Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Síða 11
 M B 1 L A R Alþjóðlega bílasýningin í Frankfurt: Mikið um nýjungar og margir bílar fá andlitslyftingu Nú um helgina Iýkur í Frankfurt í Þýskalandi alþjóðlegu bílasýningunni sem þar er haldin annað hvert ár. Um 1300 sýnendur frá 30 löndum kynntu þar nú í 54. sinn allt það nýjasta sem þeir höfðu upp á að bjóða, bæði bílaframleiðendur og þeir sem framleiða hvers kyns aukahluti og annað er tilheyrir bílgreininni. I þetta sinn' voru þó atvinnubílar og tæki ekki með, nógu umfangsmikil var nú sýningin samt, en slík tæki verða sýnd næsta vor í Hannover. Yfirskrift sýningarinnar var um hreyfanleika og áreiðanleika bíla og það var áberandi hversu margir framleið- endur fjölluðu á einhvern hátt um umhverfismál og héldu fram möguleikum á endur- vinnslu bíla sinna. Blaðamaður Morgunblaðsins skoðaði sýninguna og verða i dag og á næstu kynntar helstu nýjungar sem þar bar fyrir augu. Isjö sýningarsölum voru sýndar um 40 gerðir bíla, flest merki sem við þekkj- um af íslenskum bílamarkaði en einn- ig bílar frá nokkrum framleiðendum sem sjaldan eða aldrei sjást hér, Ferrari, Lotus og Yugo og allt þar á milli. Framleið- endur tóku sér mismikið rými til að sýna gripi sína, allt frá heilum sýningarsal eins og Mercedes Benz niður í nokkra fermetra en á öllum básum var lögð áhersla á að ná athygli með skemmtilegri framsetningu. Nýir bílar sem þarna voru sýndir í fyrsta sinn voru m.a. Golf frá Volkswagen, Astra frá Opel, Mazda MX-6, Toyota Camry, Toledo frá Seat, Volvo 850, Peugeot 106 og Honda Civic. Þá má nefna skutbíl í 500 línunni frá BMW, Citroen XM skutbíl, nýja blæjubíla frá Mercedes Benz, Renault 19 og margir framleiðendur sýndu ýmsar minni háttar breytingar á útliti eða bjóða nýjar vélar. Þá mátti einnig sjá allmargar frum- gerðir og sportbíla, bíla sem eru allt að því hrein leikföng en eru þó framleiddir til að kanna rækilega ýmsan nýjan búnað sem oft er tekinn upp í hinn venjulega íjölda- framleidda fjölskyldubíl. jt Ég vil bíl sem veldur umferðarhnútum sagði einn af forstjórum Chrysler við hönnunarmenn sína og hann fékk Chrysler 300 sem er vægast sagt dálítið óvenjulegur - og áreiðanlega til þess fallinn að fá menn til að reka upp stór augu. Vélin er 8 lítra VI0 og 450 hestafla með fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Hún á einnig að geta brennt metanoli eða bensínblöndum sem þýðir minni mengun. BíIIinn er búinn þjófavörn þannig að eigandinn verður að renna per- sónuskilríkjum sínum gegnum skynjara ef gangsetning á að vera möguleg. Meðal þeirra bíla sem frumsýndir voru í Frankfurt var Honda Civic. Toledo er nýr bíll frá Seat í 11 grunngerðum og með 6 vélargerðum, 1,6 til 2,0 lítra, 70 til 128 hestöfl. Hann er af millistærð, er 4,32 m langur og vegur kringum 1.000 kg. Subaru Justy með sjálfskiptingu Subaru Justy er meðal smábíla frá Subaru-umboðinu Ingvari Helgasyni hf. sem selst hafa vel en meira hefur þó selst af Legacy frá Subaru sem fyrst kom fram fyrir tveimur árum. Justy er orðinn næstum gamalgróinn en þessi fjórhjóladrifni smábíll stendur fyrir sínu. Fyrir nokkru var tekið að bjóða hann með sjálfskipt- ingu, stiglausri sjálfskiptingu og með henni kostar bíllinn í staðgreiðslu 923 þúsund krónur. Sjálfskipting er að verða sífellt vinsælli, ekki síst í smábílum sem helst eru notaðir í akstri í þéttbýli. Við kynnum í dag Justy með þessari skiptingu. Morgunblaðið/Sverrir Subaru Justy hefur um nokkurt skeið verið fáanlegur með sjálfskiptingu. j