Tíminn - 20.11.1966, Page 7

Tíminn - 20.11.1966, Page 7
SUNNUDAGUR 20. nóvember 1966 TÍMINN Hafa land og þjéð lagt lítið af mörkum? Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra er alltaf að reyna að finna aðra skýringu á því en ranga stjórnarstefnu, að þjóðin skuli eftir fimm ára samfleytt góðæri vera stödd „á vegamótum velmegunar og vandræða.“, svo að notuð séu hans eigin orð. Ræðan, sem hann flutti um þetta efni á nýloknum flokks- ráðsfundi Sjálfstæðismanna er þegar orðin sögulegt plagg. Þar hélt hann því fram, að stjórnin hafi gert allt, sem skynsamlegt hafi verið að gera, en samt sé komið sem komið er. Og Bjarni var ekki í vandræðum með skýr ingarnar. Þjóðin er fámenn og fátæk, sjávarútvegurinn ótrygg- ur, iðnaðurinn og landbúnaður- inn langt frá því að vera sam- keppnisfærir. Það er m.ö.o. landið og þjóðinni að kenna, en ekki stjómarstefnunni, að þjóð- in stendur á „vegamótum vef- megunar og vandræða“ eftir fimm ára samfleytt góðæri. Hversu réttmætur þessi vitn- isburður um land og þjóð er, geta menn bezt ráðið af því, að seinustu finim árin hafa þjóðar- tekjur á mann orðið hér meiri en í nálega flestum löndum öðr- lega orðið enn magnaðra en það þó var fyrir fjórum árum. Af því má vel ráða, hver af- staða hans og samherja hans í Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum verður, þegar það kemur til meðferðar að nýju, hver eigi að vera afstaða íslands til efnahagsbandalag- anna. Það mál getur nú borið að fyrr en varir, ef hin nýja tilraun Breta til að komast inn í Efnahagsbandalagið ber tilætl- aðan árangur. Eymamark aftur- haldsflokks Þegar litið er yfir það, sem hefur gerzt á íslandi seinustu 50 árin, er næsta furðulegt að til skuli vera menn, sem taia um möguleika lands og þjóðar á líkan hátt og Bjarni Bene- diktsson gerir. Svo stórkostlegar hafa framfarirnar orðið hér á þessum tíma. Það mun senni- lega erfitt að benda á land, þar nn og málefni um. Erfiðleikarnir, sem nú blasa framundan, stafa því vissulega ekki af því, að land og þjóð hafi lagt lítið af mörkum að undanförnu. Þar er sannarlega öðrum ástæðum um að kenna. En árinni kennir illur ræðari. \ Kænan og hafskipið Annars er það ekki nýtt, að Bjarni Benediktsson og sálufé- lagar hans í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum geri lítið úr möguleikum lands og þjóð- ar til að hér verði haldið uppi sjálfstæðu velferðarríki. Sá söngur, sem Bjarni söng um land og þjóð á umræddum flokksráðsfundi, er raunar ekki annað en endurtekning á söng hans og Gylfa .Þ Gíslasonar, þeg ar koma átti íslandi inn í Efna- hagsbandalag Evrópu fyrir fjór- um árum. Þá var íslandi líkt við bátskænu, og íslendingum ekki talið annað til bjargar en að komast sem fyrst yfir á haf- skipið. Þessi samlíking virðist hafa orðið Bjama Benediktssyni mjög kær, því að hann endur- tekur hana í flokksráðsfundar- ræðunni. Sá áróður, sem fluttur var af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir fjórum árum, þega rætt var um aðildina að Efnahagsbandalag- inu bar vott um rótgróið trú- leysi á land og þjóð. Þetta trú- leysi valcfahafanna hefur ekki minnkað við það, að seta þeirra hefur lengst í valdastóli. Það er venjan, að menn þreytist þar fljótt, gerist værukærir og at- hafnalitlir og afsaki sleifarlag sitt með því að kenna öðrum um það, sem miður fer. Flokks- ráðsfundarræðan sýnir Ijóst, að Biarni Benediktsson kennir það göllum lands og þjóðar, hve hrapallega honum hefur mistek izt í forsætisráðherrasætinu. Þetta trúleysi hans er .bersýni- sem framfarir hafa orðið meiri á sama tíma. Þessar framfarir bera þess ótvírætt vitni, að land ið er gott og þjóðin dugandi. Á íslandi er öll