti var undir áhrifum frá léttleika Rossinis en jafnframt kom þar fram hin dæmigerða norska græðgi sem svo ein- kennandi er fyrir samtímann. Anja vann til verðlauna á Feneyja-hátíðinni 1982 fýr- ir myndina Forfolgelsen (Ofsóknin) þar sem enn á ný er horfið til norskrar fjalla- byggðar á miðöldum og aðalpersónan er kona. Hinum margbrotna niunda áratug — aldrei fyrr hafa umskipti orðið svo oft og svo mörg í norskri kvikmyndagerð — má í grófum dráttum skipta í tvennt. í fyrsta lagi koma konur og börn í nokkurs konar sigurgöngu feminismans. Auk Önju Breien var Laila Mikkelsen í miklum ham, ekki síst í myndinni Liten Ida (ída litla), þar sem ída var dóttir svökallaðrar þýskar- atæfu, fædd meðan á hernámi Þjóðveija Til landsins tóku að flykkjast frá enskumælandi löndum kvikmyndagerðarmenn sem ekki hafði auðnast að fjármagna verkefni sín í heimalandinu — og var það auðnuleysi reyndar engin tilviljun. EftirPER HADDAL Úr „Hlaupastelpunni“, mynd sem gerist í Bergen eftir stríðið. Leikstjóri: Vibeke Lökkeberg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.