Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 10
Hótel Óðal Nýtt hótel Þegar ekið er af Flugveliinum og inn í bæinn á Akureyri, blasir við hús undir brekkunni, sem vekur sérstaka athygli, ekki sízt vegna þess að þar blakta nokkrir erlendir þjóðfánar. Af útliti hússins virðist mega ráða, að þarna hafi eitt af gömlu húsunum í bænum verið gert upp, enda er það svo. Raunar var þetta ekki íbúðarhús, heldur samkomuhús, sem Ungmennafé- lag Akureyrar og templarar á Akureyri byggðu saman 1926. Þá voru fundarsalir í húsinu, auk þess bíósalur á þriðju hæðinni og þar voru haldin böll. Síðar var rekin í húsinu Prent- smiðja Björns Jónssonar í langan á Akure yri tíma og þar var komin önnur prent- smiðja, þegar þau keyptu húsið hjónin Aðalgeir T. Stefánsson og Oddný Ólafsdóttir. Aðalgeir hefur átt heima á Ak- ureyri frá 6 ára aldri; hann er byggingatæknifræðingur og hefur starfað þar sem slíkur, fyrst hjá öðrum, en eftir 1980 hefur hann rekið eigin teiknistofu. Oddný er hinsvegar úr Kópavoginum, en ættuð að vestan. Þau keyptu húsið síðla árs 1987, þá í öðrum til- gangi. Þetta er steinhús og þau byijuðu á því að bæta hæð ofaná það, án þess þó að ætla sér þá að gera úr því hótel. Það var hinsvegar húsið sjálft, svo og staðurinn, sem virtust kalla á hug- myndina um hótel- rekstur. í fyrstu var þeirri hugmynd ýtt til hliðar, því hótelrekst- ur var ekki þeirra fag. Að lokum fór svo, að þessi hugmynd varð Hjónin Oddný Ól- afsdóttir og Aðal- geir T. Stefánsson, byggingatækni- fræðingur, sem eiga og reka hótel- ið. Aðalgeir hefur teiknað breyting- arnar á húsinu og allt sem er inni í því. Matsalurinn tekur 40 manns í sæti ogþar fá gestir morgunverð. Hótel Óðal stendur á fallegum stað undir brekkunni og blasir við þegar ekið er af flugvellinum inn í bæinn. Gestirnir eru flestir erlendir, en innlendir gestir koma einnig. Þessir erlendu gestir eru víða að. Japanir eru lengst að komnir, en svo hafa verið hér Bandaríkjamenn og fólk frá ýmsum Evr- ópulöndum. Við höf- um komið okkur upp allgóðu safni þjóðfána og stundum er tæpast að fánastengurnar séu nógu margar, en við flöggum alltaf fyrir okkar gestum. Það eru alltaf að bætast nýjar þjóðir við; núna drógum við til dæmis Herbergi með útsýni yfir PoIIinn, sjón- varpi, minibar, baði og öryggishólfi. ofaná. Það kostaði algera endur- byggingu að innan, en það voru iíka hæg heimatökin_ fyrir byggin- gatæknifræðinginn. í raun og veru er ekkert gamalt í þessu húsi leng- ur nema útveggirnir. Risið er hátt og íjórir sambyggðir kvistir setja svip á húsið, svo og nokkuð óvenju- leg gluggaskipan: Fjórir gluggar með alllöngu millibili á annarri hæðinni, en fjórir með litlu milli- bili á þriðju hæðinni. Húsið er ein- staklega fallegt í hlutföllum og staðarprýði. Framkvæmdir við breytingar á húsinu hófust 1. ágúst 1990 og tóku rétta 10 mánuði. Herbergin eru 19; þar af eru 17 tveggja manna, en 2 eru eins manns. Að auki er lítill veitingasalur, sem tek- ur 40 manns í sæti og þar fá gest- ir morgunverð. Herbergin eru einstaklega vel búin með sjónvarpi og útvarpi, baðherbergi, minibar og öryggis- hólfi. Rúmin eru sérstaklega gerð hótelrúm, sem erlendis er grund- vallaratriði, þegar hótelum eru gefnar stjörnur. Diskur er fyrir móttöku á erlendu sjónvarpsefni. Áherzla var lögð á hljóðeinangrun og til þess að ná sem beztum árangri, voru hurðir hafðar gegnheilar. Útsýnið er eins og nærri má geta mjög fallegt yfir Pollinn, Vaðlaheiðina og inn yfír bæinn. Markaðssetning hófst í fyrra- sumar, en sjálf hótelstarfsemin hófst 30. mai í vor. Það var engin opnun með pompi og pragt, segir Aðalgeir, „enda vildum við frekar skapa okkur orðstír í rólegheitum. upp í fyrsta sinni finnska fánann. Við höfum verið alveg laus við vandræði og umhverfið er hljótt, enda er Pollurinn hér fýrir framan, en birkigróin brekkan að baki. Og innanhúss hefur tekizt vel til með hljóðeinangrun. Við viljum halda uppi háum staðli og fínnum að gestirnir eru ánægðir með það. Vandamálið er veturinn eins og löngum áður í þessari starfsemi og einhver ráð verður að finna til þess að lengja þetta hefðbundna tímabil. Við er- um að ræða það við erlenda aðila að fá hingað fólk að vetrarlagi. Bókanir eru nú þegar farnar að koma fyrir næsta sumar. En svo gerist það líka, að menn koma bara án þess að eiga pantað og spyrja hvort hægt sé að fá gist- ingu; það eru reyndar bæði útlend- ingar og íslendingar. Brúðhjón hafa líka talsvert sózt eftir því að