Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Blaðsíða 10
Enska bjórkráin
Heimsþekkt fyrirbæri frá sjónarhomi Lundúnabúans
FLESTIR hafa heimsótt
enska bjórkrá, jafnvel þeir
sem aldrei hafa komið til
Englands. Eftirlíkingar af
þeim finnast um allan heim,
á Islandi sem og annars stað-
ar. En hvernig lítur innfædd-
ur Lundúnabúi, Richard Þór
Lee á fyrirbærið?
„Við endum þar fyrr eða
síðar,“ segir Richard Þór. „Fyrir
okkur skiptir það engu máli
hvort sól skín í heiði eða helli-
rignir. Við förum þangað til að
hitta vini og kunningja; til að
borða ódýran
mat; til að
hlusta á dæg-
urtónlist og
eiga góða
stund eftir eril
dagsins.
Margar
breskar hljóm-
sveitir hafa
byijað feril
sinn á bjór-
krám. Hvergi
er betri staður
til að kynnast
Bretanum en á
kránni. Hvort
sem þið gangið
inn í troðfulla
Lundúnakrá í
hádegishléi
skrifstofu-
fólksins; eða
friðsæla
sveitakrá við
þjóðveginn
munið þið allt-
af sjá litríkt
mannlíf í hnot-
skurn. Á vetrarkvöldum er góð
hvíld að sitja við arineld og sötra
brúnt froðuöi. Og á heitum sum-
arsíðdögum er róandi að setjast
utan við krána með einn léttan
og brauðkörfu.
Notaleiki gamla tímans
Nýlega hafa innviðir bresku
kránna tekið gagngerum breyt-
ingum. „Nýtísku“krár í kringum
1960- voru skreyttar með plasti
og framreiddu bjór, fuilan af
kemískum efnum. Nú eru krárn-
ar í hefðbundnari stíl. Samtök
stærri kráreigenda hafa staðið
fyrir því, að í kránum séu viðar-
gólf, borð og stólar sem gefa
hlýlegra yfirbragð. Eftirprent-
anir málverka frá Viktoríu-
tímanum og gömul hljóðfæri eru
vinsælar skreytingar.
Nokkrar krár brugga eigin
Bjórnum tappað af svo milljónum iítra skiptir.
bjór sem er yfirleitt alltof sterk-
ur. í einum stað í Norður-Eng-
landi er t.d. boðið upp á hálfan
lítra fyrir um kr. 260. En þessi
sérstaka tegund er svö sterk að
jafnvel hálfur lítri getur fengið
þig til að dansa á borðunum.
Hinn svonefndi eiginlegi bjór
„real-ale“ er sterkur, aðeins
sírópskenndur og alveg lífrænn.
En áhrif hans geta valdið meiri
skynvillu en ölvun.
Hvað er bjór?
Bjór er samsettur úr malti
(gefur bragðefni, styrkleika og
krydd), humlum (gefur beisk-
leika til að vega á móti malt-
inu), sykri (gefur styrkleika og
sætleika). Korntegundir eru
stundum notaðar til að drýgja
og bragðbæta. Gerlar breyta
sykri í áfengi og koltvísýrings-
gas mestu af ölkelduvatninu.
Jafnvel sterkustu bjórtegundir
innihalda 90% af vatni. Besta
ábending um styrkleika er uppr-
unaleg þyngd (O.G.) sem er oft-
ast merkt á bjórdælunum, frá
O.G. 1030 til O.G. 1070. Því
þyngri O.G. þeim mun sterkari
bjór. Best er að velja bjór (O.G.
1040-1050) sem er þægilega
sterkur án þess að valda of mikl-
um áfengisáhrifum.
