Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 5
HJALMAR GULDBERG Sýnishorn úr raddskrá: Island Overture op. 9. vaða ofan í sig. Hann var hreinskiftinn og flutti mál sitt skýrt og skorinort. Það var enn verr séð í denntíð, heldur en nú, hér í Reykjavík. Og séu menn hreinskiln- ir, en ekki pukrarar eða baktjaldamakkar- ar, er gjarnan sagt að þeir séu „erfiðir“. Jón var ekki erfiður maður. Hann var mjög klár og glöggur, mjögframsýnn eins og allt hans mikla félagsmálastarf ber vitni um. Og skoðanir hans voru ætíð mjög fastmótaðar. Og hann var skemmtilegur maður, kunni sig vel í samkvæmum — var heimsmaður. Hann kunni vel að meta góð- an mat og göfug vín, ef svo bar undir. Hann var veitull og elskulegur ígarð yngri starfsbræðra sinna hér heima. Ekki held ég að hann hafi haft ýkja mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. En núna skil ég, að hann var upptekinn við að Ijúka við lífsverk sitt. Hann einn vissi hvað hann hafði nauman tíma. Jón Leifs og Páll ísólfsson voru and- stæðir pólar í íslensku tónlistarlífi. Þeir þekktust vel, stunduðu saman nám íLeipz- ig, Páll í orgelleik en Jón í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn. Að námi loknu kom Páll heim og hóf sitt mikla brautryðjanda- og uppbyggingarstarf, en Jón starfaði að mestu í Þýskalandi. Þeir höfðu gjörólíkar skoðanir á tónlist enda voru þeir mjög ólíkir menn. Ég held að þeir hafi verið báðir mjög metnaðargjarnir, hvor á sinn hátt. Þeir elduðu grátt silfur alla tíð. Það var mikill skaði fyrir okkar þjóð, því þeir hefðu fengið miklu áorkað hefðu þeir unn' ið saman. En það er ekki að sökum að spyija, þegar sundurlyndisfjandinn hleyp- ur í íslendinga. Páll var bráðflínkur tónlistarmaður og fjölhæfur. Hann hafði notið hinnar bestu menntunar hins þýska kantors, með hefð- bundnu sniði. Hann var afburða orgelleik- ari og verk Bachs voru jafnan þungamiðj- an í efnisskrám hans. Hann var Iiðtækur píanisti, kór- og hljómsveitarstjóri. Hann bar mikla virðingu fyrir starfi sínu, var einstaklega samviskusamur embættismað- ur, og samfléttaði mikla tónlist guðsþjón- ustum í Dómkirkjunni. Páll var sjálfkjörinn forustumaður tón- listar- og tónlistaráhugamanna hér. Hann var lengst af dómorganisti — með miklu og glæsilegu tónleikahaldi — skólastjóri Tónlistarskólans, hvatamaður allra framf- ara í tónlist í hálfa öld og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. Hann kenndi, öðrum fremur, íslendingum að meta æðri tónlist og lét ekkert á sig fá þó ýmsir bölsótuð- ust yfir „sinfóníum “ og „fúgum “ og heimt- uðu sína harmónikkumúsik í útvarpinu sínkt og heilagt. Páll hafði ótvíræða tón- smíðahæfileika, það sannar Passacaglían mikla fyrir orgel sem hann samdi ungur maður. En hann ræktaði ekki þennan hæfileika sinn sem skyldi. Til þess var hann of fé- lagslyndur, dreifði kröftum sínum um of, garfaði í of mörgu samtímis, sem eflaust hefur verið nauðsynlegt fyrir tónlistarlíf okkar. Páll var ekki maður einverunnar, en hún er oftast forsenda sköpunargáfu. Hann vildi vera sólarmegin ílífinu ognjóta viðurkenningar umfram