Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 3
TFgBáW H®[B®[ö][N][Bl[tl®Sl®[i]SlS! Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Uppnefni voru algeng um allt land fyrr á öldinni og Reykjavík var ekki undantekning. í síðustu grein sinni um Bræðraborgarstíg- inn, segir Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur frá íbúum við götuna, svo sem Þór- bergi Þórðarsyni, sem bjó þar í kjallara, Gwendi dúllara, sem var skemmtikraftur, Jóni smala, Þórði kæfu og Gvendi strollu. er af hluta úr málverki eftir kunnasta málara Færeyinga, Sámal Joensen-Miki- nes, sem lézt 1979. Myndin heitir „Grinda- dráp“ og er frá 1942. Tilefni þessa og samantektar um Mikines á bls 8-9, er að Emil Thomsen í Þórshöfn hefur gefið út vandaða listaverkabók um málarann og ritar Bárður Jákupsson textann, en bókin var prentuð hér í Odda. Þetta er mikið og menningarlegt átak hjá Færeyingum og verðskuldað, því Mikines hlýtur að telj- ast í fremstu röð norrænna listamanna. Á Torfunni nánar tiltekið í Bankastræti 2 verður nú Upplýsingamiðstöð ferðamála og frá því segir í Ferðablaðinu. Þar verður haldinn íslandsdagur og með honum vill miðstöðin hvetja landann til ferðalaga um eigin land og til að kynna sér nýungar. MATTHIAS JOCHUMSSON Til Vestur-íslendinga -BROT- III Bragarbót Sé ég hendur manna mynda meginþráð yfir höfin hráðu, þann er lönd og lýði bindur lifandi orði suður og norður. Meira tákn og miklu stærra meginhand hefur guðinn dregið,. sveiflað og fest með sólarafli, sálu fyllt og guðsmáli, — máli, sem hefur mátt að þola meinin flest, er skyn má greina: ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða. Málið fræga söngs og sögu, sýnu hetra guðavíni, — mál, er fyllir svimandi sælu sál og æð, þótt hjartanu blæði. Það hefur voða þungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst viðhungri’ og þorsta, hjartaskjól, þegar burt var sólin, hennar Ijós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur, fréttaþráður af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda. Sturla kvað yfir styijarhjarli, Snorri sjálfur á feigðarþorra. Ljóð frá auði lyfti Lofti, Lilja spratt í villikyljum. Arason mót exi sneri andans sterka vígabrandi, Hallgrímur kvað í heljar nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. — Hvað er tungan? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði. — Hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs, í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum, heiftareim og ástartíríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígðum — geymir í sjóði. Matthías Jochumsson, 1835-1920, var prestur i Odda á Rangárvöllum og á Akureyri. Hann var bæði trúarskáld og eitt helzta skáld rómantísku stefnunnar á Islandi. LBJ LAJ IBJ LBJ Rambó í Reykjavík Líklega hefur fáa Reyk- víkinga órað fyrir því fyr- ir nokkrum árum að höf- uðborgin yrði innan stundar að eins konar Sódómu. En staðreynd- irnar tala hins vegar sínu máli og leyna sér ekki. Nú er svo komið að enginn getur lengur verið óhultur um líf sitt og eigur og hefur ofbeldisgrýlan bankað á dyr flestra borg- arbúa í einni eða annarri mynd með mis- skelfilegum hætti. Allir vita að þessi óheilla- þróun hefur orðið á undraskömmum tíma. Því hefur mjög verið haldið að fólki að höfuðborginni sé fimavel stýrt af valin- kunnu sæmdarfólki og má það satt vera ef miðað er eingöngu við það hversu vel hefur verið búið í haginn fyrir bíla og hús. Hins vegar virðist það hafa gleymst með öllu að í borginni býr fólk. Margir hafa lagt höfuðið í bleyti til að leita skýringa þess að þetta litla samfélag, sem Reykjavík vissulega er, skuli snúast svo gegn sjálfu sér sem raun ber vitni. Bent hefur verið á ótalmargt sem aflaga hefur farið og líklega allt réttilega. Meginskýring- in hlýtur samt að vera sú að heimsmynd borgarbúa hefur gerbreyst, einkum þeirra sem erfa eiga landið og miðin og erlendu skuldimar. Einhver utanaðkomandi áhrif hafa leitt til þess að ungt fólk telur sig búa í heimi þar sem tveir valkostir marka því bás; að drepa eða vera drepinn ella. Sá sem lokar á eftir sér útidyrunum síðla dags og gengur út í óvissuna leggur leið sína á nokk- urs konar vígvöll þar sem enginn veit hver örlög honum eru búin. Nú er það víst öllum ljóst að þessi heims- mynd, svo fögur sem hún er, er okkur að- send. Hún birtist okkur í formi kvikmynda og myndbanda sem nú hafa lagt undir sig stóran hluta af frítíma barna og unglinga. Hvað mætir svo forvitnum augum ungviðs- ins sem starir á þetta efni oft og klukku- stundum saman dag hvem? Ég held að ég þurfi ekki að svara þeirri spurningu. