Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Síða 10
betra hjá Beru. Klíkuskapurinn er alls ráð-
andi; núna er það bara önnur klíka. Hér er
stór hópur listamanna, sem búnir eru að
skapa myndlist með góðum árangri í ára-
tugi og það er ekki ein einasta mynd til
eftir þá í safninu. Þú spurðir hvort.ég væri
tregur að selja safninu myndir og ég get
svarað því játandi. Helzt vildi ég fá keyptar
aftur þessar fáu myndir, sem þar eru, -
áreiðanlega fengi ég þær á gjafverði.
Það sem kannski er grátlegast undir
stjórn Beru er þegar aftur og aftur blasir
við, að safnið hefur fest kaup á slöppustu
myndinni á sýningunni. Miklu oftar blasir
hinsvegar við, að safnið hefur alls ekkert
keypt, þótt ástæða væri til þess. Með for-
stöðukonunni eru til málamynda í safnráð-
inu þeir Hafsteinn Austmann og Kristján,
sem frægastur er fyrir straubrettið með
hænsnaskítnum. Ég segi til málamynda, því
forstöðukonan hefur neitunarvald. Og þarna
virðist einfaldlega ekki vera fyrir hendi til-
finning fyrir því, hvað er góð myndlist.
Forstöðukonan er alltaf að tala um að
stoppa í einhver göt, en hvað um þau göt
að fjölda listamanna vantar alveg. Sumt af
því sem þarna hefur gerst er fyrir neðan
allar hellur; til dæmis sýning á sovézkri
„samtímalist", sem var ekki annað en
prump. Hvaða erindi hingað eiga rússneskar
eftirlíkingar á vestur-evrópskri konseptlist?
Hér er verið að kosta uppá agnariítinn
minnihlutahóp, sem enga hugmynd gefur
um samtímalist í þessu víðfeðma ríki“.
„Listamenn tala oft um allskonar klíku-
skap, sem hefur ugglaust alltaf verið til.
En er hann meiri eða minni en áður?“
„Nú veit ég ekki; sjálfur er ég ekki í
neinni klíku. En eitt af því sem hefur breyzt
er fjölmiðlafárið. Nú er hægt að auglýsa
allan skollann upp ef menn þekkja rétta
menn og nenna að standa í því. Eins er
það, að fámenn klíka ræður því hvaða er-
lendar sýningar við fáum að sjá og eins
hveijir úr röðum íslenzkra listamanná eru
valdir á sýningar í útlöndum. Breytingin er
þó ekki sízt sú, að nú eru það einhveijir
skriffinnar í ráðuneytum og bírókratar sem
kalla sig sjálfir listfræðinga, sem ráða þessu
núna. Listamenn eru aðeins hafðir með í
ráðum til málamynda.
v Þetta fólk er yfirleitt félagslega snarr-
uglað. Og okkar eigin samtök eru alveg
máttvana. Félag íslenzkra myndlistarmanna
hefur afsalað sér öllum áhrifum um mynd-
listarsamstarf á Norðurlöndum; félagið hef-
ur engu hlutverki að gegna lengur. Nýjum
samtökum, SÍM, Sambandi íslenzkra mynd-
listarmanna er afhent þetta, - þessi samtök
sjá um Norðurlandasamskipti. Svo klikkað
erþetta, að einstakir listamenn, sem kannski
eru í fýlu út í FÍM, þeir ganga bara í SÍM
og fá þar einstaklingsaðild.
Norðurlandasamstarfið á myndlistarvett-
vangi er eitt prump, sem stjómað er frá
Sveaborg. Þar ráða einhverjar listsögulærð-
ar kellíngar og yngri listamenn þora ekki
að segja múkk við bírókratana til þess að
falla ekki í ónáð. Ekki svo að skilja að þeir
séu endilega í náðinni. En þeir halda í þá
von að einhvemtíma muni náðarsólin skína
á þá. í náðinni er hinsvegar afar þröngur
hópur“.
„Nú hafa þær breytingar orðið á Kjarvals-
stöðum frá því sem áður var, að mun færri
listamenn geta tekið salina á leigu og hald-
ið einkasýningar. Ertu ánægður með þá
þróun?“
„Nei, og ég hef reyndar heyrt að margir
listamenn tali nú um að sniðganga húsið
með því að sýna þar ekki. Þar á meðal ér ég.
