Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 2
Bessastaðir í tíð Sveinbjamar Egilssonar. Sveinbjörn Egilsson á fullorðinsárum. Að slá lífsins\atn úr hellu lærdómsins Ræða flutt í Reykjavíkur kirkjugarði, 16. júní, 1946. tt manna er sem ætt laufblaðanna. Sum- um laufblöðum feykir vindur til jarðar, en önnur spretta í blómlegum skógi, þegar vortíminn kemur. Þessi orð hins fræga Hippolokkussonar úr Ilionskviðu í febrúar síðastliðnum voru liðin 200 ár frá fæðingu Sveinbjarnar Egilssonar, rektors Bessastaðaskóla og síðar Reykjavíkurskóla, sem einnig og ekki síður er minnst fyrir afrek í þýðingum, þar sem forngrísku kviðurnar ber hæst og einnig fyrir orðabók yfir forníslenzkt skáldamál. Eftir SIGURÐ NORDAL má með nokkurum sanni heimfæra upp á þá fylkingu nemenda Reykjavíkurskóla frá sjö áratugum, sem hafa safnazt saman í dag. Hér eru kynslóðir, sem hafa þegar átt sér sitt sumar, og aðrar, sem horfa fram á vortímann. En allar eru þær lauf í einum skógi, vor aldargamli skóli hefur kallað þær til þessarar afmælishátíðar, — æskan tekur þátt í minningunum frá fortíð hans og hin- ir aldurhnignu í ámaðaróskum um framtíð hans. Vér nemum hér staðar við -leiði, þar sem hvílast jarðneskar leifar fyrsta rektors Hins lærða skóla í Reykjavík. Sjálfsagt hefði verið að minnast hans við þetta tækifæri, hver og hvers konar maður sem hann hefði verið. En nú höguðu örlögin því svo, að þessi maður var Sveinbjörn Egilsson. Og við fá leiði í þessum kirkjugarði verður sagt í fyllra skilningi: Hann, sem þér leitið, er ekki hér. — Saga Sveinbjarnar var merki- leg, meðan hann lifði. Ahrif hans eru virk á meðal vor enn í dag. Og þau verða von- andi mikil í íslenzkri þjóðmenningu um lang- an aldur. Ef spurt er um, hver Sveinbjörn Egilsson var, er þess fyrst að geta, að þegar hann setti Reykjavíkurskóla 1. október 1846, nýskipaður rektor nýs skóla, átti hann að baki sér 27 ára kennaraferil á Bessastöðum. Um Bessastaðaskóla leikur meiri ljómi í sögu þjóðarinnar en nokkum annan skóla, sem haldinn hefur verið á íslandi fyrr eða síðar. Þessi fámenna stofnun bar meðal annars gæfu til að brautskrá á einum sjö árum þá Baldvin Einarsson, Tómas Sæ- mundsson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Brynjólf Pétursson. Þessir menn og ýmsir aðrir, sem mætti nefna, bjuggu alla ævi sína að vegarnestinu frá Bessastöð- um og ekki sízt því, sem Sveinbjörn Egils- son hafði miðlað þeim. Vér getum ekki minnzt hans sem rektors án þess að geta undanfarinnar kennslu hans, — ekki rifjað upp sögu skólans í Reykjavík án þess að hugsa um arfínn frá Bessastöðum. Allir vita, hver atburður þykir mestum tíðindum sæta frá rektorsárum Sveinbjarn- ar: Pereatið 1850. Það er mesta andstreymi í skólastjórn, sem nokkur rektor eða kenn- ari í Reykjavíkurskóla hefur orðið fyrir, þótt oftar hafi gefíð á bátinn. Það er greypi- legt, að þettaskyldi dynja yfír slíkan öðling og ljúfmenni, svo ástsælan og frábæran Sveinbjörn á yngri árum. kennara. En pereatið er einn þeirra at- burða, sem má hartjia, en vandi er að dæma, á hvorn aðiljann sem er litið. Og um það skal ég ekki fjölyrða. Það er horfið í for- tíðina, þó að saga þess sé geymd í minni. Hugsum heldur um hitt, hver Sveinbjöm Egilsson er fyrir nútímann. Af öllum þeim ágætismönnum, sem hafa starfað í Reykjavíkurskóla og látið eftir sig, fyrir utan kennslu sína, mikil verk í þágu mennta og fræða, ber Sveinbjöm hæst. Lærdómur hans var víðfaðma, hæfileikar fjölbreyttir, afrek hans mörg á ýmsum sviðum. Háskóla- nám hans var guðfræði, og það mun varla ofmælt, að þær þýðingar nokkurra bóka heilagrar ritningar, sem hann gerði úr hebr- esku og grfsku, séu tiginbornustu biblíuþýð- ingar á íslenzka tungu og miklu ókunnari en við er unandi. Hins vegar eru þýðingar Hómerskvæða alkunnar, — þó líklega því miður oftar nefndar en lesnar. Latína lék honum svo á tungu, að til hafa verið til skamms tíma menntamenn meðal stórþjóð- anna, sem hafa lesið hina latnesku þýðingu ellefu binda Fornmanna sagna, Scripta hi- storica Islandomm, vegna þess yndis, sem þeir höfðu af stílfegurð hennar og orð- kynngi. Lexicon poeticum er að verðleikum talið einstakt afreksverk í norrænum og íslenzkum fræðum, furðulegt Grettistak, þegar gætt er allra erfiðleika. Og miklu fleira mætti telja, semi Sveinbjörn vann fyr- ir íslenzk fræði og rutt hefur braut fyrir alla menn, sem hafa