Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Blaðsíða 4
Landið sem
er ekki til
að er sumardagur á Kirjálaeiði. Áðan, eftir að
landamæri Finnlands og Sovétríkjanna voru
að baki, veitti ferðalang urinn því óhjákvæmi-
lega eftirtekt hvemig landið breytti um svip.
Hinir gróskumiklu skógar Finnlands viku og
Edith Södergran með köttinn sinn. Hún bjó með móður sinni í sumarhúsi fjöl-
skyldunnar í Raivola, stundum við þröngan kost. Nú heyrir þessi staður til Sov-
étríkjunum.
Landið er
ekki til
Ég þrái Iandið sem ekki er til,
veröldin sem er, heillar mig ekki.
Ofið siifurlitum segir mánaskinið mér
frá landinu sem ekki er til.
Landinu þar sem óskir okkar rætast
á undursamlegan hátt,
landinu þarsem fjötrar manneskjunnar
bresta,
landinu þar sem við laugum sár enni
okkar
uppúr mánadögg.
Villuráf var líf mitt.
En eitt hef ég fundið og til einnar
umbunar
hefur önn mín sannarlega unnið,
leiðarinnar til landsins sem ekki er til.
í landinu sem ekki er til
gengur unnusti minn um skrýddur
glitfagri kórónu.
Hver erunn usti minn ? Nóttin er dimm
og stjömumar eru seinar til svars.
Hverer unnustiminn?Hvaða nafn ber
hann?
Himnarnir hvelfast ofar og ofar
og manneskjan týnist í endalausu
myrkri
og fær ekkert svar.
En manneskjan er ekkert annað en
spum,
útréttar hendur hennar rísa hærra
en allir himnar.
Og svarið berst: Ég er sá sem þú
elskar og um eilífð munt elska.
(E.S. 1922)
Landið sem fóstraði
Edith Södergran og hún
skynjaði í blóði sínu, er
ekki lengur til.
Eftir ÞORVARÐ
HJÁLMARSSON
við tóku feyskin og visin tré sem líkt og
voru að sligast undan áþján eiturúrgangs,
falli súrs regns.
Stofnarnir stóðu berir, greinarnar brotnar
og horfnar, þéttriðinn skógurinn er að verða
dauðanum að bráð. Mökkur, sót og blýmeng-
un fyllir vitin, hvarvetna ber umgengni
mannanna virðingarleysi þeirra vitni, ekki
síst um heimkynni þessara hávöxnu tijáa.
Jámarusl liggur í valllendinu, afióga olíu-
tankar og sorp er á víð og dreif á milli
tijánna, átakanleg er ásýnd þessa lands.
Það veldur engri furðu að ofangreint Ijóð
eftir skáldkonuna Edith Södergran kemur
í hugann, hér á eiði því er hún ól mestan
hluta sinnar skammvinnu ævi, í landinu sem
hún orti um og nefndi í ljóði, musteri guðs.
Eftilvill er merking ljóssins orðin önnur
nú en 1922 þegar það var ort og líklega
hefur skáldinu ekki órað fyrir þeim hugleið-
ingum er það kveikir í dag, þetta draum-
kennda kvæði um mátt vonarinnar í hörðum
og óvægnum heimi og gæsku þess er um
eilífð vakir yfir vegferð manneskjunnar og
veitir henni svar og líkn. En orð hennar
hafa ræst á undarlegan hátt, umgengni
þess fólks er nú ríkir yfír landinu fagra,
skógum, bláum hæðunum í fjarska, vötnun-
um og hægu klappi öldunnar við sendnar
fjörur Finnskaflóans, umgengni þess fólks
ber því ekki vitni að landið eigi sér djúpar
rætur í arfleifð þess og 'fegurð þess hlýtur
að vera því óviðkomandi eftir að hömlu-
lausri nýtingu á gæðum þess lýkur.
Landið sem fóstraði Edith Södergran og
hún skynjaði í blóði sínu, er ekki lengur til.
í raun og sannleika verður þessi hugsun
þeim áleitin sem þennan ágústdag nýtur
þeirrar reynslu að vera gestur í framandi
landi, landinu þar sem Elías Lönnrot viðaði
að sér efni í Kalevala og Jean Síbelíus sótti
í arfleifð rúnasöngvaranna fomu, stef og
minni í dulúðuga tónlist sína. Þetta er land
Váinemöiens, hér lék hann kanteluna og
fuglamir og öll dýr láðsins og lagarins komu
til að hlýða á hann, drottning Tapíólu, ríki
skógarins hlustaði hugfangin á leik hans
og Atho, vatnaguðinn, braust uppúr jarð-
skorpunni til þess að forvitnast um hveiju
svo undurfagur hljómleikur sætti, máni og
sól stóðu kyrr á himni.
Síðast en ekki síst það land sem orðið
hefur Iesendum Edith Södergrans hugstætt
og er í dag útkjálki þess víðlenda ríkis sem
hvað mestra breytinga er áætlað að taka á
komandi tímum.
Dyrnar að Sovétríkjunum eru hér og héð-
an liggur Ieiðin í gegnum þéttvaxinn skóg-
inn til borgarinnar Leníngrad, áður Péturs-
borgar, sem ekki er síður hugstæð áköfum
unnendum rússneskra bókmennta þessarar
og fyrri aldar.