Það er núverandi forstöðumaður, Gunnar
Kvaran, sem er höfundur þessarar stefnu
og hefur kallað yfir sig þessi viðbrögð. Það
fer eftir geðþótta hans hvað fær þar inni.
Sjálfur efast ég um, að ég fengi þar inni, en
á það mun ekki reyna. Eg vil að Kjarvals-
staðir verði áfram reknir eins og var undir
stjórn Þóm Kristjánsdóttur, þijár og jafnvel
íjórar sýningar í einu og listamönnum gef-
inn kostur á að taka salina á leigu.
Fyrir nokkmm ámm átti ég sæti í stjórn
Kjarvalsstaða. Þá þótti okkur heldur illilega
tekin af okkur ráðin, þegar við stóðum gegn
því að Jakob heitinn Hafstein fengi að sýna.
Við töldum hann ekki hafa burði til að sýna
á þessum stað. Samstarfið sprakk; við Ein-
ar Hákonarson sögðum af okkur og Jakob
fékk að sýna sínar saklausu heiðagæsir.
Núna hef ég aðra skoðun á þessu. Setjum
svo að Jakob hefði borið gæfu til að útmála
í myndum sínum bandarískar stríðsvélar í
Víetnam í stað heiðagæsanna, þá hefði hon-
um undir eins verið tekið með fögnuði.
Auðvitað var Jakob nógu góður málari til
að sýna þama. Ég hef líka heyrt, að Pétur
Friðrik hafí ekki fengið þar inni núna og
„Ég sá ekki
hinn bílinnu
Eftir EINAR ÓLAFSSON
það þykir mér alveg fráleitt og raunar er
ég hissa á því, ef hann tekur því bara þegj-
andi og hljóðalaust."
„Ersú hætta fyrirhendi, að Kjarvalsstað-
ir verði einhverskonar fílabeinsturn og að
hinn almenni listunnandi telji sig ekki hafa
neitt þangað að sækja?“
„Já, mér sýnist að svo geti farið og hú-
sið verði þá þýðingarlaus hlekkur í alþjóð-
legri keðju framúrstefnugallería og safna á
meginlandinu og að sýningar þar verði eins-
konar prívat sendibréf á milli safnstjóra.
Upphefðin er öll þeirra, en ekki listamann-
anna.“
„Hefurþá tilkoma listsögufræðinga orðið
til hins verra?"
„Já, og það er ekki ofsagt. Listin hefur
komist af án þeirra um aldir og ég lít ekki
öðruvísi á þá en afætur á listinni."
„Þú hefur átt þátt í að mennta svo til
allt þetta fólk, sem nú fer hamförum í sýn-
ingarhaldi. Ertu ánægður með afraksturinn;
er íslenzk myndlist við góða heilsu?“
„Æ, ég get ekki svarað því. Ég held að
hún bjargist. En auðvitað er þetta meira
og minna eintóm della eins og margt hjá
okkur. I Myndlista- og handíðaskóla íslands
em á þriðja hundrað nemendur. Það er jafn-
vel meira en gerist hjá stórþjóðum. Til dæm-
is eru aðeins teknir 8 nemendur á ári inn
í myndhöggvaradeild fínnsku Akademíunn-
ar. Við erum aftur á móti að útskrifa upp
undir 40 manns árlega. Um það mannval
vil ég segja að 9 af hveijum 10 væru miklu
betur komnir á Jívöldnámskeiðum; þeir eiga
ekkert erindi í myndlist."
„En fara samt í framhaldsnám?“
„Það er upp og ofan. Myndlistarmönnum
fjölgar gífurlega, en góðum myndlistar-
mönnum ekki. Það þýðir að meðalmennskan
verður ríkjandi afl. Einn og einn stendur
þó alltaf uppúr“.
„En vinnur allur þessi íjöldi að myndlist
með einhverjum hætti?“
„Nei, sem betur fer. Megnið gufar upp,
en þetta fólk er þá þúið að sólunda fjármun-
um og tíma til einskis. Ég kunni ákaflega
illa við þessa þróun í skólanum eftir að
fjölga tók til muna. Þetta var og er röng
stefna. í leiklistarskólanum er aftur á móti
rétt staðið að verki. Ætli það séu ekki 8
nemendur, sem útskrifast þaðan á ári
hveiju; allt fólk sem á erindi í leiklist.
