Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Síða 5
sem hljómsveitarstjóra. Hann komst eitt
sinn svo að orði um konu sína: „Ég held
að ég hafi aldrei kynnzt neinum sem var
jafnmikill tónlistarmaður að eðlisfari og
hún. Eðlisávísun hennar var fullkomin.
Hún sá tvær nótur, skynjaði þær út í hörg-
ul og lék þær þannig að maður varð orð-
laus.“
Stöðug Ferðalög
— Versnandi Heilsa
Árið 1970 var þess minnzt að 200 ár
voru liðin frá fæðingu Luswigs van Beet-
hoven og Barenboim-hjónin fluttu verk
hans um víða veröld það ár auk annarra
verkefna. Þau léku tvö tríó eftir hann
ásamt Pinchas Zuckerman með slíkum
ágætum að þeim var líkt við Rubinstein,
Piatigorsky og Heifetz. Þetta svokallaða
„súper-tríó“ lék inn á fimm stórar hljóm-
plötur öll píanótríó meistarans auk ann-
arra verka á mettíma þetta ár. í ágúst
hafði Jacqueline leikið sónötur Beethovens
með Barenboim fyrir troðfullum húsum í
Toronto, Los Angeles, Brighton, Tel Aviv,
London og Edinborg. Hún hafði einnig
leikið konserta eftir Haydn og Saint-Saéns
í San Francisco og New York og á árlegri
tónlistarhátíð í London lék hún mörg verk
eftir Beethoven og kammermúsík eftir
Bach. í september fór hún aftur í langferð
til Ástralíu ásamt manni sínum til að taka
þátt í hátíðahöldum vegna afmælis Beet-
hovens. Þar fengu þau konunglegar mót-
tökur og fjölmiðlar fjölluðu mikið um
„undrabörnin tvö og dýrlegt hjónaband
þeirra“. Einn gagnrýnenda komst svo að
orði eftir tónleika þeirra að þeir hefðu
verið „endumærandi lífreynsla og höfðu
þau áhrif á mig að mér fannst heimurinn
ekki svo slæmur þrátt fýrir allt“.
Eftir Ástralíuferðina lá leið Jacqueline
til London, Toronto, New York, Michigan
og aftur til New York og í árslok fóru
fram tvær viðamiklar upptökur á leik
hennar með bandarískum hljómsveitum
undir stjóm Barenboims. Þrátt fyrir stöð-
uga sigra var henni ljóst að heilsu hennar
fór hrakandi. Hún þreyttist fljótt og stund-
um greip hana þvílíkt magnleysi að hún
gat varla opnað ferðatösku eða lokað
glugga. Hún fann fyrir doða í fingmm og
varð stundum fyrir skyndilegum sjóntmfl-
unum. Hún leitaði til lækna en engin skýr-
ing fannst. Hún leit vel út þótt hún væri
þreytt og taldi sig knúna til að standa við
gerða samninga en hún var sem fyrr bók-
uð langt fram í tímann. Hún fylltist þung-
um áhyggjum og þar sem engin sjúkdóms-
greining lá fyrir, töldu ýmsir, m.a. hún
sjálf, að sjúkleiki hennar stafaði af sálræn-
um rótum. Hún var að vísu mjög þunglynd
um þessar mundir en það var afleiðing
sjúkdómsins én ekki undirrót hans. Áður
hafði. hún getað fengið útrás á sellóið fýr-
ir tilfinningalega vanlíðan en nú var sú
leið torfærari en áður. Að lokum tók hún
sér hvíld og kom ekki fram í 16 mánuði.
