Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 4
cr:Jíi\_i il '3) 'ViT: livvl ,Sonr Kolbeins sitt, suerd reyndi fritt nnálar fyrri tíma voru þeirra tíma aðferð til að varðveita atburði sem annálsritara þóttu þess verðir að geymast. Þeir leituðu víða fanga þessir fréttastjórar fortíðarinnar og frétta- mönnum voru mislagðar hendur rétt eins og Þorsteinn Kolbeinsson fylgdi óheimulu ráði, takandi sér til lags Guðrúnu Illuga- dóttur.... fóru þau svo opinberliga með sínu ráði að hann lagði hana í sæng hjá sér sem sína 'eiginkonu... Flateyjarannáll sem ritaður var fyrir stórbóndann Jón Hákonarson í Víði- dalstungu er ein traustasta heimildin sem til er í dag um stór- viðburði 14. aldar. Ann- álsritarinn hefur haft sína fréttamenn víða um land. Eftir HRAFNKEL JÓNSSON gerist í dag. Flateyjarannáll sem ritaður var fyrir stór- bóndnn Jón Hákonarson í Víðidalstungu er ein traustasta heimildin sem til er í dag um stóratburði 14. aldar. Annálsritarinn hefur haft sína fréttamenn víða um land. Það er 9. júlí 1361 sem fréttaritarinn, sem við vitum það eitt um að hét Snjólfur og var a.m.k. þann dag staddur á Grund í Eyjafirði, sest niður og semur sinn frétta- pistil, það hafa orðið hrikalegir atburðir á höfuðbólinu Grund og það dugar ekki minna en festa atburðinn í ljóð. Annálsritarinn húnvetnski fær skilmerki- lega frásögn í hendur, Snjólfur lýsir fram- göngu mannanna sem bárust á banaspjót af hreinskilni og hlutleysi, sumir sýna hug- rekki, „framganga þeirra er lofuð“.‘ Smidr vardiz vel feck virdum hel hans brandrinn breidr þa er bardizst reidr. Það er hirðstjórinn Smiður Andrésson sem fær þessa lýsingu, hann er hér í sinni hinstu för, fellur fyrir þijóskum Norðlend- ingum sem hann hafði ætlað sér að beygja undir aga konungsvaldsins. En framganga allra úr fylgdarliði hans er ekki jafn vaskleg, þarna er Jón skráveifa Guttormsson sem verið hefur lögmaður og hirðstjóri en hefur jafnframt unnið sér það til „frægðar" að hafa verið dæmdur á kon- ungsmiskunn vegna óhæfuverka á Hjalt- landi. Framganga Jóns í þessu hildarleik er í samræmi við lífshlaup hans annað. Og Snjólfur kveður: Jonn skreiddiz skiott skraveifa hliott kamars eygat vt vid æma sút. su en liota leid leitz virdum greid þeim er fylgdi þann þreklausa mann. Þeir Jón og Smiður eru samheijar á þess- um fundi og báðir falla þeir þótt við misjafn- an orðstír sé. En Snjólfur hefur augun á fleirum, þama eru í fjandmannahópi þeirra menn ættaðir úr Norðurlandi þótt þeir hafi að líkindum búið sunnan heiða um nokkurt skeið, þeir eru hér í hefndarför og framgangan er vask- leg. Sonr Kolbeins sitt suerd reyndi fritt vard Þorsteins vigr vel long og digr med huerri hann hugarprydi vann. Hver var þessi hugprúði sverðberi, eða eru þeir kannski tveir, Kolbeinsson og Þor- steinn? Eg tel að hér sé um einn mann að ræða, Þorstein Kolbeinsson. Ef litið er á vísur Snjólfs þá fjallar hver vísa um einn mann. Eins og fyrr var getið þá er kveðið um Smið Andrésson og Jón skráveifu Guttorms- son, auk þeirra er ort um Orm Snorrason og Kilpur sem gæti hafa verið útlendur fylgdarmaður Smiðs ef nafnið er þá ekki misritað. Ég tel eðlilegt að í vísunni um Kolbeinsson sé á sama hátt verið að fjalla um einn mann. Þessi kenning fær síðan góðan stuðning þegar þess er gætt að Þorsteinn Kolbeins- son er þekktur frá þessum tíma. Hann hef- ur að vísu verið hniginn að aldri, tæpast yngri en sextugur. Það er 1326 sem Þorsteins Kolbeinssonar er fyrst getið í sögu Laurentiusar Hólabisk- upsJ Þar segir: „I þann tíma bjó Þorsteinn Kolbeinsson bróðir Benedikts, á Holtastöðum í Langa- dal. Var frú Guðrún Þorsteinsdóttir móðir hans ok þeira bræðra. Þorsteinn var þá ókvæntr. Fylgdi hann þá óheimulu ráði, takandi sér til lags Guðrúnu Illugadóttur. Vóru þeir Þorsteinn ok Þórðr Loftsson, er kallaðr var, fermenningar at frændsemi. Var þetta samlag þeira opinbert með barn- getnaði. Fóru þau svo opinberliga með sínu ráði, at hann lagði hana í sæng hjá sér sem sína eiginkonu." Ástarsaga Þorsteins á Holtastöðum og Guðrúnar Illugadóttur er stutt og fyrst og fremst birt til að sýna stjórnsemi Laurent- iusar biskups. Sagan segir frá því að biskup- inn veitti þeim Þorsteini og Guðrúnu áminn- ingar án þess að þau hirtu um, en að lokum beitti biskup hræðilegasta vopni kaþólsku kirkjunnar, bannsetningunni. Sagan segir: „Svo sem hann (Þorsteinn) var kominn undir borð á Holtastöðum, leit hann niðr í gaupnir sér, ok sem hann leit upp, talaði hann: „Vita þykkjumst ek nú, Guðrún,“ sagði hann, „at byskup á Hólum hefir harða yfirsöngva yfir okkr í dag. Vil ek ekki aðra menn veija í vandræðum með mér, ok skuluð þér allir,“ sagði hann, ta- landi til fólksins, „eta hér inni, en ek mun rýma.