Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 2
Vald dulvit- undarinnar Kveikjan að rannsóknum og skrifum C.G. Jungs eru skilin milli upplýsingarstefnu og skynsem- ishyggju frönsku heimspekinganna annars vegar og réttlætingarkröfu þýsku rómantíker- anna um hlutgengi tilfinninga, næturóra og Um CARL GUSTAV JUNG og kenningar hans Carl Gustav Jung Samkvæmt kenningum Jungs er einstaklingurinn eini raunveruleikinn. hver og einn skynjar og skilur umhverfið á sinn hátt. Hver einstaklingur er sérstæður. Því meir sem við fjarlægjum hinn einstaka og hópgerum hann, því meira Qarlægjumst við raunveruleikann. eftir SIGURLAUG BRYNLEIFSSON draums sem aflvaka allra lista hins vegar. Kaldur franskur ,jkartismi“ gegn uppsprett- um þjóðdjúpsins. I bókmenntum birtastþessi skil gleggst í franskri klassík og kenningum franskra heimspekinga 18. aldar og einnig í skoðunum Goethes og Kants og hins vegar í kenningum Hamans, Herders og Tiecks um ágæti eigin þjóðar ogtungu. Öll atburða- rás 19. og 20. aldar í heimsmynd og stjórn- málum á sér uppsprettu í þessum skilum á 18. öld. Upplýsing, skynsemi og hins vegar „Stiirm und Drang“ og rómantík, meðvitund og rökhyggja og dulvitund og draumar. Enginn sálfræðingur hefur gert sér jafn glögga mynd af valdi dulvitundarinnar og C.G. Jung og starf hans miðaði að því að gera sér grein fyrir þessu valdi og gera það meðvitað. Hann skrifar í formála að ævisögu sinni: „Líf mitt er saga sjálfsvitundar, sem leitast við að glöggva sig á eigin djúpum og upp- runa í dulvitundinni... Vísindalegt orðfæri dugar ekki til þess að lýsa þessu ferli, þar sem ég get ekki litið á sjálfan mig sem vís- indalegt viðfangsefni. Því sem við erum og því sem maðurinn er „sub specie aeternit- atis“, frá sjónarhomi eilífðarinnar, verður aðeins komið til skila með táknmáli mýtunn- ar. Mýtan er persónulegri og er nær lifandi lífi en útskýringar vísindanna, sem hljóta alltaf að miða við vissan staðal eða meðal- tal. Því verða niðurstöður slíkra aðferða alltaf fjarri lagi og marklausar um hvern einstakling, fjölbreytileiki hvers einstaklings er slíkur að hann verður ekki mældur né veginn. Ég hef því tekist á hendur að koma minni mýtu til skila, mínu ævintýri, mínum sannleika..." Samkvæmt grunnkenningum Jungs er einstaklingurinn eini raunveruleikinn, hvert og einn skynjar og skilur umhverfið á sinn hátt. Hver einstaklingur er sérstæður. Því meir sem við fjarlægjum hinn einstaka og hópgerum hann, því meira farlægjumst við raunveruleikann. Ofstæðar hugmyndir um „homo sapiens" leiða til villuráfs. Nú á dög- um eins og fyrir 30 árum (Jung lést 1961, fæddist 1875) eru tímar örra breytinga og því var og er brýn nauðsyn á að vita sem mest um einstaklinginn sem slíkan, hvað ræður gerðum hans, hvert hann stefnir. Til þess að svo megi verða „þarf að líta á at- burðarásina í réttu samhengi, við verðum að skilja fortíðina ekki síður en nútímann. Þessvegna er svo þýðingarmikið að skilja mýturnar og táknin ...“ Og mýtur og tákn eiga sér bólstað í dul- vitundinni og í draumheimum. Draumurinn, samkvæmt kenningum Jungs, er: „að draumurinn er raunverulegur og persónu- legur, hann er þáttur einstaklingsbundinnar dulvitundar." Draumtáknin verða aðeins meðtekin af þeim, sem dreymir. Almennar ráðningar eru útilokaðar og hugmyndir um draum sem dulmálstexta, sem ráða megi með því að fletta upp í dulmálslyklum eru fjarstæða samkvæmt hugmyndum Jungs um drauminn sem tjáningu afla persónulegr- ar dulvitundar. Draumurinn er jafn raunver- ulegur og önnur sálræn fyrirbrigði. Jung skrifar um afstöðu kirkjunnar (kaþ- ólsku) til drauma. Kirkjan virðist telja, að til séu draumar „sendir“ af Guði sbr. „somn- ia a Deo missa", en án þess að kaþólskir guðfræðingar geri minnstu tilraun til að skilja drauma. Skilningur mótmælenda er enginn á þessu mennska fyrirbrigði, þótt báðar kirkjudeildir tali um rödd Guðs „vox Dei“ þá telja báðar sig þess umkomnar að afneita því að Guð geti láti í ljós vilja sinn í draumum. Viðhorf Jungs til þekkingarleitar manns- ins er viðhorf þess sem veit, að því meira sem hann veit, því minna veit hann. Skoðun hans er samskonar og kemur fram í Fyrra Korintubréfí Páls postula 13.9: „Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.