Barenboim var orðinn áhyggjufullur
vegna konu sinnar og tók sér frí um stund-
arsakir hennar vegna. Þau höfðu nýlega
fest kaup á góðu húsnæði og komu sér
þar fyrir og Jacqueline leitaði til dr. Walt-
ers Joffe sálfræðings til að freista þess
að fá bót meina sinna. Á þessum tíma
þótti mikil skömm að því að leita til sál-
fræðings og ekki fór hjá því að ýmsar
miður skemmtilegar sögur bærust út um
andlegt heilsufar listakonunnar. Og ekki
gekk það þrautalaust fyrir hana að tjá sig
með orðum því að slíkt var henni algerlega
framandi. Eigi að síður náði hún góðu
sambandi við dr. Joffe og hvíldin hafði góð
áhrif á hana.
Reiðarslagið Dynur Yfir
í júlí 1972 fór hún að leika opinberlega
að nýju og stundum tókst henni vel en
stundum miður. Þótt hún gæfi sig alla
tónlistinni á vald fann hún sjálf að eitt-
hvað var að. Hún, sem hafði ævinlega elsk-
að tónleikapallinn, fylltist öryggisleysi og
skelfíngu þegar hún kom fram. Það eina,
sem hún hafði átt með öruggri vissu, var
trúin á eigin snilligáfu, en nú gat hún
ekki reitt sig á hana lengur. Gagnrýnandi
New York Times skrifaði eftirfarandi um
tónleika hennar í Fílharmóníuhöllinni í
New York 25. janúar 1973 og kvað þar
við annan tón en þann sem undrabamið
og snillingurinn átti að venjast: „Einstaka
tónhendingar voru undurfagrar en það
skorti heildarmynd og rökræna uppbygg-
ingu í leikinn. Verkin voru keyrð áfram
af heljarafli sem virkaði eins og vanhugs-
aður og tilgangslaus æsingur."
Með hijómsveitarsljóranum Sir John Barbirolli í hljóðveri EMI eftir upptöku.
Með eiginmannin um, Daniel Barenboim, eftir tónleika í Pálskirkjunni í London
1976.
Enn sem fyrr var talið að mistökin stöf-
uðu af andlegu álagi og hún flaug rakleið-
is til London til fundar við sálfræðing sinn
og sótti hjá honum styrk til að halda tón-
leika í Festival Hall, sem reyndust þeir
síðustu þar. Ferli hennar í þessum tónleika-
sal lauk með sama verki og hún hafði
heillað áheyrendur með, 17 ára gömul,
þ.e. Elgar-konsertinum. Allt gekk vel,
aðdáendur fögnuðu henni hjartanlega og
gagnrýnandi Guardian hrósaði henni sér-
staklega fyrir að hafa náð fram þeim áhrif-
um sem svifu yfír vötnum í þessu loka-
verki Elgars og tályia sársauka og sjálfs-
vorkunn, — vissu þess að birtan er á undan-
haldi og myrkrið að skella yfir. Án þess
að gagnrýnandinn gerði sér það ljóst áttu
þessi orð við um ævi- og listaferil undra-
bamsins sem slegið hafði í gegn á þessum
stað fyrir tólf árum og unnið hug og hjörtu
listunnenda um víða veröld. Myrkrið var
að skella á.
Nokkrum dögum síðar fór hún til New
York þar sem hún átti að koma fram ásamt
Pinchas Zuckerman og Fílharmóníuhljóm-
sveitinni í New York. Þegar hún mætti til
æfínga gat hún ekki opnað sellókassann,
hafði litla stjórn á boganum og fann varla
fyrrir strengjum hljóðfærisins. Þótt allt
færi í handaskolum og hún vildi helzt af-
lýsa tónleikunum gat stjórnandinn, Leon-
ard Bernstein, talið hana á að láta slag
standa. Tónleikarnir vora gersamlega mis-
heppnaðir og þótt listakonan væri alger-
lega miður sín fór ekki hjá því að hún
fyndi fyrir vonbrigðum áheyrenda. Daginn
eftir fór Bernstein með hana til læknis og
enn á ný var sjúkdómsgreiningin sú sama
— taugaálag. Sjö skelfilegir mánuðir liðu
þar til Jacqueline du Pré komst að raun
um að það var ekki andlegt heilbrigði sem
hafði brugðist henni heldúr líkamlegt. Það
vora læknar á St. Mary’s-sjúkrahúsinu í
Paddington sem kváðu upp úrskurðinn —
MS-sjúkdómur eða mænusigg.