Myndlista- og handíðaskólinn á að standa
að þessu tvennu: Myndlist og handíðum.
En allir vilja vera listamenn, sama í hvaða
deild þeir eru. Mér sýnist að skólanum
þyrfti að skipta í tvennt. Fá handíðimar
sér. Á því sviði vantar fólk, snjalla iðnhönn-
uði til dæmis, sem gegna þýðingarmiklu
hlutverki í nútímanum. Skólinn er á villigöt-
um eins og hann er. Hann er á villigötum
eins og Listasafnið og Kjarvalsstaðir".
„Okkur hefur orðið tíðrætt um stofnanir
listarinnar, en tilefni þessa spjalls eryfírlits-
sýning þín í Hafnarborg. Finnst þér þegar
þú lítur yfir þróunarleið þína síðan 1944,
aðþú hafír verið lengi að fínna sjálfan þig?“
„Svo sannarlega. Það gæti kannski verið
einhveijum ungum til huggunar, að ég vissi
ekki almennilega hvað ég vildi fyrr en ég
var kominn um fimmtugt. Það eru ýmsir
millikaflar á þessum ferli. í íjögur ár gerði
ég ekki annað en teikna myndir í sögu
Haralds konungs harðráða. Það hefur verið
árin 1955-59. Það var myndasaga, sem birt-
ist í Þjóðviljanum á sínum tíma, 500 mynd-
ir alls.
í málverkinu hef ég hinsvegar ekki sótt
myndefni í fomöldina; mér fannst hún of
grá til þess. En uppúr 1960 tók ég upp
þráðinn á nýjan leik og fór að mála aftur.
Það var allt abstrakt, mjög dökkar og þung-
ar myndir; ég veit ekki hversvegna. Síðustu
abstraktsýninguna hélt ég á Kjarvalsstöðum
1978, en þá var breytingin að gerast innra
með mér; þá vissi ég loks hvað mér hentaði.
Myndefnið sótti ég á tímabili til sjávarins
og sjávarsíðunnar. Að hluta til voru það
áhrif frá „Þorpinu", ljóðabók Jóns úr Vör,
sem ég myndlýsti. En síðan er ég aftur
farinn að mála konur, svo það má segja að
ég sé kominn í hring; kominn þangað sem
ég byijaði. Nú stend ég á sjötugu og get
nú loks einbeitt mér að minni eigin mynd-
list. Það eru mikil viðbrigði. Líklega hef ég
aldrei málað eins mikið og síðasta áratug."
„Sjötugur málari með yfírlitssýningu og
líturj'fir farinn veg: Ertu sáttureða bitur?“
„Ég tel að ég sé sáttur þó ég hafi ekki
orðið óskabarn einhverra bírókrata. En mér
hefur verið vel tekið síðustu 15 árin og ég
hef ekki yfir neinu að kvarta".
GÍSLI SIGURÐSSON
Hver er orsök þeirra um-
ferðarslysa, sem erfitt
er að útskýra? í huga
flestra eru aðalástæð-
ur umferðarslysa
reynsluleysi ungra
ökumanna, ölvunar-
akstur eða akstur und
ir áhrifum fíkniefna að ógleymdum glanna-
skap og þar með töldum hraðakstri. En það
er margt fléira sem þarf að gefa gaum að
í sambandi við orsakir umferðarslysa.
Erlendis hafa verið gerðar tilraunir með
að kenna ökunemum miklu lengur en tilskil-
ið er í þeim tilgangi að þeir kæmu út í
umferðina betur undirbúnir en aðrir. Það
kom á óvart að þessir „úrvals" ökumenn
ollu miklu fleiri og verri slysum en þeir, sem
höfðu fengið hefðbundna þjálfun í akstri.
Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þessir
ökunemar ofmátu hæfni sína sem ökumenn.
Þetta bendir til þess, að sú skoðun margra
sé óraunhæf, að lengri kennslutími með
ýtarlegri þjálfun ungra ökunema dragi úr
umferðarslysum.