“ Maðurinn getur aldrei skynjað neitt fullkomlega né skilið. Hann getur, Öfl undirdjúpanna yfirþyrma alla mannlega skyn- semi, byltingin hefst, sem hrífur alla með og kyndir undir neikvæðustu hvatir mennsks eðl- is. séð, heyrt, snert og bragðað, allt þetta markast af skarpleika skilningarvita og skynjunar. Þær takmarkanir, sem markast af skynjun hvers og eins, takmarkar næmi hans á umhverfíð. Hann getur náð frekari þekkingu með tækjum, en fullkomin þekking á ytri fyrirbrigðum verður alltaf takmörkuð. Með því að skynja og síðan skilja fyrirbrigð- in eru þau orðin huglæg, meðvituð. Atferlissálfræðingar telja að maðurinn sé fæddur sem óskrifað blað, tómur, og sé síð- an mótaður af umhverfinu og þeim móttöku- skilyrðum sem eru meðfædd og að hann verði síðan meðvitaður um eigin reynslu. Freud lagði höfuðáherslu á hvatirnar og stöðugan feluleik og dulvitund, sem var takmörkuð miðað við kenningar Jungs um dulvitundina. Talið er, að einstaklingsbundin meðvitund hafi mótast á löngum tíma, smátt og smátt losnaði um ofurvald hópvitundar- innar, sem stjórnar viðbrögðum hjarðdýrsins og e.t.v. hefur það tekið árþúsundir fyrir einstaklinginn að verða meðvitaður um eig- in sérleika. Þá fylgdu honum erfð tákn og mýtur, sem áttu sér upphaf í dulvitundinni, sem hann réði ekki við og skynjaði ekki meðvitað. Þessar ómeðvituðu erfðir nefnir Jung o.fl. dulvitund. Þessvegna skrifar Jung „að sál mannsins er hluti náttúrunnar, við vitum í rauninni ekkert um hvað er sál, getum aðeins álitið eitthvað, markað undar- leg viðbrögð, Sem við reynum að fínna ástæðumar fyrir“. Starf Jungs var að gera dulvitundina meðvitaða, og þar með opnað- ist honum heimur þar sem forsendur mennskra viðbragða eiga sitt upphaf. í þeim heimum gildir táknmálið, mýturnar. Kenningar Jungs um sameiginlega dulvit- und, vöktu upp gagnrýni margra sálfræð- inga. Þeir hálfsættu sig við víðfeðmari skiln- ing Jungs á dulvitundinni en kom fram í kenningum Freuds, en neituðu kenningun- um um sameiginlega undirvitund. Jung telur að arktýpu-tákn séu öllum mönnum sameiginleg og þegar hrikaleg umbrot gjósa upp og fara sem eldur í sinu um alla heimsbyggðinga, sé kveikjan gos úr djúpunum, sem menn standi berskjaldað- ir fyrir og hrífist af. Oft eru þessar breyting- ar taldar stafa af ytri ástæðum, samfélags- legum eða pólitískum, en grunnur þeirra er, samkvæmt Jungs, upphleðsla niður- bældra hvata í einu samfélagi, sem getur orskað skyndilegt gos, sem ákveðnir ein- staklingar skynja og nota í pólitískum til- gangi, stundum trúarlegum tilgangi. Hugmyndir og hugsjónir dreifast með ofsahraða um mannheima og hljómgrunnur þeirra skapast af afli, sem á sér uppsprettu í sameiginlegri dulvitund, en ekki í áróðurs- tækni eða hugsjónaboðun þeirra sem skynja hvað er að gerast. Þannig skýrir Jung fjölda- móðursýki eða sefasýki sem oft grípur um sig. Dæmi sem hann tekur m.a., er uppkoma nasismáns í Þýskalandi, útópíur kommún- ismans og allar þær hugmyndir sem telja að unnt sé að móta fullkomin samfélög mannanna, þar sem öll átök hverfa og öll neikvæð einkpnni eru úr sögunni. Þessi öfl undirdjúpanna yfirþyrma alla mannlega skynsemi og