Utilokað er að telja upp allar
þær hundruð bjórtegunda sem
eru á boðstólum. Oft er bannað
að selja vissar tegundir utan
svæðamarka bjórverksmiðjunn-
ar. Sem Lundúnabúi er ég hrifn-
astur af Fullers sem er fram-
leiddur í London. Stolt framleið-
enda Fullers er hefðbundni bjór-
inn (O.G. 1042) en þeir fram-
leiða einnig „E.S.B.“, mjög
sterkan bjór. Guiness-bjórinn er
líka í uppáhaldi, dökkur með
hvítan froðukoll, litur og bragð
Bjórkönnum klingt með bros á vör.
kemur að hluta vegna þess að
byggið er mulið og brennt. Guin-
ess er meðalsterkur, bragðmikill
og fyllandi.
Hvað veita krárnar meira?
Flestar krárnar selja kaffi og
allar bjóða úrval gosdrykkja og
ölkelduvatns. Nýlega er búið að
lengja opnunartíma kránna í
tengslum við nýja löggjöf.
Gömlu lögin voru sett í fyrri
heimsstyijöld til að tryggja að
verkamenn við vopnaframleiðslu
kæmu tímanlega í vinnu.
Tónlistarkrár hafa oft opið til
kl.1.00 eftir miðnætti og klúbb-
ar langt fram á nótt. Hægt er
að fá góðar, ódýrar máltíðir,
einkum hádegisverð. Má
glöggva sig á matseðli utan-
dyra. Mikil samkeppni er á milli
kránna og staðgóð krármáltíð
getur verið miklu ódýrari en á
miðlungs veitingahúsi.
Aldursmörk og misjafnt
verð
Börn innan 16 ára fá ekki
inngöngu. Og samkvæmt lögum
má enginn undir 18 ára neyta
áfengis. Unglingar, 16-18 ára,
mega setjast inn, en aðeins
neyta óáfengra drykkja. Fyrir
ungar fjölskyldur er betra að
heimsækja krámar yfir sumar-
mánuðina þegar allir geta setið
utan dyra. Og stundum er ekki
amast við börnum inni á krán-
um, ef þau eru stillt og lítið að
gera við afgreiðslu.
Bjórinn er mæltur í 1 „pint“
(568 ml) og hálfum „pint“ (284
ml) og hægt að fá hann fram-
reiddan í bjórkönnu og glasi.
En áfengir drykkir em fram-
reiddir einfaldir, tvöfaldir
o.s.frv. Vín hússins má fá í glös-
um og yfirlejtt bundið við eina
tegund af hvítu og rauðu víni.
Á krám er mjög dýrt að kaupa
heila vínflösku. Hagstæðara á
veitingahúsi sem er með meira
úrval. Dýrasti hálfur lítri (pint)
af bjór er nú um kr. 165; einn
„einfaldur" um kr. 104; vín í
glasi aðeins dýrara. Verð er
misjafnt, en himinhátt verð þarf
ekki að óttast, nema stefnt sé
á næturklúbb. O.Sv.B.
Ævintýraeyjan Madeira
Sundlaugargarðurinn Lido.
kvöldverð um borð í skrautlýstu
eldra lystiskipi, með gljáfægðum
látúnshandriðum og þykkbólstr-
uðum sætum í gömlum stfl. Eða
ganga eftir flotbryggju og vera út
af fyrir sig í litlum báti. Og flug-
eldasýningar á fallegum kvöldum
skemmta matargestum. En, æ,
þessi veitingahús eru í garigvegi
efnaðra farþega af lystiskipunum
sem alltaf lóna hér úti fyrir. Það
má gæta sín á ólíku verðlagi. Les-
ið á matseðla sem stillt er út og
berið saman verð. Frægasta veit-
ingahúsið á Madeira er Villa Cliff
við hið sögufræga Reid’s hótel.
Nei, það er gamla hverfið hand-
an við gamla tollhúsið sem á engan
sinn líka, (nema ef vera skyldi
gamla hverfíð í Porto, höfuðborg
N-Portúgal). Athugið, gæðastimp-
ill veitingahússins er við dyr eða á
glugga. Annars flokks veitingahús-
in reyndust okkur betur, með alveg
eins góðan mat, skömmtuðu rífleg-
ar og voru töluvert ódýrari.