Með rannsóknum sínum hafa vísinda-
menn komist að þeirri niðurstöðu að sál-
rænt og geðrænt ójafnvægi ökumannsins
valdi megin hluta slysanna sem rannsóknar-
menn eiga erfitt með að finna orsökina fyrir.
Læknirinn og sálfræðingurinn heims-
kunni Sigmund Freud setti fram þá kenn-
ingu suemma á þessari öld að í undirvitund
sérhvers manns væru sterkar og andstæðar
hvatir: sjálfseyðingarhvötin annars vegar
og hins vegar lífshvötin. Sjálfseyðingarhvöt-
in hjá fólki verður einkum áberandi, þegar
það á við líkamleg veikindi að stríða, verður
fyrir mikilli sorg, hefur þungar áhyggjur
og er haldið streitu. Hættulegast verður
þetta hjá fólki sem er haldið innri lægð
(geðhvörfum), þar getur sjálfseyðingarhvöt-
in náð algjörum yfirráðum og leitt til sjálfs-
víga. '
Af þessu má ráða að samfara þessar
uppgjöf sem fylgir því er sjálfseyðingarhvöt-
in má sín meira en lífshvötin getur gert
ökumann sem tilheyrir þessum flokki fólks
að líklegri slysavaldi en þann sem er í jafn-
vægi milli þessara hvata. Tvær nýlegar
rannsóknir í Bandaríkjunum leiða í ljós
greinilegt samband á milli geðbrigða og
slysa þar sem 'A hluti látinna ökumanna
hafði verið haldin alvarlegu þunglyndi áður
en þeir lentu í slysunum. Sálfræðingamir
töldu að meðvituð eða ómeðvituð sjálfs-
morðshvöt (hæsta stig sjálfseyðingarhvatar-
innar) væri oft orsök slysa. í Bandaríkjunum
er þetta mest áberandi eftir að einhver fræg
persóna hefur svipt sig lífi en þá eykst tíðni
sjálfsvíga um nálega 10%. Þarna er greini-
lega þunglyndi með í för. í þessum slysum
er ökumaðurinn venjulega einn í bifreiðinni
en það bendir til geðbrigðasjúkdóms, þar
sem ekkert er fjær í hugum þessa fólks en
að vilja skaða aðra en sjálft sig.
Gerð var könnun á slysavöldum innan
lögregluliðsins í borginni Provence í Banda-
ríkjunum. Rannsóknin beindist einkum að
þeim lögreglumönnum sem lentu óeðlilega
oft í umferðarslysum. Það kom í ljós að
geðrænar ástæður fyrir umferðarslysum,
sem lögregluþjónar voru valdir að, voru ólík-
ar eftir aldri þeirra. Eldri mennirnir reynd-
ust flestir haldnir þunglyndi þ.e. þeir til-
heyrðu hópnum sem hefur aðallega verið
hér til umræðu. Yngri lögreglumennimir,
sem ollu oft slysum, voru fullir heiftar og
haturs í garð annars fólks.
Hér er mál að snúa sér að lífshvötinni.
Henni geta fylgt miklar hættur þegar nei-
kvæðir fylgikvillar fara að móta atferli
manna.
Fjölda þeirra sem fínnst þeim ógnað af
umhverfinu rísa gegn því vegna þess að
„lífshvötin" hjá þeim er miklu sterkari en
„sjálfseyðingarhvötin". Þessi vamarvið-
brögð em sjálfsögð og eðlileg sérhveijum
heilbrigðum manni. En oft verða viðbrögðin
svo hastarleg að vörnin er ekki lengur nein
vöm heldur breytist í árásargirni, hatur og
hefndarþorsta. Þetta fólk er misáir algjör-
lega andlegt jafnvægi sitt og þegar allt fer
á versta veg getur þetta komið fram sem
geðsjúkdómurinn „paranoia" eða ofsóknar-
bijálæði og þá getur einstaklingurinn orðið
öðru fólki hættulegur og stórhættulegur
ökumaður. Sennilega er það fátítt að þeir
sem svona fer fyrir séu mikið á ferðinni á
ökutækjum.
Árásarhvöt og hefnigirni eru greinileg
hjá fjölda ökumanna. Ökulagið kemur upp
um þá og þú, lesandi góður, ættir næst
þegar þú ferð út í umferðina að athuga hve
langan tíma það tekur þig að fínna fyrsta
ökumanninn af þessu taginu.
