Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 10
þarna, þetta var þeirra heimili. Og svo voru >þau ■horfm einn daginn.- Þetta fólk er* ntan - við þjóðfélagið. Það er svo aumt að það nýtur engra trygginga. Til að njóta trygg- inga verðurðu að hafa lögheimili, geta gefið upp vísan stað. Það er ekki tekið mark á því ef þú segist eiga heima á gangstétt við þessa og þessa götu, á rist yfir Metro, á litla torginu undir lauflausa trénu, Place de la Contrescarpe. Þar býr einn og fær vini sína í heimsókn, stór og mikill maður, loð- inn og skeggjaður, og stundum liggur hjá honum stór úlfhundur, kannski líka án vega eins og hann. Hann er þama alltaf og kink- ar til mín kolli einn daginn þegar ég geng hjá og hefur kannski tekið eftir því að ég sat á einum veitingastaðnum við torgið og fylgdist með samkvæmislífi þeirra og áköf- um handaslætti til áherslu þess sem þeir voru að ræða fjálglega þann dag og bentu oft til himins eins og almættið væri á dag- skrá. Ég man það ekki nákvæmlega sem Þorsteinn Kjarval segir í ævisögu sinni þeg- ar hann var að tala um konurnar sem báru saltpokana og kolapokana upp úr uppskip- unarbátunum þegar hann var ungur maður og sagði þegar hann sá strit þeirra og fá- tækt að hann hefði hugsað sem svo að Guð almáttugur hefði ekki nægilegt eftirlit með því sem gerðist á jörðinni. Mannréttindin í París ná ekki til þeirra aumustu. Einn þeirra sem dóu á þessu hausti var heimspekingurinn og marxíski fræðimaður- inn Althusser, einn klárustu marxistanna sem Frakkar hafa átt, og er stundum nefnd-. ur í tengslum við Spinoza og Marx. Hann fór sínar eigin leiðir og var dáður og jafn- vel tignaður af ýmsum fylgismönnum sem sóttust eftir leiðsögn hans, fyrir Ijósa og skarpa hugsun. En hann stríddi oft við þung- lyndi og hugurinn myrkvaðist og hann lenti djúpt niður í nótt, og var þar fastur undir voðalegu fargi. Og svo gerðist harmleikur- inn, vinur hans kom að honum þar sem hann æddi um garð fyrir utan hús sitt og æpti sturlaður: Hún er dáin, hún er dáin. Og hafði þá í stundarbijálæði drepið konuna sína, án þess að vita það. Og þá gekk mað- i ur undir manns hönd, meðal fremstu menntamanna Frakka, samherjar og and- stæðingar skoðana hans, en mátu manninn og anda hans; og allt var gert til að skjóta honum undan refsingu fyrir glæpinn sem < hann hafði framið, án þess að vita það. Þannig liðu nokkur ár við einhverskonar vægilega refsivist og takmarkað frelsi og dvalir á geðsjúkrahælum. Og þegar var verið að lofa hann og það sem hann hafði unnið í fræðum sínum og á svið heimspek- innar eyddi hann því tali, og sagðist búinn að vera. ; Það væri ærið efni í aðra grein að minn- ast á Lawrence Durrell sem er nýlátinn þar sem hann bjó í Suður-Frakklandi. Við reynd- um að bjóða honum á' bókmenntahátíðina norrænu hér um árið. En hann treysti sér ekki til að koma. Það er tímabært að fara að lesa aftur Alexandríu-kvartettinn hans, i þetta furðulega verk í fjórum bindum; þar er sagan sögð með nýju sjónarhorni í hveiju | bindinu eftir annað og sýnt að hún var í reyndinni allt öðru vísi heldur en sú sem var sögð í bindinu á undan. Ríkt og þrung- ið og glitrandi af skáldskap hvarvetna. ; Hann var náinn vinur Henrys Millers og dýrieg bréfin sem fóru þeim á milli. Og ferðabækurnar hans frá eyjunum