skilyrði til þess, að hægt sé að lofa góðu og batn andi menningarlífi, ef ekki brestur ötula, framsækna og stjómsama forustu. En þrátt fyrir þessa staðreynd verður aldrei komizt hjá þvi, að til verði menn og flokkar, er vantreysta landinu og þjóð- inni. Það eru afturhaldsmenn- irnir. í hinni frægu grein Jóns Þorlákssonar sem birtist í Lög- réttu 1908, skýrir hann það í fa- um en Ijósum orðum, hvert sé eyrnamark afturhaldsflokks: „Þetta er eyrnamark reglu- legs afturhaldsflokks, hverju nafni, sem hann kýs að nefna sig, vantrú á landinu, að það svari arði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að þvi, og vantrú á þjóðinni, að hún sé fær um að nota sér þær lyfti- stengur á leiðinni til hagsældar og sjálfstæðis, sem afimestir hafa reynst annars staðar.“ . Það er eins og Jón Þorláks- son hafi í anda séð forsætisráð- herra íslands og flokk hans á árinu 1966. Lánamál iðnaðarins Allmikil orðaskipti hafa orð- ið á Alþingi um tillögu þá, sem Framsóknarmenn flytja um end urkaup Seðlabankans á hráefna- og framleiðsluvixlum iðnaðarins. Tveir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, Jóhann Hafstein og Bjarni Benediktsson, hafa geng- ið fram fyrir skjöldu til að and- mæla tillögunni. Þeir hafa tal- ið hana sýndarmennsku, sagt hana óframkvæmanlega o.s.frv. Tillagan er þó upphaflega flutt af engum öðrum en þeim þing- manni Sjálfstæðisflokksins, sem sagður er aðalfulltrúi iðnaðarins á Alþingi, Sveini Guðmundssyni. Tillagan hlaut á þeim tíma alveg sérstök meðmæli Ólafs Thors, þáv. formanns og helzta banka- ráðsmanns Sjálfstæðisflokksins. Síðan hafa samtök iðnaðarins hvað eftir annað lýst eindregnu fylgi sínu við hana. Sveinn Guð- mundsson benti upphaflega á alveg ákveðna leið til að fram- kvæma tillöguna og hefur því ekki verið hnekkt með rökum, að sú leið sé ekki framkvæm- anleg. Fullyrðingin um, að þessi leið sé ekki framkvæmanleg, er ekki sprottin af öðru en viija- leysi til að framkvæma málið. Ef þessir menn tryðu sjálflr á fullýrðingar sínar og hefðu áhuga á að bæta úr lánsfjár- skorti iðnaðarins, væru þeir bún ir að gera það eftir öðrum leið- um. Það hafa þeir síður en svo gert. Hér er því um ekkert ann- að en hreint viljaleysi að ræða. Fá verkamenn og bændur of mikið? 'Umræðumar, sem orðið hafa á Alþingi um lánamál iðnaðar- ins, hafa farið nokkuð á víð og dreif. Meðal annars hefur verð- bólgumálin borið á góma. í því sambandi lét Bjarni Benedikts- son eftirfarandi ummæli falla í ræðu, sem hann hélt 2. nóvem- ber: „Hvað segja hinar opinberu skýrslur um aðalorsakir verð- hækkana síðustu árin? Það eru fyrst og fremst kauphækkanir og það eru verðhækkanir á land búnaðarvörum?“ Glöggt er það á þessu, hvað Bjami telur eiga mestan þátt í dýrtíðinni. Það er ofhátt kaup launafólks og ofháar tekjur bænda. Þórarinn Þórarinsson benti þó á, að verkamenn hefðu ekki gengið lengra í kaupkröf- um sínum en það,- að daglaun þeirra samkv. umsömdum taxta nægðu ekki fyrir því, sem fram- færsluvísitalan telur fjögurra manna fjölskyldu þurfa að hafa til greiðslu á fæði, fatnaði óg sköttum, þegar búið væri að taka fullt tillit til fjölskýldubót- anna. Það vantaði 4 þús. kr. til þess að árslaun verkamanna hrykkju fyrir þessum þörfum. Eftir væri þá að mæta alveg húsnæðiskostnaðinum, sem yrði ekki innan 50—60 þús. kr. á ári Til þess að mæta honum, þarf verkamaðurinn að afla sér tekna í aukavinnu eða eftir- vinnu, ef hún er fáanleg. Um bændur væri það að segja, að þeir væm tekjulægsta stétt landsins samkv. skýrslum Hag- stofunnar. Það væri því hrein fjarstæða að ætla að kenna þess um stéttum um verðbólguna og dýrtíðina. Hún ætti sér allt aðr- ar orsakir en of háa kauptaxta