Á Restaurante Sao Jósé fæ ég
bestu máltíð mína hingað til
„Espada" eða sverðfisk, bein- og
roðflettan, steiktan í smjöri og cay-
enna pipar, með lauk, sveppum,
ijóma og eggjarauðu. Og kokkur-
inn leggur lokahönd á fiskinn fyrir
framan þig, hellir koníaki og grænu
víni yfir og eldsteikir. Að óreyndu
hefði ég ekki haldið að fiskur gæti
verið betri en súkkulaði. Og mæla
má með risarækjum með hvítlauks-
kryddi í forrétt.
Þú sérð sverðfískinn á fískmark-
aðinum í Funchal, forljótan og
margtenntan, en mjúkan og
bragðmikinn. Og fiskast aðeins við
strendur Madeira og við Japan.
Djúpfiskur sem lifir ekki í grunnu
vatni. Og það er sannarlega þess
virði að fara á markaðinn. Til að
sjá allar ólíku fisktegundirnar, sjá
alla ávextina öll blómin og körfum-
ar. Blómasölukonur á Madeira
verða að klæðast þjóðbúningum við
blómasölu.
Að ganga inn á leiksvið
Hér er elsta byggðin í Funchal.
Við njótum þess að sitja í miðju
iðandi mannslífsins allt í kring.
Mér fínnst ég vera stödd á leik-
sviði. Inni í andrúmslofti sólar,
sjávarseltu og lífsgleði. Á bak við
gamla tollhúsið er almennings-
ströndin. Þeir fullorðnu sólbaka sig
á sjávarklöppum. Krakkar safna
kröbbum og kuðungum í lífríki fjör-
unnar. Veðurbarinn sjómaður að
greiða úr neti, á meðan frúin hrýt-
ur á bedda í aðgerðarkofanum.
Rétt hjá hópur sjómanna yfír spil-
um á tunnuloki. Alls staðar blaktir
þvottur og forvitin konuandlit í
opnum gluggagáttum. Og biðröð
við brunninn. Gamall maður rogast
fram og aftur með stóra vatnsfötu
— engin vatnslögn í hans húsi.
Skyndilega er athygli allra vak-
in. í hliðargötu stendur hópur karla
yfír tveimur bíldruslum sem hafa
snerst lítillega. Það sér ekki á þeim,
en bílstjórarnir fá tækifæri til að
sýna sig á sviðinu. Sjaldan hef ég
séð leikrænna sjónarspil. Þarna
standa þeir andspænis hvor öðrum
og ýfa sig eins og reiðir hanar,
setja sig í ótal bardaga- og glímu-
stellingar vel meðvitaðir um konu-
andlitin sem beinast að þeim. Og
það er ekki hvíslað, en hvert orð
látið hljóma áhersluþrungið. Sjálfur
Macbeth hefði ekki gert betur.
„Leikritið” gengur á annan tíma.
Allir skemmta sér vel. Litlu strák-
amir sitja álengdar, drekka í sig
hvert orð og bíða þar til þeirra tími
kemur.
KJaustur og- kirkjur heilagra
kvenna
Árla á sunnudagsmorgni klíf ég
upp bratta hæðina að klaustrinu,
en nem fyrst staðar við minnis-
varða Zarco, portúgalska sæfarans
sem fann Madeira, gerðist ríkis-
stjóri hér og stofnsetti klaustur
heilagrar Klöru, Convento de Santa
Clara. Ofan við klaustrið er hús
Zarco, Quinta das Cruzes eða „hús
krossanna" listmuna- og málverka-
safn og stór tijágarður í kring með
áhugaverðum kirkjuhöggmyndum
innan um blómaskrúðið.
Eftir sólarhitann og erfíðið er
gott að eiga hljóða stund í svala
klausturkirkjunnar. Nunnurnar
liggja hreyfingarlausar á hnjánum
framan við altarið. í hálfrökkrinu
renna líkamar þeirra næstum sam-
an við kirkjulíkneskin. Og svona
geta þær kropið svo klukkutímum
skiptir.