sem hann unni svo heitt í Miðjarðarhafínu og Eyjahaf- inu. Og loks Avignon-kvintettinn, fímm bóka skáldsagnadálkur með síbreytilegum sjónar- hornum. Svona blandast sjónaratlætinu og fögnuð- inum að vera í þessari heillandi borg, sem hefur líka endalaust að bjóða margvíslegar hugsanir um forgengileik; fallvaltleikann. Og það er gott að vita þegar maður situr einn á nóttinni í listamannastofunni kenndri við Kjarval að ein er sú útvarpsstöð í borg- inni sem flytur allan sólarhringinn eingöngu " klassíska tónlist, ekki síst Mozart og Beet- hoven. Og einn daginn geng ég hjá húsagarði ■ þar sem sá ranglega gleymdi Valeiy Larb- aud bjó, örlátur bókmenntamaður sem kynnti löndum sínum margar perlur úr bók- menntum annarra þjóða samtíma síns. Hann , tók James Joyce upp á arma sína og lét hann búa hjá sér í tvö ár af þeim sjö sem það tók Joyce að skrifa Ulysses eitt mesta og furðulegasta verk aldarinnar. Þannig liggur við að í hveiju spori þá átt um þessa borg beri eitthvað fyrir augu sem hrærir við tilfínningum manns. i * París, París ... Og sagði ekki Hinrik af Navarra, foringi Hugenottanna eða mótmælendanna, í trúar- bragðaeijunum, þegar hann kastði trúnni og tók kaþólska og varð einn merkasti kóng- ur Frakka undir nafninu Hinrik IV.: París er þó alltaf einnar messu virði. 9 I 9 W9 9 »9 9 9 M I f M * 9 9 9 9 V »VM * * * * * T C 9 9 % I B w I L A R Fiorino er lipur snúningabíll Fiorino frá hinum ítölsku Fiat verksmiðjum en framleiddur í Brásilíu er eiginlega kassabíll byggð- ur á grunni Uno en hann er einn af þessum svo- nefndu virðisaukabílum sem hafa rutt sér til rúms síðustu misserin. Þetta er snaggaralegur tveggja manna framdrifinn bíll með 70 hest- afla vél, góðu flutningarými fyrir allt að 500 kg og kostar rétt rúmar 600 þúsund krónur kominn á götuna. Án virðisauka- skatts og á lækkuðu verði þessar vikurnar. Við kynnum þennan bíl hér Iítillega í dag Sem fyrr segir er Fiorino byggður á Uno sem þýðir að útlitið að framan er það sama, innrétting í farþegarými og mælaborð sömu- leiðis, þ.e. eins og í eldri Uno-gerðinni svo og undirvagn. Vélin er 1,3 lítra fjögurra strokka og 70 hestöfl og bíllinn er með 5 gíra handskiptingu. Lengd Fiorino er 3,95 metrar, breidd 1,55 m, hæðin 1,89 m og hjólhafíð 2,36 m. Bíllinn vegur 810 kg, hann ber tæp 500 kg og er hleðslurýmið alls 2,7 rúmmetrar. Lengd þess er 1,57 metrar, breiddin 1,33 m (nema þar sem hjólaskálarnar eru) og hæðin 1,37 metrar. Hæð afturhurðanna sem opnast til hliðanna er 1,30 m og breiddin 1,22. Bensíntankur tekur 54 lítra og er eyðsla í borgarakstri er sögð 9,2 lítrar en 6,5 lítrar í jöfnum akstri á 90 km hraða. Einfaldleiki í sjálfu sér er ekki mikið um bíl sem þennan að segja. Einfaldleikinn situr í fyrir- rúmi og þegar haft er í huga að þetta er vinnubíll má það teljast í hæsta máta eðli- legt. Ökumaður hefur ágæta aðstöðu enda vart við því að búast að hann þurfí að dvelj- ast langdvölum undir stýri. Þetta er fyrst og fremst snúningabíil. Fiorino er léttur og lipur í akstri og trú- lega þægilegur fyrir þá sem þurfa á aðgengi- legu flutningarými að haldá án þess að þurfa að nota sendibíl. Afturhurðir opnast þægilega og þrátt fyrir að hjólaskálar virð- ist taka mikið pláss er flutningarýmið ág- ætt. Komast vörupallar af minni gerðinni