allt. Mér fannst hann stundum vera gæludýr þjóðfélagsins og eftirlæti, og ég held hann hafi kunnað vel að meta það. Og tónlistarsmekkur hans var fremur íhaldssamur, „gömlu meistaramir" nægðu honum. Mér finnast bestu tónsmíðarnar vera litlu lögin hans, til að mynda tónlistin við GuIIna hliðið eftir Davíð Stefánsson. — Ég beið þín lengi, lengi, mín liljan fríð og Maríuvísan. Það er slegið á strengi eilífrar þjóðvísu, á sann- an og upprunalegan hátt, samruni Ijóðs og lags er fullkomin. En frumleg og átaka- mikil er þessi tónlist ekki og hún markar ekki tímamót. Páll gerði tvær prýðilegar samtalsbækur með Matthíasi Johannessen, skáldi og rit- stjóra, sem bera vitni hámenntuðum og kúltíveruðum húmanista og listamanni. Hann minnist ótrúlega lítið á Jón Leifs, og þó er eins og hann sé alltaf að tala um hann undir rós. Ég þekkti bæði Jón Leifs og Pál ísólfs- son. Þann síðamefnda öllu betur en ég færði tvö verka hans í hljómsveitarbúning: Háskólakantötuna, sem flutt var þegar hann varð áttræður og söngvana sex við Ljóðaljóð Salómons. Ég hafði unun af sam- vistum við þá báða, og sumt af því sem þeir sögðu hefur fest sig mér í minni. Þeir voru of ólíkir til að unnt sé að bera þá saman — snertiflötur var nánast eng- inn. Auk þess er út í hött að bera saman listamenn, í þeim tilgangi að upphefja annan oggera lítið úrhinum. Merkir lista- menn verða eingöngu dæmdir út frá eigin forsendum. Og sérhver maður hefur sinn smekk, meðfæddan og áunninn og Mozart höfðar fremur til mín heldur en Beetho- ven, og Brahms fremur til þín, lesandi góður, heldur en Wagner. Ég ætla ekki að rekja samskipti Jons Leifs við Pál og fylgismenn hans. Báðir skipa þeir sinn virðulega sess í íslenskri tónlistarsögu — hvor á sinn hátt. Páll var fulltrúi hinnar gömlu hefðar, Jón Leifs fulltrúi hins nýja tíma. Páll var fyrst og fremst orgelleikari, praktískur, dálítið jarð- bundinn músikkant. Jón var eingöngu tón- skáld, spámaður, brautryðjandi á heims- vísu, sem hugsaði líkt og Beethoven: Hvað ragar mig fiðluskriflið hans, þegar andinn kemur yfir mig. Það var athyglisvert hversu tónlistar- gagnrýnendur hér voru hjálparlausir þegar þeir fjölluðu um Baldr, enda var þar ekki um neina þjóðlagaóperettu að ræða né þjóðdansahopp. Gömlu tillærðu og útslitnu frasarnir dugðu ekki á þessa römmu, fersku og nýstárlegu tónlist. Jón var einn hinna miklu einfara í tónlist á þessari öld eins og Charles Ives í Bandaríkjunum, Leo Janacek í Tékkóslóvakíu eða Fartein Valen í Noregi. Hann var skyldastur Béla Bartók og Sjostakóvíts af öllum samtímamönnum. í grein um Jón Leifs, sem fyrst birtist í Morgunblaðinu 25. maí 1989, kemst ég svo að orði: „ ... Jón var mjög persónulegur lista- maður. Hann er ólíkur öllum öðrum tónskáldum sem ég þekki. Maður villist aldrei á verkum hans og annarra tón- skálda. Maður þarfekki að hlýða á verk eftir Jón nema í hálfa mínútu til að vita hver höfundurinn er. Svo sérstæður er stíll hans... .. .Mig grunar að Jón hafi viljandi ein- angrað sig andlega, og ekki hætt á að kynnast nýjungum, því hann vildi ekki verða fyrir áhrifum. Þegar