Hjónabandið Fjaraði Út
MS-sjúkdómur veldur truflun á tauga-
boðum og skemmd í hvíta efni heilans.
Hann er ólæknandi, ágerist með mismun-
andi hraða, veldur þreytuköstum, mátt-
leysi í höndum og fótum, skjálfta, sjón-
traflunum og sársauka. Smám saman
hætta sjúklingar að hafa vald á hreyfing-
um sínum og eru bundnir við hjólastól.
Þegar Jacqueline var leidd í allan sann-
leika um hvað biði hennar fann hún samt
til léttis. Óvissan hafði gengið svo nærri
henni. En að sjálfsögðu var skelfilegt að
horfast í augu við þennan bitra raunveru-
léika og gera sér ljóst að glæsilegur listfer-
ill var á enda kljáður. Barenboim var niður-
brotinn maður, aflýsti tónleikum og vildi
allt fyrir konu sína gera, en eigi að síður
tókst þeim ekki að sameinast framipi fyr-
ir örlögunum. Olga Rejman, tékknesk
kona, sem þau fengu til að annast heimilis-
haldið, fer mörgum fögrum orðum um þá
umhyggju sem Barenboim auðsýndi konu
sinni: „Hann var eins og engill — færði
henni gjafir, bækur, blóm og hringdi til
hennar daglega. Hann verðskuldaði
geislabaug um höfuðið ... Hún var af-
brýðisöm yfir því að hann naut frægðar
áfram en ekki hún. Þegar hann lék á píanó-
ið sagði hún: — Ekki spila, ekki spila. Hún
þoldi ekki að hlusta á hann. Hún var mjög
afbrýðisöm. Þess vegna hlustuðum við á
plöturnar hennar...“
Eigi að síður þótti Olgu mjög vænt um
Jacqueline og var henni eins og móðir í
mörg ár. Og ekki vandaði Olga fjölskyldu
sjúklingsins kveðjurnar. „Hún þurfti að
múta þeim til að koma í heimsóknir. Þau
komu í neyðartilvikum en stundum létu
þau ekki sjá sig í heilan mánuð .. . það
ríkti engin ást _og skilningur innan þessar-
ar fjölskyldu. íris var tilfinningalaus eins
og grýlukerti.“
Vinir þeirra hjóna segja einnig að Bar-
enboim hafi lagt sig fram um að sýna
konu sinni skilning og kærleika en ekki
náð til hennar. Og nú gátu þau ekki notað
mál tónlistarinnar til að slaka á spennunni
sem hlóðst upp á milli þeirra. Árið 1974
var Barenboim boðið að taka við stöðu list-
ræns framkvæmdastjóra Orchestre du
Paris. Hann þáði boðið, ekki sízt fyrir
áeggjan konu sinnar, og fyrir bragðið
dvaldist hann a.m.k. fjóra mánuði árlega
í París en kom reglulega heim, a.m.k. í
fyrstu. Jacqueline vildi ekki leggja stein í
götu manns síns og vera honum stöðug
byrði. Sjúkdómurinn hafði einnig sína lam-
andi hönd á samlíf þeirra og hvorugt eygði
nokkra leið út úr vandamálunum. Næstu
ár var hún viðstödd tónleika hans í Lon-
don og heimsótti hann jafnvel til Parísar
en smám saman fjaraði hjónabandið út. í
París tók Barenboim upp sambúð við Hel-
enu Bachirov píanóleikara og átti með
henni tvö börn. Það fór að vísu leynt og
ekki er vitað hvort Jacquelina hafði hug-
mynd um það þótt sjálfsagt grunaði hana
sitt af hveiju. í lokin má líta svo á að
hjónabandið hafi einungis verið til á
pappírnum sem fjárhagsleg hagkvæmni-
ráðstöfun.
