Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 7
I SVEINN ÓSKAR SIGURÐSSON Minningin Þá var ég einn Vot urðu augu Unglings Þroski í æsku Æra og andi Urðu til Samviska hrein Hryggur ég varð Vandamál Maður varð til Táningi úr Út undir vegg Vini og óvini Óttaðist ekki Hlekki Hlátur í anda Ástin á lífi Ljósinu Stúlkur í blóma Brutust út Einar Sveitin mín Mótaði anda Handa mér Álfar og tröll HöIIin mín Minningin Höfundur er nemi í Háskóla íslands. Jassinn er hluti af New Orleans. Louisiana. Þetta er rauður pipar svonefndur cayennapipar. Hann er logandi sterkur og virðist notaður í allan mat. Fisk, rækjur, allskonar kjöt meðal annars hvítt kjöt aligat- orsins að ógleymdu áfengi, en þá var okkur nú nóg boðið. Við vorum að geta okkur til að þetta hefði verið aðferð til að geyma fæðu eða jafnvel til að fela ýldubragð. Við íslendingamir notuðum salt og mysu í gamla daga til að maturinn hefði geymsluþol. Nú er þessi fróðlega og skemmtilega ferð senn á enda. Mér finnst ég vita þó nokkuð meira nú en þegar ég kom hingað. Fólkið hér er allt svo afslappað, fer sér hægt, umferðin er hægari en heima og tekið er tillit til gangandi vegfarenda. Það kom okk- ur á óvart hvað fólk yfírleitt var illa upp- lýst, við spurðum marga hvar Mississippi- áin kæmi upp, en því gat enginn svarað, yppti bara öxlum og sagði að hún væri þama, og benti út í loftið. Nú sit ég í flugvélinni sem flytur okkur til Orlando. Við ákváðum að taka daginn snemma. Vöknuðum árla morguns, borðuð- um morgunmat, fengum að hlaupa smá stund niður á franska markaðinn, átum brauðsneið í einum grænum hvelli og ókum síðan út á flugvöll á hundrað. Þar biðum við í góða Qóra tíma til að missa nú ekki af vélinni, en vel að merkja, sökum óróa í háloftunum var flugvélin talsvert á eftir áætlun. Þetta er nú allt gott og blessað, allir stilltir enginn pirringur í selskapinu. Mér finnst næstum því óþarfi að taka fram samstöðu ferðafélaganna hún er með slíkum ágætum að ekki hefir orði hallað í þá tutt- ugu og sex daga sem ferðin hefur staðið. Eflaust er ráðið góða, sem sumir hafa í hávegum, lykill að stærra leyndarmáli en við í fljótu bragði gerum okkur grein fyrir, það er að segja. Gefa fólki að borða ef dynt- ir og fýla koma upp. Skyldi vera best að gefa þjóðunum sem alltaf eru að berjast mat? Islendingar gætu með góðu móti gefið smá fjall af lambakjöti frekar en að urða í jörðu. Ég veit að þetta er engan veginn góður „business" en svona lítur þetta út frá mínu sjónarmiði. Dagarnir sem við gistum New Orleans voru fljótir að líða. Stór perla í minningunni skín skært, vissulega er maður ríkari en ella. Höfundur er húsmóðir á Seltjarnarnesi. GUNNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR Djúpsjávar- reggie Silkimjúkt volgt hafið umlykur mig þungur taktfastur trumbusláttur í grenndinni djúpið er óendanlegt Hið óþekkta ryðst upp brýtur yfirborðið með ofsa og heift trumbuslátturinn verður hraðari hjartslátturinn fylgir eftir óttinn í djúpinu stundum gárar hið óþekkta yfirborðið örlítið Taktfastur trumbuslátturinn viðheldur óttanum í djúpinu hið innra Nú kanna ég djúpið sé nýja undraveröld litríka og framandi sigra óttann Höfundur er þroskaþjálfi. Houmas House, eitt fegursta plantekruhúsið, sem nú er varðveitt. sykur, ál og fleira breytt högum fólksins hér um slóðir. Um borð í skipinu leikur Dixieland hljóm- sveit innandyra, þar eru á boðstólum smá- réttir og drykkjarföng. Mér fannst gaman að fara þessa ferð, hún tekur ekki langan tíma og verði er stillt í hóf. Við gengum heim á hótelið, því allstaðar vorum við mið- svæðis. Eina sem við gerðum ekki þarna áttum við að gera, það er að segja að láta kúsk keyra okkur heim í asnakerru. Mississippi er næstlengsta áin í Norður- Ameríku, hún er breið og skolplituð. Áin kemur upp tær og hrein í Minnesóta-vötnun- um, rennur í gegnum tíu ríki Bandaríkjanna uns hún fellur í Mexíkóflóann. Þá er hún orðin að breiðvöxnum moldarlitum risa, tvö- hundruð feta djúpu vatni. Stór flutninga- skip sigla langt