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvaða stéttir og þjóðfélagshópar koma mest við sögu í þessum afþreyingarmiðlum sem án efa leggja drög að hinni breyttu lífssýn sem haldið hefur innreið sína. Liggur ekki í augum uppi að þeir sem mata börnin okkar reyna að forðast að setja eitur í fæð- una ? Nei, ekki aldeilis. Langstærsti hópur fólks, sem lýst er í kvikmyndum þeim og myndböndum sem hér eru á markaðnum, er bófar og morðingjar, fólk sem gert hefur þjófnaði, nauðganir, lim- lestingar og manndráp að eins konar list- grein. Þetta fólk kemur úr öllum stéttum samfélagsins en þetta sameiginlega áhuga- mál gerir það að einum hópi. Næststærsti hópurinn á eftir glæpahysk- inu er þeir sem gæta eiga laga og rétta. Þar kemur lögreglufólk mest við sögu. En viti menn - sú mynd, sem dregin er upp af löggæslunni í samfélaginu, er síður en svo kræsileg; lögreglufólk kvikmyndanna eru oftast ruddamenni sem einskis svffast í samskiptum sínum við þá sem þeir eiga að vernda - er raunar litlu skárri en glæpon- arnir sem það á í höggi við. ívið huggu- legri mynd fæst stundum af einni grein lög- gæslunnar sem eru eru einkaspæjarar. Þeir eru oftar en ekki heldur klárari í kollinum en löggæslufólk í opinberri þjónustu og stundum talsverð kyntröll en hins vegar sjaldan minni ruddar í mannlegum sam- skiptum. Efst í metorðastiga löggæslunnar tróna svo lögfræðingar og dómarar. Þar er stundum að finna heiðarlegt fólk þótt vita- skuld beri miklu meira á þeim sem gerspillt- ir eru og þjóna engu öðru en eigin hag. Þriðji hópurinn, sem mest ber á, er fórn- arlömbin, þeir sem drepnir eru, barðir, skornir, stungnir, brenndir, sagaðir og ég veit ekki hvað. Þessi hópur er auðvitað grundvöllur þess að hinir tveir hóparnir geti stundað iðju sína. Sú þróun hefur aug- ljóslega orðið á meðferð þessa hóps afþrey- ingarmyndanna að hann sætir sífellt hroða- legra ofbeldi. Það virðist í rauninni þykja hjóm eitt ef ekki er um hreinan kvalalosta að ræða. Þannig eru kvikmyndaverin komin í harða samkeppni um ógeð og sýna í því aldeilis ótrúlega hugkvæmni. Best þykir greiniega til takast á þeim bæjum ef sýndar eru persónur sem ekkert eru annað en gang- andi drápsvélar í líkingu við þokkapiltinn Rambó, þann sem drap á báða bóga allt kvikt að mestu að tilefnislausu. Þetta snilld- armenni mælti varla orð á vörum alla mynd- ina enda hefði allt slíkt mjög tafið hann f þeirri einu list sem hann kunni til hlítar. Nu hef ég lýst þeim þremur hópum manna sem mest ber á í myndefni því sem skapa á börnum okkar grundvöll til að kynnast lífinu og takast á við það. Auðvitað koma fleiri hópar og starfsstéttir til, s.s. læknar. Sú var tíðin að læknar komu mjög við sögu í kvikmyndum. Þar björgðuð þeir mannslíf- um á snilldarlegan hátt á milli þess sem þeir sinntu hugföngnum hjúkrunarkonum. Nú sjást læknar einkum veita fórnarlömbum morðingjanna nábjargirnar eða kryfja lík þeirra og hjúkrunarkonur eru hvergi og er Ijóst að þessa stétt hefur mjög sett niður á hvíta tjaldinu. Niðurstaða mín er þessi: Sú heimsmynd, sem haidið er að ungu fólki, er svo svakaleg að henni verður vart með orðum lýst. Grund- völlur hennar er gegndarlaust ofbeldi í ótrú- lega fjölbreyttum myndum. Varla sést það sem mestu máli skiptir í lífinu; góðgjarnt fólk, viturt og víðsýnt - nema helst sem hráefni fyrir morðingja. Nú munu sennilega margir þeirra, sem þessi örð mín lesa, hugsa með sér: Þetta er auðvitað rétt hjá Þórði eins og við er að búast (afsakið). En hvað er hægt að gera? Vitaskuld er eitthvað hægt að gera. Það sem ekki er hægt er að sætta sig við að sitja við allsnægtaborðið og láta byrla sér ólyfjan. Uppgjöf er enn sem fyrr versti kost- urinn. Það vár hægt að setja kvóta á fisk. Hví þá ekki á óhroðann sem börn okkar eru alin á - þótt augljóst sé að fiskur er miklu dýr- mætari en börn. Það var hægt að búa til þjóðarsátt til að bjarga ríkissjóði. Væri þá ekki eins hægt að stofna til þjóðarsáttar gegn ofbeldis- myndum - þótt allir viti að afkoma ríkis- sjóðs er miklu alvarlegri mál en velferð barna. Svo var hægt að setja bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir að fólk fengi umsamin laun greidd. Hvernig væri að setja bráða- birgðalög til að bjarga bömum úr klóm sið- spillandi afla - þótt það liggi í augum uppi að flestir telji það miklu brýnna að lækka laun en efla hag bama. Ég er þess fullviss að til mjög margra ráða má grípa til að koma í veg fyrir að ungt fólk nærist á óhugnaði sem vafalaust mun setja mark sitt á líf þess æ síðan. Fólki, sem tönnlast á hugtakinu frelsi í tírna og ótíma, má benda á að það væri vissulega mikið frelsi ef tækist að draga úr þeim of- beldisófögnuði sem gerir lílf margs fólks í borginni að martröð. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. MAÍ1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.