Og áfram uþp í hæðirnar.
Gleymið ekki að heimsækja
fjallabæinn Monte ofan við Funch-
al. Blómagarðurinn í árgilinu er
yndisfagur. Leggið líka endilega á
ykkur að klífa tröppustíginn að
kirkju heilagrar Maríu (þeir trúar-
heitu ganga á hnjánum með talna-
band í höndum.)
Eftir klifíð upp, þótti erfítt að
ganga niður fyrir daga bílsins. Þá
brugðu Madeira-búar á það ráð að
flétta körfusleða fyrir breska aðal-
ínn og renna sér á fleygiferð með
þá niður í Funchal. Körfusleða-
brautin er enn til staðar nú aðdrátt-
arafl fyrir ferðamenn. Gætið ykk-
ar, hún er ekki fyrir lofthrædda
eða hjartveika og slys hafa orðið á
fólki.
Eldgígur nunnanna
Ég sit uppi í tærum, hlýjum
fjallasal, Poiso (1412 m) en þaðan
sér yfír alla eyjuna. Héðan liggja
gönguleiðir um landslag sem
minnir á Landmannalaugar að lit-
auðgi, en hillingar í hitamóðu fá
það til að líkjast dulrænu,
kínversku málverki. Madeira er eld-
fjallaeyja eins og ísland. Héðan
sést ofan í eldgíginn þangað sem
nunnurnar flúðu og földu sig fyrir
innrásum Spánveija 1580.
Víða eru tjaldbúðir í fjöllunum
ofan við skóglínu, enda öruggt og
friðsælt, aðeins kanínur, fiðrildi og
fuglar á vappi. Skógarverðir eru
alltaf á vakt „uppi“ eins og Ma-
deira-búar nefna fjöllin. Landn-
ámsmenn létu skóglendið loga glatt
til að ryðja fyrir akurlendi og hús-
um sumar sagnir segja að skógar-
eldar hafi geisað í 5 ár, aðrar í 7
ár en hér vex allt jafnóðum aftur.
Sykur og vín
Eyjan dregur nafn sitt af þéttu
skóglendi, en Madeira þýðir
„timbureyja" þó að margir álíti
nafnið eiga skylt við hin frægu
Madeira-vín. Portúgalar þóttu him-
in höndum tekið hafa þegar Mad-
eira fannst. Aðrir Evrópubúar
fögnuðu ekki síður, því héðan
flæddi þessi stórkostlegi sykur yfir
alla Evrópu. Hingað voru fyrstu
Afríkuþrælarnir fluttir á plantekr-
urnar.
Öllum sykrinum var skipað út
frá Funchal. Segja má að „borg
sykursins" hafi breyst í „borg
vínsins". Madeira-vínin eru heims-
þekkt fyrir gæði og auðvitað er
vínsafn í Funchal í gömlu klaustri
frá 16. öld. Jafnvel Shakespeare
skrifaði um vínin okkar, segja
Madeira-búar.
Blómaskreytingar fyrir
páfann
Orkideur og rósir standa í fullum
skrúða í jurta- og skrúðgarði Mad-
eira, þó að portúgalskur vinur hafi
sagt, að búið væri að klippa þær
allar vegna páfaheimsóknar í vor.
Allar götur, allar gangstéttir í
Funchal voru þaktar afskornum
blómum þegar páfinn kom. Þá hefði
verið gaman að vera hér.
í Madeira er margt að una sér
við. Eyjan er ekki stór, en nátt-
úrufegurð mikil. Best er að leigja
sér bfl, ef þið eruð ekki hrædd við
að aka eftir þröngum, bröttum
fjallvegum. Fólkið hér er svo inni-
lega ánægt með eyjuna sína. Hvert
farið þið í frí, spyr ég leiðsögu-
manninn? „Við förum til Porto
Santo (klukkutímaferð með bát).
Þar er svo friðsælt og góð sand-
strönd.“ Farið þið ekki til
Portúg-al? „Stundum" er svarið.
Oddný Sv. Björgvins.