Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Qupperneq 3
I
1-EgHálg
0 @ H St [u] 01] 0 ® 1] |H |T] [n] ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
er í tilefni málverkasýningar Péturs Friðriks, listmál-
ara, sem hann opnar í Hafnarborg, listamiðstöðinni
í Hafnarfirði, í dag. Pétur finnur yrkisefni sín í
náttúrunni, oftast í landslagi, en líka í blómum, sem
eru klassískt myndefni, en hafa af einhveijum ástæð-
um næstum horfið sem viðfangsefni nútíma málara.
Myndin er máluð með olíu á léreft, 1991.
Jón Leifs
hefur vakið athygli í sívaxandi mæli, bæði hér og
erlendis, segir Atli Heimir, tónskáld, í grein um
þetta löngum misskilda tónskáld, sem Atli Heimir
telur að hafi verið brautryðjandi á heimsvísu. Hér
á landi hafa löngum verið talin tormerki á því að
flytja verk hans og var þar að verki íslensk lág-
kúra, smáborgaraleg öfund og innibyggð hræðsla
við mikla, framsækna og ferska list, segir greinar-
höfundurinn.
Heilsan
brast hjá cellósnillingnum Jacqueline du Pré, þegar
hún var á bezta aldri og þá hrundi allt samtímis,
hjónabandið með stjörnunni Daniel Barenboim, svo
og sjálfur tónlistarferillinn. Guðrún Egilsson hefur
gert útdrátt úr bók um du Pré og hér birtist síðari
hluti hans.
Forsíðan
SIGURÐUR SIGURÐSSON
frá Arnarholti
Útilegu-
maðurinn
Öxlin er sigin, bakið bogið
af byrði þungri — tómum mal.
Leggmerginn hefur sultur sogið
og sauðaleit um Skuggadai.
Þú gengur hljótt og hlustar við;
en höndin kreppist fast um stafinn —
þú heyrir vatna næturnið
og náhijóð kynieg saman vafin.
Ég sé þig elta heim í hreysið
við hraunið — máni að baki skín —
þinn eigin skugga, auðnuleysið,
sem eitt hélt tryggð við sporin þín.
— Svo fangasnauð var næðingsnótt
ei nokkur fyrr, sem tókst að hjara.
Þú hlustar aftur, — allt er hljótt,
nema elfan stynur milii skara.
Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti (1679—1039) varfædd-
ur í Kaupmannahöfn og ólst upp hjá Birni M. Olsen, rekt-
or. Nam lyfjafræði. Sýsluskrifari í Mýrasýslu og síðar lyfsali
í Vestmannaeyjum. Gaf út þrjár Ijóðabækur, þá fyrstu með
Jónasi Guðlaugssyni.
B
B
IMeikvætt nöldur
Svífur að hausti“ er sagt og skrifað í
dagskrárkynningu, eins og ekkert
sé sjálfsagðara. Samt lét Stein-
grímur Thorsteinsson hina fallegu
vísu sína (við hið fagra lag Dahlgrens) hefj-
ast á orðunum „Svífur að haustið", þ.e. haust-
ið svífur að. „Svífur að hausti" hlýtur að
merkja, að eitthvað svífi að, sæki að haust-
inu. Er að líða yfir það? Við megum víst
þakka fyrir, meðan ekki er sagt, að svífi á
haustið. Reyndar minnir mig, að það orðalag
hafi einnig heyrzt.
Jæja, þetta er ein af þessum opinberu
fjölmiðladellum, sem ekki er hægt að leið-
rétta. Greinilega er ekki farið eftir ábending-
um um málfar, því að enn ber einmitt mest
á þeim ambögum, sem verið er að reyna að
lagfæra um sömu mundir. Svo skilst mér líka,
að slíkar ábendingar og leiðréttingar séu af
hinu illa, því að þær orsaki „málótta". Þetta
endi þá með því, að öll þjóðin þagni af
hræðslu við að taía ella vitlaust. Þá er víst
betra, að nöldrarar með „neikvætt sífur“
þagni.
Má annars aldrei segja neitt óþægilegt?
Þarf það endilega að vera „neikvætt", þegar
bent er á það, sem rangt er? Er það ekki
fremur ,jákvætt“?