auðveldlega inn í bílinn. Skilrúm er milli flutninga- og farþegarýmis og því lítið út- sýni um afturglugga. Hliðarspeglar eru hins vegar stórir og góðir. Nokkur glymjandi eða tómahljóð heyrist inni í bílnum en auðvelt ætti að vera að bæta úr því með teppalögn afturí. Vinnsla er með sæmileg í Fiorino og hann er fljótur að taka á sig vind en hann er Iip- ur eins og fyrr segir í borgarumferð. Skipt- ingin er góð og stýri létt og í heild má segja að aksturseiginleikar séu þokkalegir. Hafa Morgunblaðið/Rax Fiorino frá Fiat er lipur snún- ingabíll og er í flokki svo- nefndra virðisaukabíla. verður í huga að ekki eru gerðar miklar kröfur til þessa einfalda bíls en hann stend- ur vel undir því að vera þægilegur fyrir snatt og léttan flutning. Fiorino kostar 595 þúsund krónur sé hann staðgreiddur. Er það tilboðsverð sem gildir næstu vikumar. Kominn á götuna kostar hann um 625 þúsund krónur og er þá með 8 ára ryðvarnarábyrgð. jt Mælaborð og farþega- rýmið er með sama sniði og í eldri gerð af Fiat Uno. Flutningarýmið er hátt og sæmilega vítt, 2,7 rúm- metrar en bíllinn ber nærri 50Ö kg flutning. Lögreglan kaupir sjö Econoline Morgunblaðið/Bjarni Fyrsti af sjö Ford Econoline lögreglubílum afhentur. Frá vinstri: Guðmundur I. Guðmundsson frá Innkaupastofnun, Gísli Guðmundsson frá dómsmálaráðuneytinu, Elli Becker sölumaður hjá Globus, Þorvaldur Hannesson frá Bifreiðabyggingum og Jón Hólm frá Stáli og stönsum hf. Lögreglan er um þessar mundir að taka í notkun sjö Ford Econoline bíla sem nota á til löggæslu- starfa víðs vegar á Iand- inu. Kaupin eru hluti af 150 bíla kaupum ríkisins á þessu ári og ákváðu dómsmálaráðuneytið og Innkaupastofnun ríkisins í samráði ‘við bíla- og vélanefnd að taka tilboði Globus í lögreglubíla af stærri gerðinni. Sett er framdrif í flesta bílana og þeir innréttaðir hér og er verð þeirra rétt um tvær milljónir án virðisaukaskatts. Fyrsti bíllinn var afhentur nýlega og verður hann á Blönduósi. essir sjö Econoline sem lögreglan kaupir nú eru af gerðinni 150 og eru með með 6 strokka 145 hestafla og 4,9 lítra vél með beinni innsprautun. Áður hafa verið keyptir bílar með 8 strokka vélum en þessi bíll er léttari en eldri bílar og því telja fulltrúar ríkisins að snerpan væri svipuð. Kváðust þeir sannfærðir um að bensíneyðslan minnk- aði til muna og jafnvel annar rekstrarkostn- aður með því að fá bílinn með þessari nýju og minni vél. Flestir bílarnir eru búnir framdrifi og eru með klofínni framhásingu en ekki heilli eins og margir eldri bílanna. Er því ekki eins hátt að stíga upp í bílinn og hún gefur betri fjöðrun. Fyrirtækið Stál og stansar sér um að setja framdrifíð í bílana og Bifreiðabygg- ingar um innréttingar. Þessi bílakaup eru hluti af 150 þeim bflum sem ríkið kaupir á þessu ári fyrir hinar ýmsu stofnanir sínar og fyrirtæki. Bílafloti lögreglunnar er 155 bflar, þar af 60 til 65 af stærri gerðinni eins og þessir Econoline bílar. Gísli Guðmundsson segir að þessum flota sé ekið um 5 milljónir kflómetra á ári sem þýðir yfír 32 þúsund km meðalakstur á bfl. Hinir sex lögreglubflarnir verða af- hentir á næstu vikum en þeir verða staðsett- ir í Reykjavík, Hólmavík, Grundarfírði, Búð- ardal, Seyðisfírði og á Suðurlandi. jt 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.