dvelja hér á brúðkaupsnóttina og hótelið hefur þá sína aðferð til að taka á móti þeim. Það er alveg ljóst að hótelrekst- ur tekur allan manns tíma, eða næstum því. Ég er þó ekki alveg hættur að teikna hús. Gangi þessi rekstur bærilega, þá eigum við lóð hérna við hliðina og ef ástæða þykir til, þá mætti hugsanlega bæta við hótelið", sagði Aðalgeir. Þá er eftir að geta um verðið á þessu nýja og ágæta hóteli, sem blaðamaður getur algerlega mælt með eftir eina gistinótt þar. Vetr- ar verðið á tveggja manna her- bergi er kr 7.500, en 5.900 á éins manns herbergi. Tveggja manna viðhafnarherbefgi kostar 9.000 og morgunverðurinn er á kr. 800, afar fjölbreyttur og vel úti látinn. GS. „1992 — Viðburðaríkt ferðaár í Evrópu“ eftir Þórð Jóhanns- son Næsta ár verður án efa stórt ár í ferðamannaþjónustu Evrópu, sér- staklega í Frakklandi og á Spáni, en þessi tvö lönd vonast til að fá samarilagt um 33 milljónir ferða- manna til sín, vegna komandi Ólympíujeika og opnunar Euro- disney næsta ár. 1992 verður ár Ólympíuleik- anna, og vonast Frakkland til að fá um 1,5 milljónir ferðamanna á vetrarólympíuleikana í Savoie-hér- aði, í nálægð við hinn vinsæla skíð- astað Albertsville, og seinna um sumarið verður það Barcelona á Spáni, sem dregur að sér ferða- menn þá 16 daga sem sumarleik- arnir fara fram, í júlí og ágúst. En það eru fleiri stórir viðburðir sem eiga sér stað næsta sumar í Suður-Evrópu. Aðeins sunnar við Barcelona, í borginni Seville, von- ast skipuleggjendur EXPO ’92 til að fá um 20 milljónir ferðamanna á þeim sex mánuðum sem heims- sýningin stendur, en hún verður opnuð 22. apríl. Og er þá eitt aðalævintýrið ónefnt, en 12. apríl kl. 12.00 opnar Walt Disney-fyrirtækið sinn fjórða skemmtigarð, en hinir eru í Flórída, Japan og Kaliforníu. Þessi nýi æv- intýra- og skemmtigarður slær allt út sem Walt Disney-fyrirtækið hef- ur gert á þessu sviði. Skemmtisvæði þetta heitir Euro- disney og er áætlað að um 11 millj- ónir gesta komi fyrsta árið. Garður- inn er staðsettur um einnar klst. akstur frá París, á svæði sem heit- ir Marne la Vallee. Eurodisney er þess vegna sá eini ' af þessum fjórum viðburðum, sem kemur til með að vera til lang- frama, enda er það áætlun Walt Disney-fyrirtækisins, að Eurodisn- ey verði aðalskemmtigarður Evr- ópu vel fram á næstu öld, og er reiknað með að árið 2020 verði um 33.000 starfsmenn 'Sem vinni ein- göngu við skemmtigarðinn og tug- ir milljóna gesta sem komi árlega, enda var staðsetning Eurodisney hugsuð sem miðja Evrópu, enda afar stutt til fiestra Evrópuland- anna, s.s. Þýskalands, Spánar, It- alíu og annarra landa, og fyrir íbúa margra þessara landa getur það verið sunnudagsbíltúr að skreppa til Eurodisney í framtíðinni. Eurodisney mun hafa nokkur þúsund hótelherbergi, tugi veiting- astaða, ásamt öllu því sem ferða- mannaþjónustu og skemmtigarðs- rekstri fylgir. Allar samgöngur til og frá Par- ís, ásamt öðrum stórborgum og hraðbrautum í nágrenni Eurodi- sney, er nú verið að endurskipu- leggja enda æðið verk að koma allri þessari umferð sem áætluð er í gott horf. Það verður án efa erfitt fyrir mörg hótel og aðra ferðamanna- þjónustu í útjaðri Parísar að halda í sína gesti og markaði, þar sem Eurodisney kemur til með að bjóða upp á alla mögulega verðflokka á hótelum og þjónustu, enda hefur framkvæmdum Eurodisney verið mótmælt af mörgum aðilum í Frakklandi, þar sem þeir telja að viðskipti í nálægð Eurodisney líði vegna þessara miklu breytinga sem eru í vændum. Stjórnendur funda- og ráð- stefnuhótela í París hafa sérstak- lega miklar áhyggur af að við- skipti þeirra færist út til Eurodi- sney er framkvæmdum hefur verið lokið. Viðburðir sem Ólympíuleikar, eins og í Barcelona næsta sumar, skapa einnig visst hættuástand, vegna skorts á gistirými og ýmissi Ævintýraheimur Disney. annarri þjónustu, því ekki er hægt að byggja og byggja, og Iáta svo hótel standa auð eftir að leikum lýkur. Til að fyrir- byggja slíkt vandamál hafa fram- kvæmdaaðilar í Barcelona tekið á ieigu 6 skemmtiferðaskip sem eiga að þjóna sem hótel, á meðan á leikunum stendur. En hvað sem öllu líður varð- andi framkvæmdir og skipulag, verður árið 1992 án efa eitt mesta ferðaár Evrópu og víst er að Eurodisney á eftir að hafa mikil áhrif á ferðamynstur Evrópubúa í framtíðinni, og ekki nema nokkrir mánuðir þangað til ís- lendingar geta skroppið í helgar- ferð til Eurodisney við París. Þ.J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.