honum tekst best upp þá eru verk hans stórfrumleg og áhrifamikil. Að öðrum listamönnum ólöstuðum finnst mér hann komast nær þjóðarsál- inni en allir aðrir. Það er uppsöfnuð þjáning þjóðarinnar í gegnum aldirnar sem hann túlkar þá, ásamt kergju og seiglu sem gerði að verkum, að þessi litla þjóð Iifði af miklar hörmungar. Þess vegna var þessi tónlist ekki alltaf „falleg“ eða „fáguð“. Hún var miklu fremur hranaleg og kaldhömruð. Og umfram allt sönn — íslensk. Því var þessi tónlist nokkuð hörð undir tönn, og erfitt að draga hana í dilk. Hún var of „aristókratísk“ fyrir niðráviðsnobbana, of borgara- Ieg fyrir róttæklingana, of „patríót- ísk“ fyrir útlendingasleikjurnar, of nýstárleg fyrir íhaldið og of fram- sækin fyrir afturhaldið..." Og við þetta er engu að bæta. Nú þurf- um við aðeins að drífa í því að hljóðrita og gefa út þetta mikla lífsverk og kynna það heiminum. Höfundur er tónskáld. Til nætur- gala í Málmey Sigurjón Guðjónsson þýddi Ég góðum vinum mætti í mörgum löndum — hví má það vera að þó er ég svo einn? Ég elska það sem hverfur vorum höndum, og hvaðeina er sér ei maður neinn. Ég er hér hnepptur, hvílist milli laka, og hlusta í dimmu á sjúkrahússins slóð. Ég elska myrkrið og ég elska að vaka, ég elska þögnina er skapar ljóð. í garði úti mánaluktin lýsir, svo ljóma bregður gluggatjaldið á. Nú hlustar hver sem lífsins leiða hýsir á Ljóðaljóð bók náttúrunnar frá. Söngvarinn mesti hér í þessum heimi er hingað kominn — stillir þrúgað sinn. Ég leita orða, nem af söngsins seimi. Syng næturgali, náttgali heima, minn. í hvaða páradís er gneisti söngsins glæddur, sem grípur hug og leitar til mín inn? Svo söngstu að vori, er var í heim ég fæddur, við örvinda konu — sem ól frumburð sinn. Á maínótt var það, enginn úr því greiðir; því enginn fékk vom leyndardóm að sjá. Villtur sá reyndi að rekja vorar leiðir, með rödd þinni þú kæfðir grát minn þá. Þér vil ég líkja eftir allt til dauða, þér eðla fugl er villt ei sýna þig! Þig reyndu að fanga, eftir hendur auðar: Því allar skyttur lentu á villistig. Þig trén ein þekktu — ekki annar nokkur veit útlit þitt, — hvort frítt er eða ljótt. Brátt syngur ljóð frá þöllum þrasta flokkur — þú þegir einn er söngst í fylgsni hljótt. Kenn mér auðmýkt hér í þessum heimi! Og hveiju skiptir lífs míns haust er nær, að verð ég einn og veðurbitinn, gleymi? Á vomótt maítónn dyr míns hjarta slær. Ó, náttgali, eg var eitt sinn þinn líki — og enn ég þögull verð og hverf ég skjótt aftur í hinna ónafngreindu ríki... Hve auðvelt væri að deyja strax í nótt. Höfundurinn, f. 1898, d. 1961, var eitt þekktasta skáld Svia á fyrri hluta aldarinn- FRÍÐA JÓNSDÓTTIR Komdu Komdu með mér þegar tunglið er fullt af ást en jörðin örlítið rök af táram heimsins ef við erum heppin geturðu séð stjömuna þar sem draumar mínir eiga rætur og forlagavefurinn minn er spunninn. Hlustaðu vel, ef þú skilur tóninn í draumórum mínum þá er ég þín. Höfundur er frá Sölvabakka i Húnaþingi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. SEPTEMBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.