Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 3
LESBOK @ [p] si [oj öu] (m ; Í í [lj ÍAj ® ® [i ] [n] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna- son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Landid sem er ekki til, er fyrirsögn á grein eftir Þor- varð Hjálmarsson og fjallar um Kirjálaeiði, sem eitt sinn var finnskt landsvæði, en heyrir nú til Sovétríkjunum. Þarna safnaði Lönnrot efni í Kalevala-kvæðabálkinn og þarna eru heimaslóðir Edith Södergran, sem Þorvarður greinin fjallar sérstaklega um. Kvikmyndir Hér birtist síðari hluti greinar Per Haddal hjá Aftenposten um norskar kvikmyndir. Þar hefur gengið á ýmsu eins og hér, en fyrir nokkrum árum héldu menn að þeir gætu reist norska Holly- wood í ríki olíuauðsins. Erlendir kvikmyndamenn, sem hafði gengið illá í heimalöndum sínum, komu til hjálpar, en því miður fór allt á hausinn, segir Haddal. Forsíðan Myndin er í tilefni yfirlitssýningar Kjartans Guðjóns- sonar í Hafnarborg. Þetta málverk Kjartans er frá árinu 1951 og heitir „Maður og kona“. Kjartan Guðjónsson hefur átt samtal við blaðamann Lesbókar í tilefni yfirlitssýningar og talar hann tæpitungulaust um stofnanir myndlistarinnar á íslandi, sem hann tel- ur aliar vera á villigötum og á leið með að verða fíla- beinsturna listfræðinga, sem séu afætur á listinni. STEFÁN ÓLAFSSON Meyjarmissir Björt mey og hrein mér unni ein á ísa- köldu -landi; sárt her ég mein fyrir silkirein sviptur því tryggðahandi. Það eðla fljóð gekk aðra slóð en ætlað hafði eg lengi, daprast því hljóð, en dvínar móð, dottið er fyrra gengi. Stórt sorgar kíf sem stála dríf stingur mig hveiju sinni, það eðla víf meðan endist líf ætíð er mér í minni. Dimmt hryggðar él mitt þvingar þel við þig ég hlýt að skilja, þó finni eg hel þá farðu vel fagurleit hringa þilja. Stefán Ólafsson, f. um 1610, d. 1688, varð stúdent úr Skálholtsskóla um 1641, nam síðan guðfræði og fornfræði við Hafnarháskóla í nokkur ár. Prestur í Vallanesi frá 1649 til æviloka. Ö-fólkið Aföstudagskvöldið settist ég við sjónvarpið eftir fréttir og hlakkaði heil ósköp til að slaka á um stund eftir tíu klukku- stunda setu við skrif- borðið. Á skjáinn kom stúlka sem ætlaði að kynna kvölddagskrána. Hún jhorfði framan í íslensku þjóðina og sagði: Ö. Mér fannst þetta einkar frumleg kveðja og hlytu menn að lyftast í sætum sínum allt frá Melrakkasléttu út á Gróttuvita af unaðskennd á sál og líkama vinnulúinna sjónvarpsáhorfenda. Ekki var þetta af illum huga mælt, því að stúlkan var einkaralvar- leg á svipinn. Og við, óbrotið alþýðufólkið, leggjum það ekki í vana okkar að setja spurningarmerki við tiltektir hins hámennt- aða sjónvarpsfólks og hinnar tæknilærðu sérmenntakynslóðar hljóðvarps og sjón- varps. Þetta á bara að vera svona. Þetta er hinn nýi stíll. Enda kom það á daginn. Sekúndubroti síðar hélt stúlkan setningunni áfram sem hófst á Ö. Hún sagði: Ö, gott kvöld. En hvað er ég að nölda? Þetta er Nýja íslenskan sem útvarpsstjórinn er að innleiða — algerlega ómeðvitað — í staðinn fyrir þetta ógnarlega gamaldags fyrirbæri sem menn einu sinni héldu að væri ástkært og ylhýrt og tömdu sér skýran framburð og vandað málfar. Á ríkisútvarpinu virðist ríkja menningar- legt stjórnleysi, því að engum virðist það ljóst til hvers í ósköpunum er verið að halda stofnuninni úti. Samt kviknaði ljós á dögun- um. Það var þegar Persaflóadrápin hófust. Þá spurðist það á stofnuninni að Stöð 2 hefði hafíð nætursendingar um gervihnött. Á þeirri stundu varð það lýðum ljóst hver eini og einasti tilgangur ríkissjónvarpsins er að mati ráðamanna hennar: að keppa við Stöð 2. Því að í skyndingu hlupu menn til og sömdu við heimskulegt og innihaldss- nautt breskt sjónvarpskerfí sem reynir (að mestu án árangurs) að gera spennandi tölv- uleik úr harmleik þjóðanna sem fást við persónugerving Hitlers og Stalíns sameinað- an í einum og sama manninum. Úr þessu verður hinn ömurlegasta sápuópera með dauðann að leiksoppi, sem ríkissjónvarpið dælir inn á heimilin. Það yrði söguleg stund ef ríkisútvarpið tæki á sig rögg og segði við sjálft sig: Stöð 2 er okkur óviðkomandi. Ríkisútvarpinu hefði aldrei átt að koma til hugar að sækja um undanþágu frá skyld- um sínum og ábyrgð. Og hveijar eru þær? Svar: að minnast þess ætíð að ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna, og þeir eru ekki allir almæltir á enska tungu. Skag- firski bóndinn eða reykvíska húsmóðirin hafa varla haft