raunsæi, byltingin hefst, sem hrífur alla með og kyndir undir neikvæðustu hvatir mennsks eðlis. Tuttug- asta öldin á ótal dæmi um þessháttar sefa- sýki. Fjöldahreyfingar og tíska eru af svip- uðum toga, hópefli í ýmsum myndum kem- ur þar til, oft undir merkjum hugsjónabar- áttu fyrir jafnrétti og frelsi. I formála Aniela Jaffé að ævisögu Jungs eru þetta einkunnarorðin: „Hann horfði á eigin sál gegnum sjónauka. Það sem virtist vera óskapnaður sá hann og færði öðrum sem glæsilega festingu og hann opnaði meðvitundinni heima innan heimanna," Ur dagbókum Coleridges. Tákn dulvitundarinnar „tala“ í draumum og dulvitundin er samkvæmt þessum kenn- ingum þýðingarmeiri og meiri örlagavaldur en meðvitundin. Rannsóknir Jungs á tákn- unum þýddu í rauninni rannsóknir á öllum viðbrögðum sálarlífsins. Rit hans spanna því víð svið, ekki aðeins sálarfræði, heldur einnig sögu, listir, skáldskap, alkemíu og guðfræði. Jung leitast við að skýra uppruna þess sem gerir manninn frábrugðinn dýra- ríkinu. Hann talar í verkum sínum um Guðs- ímyndina, eða Guðsmyndina og meðal kunn- ustu verka hans um þau efni er: „Svar við Job“ og „Sálfræði og trúarbrögð". Viðhorf hans til kristninnar, eins og það birtist í „Svari við Job“ vakti mikla gagnrýni guð- fræðinga, sem stafaði af því m.a. að þeir skildu Jobsbók sínum skilningi og neituðu að samþykkja viðhorf Jungs. „Libido" hug-( takið eins og Jung notar það er mjög frá' brugðið upphaflegu hugtaki Freuds, en þar þýðir hugtakið kynhvöt. Jung notaði það í merkingunni lífshvöt og þar birtist ekki síst munurinn á hugmyndum Jungs og Freuds. „Extrovert" og „introvert“ úthverfur og inn- hverfur og „arktýpa" eru jungísk hugtök. Rit hans um manngerðir er lykilrit um það efni og í ritum um „arktýpur“ fjallar hann um grunninn að lykilkenningum sínum um meginsýmbólin, grunnmyndir dulvitund- arinnar. Heildarverk Jungs hafa verið gefin út á mörgum tungum. Nýjasta útgáfan er gefin út af Walter-Verlag í Sviss í 20 bindum. Styttri útgáfa er nýkomin út hjá dtv í ellefu bindum. Enskar útgáfur voru gefnar út af Princeton og Bollingen-stofnuninni og Routledge and Kegan Paul á Englandi. Útgáfa dtv inniheldur meginverk Jungs, gefin út af Lorenz Jung. Ævisaga Jungs hefur sérstöðu í verkum hans. Hann var lengr efins um hvort hann ætti að takast verkið á hendur, en í lokin samþykkti hann útgáfuna. Jung leit á sig sem lækni og sálfræðing og verk hans eru skrifuð á þeim forsendum. Um ævisöguna gegnir öðru máli, þar ræðir hann um sjálfan sig og hann er mjög tregur til að ræða um annað fólk. Eins og Jung skrifar í formála er þetta saga „hans ævintýris" og það ævin- týri gerðist innra með honum. Eitt er sér- stætt við þessa sögu, en það er umfjöllun hans um Guð, sem hann ræðir hér um beint, en ekki sem Guðsímynd. Á síðustu misserum serh Jung lifði átti BBG — Breska útvarpið — viðtal við hann og þá var hann spurður „Hvort hann héldi að Guð væri til?“ Svarið kom „ég held það ekki, ég veit það“. Það er þessi afstaða sem kemur fram í ævisög- unni. Síðasti kaflinn er nokkurskonar upp- gjör við eigin verk og sjálf. „Því minna sem ég veit um sjálfan mig, því meiri skyldleika finn ég við fyrirbærin, plöntur, dýr, ský, dag og nótt og það sem er eilíft í mannin- um. Fjörrunin sem aðskildi mig frá heimin- um hefur nú tekið sér ból í sjálfum mér og hefur mótað óvæntan ókunnugleika við sjálfan mig“. C.G. Jung: Erinnerungen, Traume, Gedanken. Aufgezeichnet und herausgegeben von Aniela Jaffé. Walter-Verlag 1990. C.G. Jung. Taschenbuch Ausgabe in elf Harnlen. Herausgegeben von Lorenz Jung auf die Grundlage „Gesammelte Werke“. dtv. 190-1991. Höfundur er rithöfundur. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.