Mælaborð er sniðum. einfalt í M 1 Framsætin fá góða ein- kunn en rými í aftur- sætum dugar vart fyrir marga í Iangferðum. Subaru Justy er eins og fyrr segir íjórhóladrifinn 5 manna smábíll og er honum við venjulegar aðstæður ekið einungis í framhjóladrifi. Með rofa í gírstöng er hægt að skella honum í ijórhjóladrifið þegar á þarf að halda. Justy er snoturlega hannaður bíll, stuttur með löngu hjólhafi og litlu skottrými. Fer vel um ökumann Bíllinn er eiginlega hvorki of rúnnaður né of kantaður, stuðarar og klæðningin með sama sniði á hliðum bílsins setja á hann sterkan svip. Framendinn er nokkuð niður- byggður og þar taka framluktir mesta at- hygli en vatnskassahlífin er fínleg. Homin eru nokkuð ávöl og í gráum bíl sem ekið er á gráleitu malbiki getur verið erfitt að vita hvað langt má hætta sér. Justy er með 68 hestafla og 1200 rúms- entimetra vél sem hefur honum sæmilega góða vinnslu. Bíllinn vegur 875 kg. Hann er 3,69 m langur, 1,53 m breiður og 1,42 m hár. Hjólhafið er 2,28 metrar. Bíllinn er með nokkuð hefðbundnu sniði hið innra, er reglulegur smábíll en þó fer furðu vel um ökumann sem farþega og sérstaklega er höfuðrými ágætt. Varla myndu þó þrír far- þegar endast aftursætinu í löngum ferðum. Mælaborð er mjög einfalt i sniðun en eigi að síður vel búið og þar er að fínna alla nauðsynlega mæla og aðvörunarljós. Stiglaus sjálfskipting Sem fyrr segir er Subaru Justy með stig- lausri og rafeindastýrðri sjálfskiptingu. Er það í fyrsta sinn sem hún er boðin í al- drifsbíl. Skiptingin fer fram með stálreim og þrepalaust, þ.e. ekki finnst að bíllinn skipti raunverulega um gír. Snúningshraði vélar verður þó aldrei of mikill og þegar ekið er t.d. á 80 km hraða er hann rúmlega 2.200 snúningar. • Stiglaus skipting þýðir að hún gerist með meiri mýkt en almennt í venjulegum skipt- ingum en þó er eins og að bíllinn taki örlít- inn kipp þegar fyrst er ekið af stað. Hægt er að velja milli tveggja gíra, hins venjulega ferðagírs og síðan viðbragðsgírs sem gripið er til þegar þörf er á góðu viðbragði og skipta má einnig í þegar hægja skal á. I þessum gír verður snúningur vélarinnar aldrei minni en 3000. í öllum venjulegum akstri er þó aðeins notaður ferðagírinn. Kostirnir við þetta eru einkum einfaldleik- inn í sjálfum akstrinum. Ökumaður hefur bílinn í áfram eða afturábak' og ekur leiðar sinnar. Hann þarf að öðru leyti ekki að hugsa um skiptingar. Þetta er kannski eink- um hentugt fyrir þá sem vilja hafa akstur sem einfaldastan en þeir hafa gaman af að aka myndu fremur kjósa venjulegri sjálf- skiptingu eða handskiptan bíl. Mætti vera liprari í akstri er Subaru Justy nokkuð lipur en þó kannski ekki eins léttleikandi og ætla mætti miðað við svo lítinn bíl. Skiptingin gerir aksturinn vissulega, þægilegan og við- bragðið er þokkalegt. Á vissum snúningi og t.d. þegar ekið er fremur rólega upp í móti er eins og vélarhljóð verði óþarflega hátt, allt að því þungur niður. Að öðru leyti er Justy auðveldur í meðförum og meðfæri- legur og hann er sérlega fótviss. Subaru Justy fimm hurða með sjálfskipt- ingunni kostar kr. 923 þúsund í stað- greiðslu en 961 þúsund sé hann tekinn á afborgunarkjörum. Ryðvörn og skráning eru ekki innifalin í þessu verði. Þriggja hurða útgáfan kostar kr. 920 þúsund í stað- greiðslu. Vilji menn ekki sjálfskiptingu kost- ar þriggja hurða bíllinn 848 þúsund krónur en fimm hurða 851 þús. kr. jt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1991 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.