mikið gagn af Sky-útsend- ingu ríkissjónvarpsins eftir messutíma á sunnudaginn var (17. feb.). Þar sátu þijár persónur við borð. Við annan endann sat fulltrúi Verkamannaflokksins með nýþveg- ið, rauðbrúnt hár í bleikri skyrtu og það æðislegasta hágræna skræpubindi sem ég hef augum litið, og bunaði út úr sér í sí- fellu, honum á hægri hönd snerpuleg, geð- prúð kona í svörtum kjól með hvítu hálsl- íni, fulltrúi Sósíaldemókrataflokksins, sem tlaaði á ofsahraða en yfirvegað, en sá grænskræpótti greip stöðugt fram í, og töluðu þau hvort upp í annað. Fyrir hinum borðendanum sat stillilegur, virðulegur og brosleitur fulltrúi íhaldsflokksins, sem hafði sig lítt frammi. Sá grænskræpótti bunaði út úr sér af þeim óskapar hraða sem ég hef aldrei heyrt meiri, og þegar sú í svarta kjólnum (af miklum yfirburðum) sagði eitt- hvað, greip hann strax fram í og þau töluðu bæði í einu, og brátt kom að því að þau þijú hnakkrifust og töluðu öll í senn af miklum hita, því að tekist var á um grund- vallaratriði breskra stjórnmála. Eg skildi raunar aldrei hver þessi grund- vallaratriði voru, og af hlaust hinn mesti Babelsruglingur tungumálanna. Ég held að fáir íslenskir hlustendur hafi heyrt orðaskil, hvað þá merkingu. Hvorki gat ég heyrt né skilið stóra kafla viðtalsins, en það er ekki að miða við mig, því að ég byijaði ekki að læra ensku fyrr en ég var orðinn níu ára, var ekki orðinn túlkur fyrr en 13 ára, og hef ekki dvalið í enskumælandi löndum nema sex ár, þótt ég hafí að vísu skrifað og talað ensku alla mína hundstíð. En hvað um bóndann, húsmóðurina, skrifstofumann- inn eða sjómanninn? Fyrir hveija var þetta sent út óþýtt? Því er fljótsvarað. Fyrir stjórn- endur ríkisútvarpsins sjálfa, sem gátu nú stært sig af því að þeir væru ekki slakari en Stöð 2. Samkeppnin lifí. Öllu er fórnandi fyrir hana, einnig íslenskri tungu og menn- ingu. Á öldum ljósvakans berst ný akureyrska um byggðirnar. Hún er ekki Ö-mál, heldur E-mál. 0g hún er svona: Hér Enorðanlands hefur Esnjóað mikið en LandsEbankahúsið er ekki enn komið í Ekaf. — Einn af mínum mestu uppáhaldsfréttamönnum, sem „stað- settur“ er á Akureyri (þannig verða menn að komast að orði ef þeir vilja tolla í tís- kunni) er geysiduglegur að afla frétta, sem mér finnst aldrei vera um neitt yfirborð heldur alltaf um eitthvað sem máli skiptir. Eigi hann margfaldan heiður fyrir starf sitt sem fréttamaður. Hann tengir okkur Reyk- víkinga, sem lifum hér plasttilveru á mal- biki, við alíslenskan raunveruleika Iands- byggðarinnar, hins eiginlega íslands. En hann ætti að sýna framsögninni sama dugn- aðinn og innihaldinu og fara í taltíma til þessað útrýma þessum vágesti. Því að ég skal segja ykkur (þótt það sé auðvitað ímyndun mín) að þessi nýja akureyrarveiki er farin að breiðast út. Ég tek eftir því að fleiri og fleiri eru farnir að klippa sundur orð og skjóta inn aukastaf. Um daginn tal- aði einn fréttaþulurinn við Steingrím E. Hermannsson, ég áttaði mig ekki strax á því við hvern var átt, þar til upp rann ljós: Þulurinn var ekki meðal Ö-fólksins. Hann var í E-flokknum. Ég tek eftir því að enginn í meistaraflokki Bjarna Fel er í E-liðinu. Eru íþróttagarparnir orðnir helstu frum- kvöðlar um lipra framsögn íslenskrar tungu? Meira að segja er annar eins snillingur og Viðar Eggertsson farinn að klippa orð í sundur, og til þess að veslings sundur- klipptu orðpörtunum verði ekki kalt hjúfrar sig á milli þeirra E eins og mjúkur koddi. Svona má ekki heyrast í leikhúsi. Hann ætti að taka sér tíma í framsögn. Og hæg eru heimatökin, því að færasti kennarinn er Viðar Eggertsson, besti upplesari lands- ins. Þannig þurfa menn sífellt að beijast við að komast til sjálfs sín. Meira að segja útvarpsstjórinn gæti lært af sjálfum sér. Hann ætti að leita uppi fyrstu ræðuna sem hann hélt á gamlárskvöld. Þar talaði hann um það hve geysilega mikilvægt væri fyrir þjóðina að efla íslenska tungu. Talaði hann um hlutverk skólanna í því efni og hlutverk heimilanna. En sennilega hefur fallið niður í vélritun hlutverk ríkisútvarps- ins sjálfs. Nú eru nokkur ár liðin með starfs- reynslu sinni og því tími til kominn að ríkis- útvarpið hefji hlutverk sitt til vegs og taki að banna ölium þeim aðgang að hljóðneman- um sem hafa ekki lipurt og ómþýtt tungu- tak. Af því læra börnin, en ósiðina af tafsinu. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. MARZ 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.