upp eftir fljótinu. Áin hefur alltaf verið aðal samgönguleið um þessar slóðir. Mississippi-áin gegndi stóru hlutverki í tveim styrjöldum. Louis Armstrong fæddist í New Orleans og byijaði sinn frægðarferil með því að spila á gufuorgel hjólaskipana sem sigla á ánni. Oscar Hammerstein samdi 01’ Man River um þetta stórfljót. Mark Tvain skrif- aði margt um lífíð við og á ánni, hann hlaut heimsfrægð að launum. Bflstjórinn sem sótti okkur á hótelið, var myndarmaður dökkur á húð og hár. Hann sagði með talsverðu stolti að hann væri Kajani. Það er blanda af Frakka og indíána. Frumbyggjar hér um slóðir voru að sjálf- sögðu indíánar. Um miðbik átjándu aldar- innar komu hingað fransk-kanadískir kaþ- ólskir menn frá Nova Scotia. Bretar höfðu yfirráð yfir því landsvæði og vildu fá Frakk- ana til að snúa frá kaþólskunni. En fólkið vildi halda sínum trúarsiðum. Brugðu Bret- arnir á það ráð að flytja fólkið til þessara botnlausu fenja. Indíánarnir sem voru þar fyrir greiddu götu þessa vesalings fólks. Kenndu því að afla sér fæðu, nýta allskonar jurtir til lækninga og fæðu. Indíánar voru hið mesta friðsemdar fólk, allt öðru vísi en sagft er um þá í kúrekakvikmyndum. Við sigldum síkin á flatbotnuðum vatnabát, leið- sögumaður okkar var fallegur ungur kaj- ani, einn af afkomendum frumbyggjanna. Margt framandi bar fyrir augu sem of langt yrði upp að telja, en geymist í minning- unni. Aligatorar sveimuðu um í vatninu, stórar skjaldbökur sóluðu sig á trjábolum. Við sáum engar slöngur en þær munu vera algengar hér um slóðir. Landið í kring um sýkin er marflatt, á einum stað var myndar- legur hóll, og reyndist það vera kirkjugarð- ur indíánanna, og nefnist því einkennilega nafni „Jambalaya“. Stór kýpurviðartré setja mikinn svip á gróðurinn. Á tijánum hanga druslulegir litlausir flókar, þeir minna helst á sinu. Þetta er nokkurs konar massi og er nýtanlegur sem tróð (stopp) í húsgögn. Henry Ford bílakóngurinn frægi lét stoppa sætin í Ford módel 27 með þessu efni. Þetta land er ekkert venjulegt, hægt er að ganga nokkur skref þá byijar maður að sökkva í kviksyndi. Stórt tré stendur á áber- andi stað niður við bryggjusporð. í þá tíð sem þrælahald var hér um slóðir, kom oft fyrir að þrælar reyndu að stijúka, en flótt- inn var ekki alltaf auðsóttur. Þeir svertingj- ar sem náðust á flóttanum voru hengdir í þessu tré öðrum til viðvörunnar. Tréð var nefnt „gráttré" af augljósum ástæðum. Ég get ekki skilið við þessa frásögn, án þess að staldra aðeins við matarvenjur, eða öllu heldur krydd sem notað er þama í ANNA MARÍA JÓNSDÓTTIR Ég þegi Veröld mín er líti{ svo flókin Ég þegi Ég óttast orð mín þögnina Ég óska svo innilega að ég gæti notið andartaksins Umhverfið mitt er hlýtt en ég forðast það Ég þegi Ég óttast einmanaleikann fjölmennið Ég vildi ég hefði kjark til að opna faðm minn Að hvert augnablik yrði mér gjöf Ég þegi Ég óttast þig mig Höfundur er nemi í Kennaraháskóla ís- lands. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók sem heitir „Að eiga sér draum". STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR Skólasystur Þær voru almúgastúlkur ungar og sterkar er í bernsku blésu á frostrósir innan á rúðunum Undurljúft voraði fullar eftirvæntingar og bjartsýni héldu þær út í lífið Með sakleysi gáska og trú á lífið tóku ungu meyjarnar á móti ástinni Sumarið kom blómin sprungu út af æðruleysi undu þær vel sínum hag í gleði og harmi hlúðu þær að ástvinum í síðsumartíð litadýrðin bergnemur augað er gróandinn skrýðist haustlitum nýir sprotar hafa skotið rótum Sáttar líta þær yfir gengin spor Líf þeirra endurspeglar hringrás tímans og leyndardóm alheimsins Það haustar þær hafa kynnst sorginni Strit hins daglega lífs hefur slípað sálina er geislar sem skíra gull laus úr viðjum vana og hefða að síðustu frjáls Ljóðið er tileinkað Svölu Auöbjörnsdóttur sem nú er látin. Höfundur er húsmóðir og fulltrúi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. ÁGÚST 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.