Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 6
/ Bourbonstræti í New Orleans. Grein- arhöfundurinn er lengst til vinstri, í miðju er eiginmaður hennar, Hannes O. Johnsen, og við hlið hans Hjalti Pálsson. Ingigerður kona hans tók myndina. Á SJÖ MÍLNA SKÓNUM Ung að árum las ég bók sem í íslenskri þýðingu heitir: Á sjö mílna skónum. Þá hefur senni- lega vaknað farmannsblóðið fyrir alvöru í æðum mínum. Forfeður mínir langt aftur í ættir réru á ókunn gjöful mið til að afla fanga. Louis Armstrong fæddist í New Orleans og byrjaði sinn frægðarferil með því að spila á gufuorgel hjólaskipanna, sem sigla á ánni. Oscar Hammerstein samdi Ol’ Man River um þetta stórfljót og Mark Tvain skrifaði margt um lífið við og á ánni. Eftir SIGRÍÐI G. JOHNSON Syndin segir til sín, 18 ára gömul dreif ég mig í skóna góðu. Það var árið 1947 að ég gerðist flugfreyja hjá Loftleiðum. Sólarn- ir undir þessum skóm hafa reynst góðir og sterkir, oft hef ég haft tækifæri til að setja þá upp, og farið geyst. Nú langar mig til að segja frá skemmtiferð sem við hjónin fórum ásamt vinafólki í marsmánuði vorið ’91. Við sem fórum saman nutum og glödd- umst yfir því sem á dagana dreif. Kannski hefur einhver gaman af mínum sjónarmiðum og getur jafnvel nýtt sér til ferðalaga. Margir landar fara til Florida og dvelja nokkrar vikur í senn. Boðið er upp á ýmsar ferðir bæði skemmtilegar og fræðandi t.d. siglingar um Karíbahafið, flugferðir til Mexíkó, Jaimaíka, New Orleans og margt margt fleira. Við kusum fimm daga ferð til New Orl- eans. Hótelið sem við bjuggum á er i hjarta franska hverfisinns, á Bourbon stræti. Hreinlegt hugguiegt með öllum þægindum sem ferðamaðurinn ætlast til í dag. Húsið er byggt á rústum Óperuhússins sem var fyrsta sinnar tegundar í Ameríku. Tvisvar hafa orðið stórbrunar í New Orleans. Nú er reynt að halda öllu við í anda gamla tímans, ef eitthvað fer aflaga er allt látið halda sér í gamla tímanum. Þetta er borg gleðinnar, það fer ekki framhjá neinum sem hingað kemur. Syngj- andi dansandi fólk á hveiju götuhorni. Fólk að mála myndir spákonur að leggja Tarot- spil fyrir ferðamenn. Boðið er upp á margs- konar vændi. Fólk stendur úti á götu til að tæla til sín viðskiptavini. Gaman er að sjá smá svertingjastráka steppa á gangstéttun- i um. Það er hreint ótrúlegt hvað þetta fólk virðist hafa mikla músík í blóðinu. Út frá öllum börum sem eru á hverju götuhorni berst hin fjölbreytilegasta tónlist. Dixieland, blues, írskir söngvar, harmonikutónar og fleira og fleira. Húsin í franska hverfinu eru all flest með svölum á annarri og þriðju hæð, skrautlegt smíðajárn setur sérstakan svip á umhverfið og minnir sterkt á Suður-Evrópu. Leiðsögumaður sagði okkur skemmtilega sögu um þessar svalir. Þar sem New Orl- eans býður upp á flest fyrir ferðalanga, og fljótið færir þeim farmenn sem verið hafa lerigi á sjó, voru vændiskonur nauðsynleg- ar. Dömunum var meinað að búa á götuhæð stundum var ekki nóg að gera. Þær tóku þá til sinna ráða og fengu sér langa stafl með krók á endanum og kræktu hattana af herramönnunum sem gengu um götuna. Húkkuðu til sín viðskiptavini, þannig varð enska orðið „hooker" til. Ekki er nú virðing- in mikil í nafngift á elstu sjálfstæðu atvinnu- grein sem konur kusu sér á frjálsum mark- aði. Einn af skoðunarstöðum í þessum sér- kennilega bæ, eru kirkjugarðarnir. Borgin stendur í fenjasvæði aðeins eru tvær skóflu- stungur niður í vatn. Þess vegna er ekki hægt að grafa lík eins og við best þekkjum. Líkunum er komið fyrir í steinhvelfingum sem eru mismunandi glæsilegar eftir efna- hag hvers og eins. Margar eru skreyttar styttum og áberandi skrauti. Aðrar eru bara hola í vegg, þar eru að sjálfsögðu grafir fátæka fólksins. Aðeins tekur eitt ár þar til allri rotnun er lokið og er það sökum rak- ans og hitans. Kistan er þá tæmd í þetta sama hólf, ekkert er eftir