stundað þau síðan. Danskur maður, sem hitti Sveinbjörn Egilsson í Kaupmannahöfn 1845 og vissi, að hann var ágætt latínuskáld, sagði við hann, að hann mundi víst kunna að tala mörg tungumál. Sveinbjörn svaraði: „Eg kann ekki að tala nema íslenzku." í þessu svari er mikið yfirlætisleysi og þó nokkur metnaður. Hann gaf í skyn, að sér þætti lítils vert um allan lærdóm sinn í erlendum tungum hjá því að kunna móðurmál sitt. Þar gat hann líka hiklaust úr flokki talað. Hvað verður Sveinbjörn Egilsson fram- tíðinni? Verður hann ekki einmitt maðurinn, sem kunni að tala íslenzku, heldur áfram að tala íslenzku við óbornar kynslóðir? Frægur fyrir margt annað, lifandi fyrir þetta, — fyrir nokkur kvæði sín og vísur, þótt hann gæfi sér ekki tíma til að leggja þá rækt við skáldgáfu sína, sem hún átti skilið, — fyrir þýðingar sínar, framar öllum Odysseifskviðu og Ilionskviðu á óbundið mál, — ef til vill fullkomnustu þýðingar þessara öndvegisrita heimsbókmenntanna, sem til eru á nokkura tungu, — meistara- verk íslenzkrar orðlistar, sem aldrei geta bliknað. Jón Árnason hefur það eftir kunnugum manni, að næmi og minni Sveinbjamar á yngri árum hafi verið í góðu meðallagi, skarpleiki og greind í betra lagi. Þetta pund sitt hefur hann þá ávaxtað af slíkri ástund- un og skapfestu, að fæst gáfnaljón munu öfundsverð af að standa við hlið hans fyrir dómstóli skapara síns. En síðan er við bætt, „að það, sem heitir smekkur (hafí verið) í bezta lagi, því að hann fann svo vel og fljótt það tilhlýðilega". Sannarlega hefur Sveinbjörn notið bæði lærdóms síns og skarpleiks, þegar hann rit- aði íslenzkt mál. En það var samt smekk- vísi hans og listnæmi, sem gerðu honum þetta arðbært til snilldarverka. Honum auðnaðist á sínu sviði hið sama sem Jóni Sigurðssyni á sínu; að slá lífsins vatn úr hellu lærdómsins, skapa framtíð með for- tíðina að bakhjalli. Hvað er hlutverk lærðra skóla eða menntaskóla? Ekki að búa menn „undir lífið“ í þeim skilningi, að þeir verði undir- lægjur hverrar tízku, sem lýsir því yfir í þann og þann svipinn, að hún sé eina lífíð, — heldur að gefa þeim jafnvægi vits, smekks, þekkingar og skapfestu til að kjósa og hafna rétt, þegar þeir koma út í iðu samtíðarinnar. Til þess á meðal annars að kenna þeim humaniora, sagnfræði og klass- iskar menntir, hvort sem eru suðrænar eða norrænar, frá fyrri eða síðari öldum. Það á að vera aðalsmark stúdenta að vita um hið dýrmætasta í menningararfi liðinna tíma og varðveita samhengið við það með allri þjóðinni. Hver kynslóð er að vísu nýtt lauf á stofninum, hver kynslóð reisir að ein- hveiju leyti nýtt hús á eldra grunni. En giftusamlegt jafnvægi er í því fólgið að vera í senn lauf á stofninum og færa honum meira gróðrarmagn, — að reisa hús sitt á bjargi, en ekki sandi, og úr ósviknum efni- viði, sem kemur framtíðinni að notum. Ræktarsemi og frumleikur þurfa að haldast í hendur, — svo að ræktarsemin verði ekki að andlegum dofa, frumleikurinn ekki sinu- eldur og hégómafálm. Það virðist vera meira en tilviljun, það hlýtur jafnan að setja Reykjavíkurskóla mark, að fyrsti rektor hans skyldi vera svo skýrt dæmi um heill- aríka ávexti klassískrar menntunar í gró- andi þjóðlífi. Sveinbjöm verður alltaf ljóm- andi tákn uppeldis af því tagi, sem skólinn á að kosta kapps um. Þegar slíks manns er minnzt, verður það líka eggjun. Það var lærisveinn hans, sem kvað: Traustir skulu homsteinar hárra sala, í kili skal kjörviður. Þegar vér blessum minningu Sveinbjarnar Egilssonar, óskum vér um leið vorum gamla og unga skóla, hinni íslenzku þjóð og þjóðfé- lagi, að segl verði undin hátt til djarfrar ferðar, en þess verði líka alltaf gætt, að kjölfesta sé í réttu hlutfalli við seglin, bæði í menntun og öllum athöfnum. Skólinn hef- ur, að minnsta kosti um sinn, varpað fyrir borð allmiklu af þeirri kjölfestu fornmennta,' sem hann hafði í upphafí. Um það er ekki að sakast, ef önnur jafnhöfug kemur í henn- ar stað. Sveinbjörn Egilsson mundi ef til vill, ef hann væri nú á rneðal vor, geta sætt sig við skóla án grísku og með litla latfnu. En hann mundi þá brýna þvf fastar fyrir oss, að ekki mætti minna vera en vér kynnum að tala isienzku, bæði meðal sjálfra vor og í dýpra skilningi við hvem þann er- lendan mann og erlenda þjóð, sem vér eigum við að skipta. Höfundur var prófessor við Háskóla íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.