Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Qupperneq 15
Volvo 960 er ríkulega búinn bíll þar sem tvinnað er saman nýjungum, þægindum og öryggi. Volvo 960 - einn með öllu Ný sjálfskipting Sjálfskiptingin er enn ein nýj- ungin í Volvo 960. Fjögurra þrepa skiptingin er staðalbúnað- ur en hún hefur að geyma þijár stillingar. Vetrarstillingu (W) má nota í hálku en þá tekur bíllinn af stað í 3. gír og skiptir síðan mjúklega í 4. Er þá lítil hætta á að hann spóli óg þar hjálpar einnig til sjálfvirka mis- munadrifslæsingin. Sportstill- ingin (S) er fyrir þá sem vilja þeysa um á háum snúningi og hegðar hún sér nánast eins og um handskiptingu væri að ræða. Hin venjulega stilling eða spa- rakstursstillingin (E) er hin eðli- lega stilling en með henni ná vél og gírkassi metri hagkvæmni. Skiptingin er í öllum tilvikum mjög mjúk og jafnvel þótt bílnum sé þjösnað framúr. Þá er nýtt í þessari sjálfskiptingu að hún heldur bílnum á sama hraða og dregur raunar úr honum þegar bensíngjöf er sleppt. Er það eink- ar þægilegt til dæmis í lesta- rakstri þegar ekið er skrykkjótt í mikilli umferð. Þá þurfa menn ekki sífellt að vera með fótinn á hemlunum. Það er létt verk og skemmti- legt að aka Volvo 960. Vinnslan er þannig að bíllinn getur bók- staflega flogið áfram. Vélin er hljóðlát og ekki truflast menn af vegarhávaða. Galli var þó á þessum 1000 km akstri okkar norður af Gautaborg að bílarnir voru á nagladekkjum. Mest var ekið á venjulegum þjóðvegum en tækifæri gafst einnig til að kom- ast á mjóa og krókótta sveita- vegi (sem hefðu mátt vera fleiri og lengri) og oft var hálka. Við allar þessar aðstæður koma akst- urseiginlegar Volvo 960 vel í ljós. Fyrir utan viðbragðið má nefna nákvæmt stýri og rásfestu, gott útsýni og auðvelda meðhöndlun í hvívetna, mjúka skiptingu með fjölbreyttum notkunarmöguleik- um og hemlalæsivörnin gefur vissa öryggistilfínningu þegar draga þarf snögglega úr ferð í hálkunni. Verð og staðalbúnaður Volvo 960 er ríkulega búinn og af staðalbúnaði má m.a. nefna eftirfarandi: Rafstýrðar læsing- ar, rúður, sóllúga og útispegla- stillingar, aflstýri, hraðastilling, innbyggt barnasæti, þriggja punkta öryggisbelti í miðjusæti að aftan ásamt höfuðpúða, heml- alæsivörn, lesljós, rúðuvökva- mælir, þokuljós að aftan, hemla- ljós í afturglugga, hleðslujafnari, veltistýri, sjálfvirk mismuna- drifslæsing, útvarp, segulband og geislaspilari með tilheyrandi Afturendinn er með nýju sniði og opnast skottlokið nú alveg nið- Mælaborðið er einnig vel búið og það er með nýju yfirbragði. ur að stuðara sem auðveldar hleðslu. Bílasíminn var útbúinn með sér hljóðnema þannig að ökumaður þarf ekki að halda á sjálfum simanum þegar talað er - allt til að auka öryggið ef menn þurfa á annað borð að tala í síma í akstri. hita eftir að bíllinn hefur staðið úti yfír frostnótt. Mælaborð er breytt. Uppbygg- ing er svipuð, mælar varðandi akstur og vél beint fram af öku- manni og miðstöð og útvarp til hliðar en nýr svipur er á öllu yfirbragði þess. Hanskahólf er ekki mjög stórt en ágætt auka- hólf er milli framstóla. Vélin er í einu orði sagt öflug og hún er líka hljóðlát. Þetta er ný þriggja lítra, sex strokka, 24 ventla og 204 hestafla línuvél, að mestu byggð úr áli. Vinnsla hennar er sérlega góð á mjög víðu snúningssviði og hefur verið lögð megin áhersla á það fremur en að ná miklum hámarkshraða. Því má skjóta hér inn að hann . er ekkert lélegur því þegar við létum gamminn geysa á sérs- taktri reynsluakstursbraut náð- um við 210 km hraða. Það er víðast hvar yfir leyfilegum mörk- um nema á þýskum hraðbraut- um! Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km má ná á 8,9 sekúndum og uppgefin eyðsla er 13,2 1 í borg og hún á að fara niður í 7,3 úti á vegum. Meðaleyðslan er 10,5 lítrar. hátölurum. Listinn er mun lengri en fyrir þennan bíl með búnaði þarf að greiða kr. 3.998.000. Þetta er staðgreiðsluverð fyrir bíl kominn á götuna. Fjárfestingin er mikii en það fæst líka ýmislegt fyrir hana. Volvo 960 er traustvekj- andi bíll og er sannarlega einn með öllu. jt Hinn nýi Volvo 960 var kynnt- ur hjá Brimborg um síðustu helgi en þessi bíll tekur við af 760 sem verið hefur flagg- skip Volvo til þessa. Volvo 960 telst til lúxusbíla, einn með öllu, er óhætt að segja. Hann hefur verið á teikniborðinu og í mótun nánast allan niunda áratuginn og jafnvel þótt segja megi að útlitið sé ekki byltingarkennt hefur 960 að geyma í senn nýjungar og gæði sem vandlátir munu fagna. Þessu fengu blaðamenn frá Islandi að kynnast í Svíþjóð nýlega er Volvo og umboðið á Islandi, Brimborg, kynntu 960 bílinn með öllu sem honum fylgir og 940 líka. Auk þess að aka bílunum kringum 1000 km heimsóttum við nokkrar rannsókna- og til- raunadeildir Volvo. í dag kynnum við okkur hvað er á bak við Volvo 960. Sver sig í ættina Þrátt fyrir breytt útlit 960 sver hann sig í ættina. Framend- inn er nánast hið hefðbundna Volvo andlit síðustu ára. Grillið og aðalljósin ná saman og mynda eina heild og stefnu- og ökuljós- in á framhorninu ná örlítið lengra aftur með bílnum. Stuðari er verklegur og nettari en á 760 bílnum og fer stuðaralínan lárétt umhverfis allan bílinn. Skottlokið er hærra en áður og gefur aukið íými og afturhornin eru orðin ávöl og méð mýkri línum en í 760 bílnum. Volvo 960 er álitleg- ur bíll og leikur enginn vafi á því að hér er nýr bíll á ferðinni þrátt fyrir skyldleikann við eldri bræður. Það er ekki oft á áratug sem Volvo kemur á markað með nýja línu og hér hefur tekist að móta og tvinna saman ákveðna íhaldssemi og varfærni inn í hina nýju línu. Helstu mál og vog eru: Lengd 4,87 m, breidd 1,75 m, hæð 1,41 m og hjólhaf 2,77 m. Þyngd 1570 kg, bensíntankur tekur 80 lítra, beyjuþvermál er 9,9 metrar sem er gott hjá svo löngum bíl. Þægindi og öryggi Að innan sitja þægindin í fyr- irrúmi en örygginu er þó ekki gleymt. Farþegar sitja við sama borð í þessum efnum, ailir hafa höfuðpúða og þriggja punkta öryggisbelti, líka miðjufarþeginn í aftursætinu. Nýjung í 960 er barnabílstóll í armpúða í miðju aftursætis. Þegar armpúðinn er felldur niður má lyfta hluta hans upp á ný og kemur þá í ljós hent- ugur barnabílstóll. Barnið notar venjulega öryggisbeltið og er sætið ætlað 3 til 10 ára börnum. Velja má leður- eða plussá- klæði á sætin og er óhætt að segja að þau séu öll þægileg. Fótarými er gott bæði í fram- og aftursætum og höfuðrými sæmilegt þrátt fyrir að sóllúgan lækki loftið örlítið. Sætastilling- ar eru hefðbundnar og þar getur hver maður fundið sína stillingu. Rafknúnar stillingar á framsæt- um er aukabúnaður. Farþegar'í fram- og aftursætum hafa lesljós og miðstöðvarblástur dreifist vel um allan bílinn. Miðstöðin er reyndar sér kapítuli. Hún er með fimm hraðastillingum og hægt er að stilla sjálfur hita og blástur eða láta sjálfvirknina um það. Er þá stillt á það hitastig sem menn óska og miðstöðjn sér um að viðhalda því. Er hún aðeins örfáar mínútur að ná 20 stiga Barnabílstóll er í miðju aftursætis og er hann sambyggður armp- úðanum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. MARZ 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.