nema beinin. Síðan getur næsti ættingi fengið afnot af hólfinu. Við tókum okkur far með einum af gömlu sporvögnunum sem enn eru í notkun. Ekið var eftir götu sem mörg gríðarlega falleg stór hús standa við. Voru húsin aðalega reist í kringum aldamótin síðustu af ríkum kaupsýslumönnum. Öllu er mjög vel við haldið, enda húsin vernduð svo engu má breyta. Fyrirfólk hér um slóðir kallast „Kre- ólar“, það er að segja landnemamir sem voru aðalega fransmenn, og ekki hafa haft blóðblöndun við svertingja eða indíána. Það vakti athygli okkar ferðalanganna, að við flest stór hús var lítið hús í sama stíl. Þetta var í orðsins fyllstu merkingu „hrútakofi". Ungu synirnir uxu úr grasi og fóru að þroskast og fluttu í kofann til að ungu stúlkurnar hefðu frið aðallega um nætur. Við ókum frá borginni árla sunnudags- morguns. Nú stóð til að skoða gamla frægð héraðsins, stóru fallegu plantekruhúsin sem við þekkjum úr kvikmyndum og skáldsög- um. Landið er flatt, allstaðar eru síki, fólk- ið situr á bökkunum og dorgar eftir fiski. Margir kjósa augljóslega frekar að veiða sér til matar en að fara í kirkju. Vatnið er bæði ferskt og salt, þessvegna er von á margskonar fjölbreytilegum afla, rækjum, skelfisk, og margskonar vatnafisk. Ekið er meðfram Mississippi-ánni. Mjög mikið ber á margskonar stórverksmiðjum. Sykurreyr- sakrar, stórar spildur með beinum hávöxn- um tijám. Furu, eik og kýpurtré með sér- kennilegum druslegum grámosa lafandi líkt og sníkjudýr á greinunum. Húsið sem við skoðuðum fyrst, var byggt á árunum 1800-1840. Maður að nafni Conway keypti land af indíánaþjóðflokki sem kallaðist Haumes-indíánar. Þessvegna heitir húsið „Haumes-hús“. 2.000 ekrur til- heyrðu þessu óðali þegar best lét og var sykurreyr ræktaður á öllum. Eigandinn var stærsti sykurframleiðandi í Ameríku á sínum tíma. Húsið er þriggja hæða. „Dórísk- ar“ súlur halda þakinu uppi, lofthæðin er eins og í höllum frá gömlum tímum. Það yrði of langt mál upp að telja hvað fyrir augað bar innan dyra, en margt var um fallega antikmuni. Stúlkumar sem sýndu húsið voru klæddar eins og þær væru að leika í „Á hverfanda hveli". Þetta setti að sjálfsögðu sinn svip á staðinn. Margt vinnu- fólk þurfti á svona stað, 850 þrælar voru á staðnum þegar mest var um að vera. Um miðja nítjándu öldina var uppi J.H. Randolph einhver voldugasti plantekrueig- andi allra tíma. Hann lét reisa sér kastala sem nefndur var Nottaway. Þetta er stærsta og tilkomumesta hús í Suðurríkjunum. Sextíu og fjögur herbergi og tuttugu og tveir skápar úr kýpurvið. Hurðahúnarnir eru úr þýsku Dresden postulíni. Það tók tíu ár að reisa þetta hús, sem er úr timbri eins og flest þessara gömlu húsa. Randolphs hjónin áttu ellefu börn, sex af átta dætrum þeirra giftu sig í „hvíta saln- um“ sem er stór og málaður snjóhvítur í hólf og gólf. Þetta fólk bjó við mikin auð bæði í orði og á borði. Tólf hundruð og fimmtíu svartir þrælar unnu öll störf innan hús og utan. Nú á maður frá Ástralíu þessa plantekru, það er reisn yfir staðnum, sem engum dylst sem heimsækir þennan fallega rómantíska stað. Einn daginn fórum við í siglingu á hjóla- skipi eftir hinni voldugu Mississippi. Höfnin í New Orleans er önnur stærsta í Banda- ríkjunum. Stór skip sigla með margskonar varning. Kaffi frá Brasiliu, kol, gas og olíu svo eitthvað sé nefnt. Stór herskip, langir vöruprammar sem litlir kröftugir lóðsbátar ýta á undan sér. Það er mikið líf á þessu stórfljóti sem hlykkjast eins og stórvaxin slanga án hauss eða hala. Maður fær svolitla sýn yfir horfna frægð þessa sérkennilega bæjar_ við að sigla á þessu hljóðláta farartæki. Áður var bómull- in og sykurreyrinn hér alls ráðandi, nú hafa stórar verksmiðjur sem framleiða sement, Missisippifljótið er lífæðin. Hér er horft af gamaldags hjóla- skipi til nútímalegra stórbygginga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.