““ Skömmu eftir þetta gengu þau til sætta við biskup og skildu samvistir. Þorsteinn var sonur Kolbeins Auðkýlings Bjarnasonar, Kolbeinn var herraður af Há- koni hálegg Noregskonungi 1301. Kona Kolbeins móðir Þorsteins var Guðrún Þor- steinsdóttir, dóttir Þorsteins Halldórssonar á Stórólfshvoli og Ingigerðar Filipusdóttur Sæmundssonar. Ástkona Þorsteins Kolbeinssonar, Guðrún Illugadóttir hefur verið dóttir Illuga Gunn- arssonar frá Geitaskarði en Illugi var einn af höfðingjum Húnvetninga sem sóru Há- koni gamla skatt á alþingi 1262.3 Bróðir Guðrúnar hefur verið séra Þorsteinn Illuga- son sem kallaður var Skarðsteinn og var í röð helstu klerka norðanlands á fyrri hluta 14. aldar.* Þórður Loftsson sem verið hafði maður Guðrúnar Illugadóttur er ekki að öðru kunnur en því. Þórður var fjórmenning- ur við Þorstein Kolbeinsson. Eg hefi látið mér detta í hug að hann hafi verið sonur Lofts riddara Hálfdánarsonar á Grund í Eyjafirði og að við hann sé átt í Grundarmál- daga Auðunar biskups rauða þar sem segir:5 „cc er Jón bonde gaf epter þord brodur sinn“. Þorsteinn á Holtastöðum og Þórður Lofts- son hefðu reyndar verið að þriðja og fjórða frá Sæmundi Jónssyni í Odda á þennan veg. Sæmundur Jónsson í Odda Filipus á Stórólfshvoli Hálfdán á Keldum Ingigerður á Stórólfshvoli Loftur á Grund Guðrún Þorsteinsd. á Auðkúlu Þórður Loftsson Þorsteinn á Holtastöðum . Hórdómsbrot voru dijúg tekjulind fyrir kirkjuna og svo reyndist einnig með afbrot Þorsteins á Holtastöðum, i Laurentiusar sögu segir:6 „Svo ok eigi síðr skipaði herra Lauretius vanhagafé því, sem féll í stærrum málum til prestaspítalans (Á Kvíabekk í Ólafsfirði), sem var af Benedikt Kolbeinssyni ok Þor- steini bróður hans, ok öðrum ríkismönnum, sem brotligir urðu á þungum skriftum." Með þessu skilur þó ekki alveg á milli Þorsteins og Hólakirkju. Það sem hans get- ur í skjölum er allt viðvíkjandi eign á rekum norður á Skaga og viðskipta við Hólakirkju þar að lútandi. Til er forn skrá um hvals- skipti í Víkum á Skaga, hún er talin frá 1320 en er að minni hyggju a.m.k. áratug yngri, þar segir m.a.:! „Þetta ero hualskipti j uijkum fyrir aust- an fram a skaga fyrst skal skipta j þria stadi. eigu uijkalond halfan þridiung þar a þoruardr þridiung j reka skipti. enn halfan eigu benedicht oc þorsteinn oc a þoruardr þar j fiordung." 4. janúar 1343 eru staddir á Hjaltabakka nokkrir menn sem votta að Benedikt Kol- beinsson og Kolbeinn son hans seldu Reynis- nesstað jafnmikla reka sem Þorsteinn Kol- beinsson seldi Egli biskup á Holum. 8Það er loks á Þverá í Skagafirði þann 28. mjars 13469 að gert er jarðakaupabréf á milli Orms Hólabiskups og Þorsteins Kolbeins- sonar, að Þorsteinn lætur biskup fá Enni í Refasveit með veiði í Blöndu fyrir Tungunes á Ásum. Annað sem snertir Þorstein Kolbeinsson og birt er í skjölum er allt viðvíkjandi þeim viðskiptum sem áður er vitnað til.10 Hér lýkur því sem finnst í heimildum um Þorstein Kolbeinsson og við erum stödd eins og í upphfí, þar sem við sjáum með augum Snjólfs fréttamanns hvar aldurhniginn mað- ur sveiflar löngu og digru sverði í skálanum á Grund í Eyjafirði. Hvað rekur þennan mann hingað? Hvers vegna situr hann ekki að búi sínu og lætur fara vel um sig eins og aldurhnignum stórbændum sæmir? Hér verður að láta getspekina ráða því nú brást Snjólfur. Víkur nú að Smið Andréssyni og athöfn- un hans. Einar Bjarnason prófessor ritaði grein í Sögu árg. 1974." Þar gerir hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.