Nú er oft talað um „kalda stríðið" sem
liðna tíð. Merking þessa hugtaks var ekki
alltaf ljós eða skýrt mörkuð hjá þeim, sem
mest notuðu það, og er það svo sem í sam-
ræmi við aðra, kæruleysislega notkun á orð-
um og hugtökum. Við, sem bárum gæfu til
þess að standa réttu megin í þessu ógeðslega
og tímasóandi stríði, vorum oft sakaðir um
að vera „neikvæðir", aðeins af því að við
þorðum að segja sannleikann. Við vorum
sagðir búa til „Rússagrýlu", (sem fremur
hefði þó átt að kalla Sovétgrýlu), „skapa
óvina-ímynd“ (að sögn þjóðkirkjuklerka í
stólræðum), „magna andstæðurnar", „ýta
undir stríðsótta", og ég man ekki lengur
hvað og hvað. Nú er viðurkennt eystra af
öllum almenningi (ekki aðeins í skrifum
stjómmálamanna þar, rithöfunda, sagnfræð-
inga og heimspekinga), að sannarlega hafi
fólkið þar búið áratugum saman í „veldi hins
illa“, eða „The Evil Empire“, eins og Reagan
Bandaríkjaforseti hafi komizt réttilega að
orði. Hér vestra héldu margir, að friðurinn
væri bezt tryggður með því að leggjast hund-
flatur niður og leyfa ófögnuðinum að flæða
yfir. Það mátti ekki segja neitt ljótt. Ekki
fá þó staðfastir lýðræðissinnar að njóta sann-
mælis nú. Sagt er, að það „hlakki í“ þeim.
Þetta er ósanngjarnt og óheiðarlegt. Það
hlakkar ekki í mér og öðrum samheijum i
baráttu fyrir friði og frelsi, réttlæti og lýð-
ræði. Gleði okkar yfir ánægjulegum gangi
mála er blandin sorg vegna fortíðar og
áhyggju af framtíð. Við gleðjumst yfir því,
að nú rofar til í því svartnætti, sem grúft
hefur yfir hundruðum milljóna meðbræðra
okkar á liðnum áratugum. Við syrgjum hina
drepnu, tugi milljóna, eyðilagða ævi hinna
lifandi, hundruða milljóna, í kvalræðisríkjum
sósíalismans og eitrun hugarfarsins hjá allt
of mörgum í fijálsum þjóðfélögum. Við gleðj-
umst yfir því, að nú um mundir virðist okkur
og afkomendum okkar ekki stafa eins mikil
hætta og áður af yfirgangi alræðisafla undir
blóðfána sósíalisma. Við syrgjum eyddan
ævitíma ótal manna, sem vörðu miklum hluta
lífs síns til þess að útbreiða lífshættulegar
villukenningar, sem færðu mannkynið aftur
á bak; þó að þeir héldu, að þeir væru að
beijast fyrir hinu góða, stóðu þeir í raun að
vígi með hinu illa. Við syrgjum einnig eydd-
an tíma hinna, sem neyddust til þess að veija
miklum hluta ævi sinnar til þess að bera
skjöld gegn ásókn hins illa valds.
Hvers vegna ættu menn að hafa áhyggju
af framtíðinni? Er nokkur hætta á, að sagan
endurtaki sig? Til hvers er þessi hræðilega
saga öll, ef ekki til þess að kenna okkur hinn
lífsnauðsynlega lærdóm, að frjálsum mönn-
um verður alltaf nauðsynlegt að vera á varð-
bergi? Fijálsir menn hafa aldrei getað og
munu aldrei geta leyft sér neitt kæruleysi í
varðveizlu frelsisins. Það er auðveldara að
svipta menn því en afla þess, hvað þá tryggja
það. í sælli sigurvímu finnst mönnum á hveij-
um tíma, að hið slæma verði aldrei endurtek-
ið aftur. Skynsemi og bróðurþel muni stýra
för mannkyns framvegis. Hið liðna fæli menn
og hræði frá endurtekningu. Mikil var til-
hlökkunin í heiminum að lokinni síðari heims-
styijöld. Allir horfðu glaðir og bjartsýnir fram
á veginn. Mikið var nú yndislegt að lifa! En
hve framtíðin var björt! Allir orðnir sáttir
aftur. Mannkynið myndi aldrei heimska sig
framar á hryllilegum stórstyijöldum. Nazism-
inn, hin illa kenning, sem stjórnað hafði í
miklum hluta Evrópu allt að tólf árum, var
úthrópaður. Aldrei skyldi slík mannhaturs-
kenning ná tökum á hugum manna aftur.
Menn mundu ekki eftir sósíalismanum, kom-
múnismanum, sameignarstefnunni, bolsje-
vismanum, félagshyggjunni, eða hvaða gælu-
orði menn vilja nú nefna þetta fullþroska
eiturblóm vinstrihyggjunnar. Undirrót allrar
vinstrihyggju er vantraust á manninum sjálf-
um, einstaklingnum. Hann er ekki fær um
að stjórna sér sjálfur. Það verður að hafa
vit fyrir honum, ráðskast með hann. Þeir,
sem hafa höndlað sannleikann í einu, rauðu
kveri, taka sér vald til þess að stýra meðbræð-
rum sínum inn í þúsundáraríki framtíðarinn-
ar. Allar fórnir eru réttlætanlegar, meðan
verið er að stjórna þessum vitleysingum, sem
vita ekki, hvað þeim er fyrir beztu, eða
a.m.k. afkomendum þeirra (í hvaða lið?).