Dapurleg Endalok
Jacqueline reyndi að njóta lífsins eftir
föngum þrátt fyrir sjúkdóminn. Hún hélt
framhaldsnámskeið fyrir nemendur í selló-
leik við og við fram til ársins 1980. Hún
gat að sjálfsögðu alls ekki haldið á hljóð-
færi en söng og blístraði og sagði fyrir
um tæknileg atriði. Þetta var raunar í
fyrsta sinn á ævinni sem hún talaði um
tónlist sína. Áður fyrr hafði hún látið sér
nægja að leika, en núna varð hún að grípa
til málsins í samskiptum við nemendur og
þar kom sér vel sú þjálfun sem hún hafði
hlotið með viðtölum við sálfræðinga. Enn-
fremur tók hún nemendur í einkatíma allt
fram til ársins 1986 og þeir minnast henn-
ar með kærleika 'og virðingu. Hún var
ófeimin við að láta sjá sig á mannamótum
og vinir hennar tóku hana með sér á tón-
leika þegar tækifæri gáfust. Hún vakti
hvarvetna athygli, glæsilega klædd í hjóla-
stólnum sínum og gamla brosið lék enn
um varir hennar. Hún kom jafnvel fram
með Ensku kammersveitinni löngu eftir
að hún hætti að leika. Að þessu sinni var
hún í hlutverki sögumanns í verki Prokofi-
efs, Pétur og úlfurinn, sem flutt var til
ágóða fyrir styrktarsjóð sem þau Barenbo-
im höfðu stofnað í nafni hennar, og fór
með textann af mikilli innlifun.
Margir háskólar veittu henni heiðurs-
nafnbætur. Hún hafði unun af því að taka
á móti gestum og sýndi þá venjulega af
sér kæti. En sú kæti var oft uppgerð. Það
er ekki rétt, sem haldið hefur verið fram,
að hún hafi mætt örlögum sínum með
fullkomnu jafnaðargeði.
Iðulega þyrmdi yfir hana. Hún átti í
miklu sálarstríði og ekki bætti það úr skák
að sumir nera henni því um nasir að hún
hefði sjálf kallað yfir sig sjúkdóminn með
því að ganga af kristinni trú. Þar á meðal
var hjúkranarkonan sem hún var algerlega
háð síðustu árin. Gamlir vinir héldu tryggð
við hana en mörgum reyndist erfítt að
horfa upp á hrörnun hennar og komu því
ekki eins oft og skyldi. Fjölskyldan sneri
nánast við henni baki og annað samferða-
fólk hvarf smátt og smátt af sjónarsvið-
inu. Að lokum var hún nær algerlega ein-
angruð, eins og hún hafði verið í æsku,
og það var einveran sem lék hana verst.
Hún lét spila fyrir sig plöturnar sínar aft-
ur og aftur en ekki gat hún fengið úrás
með því að gráta. Sjúkdómurinn gekk svo
nærri henni að hún megnaði ekki að gráta
síðustu árin.
MS-sjúkdómurinn er ekki banvænn en
hann veikir mótstöðu sjúklinganna og þeir
verða sjaldan langlífír. Oft er það lungna-
bólga sem verður þeim að aldurtila og svo
var einnig um Jacqueline du Pré, 13 árum
eftir að sjúkdómurinn var greindur. Við
dánarbeð hennar var meðal annarra gamli
kennarinn hennar, William Pleeth, sem
Carol Easton þakkar sérstaklega fyrir
samvinnuna við gerð bókar sinnar. Áður
en Jacqueline skildi við brá hann á fóninn
plötu þar sem hún túlkar sellókonsertinn
eftir Schumann á sinn einstæða hátt og
endirinn kallar bæði fram harm og hug-
svölun.
Guðrún Egilsson tók saman.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1991 5