verkamanna og tekjur bænda. Hún ætti fyrst og fremst þær orsakir, að ríkisstjórnin hefði gefizt upp við að stjórna og lát- ið braskið og spákaupmennsk- una leika lausum hala. Bjarni lét sér samt ekki segj- ast og bar Efnahagsstofnunina fyrir því, að dýrtíðin væri verka mönnum og bændum að kenna. Af því má vel ráða hverjar efna- hagsráðstafanir Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins verða, ef þeir ráða stefnunni eft ir kosningar. Þær verða fólgnar í því að reyna að ná því aftur, sem launamenn og bændur eru taldir hafa náð of miklu í sinn hlut. í því mun lausn þeirra verða fólgin. Dýrt aðgerðarleysi Þnð er nú rúmlega ár liðið síðan sjávarútvegsmálaráðherra skipaði nefnd til að athuga vandamál minni bátanna. Nefnd in skilaði áliti 10. júní síðastl. Hún benti á, að fiskverð til bát- anna þyrfti a.m.k. að hækka um 10% og raunar meira yfir sum- armánuðina. Hún benti á ýms- ar leiðir aðrar til að bæta hag bátaútgerðarinnar. Ef ríkisstjóm in hefði brugðið strax við eftir að henni bárust tillögur nefnd- arinnar, myndi bátaútgerðin hafa aukizt verulega og hrað- frystihúsin fengið stórum meirf fisk til vinnslu en fiskskortur inn er eitt mesta vandamái þeirra. Ríkisstjómin hefur hins vegar ekkert gert fram á pennan dag til viðréttingar bátaut veginum. Þjóðin hefur misst af verðmætum, sem skipta tugum, ijafnvel bundruðum milljóna króna. Svona dýrt er það að bafa ríkisstjórn, sem er orðin .uppgefin og ráðalaus. Alger uppgjöf Það blasir nú við á flestum sviðum, að ríkisstjórnin er orð- in svo þreytt og uppgefin, að hún reynir að koma sér hjá því því að fást við vandamálin aí nokkrum dug og karlmennsku. Öll orka hennar beinist aö því að geta hangið með einhverjum bráðabirgðaráðum fram yfir kosningar. Augljósast i dæmið af öllum, er þó sú fyrirætlun hennar að ætla að hleypa tog urunum inn í landhelgina um- fram það, sem nú er. Nær ÖII- um kemur saman um, að mikil hætta vofi vfir fiskstofnunum. Fyrir íslendinga er þetta ugg- vænlegra en flest annað. Samt ætlar ríkisstjómin að reyna að fleyta sér fram yfir kosningar með því örþrifaráði að hleypa togurunum á fiskstofnana innan landhelginnar og auka þannig stórlega þá hættu, sem hér er yfirvofandi. Þetta á einmitr. að vera eitt aðalúrræði hennar til þess að geta fleytt sér fram yfir kosningar. Ekkert sýnir betur að stjórnin hefur gefizt upp við að leysa málin af skynsemi, en grípur í staðinn til háskasam- legustu örþrifaráða. Hurt hetar ekki lengur aðra stefnu en að hanga í valdastólunum með ein hverjum ráðum og huggar sig við hið sama og einvaldinn forð- um. Syndaflóðið kemur eítir mína daga. Stjórnarskipti í mörgum nágrannalöndum okkar hafa orðið stjórnarskipti á seinustu árum, t.d. í Bretlandi og Noregi. Þá eru fullar horfur á að næstu þingkosningar i Sví- þjóð muni leiða til stjórnar- skipta. Einnig næstu þingkosn- ingar í Vestur-Þýzkalandi. j ný loknum kosningum í Bandarikj unum urðu stjórnarskipti í mörg um ríkjum þar. I ýmsum til- fellum hafa þær stjórnir, sem viku, þótt standa sig sæmilega, t.d. í Noregi. Það, sem mestu hefur ráðið um alla þessa þróun, er sá skilningur kjósenda, að heppilegt sé að skipta um menn og forystu öðru hvoru. Allir menn hafi tilhneigingu til að þreytast og staðna, ef þeir skipa lengi hin æðstu valdasæti. Nýir menn komi oftast með ein- hverjar breytingar og nýjungar, er séu til bóta. Heilbrigt stjórn- arfar verði því bezt tryggt á þann veg, að stjórnarskipti séu hæfilega tíð. Hvað myndi kjósendum i þessum löndum þykja um rík- isstjóm, sem er oðin jafn aug- ljóslega stöðnuð og uppgefin og núv. ríkisstjórn íslands er?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.