Valdhroki og sjálfsréttlæting styrkir mund
og muna þess, sem stingur sverði í bróður
sinn. Frumrót vinstrimennsku er mannfyrir-
litning (fyrst á sjálfum sér, svo á öðrum),
og upp af henni vex hangameiður mannhat-
urs. Það er svo úrlausnarefni handa sálfræð-
ingum framtíðarinnar að komast að því, hvað
valdi þeim ósköpum, að sumir menn skuli
hafa getað gleypt við falsvísindum sósíalis-
mans. Reyndar eru þegar komnar fram ýms-
ar kenningar, svo sem: Trúarþörf á villigötum
+ nauðsyn á „vísindalegum lífssannindum“,
+ minnimáttarkennd + öfund + illgirni +
óviðráðanleg þrá til að búa í hlýrri maura-
þúfu, þar sem stóra ríkismamma passar alla,
+ gement og simpilt þrælseðli („vernilitas")
= sósíalismatrú. Sé eitthvað til í þessu með
þrælseðlið, hlýtur það að umbreytast í af-
skiptasemi, stjórnsemi, drottnunargirni, sad-
isma, í forystu sósíalista, s°m ná völdum.
Fyrrum þrælar þykja illir sbændur; sbr.
orð séra Hallgríms Pétursi íar: „Ef þræll
er haldinn herra,/ hvað má únnast verra?“
Áhyggjuefnið er því þetta: Hvað skyldi
næsta lífshættulega vitleysan heita, sem
grillufangarar framtíðarinnar þröngva upp á
mannkynið? Fyrst sósíalismaruglið gat spillt
tuttugustu öldinni, sem átti að verða hin
mesta framfaraöld á öllum sviðum, getur þá
ekki sams konar rugl komið upp á hinni
næstu? Er það í eðli mannsins að vilja blekkj-
ast láta, og því skuli hann blekktur verða?
Hér mætti miklu við bæta, en nú er bezt
að nota síðustu línurnar til þess að snúa aft-
ur til upphafs þessa rabbs, þ.e. nöldur um
kæruleysi í meðferð orða. Fáein dæmi: Fyrir-
tæki segist vera til húsa við Bræðraborga-
stíg, þótt það standi við hlið hihnar einu
Bræðraborgar, sem Bræðraborgarstígur er
kenndur við. Eg hef lengi haft skrifstofu við
Garðastræti. Fyrir u.þ.b. fímm árum fór fyrst
að bera á því, að bréf þangað væru stíluð á
Garðarsstræti eða (algengara) Garðarstræti.
Hið fyrra gæti staðizt, væri strætið kennt
við einhvern Garðar, en síðara tilbrigðið virð-
ist gera ráð fyrir því, að til sé kvenkynsorð-
ið görð, sem beygist eins og jörð og gjörð.
Þetta verður æ algengara og ekki sízt á bréf-
um frá „opinberum aðiljum". Geri ég tilraun
til þess að leiðrétta þetta, vekur það lítils
háttar undrun fólks á þessu kvabbi mínu
(= neikvæðu nöldri). Því finnst þetta ekki
skipta neinu máli, „fyrst bréfið komst til
skila“. Stundum virðist tilviljun vera látin
ráða því, hvort eitt eða tvö ess eru á sam-
skeytum samsettra orða. Oftast eru þau höfð
tvö, svona til vonar og vara, líklega, þótt
andartaks-umhugsun ætti að leiða hið rétta
í ljós. En, „það tekur því ekki“. Um sama
leyti og Garðastræti fór að breytast í Garðar-
stræti og Garðarsstræti, fór ég að taka eftir
breytingum á föðurnafni mínu. Nú fæ ég
nokkur bréf, reikninga og skjöl á ári hveiju,
þar sem ég er sagður Þórðarsson eða Þórða-
son, eins og faðir minn hafí heitið Þórðar
(Þórðarr?) eða Þórði. Ég minnist á þetta
m.a. vegna þess, að í Mbl. í dag, þegar þetta
er skrifað (10. sept.) er Haukur læknir alls
staðar (fjórum sinnum) sagður Þórðarsson í
frétt á bls. 12. Þetta er því að ná fótfestu
og verður e.t.v. viðurkennt að lokum. Tals-
vert uppnám varð í stofnun nokkurri, þegar
ég neitaði að greiða reikning, nema föður-
nafn mitt væri fært til rétts vegar. Ég var
greinilega smámunasamur nöldurseggur að
trufla embættismenn í störfum af fánýtu til-
efni.
En ég heiti Magnús og er Þórðarson.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1991 3