Vyborg
Áð er í Vyborg fyrrverandi höfuðstað Finn-
lands sem sannarlega má muna fífil sinn
fegri. Hér í botni Finnskaflóans ólst Edith
upp, en hún var í heiminn borin í Pétursborg
og gekk þar í þýskáh skóla. Skólafríunum
og sumrunum eyddi hún hér eða í sumarhúsi
fjölskyldu sinnar í Raivola, landsvæði á Kiij-
álaeiðinu sem nú heyrir undir Sovétríkin eins
og eiðið allt og heitir í dag upp á rússnesku
Roshtshino. Vyborg er hrörlegur staður og
ber mikilli niðumíðslu vitni. Bæjarstæðið er
fagurt og auðsjáanlega hefur staðið hér fyrr-
um blómleg byggð og verið gætt af íbúunum,
virki stendur fyrir mynni flóans og beinir
skotraufum sínum í átt til óboðinna gesta
utan af hafinu. Finnar munu hafa áformað
að sprengja þetta virki í Ioft upp á undan-
haldi sínu í Vetrarstríðinu og fylltu það af
dýnamíti. Á einhvem hátt tókst Rauða hem-
um að gera sprengiefnið óvirkt og stendur
því virkið á hæð sinni enn.
Byggingamar í Vyborg bera það rússneska
svipmót sem algengt er í eldri hluta Helsinki
og er frá þeim tíma er rússneska keisaralýð-
veldið réði löndunum báðum. En öfugt við
Helsinki em gamlar stjórnsýslubyggingar
keisaraveldisins hér í Vyborg í megnustu
óhirðu og þeirra getur varla nokkuð annað
beðið en niðurrif. Nýleg bygging stingur í
stúf og á bakkanum við hlið hennar liggja
tvö víkingaskip bundin við festar og eiga að
minna á siglingar sænskra víkinga hingað,
reyndar ríktu sænskættaðir menn hér fram
eftir öllum öldum og var Edith Södergran af
þeim meiði sprottin og orti Ijóð sín á móður-
máli sínu, sænskunni. Þessi nýlega bygging
hýsir Hótel Dmzhba og hér gefst mönnum
kostur á að rétta úr sér eftir þreytandi ferð
með langferðabifreiðinni.
Ég bregð mér spölkom frá hótelinu og
held inn á markaðstorgið, það er eins og
heimur sá sem maður hefur séð í kvikmyndum
frá milli stríðsárunum í Þýskalandi og austan-
tjaldslöndunum, opnist þar á torginu ofor-
vandis. Slíkur er klæðnaður fólksins sem
þennan heita sumardag stendur í biðröð eftir
kartöflum sem þijár konur klæddar einlitum
sloppum og með rauðleita klúta vafna um
höfuð sér deila út á meðal fólksins og selja
af vikt sem gæti allteins verið frá dögum
Fomgrikkja. Viðbrigðin fyrir hinn versluna-
róða Vestur-Evrópumann era mikil og hér
er önnur veröld en sú sem hann elur mann
sinn að jafnaði í, en viðmót fólksins er gott
og asi virðist enginn. Það fer um mann hálf-
gerður hrollur þegar staðið er í fyrsta sinni
frammi fyrir þeim vanda sem umbótasinnar
í Sovétríkjunum eiga við að glíma, vandinn
er ærinn og sárast er að horfa á ójöfnuðinn,
hnarreista gæslumenn valdsins í stífpressuð-
um herbúningum, fólkið klætt sem kotunga.
En enginn hefur til þess leyfi að horfa á
umkomuleysi annarra manneskja eins og um
sýningu væri að ræða, svo ég sný aftur í
fang dollarafrelsisins á Hótel Druzhba.
Ekki er örgrannt um að einhverskonar
sjálfsásökun geri vart við sig í þeim hópi er
ég tilheyri og heldur þennan dag á vit ókunnra
slóða og ævintýra með langferðabifreið
finnskrar ferðakrifstofu. Ungur drengur
stendur við bíldymar og grátbiður fullorðna
ameríska konu um að gefa sér óupptekna
gosflösku sem hún heldur á í hendi sér. Kon-
an neitar, brosir vandræðalega og fer inn í
bílinn, ekki þarf mikið mannvit til þess að
verða þess áskynja að henni er brugðið.
Mér er líka bragið, ekki vegna þess að
framhleypinn strákur fékk ekki ósk sína upp-
fyllta, heldur vegna þess að hér í Vyborg sleit
Edith Södergran barnsskónum, skáld sem ég
hef lengi haft mætur á, einkum fyrir lífssýn
hennar sem lætur ekki bugast, trúir staðfast-
lega á lífið og merkingu þess í samhljómi við
æðri veru og vitund, þó erfiðleikar þeir er
skáldið átti við að stríða á sínu stutta ævi-
skeiði, væra nógir og brotið hefðu meðal-
menni í spón. Þessi ungi betlidrengur, hvaða
veröld stendur honum til boða hér í Vyborg?
Hver verður lífssýn hans? Um það er erfitt
Þetta er landið
þar sem Elias
Lönnrot viðaði
að sér efni í
Kalevala Ijóða-
bálkinn.
Finnski lista-
maðurinn Axel
Gallen-Kallela
hefur gert
frægar myndir
við Kalevala-
ljóðin og hér
er ein þeirra.
m