Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 15
Hið fræga Brandenborgarhlið í Berlín skipulag fyrri strandar og sund- laugar kostaði um 564 milljónir ísl. kr. Upplýsingar: Kurverwalt- ung, Abt. Gastebetreuung, Strandpromenade lb, D-W-2400 Lubeck-Travemunde, sími 04502/80431. Bátsferðir um Berlín Um árfarvegi og síki er ný skoðunarleið um Berlín, en löng hefð liggur að baki. Og farkostir eru gamlir lögreglubátar frá austur-þýsku lögreglunni, kanóar, kajakkar og stórir gúmmíbátar „Mammut Jet“ fyrir böm 8-14 ára sem fá grillveislu í ferðalok (kr.1.640). Upplýsingar: Wasser- sport & Service GmbH, Wend- enschlissstrasse 350-354, D-O- 1170 Berlín, sími 0372/6819483. í Þýskalandi má víða setjast yfir kaffibolla hjá stórbrotnum listaverkum í byggingarlist, hér við dómkirkjuna í Köln. „Golf-passi“ til Flórída íslenskir kylfingar sem hyggja á golf í Flórída ættu að kynna sér nýja „golf-passann“ sem ferðaþjónustan „Iceland-Florida Connections“ í Orlando býður. Passinn veitir aðgang að nær öllum golfvöllum í Mið- og Norður-Flórída. Á sumum völlum gildir hann allt árið, á öðrurn á vissum árstímum, en allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi allan ársins hring. Með passann í höndum er að- eins borgað kerrugjald, t.d. rúrnar 1.400 krónur á golfvellinum „Metro-West“. En verðið er breytilegt eftir völlum, allt niður í nokkra dali. Dæmi um velli í Orlando og nágrenni sem taka á móti golfp- assa: Metro-West, Ekana, Marri- ott World Center, Cypress Creek, Ventura, Hunter’s Creek, Int’l Golf Coursei Mikilvægt er að skoða passann vel til að kynna sér þá möguleika sem hann veitir. „Iceland-Florida Connections“ er rekið af Hrafnhildi Ólafsdóttur (Höbbu) sem veitir alhliða ferða- þjónustu í Örlando, sér um að útvega hótel, íbúðir, einbýlishús, bílaleigubíla og aðstoðar við komu og brottför. Fax: (407) 671-5931. Sími (milli kl. 12.00-17.00 að íslensk- um tíma); (407) 678-5339. Dæmi um pakka-tilboð fyrir kylfinga: Einbýlishús og bíll í viku kr. 41.000. Innifalið er bílatrygg- ing (CDW) og ótakmarkað golf á Buena Ventura-velli. Golf í Flórída. Kl Gætið ykkar, Ýmsar plágur heija á ferða- fólk. f meðfylgjandi myndmáli sést ein sú nýjasta! Fæstir verða varir við þraut- þjálfaða bakpokaþjófa. En ef þið verðið vör við létt fótatak að baki ykkar, eða svartan skugga — forðið ykkur þá inn í næstu búð eða bíl — ekki inn í húsa- sund! Að sjálfsögðu gildir sú regla bakpokafólk! að geyma ekki peninga eða verð- mæti í bakpokanum. Og það er ekki ráðlegt að snúast beint til varnar vasaþjófi, vopnuðum stál- beittum hnífi! Hliðartöskur eru líka hættuleg geymsluhólf. Alltof oft hafa þær verið skomar af eig- andanum eða hrifsaðar á brott í mannþröng. Berið peninga og kort innan á ykkur, t.d. í beltis- tösku. Og verið ekki með of mik- ið á ykkur í einu. Göngnferð um Mæjorka Um fjallaslóðir pílagríma og smyglara Fáir staðir eru íslending- um betur kunnir en Mæjorka. Landinn hef- ur gist á Mæj- orkaströnd- um, stundað sól- og sjóböð, en lítið sinnt um fjallahér- uð og dali. Nú er boðið upp á skipulagða gönguferð um fjöll og dali litlu eyjunnar — nokkuð nýstárleg ferðatilhög- un. Þetta ei' vikuferð frá 17.-24. september, skipulögð með alla aldurshópa í huga, svo gönguleiðir eru auðveldar. Þó ekki ráðlegt að fara með börn undir 6 ára aldri. Fararstjóri er Steinunn Harðardóttir og ferða- skrifstofan Land og saga stendur fyrir ferðinni. Gönguleiðir liggja um dverg- pálma- og steineikarskóga. Klaustur, búgarðar og gömul herrasetur heimsótt. Gengið um falda skógarstíga dalverpa niður í víkur þar sem srayglarar.földu sig áður. Og að sjálfsögðu stað- næmst á fallegum útsýnishæðum í íjöllunum. Verð í tveggja manna herbergi kr. 73.000 á mann. Innifalið: flug, gisting, morgun- og kvöld- verður, rúta og íslensk farar- stjórn. Gönguferð um fjöllin eftir skógarstígum, þar sem staðnæmst er í klaustrum og herrasetrum, er önnur mynd af Mæjorka LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3Í. ÁGÚST 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.