Sálfræðingar sem hafa kannað þetta hafa
komist að þeirri niðurstöðu að slysavaldar,
sem haldnir eru árásargirni, meðvitaðri eða
ómeðvitaðri, séu einkum þeir einstaklingar
sem hafa frá blautu barnsbeini vanist á að
leysa vandamál sín með valdbeitingu. Sál-
fræðingarnir segja að þetta fólk bregðist
oftast harkalega við hvers konar mótlæti.
Þegar ýmis óvænt atvik gerast í umferðinni
eitnr og t.d. umferðarhnútur, klaufaskapur
annarra ökumanna eða framúrakstur, þá
bregst þetta fólk gjarna við því með tillits-
lausum og grófum akstri sem oftlega endar
með umferðarslysi.
Þótt mörg slys verði vegna þessa andlega
jafnvægisleysis eða skapbrests ökumanna
er það þó eigi að síður álit vísindamanna
að ökumenn sem haldnir eru þunglyndi (þarf
ekki að vera sjúklegt) eða depurð sé fímm
sinnum hættara við að farast í bílslysi en
fólki sem er í andlegu jafnvægi.
Sálfræðingar telja einnig öruggt að orsök
slysa megi rekja til lyndiseinkunnar viðkom-
andi og viðbrögðum hans við utanaðkom-
andi álagi. Bandarísk rannsókn á þriggja
til fímm ára gömlum drengjum sýndi áð
slysatíðni á heimilunum var miklu meiri hjá
þeim, sem auk þess að vera árásargjarnir
áttu mæður er haldnar voru umtalsverðri
streitu eða voru sérlega uppstökkar.
Streita er oft orsakavaldur umferðar-
slysa. Það kemur ekki á óvart ef haft er í
huga hve stutt bilið virðist vera á milli
streitu annars vegar og þunglyndis eða dep-
urðar hins vegar. Þær eru orðnar margar
lögregluskýrslumar bæði hér á landi og
erlendis þar sem gefur að líta stutta setn-
ingu sem hljóðar svo: „Ég sá ekki bílinn“.
Þetta er örugglega sannleikur. En ástæðan
fyrir því að ökumaðurinn sá ekki hinn bílinn
er oftast sú að athyglisgáfa hans er skert.
Streita, kvíði, depurð, sorg eða þunglyndi
valda oftast skerðingunni. Ef fólk væri sér
meðvitað um ástand sitt og hagaði akstri
sínum í samræmi við skerta hæfni sína til
þess að aka bifreið, mætti komast hjá mörg-
um umferðarslysum. Það vill svo til að grein-
arhöfundur þekkir allmargt fólk sem er
haldið eða hefur verið haldið geðbrigðasjúk-
dómi, einkum geðlægð, sem er hættulegasta
tegund þunglyndis. Þetta fólk hefur allt
verið í meðferð hjá geðlæknum vegna sjúk-
dómsins og veit um takmarkaða hæfni sína
til þess að aka bifreið. Ekkert af þessu fólki
hefur valdið umferðarslysum þrátt fyrir
sjúkdóminn.
Greinarhöfundur leitaði upplýsinga hjá
Umferðarráði um þetta atriði en -enn hafa
engar skipulagðar rannsóknir farið fram
sem geta bent til þess að reynslan hér á
landi sé önnur en erlendis, þegar alvarlegt
þunglyndi virðist vera aðal orsakavaldur
umferðarslyss.
Ástæðan fyrir því að skipulegar rann-
sóknir á eðli og orsökum umferðarslysa
hérlendis hefur ekki farið fram mun vera
fjárskortur. Rannsókn sem framkvæmd var
á Spáni sýndi að ökumenn sem hafa fremur
háa greindarvísitölu lenda miklu sjaldnar í
umferðarslysum en þeir er hafa lægri
greindarvísitölu. Skýringin á þessu er ein-
föld. Þeir þekkja sjálfa sig og þekkja sín
takmörk og ætla sér ekki um of.
Höfundur er fyrrv. lögreglumaður.
Heimildir: lllustreret Videnskab; tölubl.
nr. 7 1990
Die Zukunft der lllusion; 1927: Sigmund
Freud