Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 12
 ! j i i i Ný Toyota CoroIIa. Söluhæsta bíl heimsins hefur lítillega verið breytt í þá veru, að línur eru ávalari og lengra er milli hjóla en áður.Hægt verður að fá hann með loftpúða, sem venjulega fæst aðeins með dýrum bílum. Volkswagen Golf í nýjum búningi, sem einkenist af ögn mýkri línum, en meginútlitinu hefur verið haldið. Þeir söluhæstu í nýjum búningi BÍLASALA í HEIMINUM 1990 Seldir bílar 1. Toyota Corolla...... 1.148.490 2. Volkswagen Golf/Jetta 1.117.568 3. Ford Escort/Orion..... 858.303 4. Fiat Uno.............. 629.930 5. Honda Accord ......... 622.063 6. Ford Fiesta.............618.486 7. Opel Kadett/Astra..... 570.256 8. HondaCivic........... 534.672 9. Mazda 323 ............ 481.913 10. Toyota Camry ........ 439.745 11. Renault 19/Chamade ....415.622 12. Volkswagen Passat.... 393.222 13. Chevrolet Cavalier... 360.769 14. Opel Corsa........... 349.712 15. Ford Taurus ......... 329.852 16. FiatTipo............. 329.325 17. Renault 5 ........... 325.263 18. OpelVectra ...........313.847 19. Mercedes W 124 ...... 304.722 20. FiatPanda............ 270.338 Þessi listi birtist í þýzka bílablaðinu Auto Motor und Sport. Tekið var fram, að ekki hefðu fengist neinar tölur frá Nissan, sem er mjög stór framleiðandi og hefði áreiðanlega komizt á blað, ekki sízt með Nissan Sunny. g. Eins og fram kemur annarsstaðar eru Toy- ota Corolla og Voikswagen Golf/Jetta sölu,- hæstu bílar heimsins og hafa verulega yfir- burði. Þeir eru báðir á viðráðanlegu verði fyrir mikinn fjölda bílkaupenda og hafa margt til síns ágætis, ekki sízt að vera mjög áreiðanlegir og öruggir og lausir við bilanir. Báðir hafa farið varlega í hönnun, forðast alla „stæla“ og tízkusveiflur að öðru leyti en því, að samkvæmt kröfum tímans eru þeir nú með ívið mýkri línur en áður. Það er athyglisvert, að forráðamönnum hjá Volkswagen og Toyota hefur ekki þótt ástæða til að gera alvarlega uppskurð á útlitinu; þvert á móti er allt gert til þess að báðir bílarnir haidi þeim megineinkenn- um, sem þeir höfðu áður. Og eins og áður er það Volkswagen Golf, sem hefur ákveðn- ari sérkenni, sem þekkjast auðveldlega. Hjá Toyota hefur lítil áherzla verið lögð á slík sérkenni, en salan gefur til kynna að kaup- endurnir kunni vel við útlit, sem fellur sam- an við fjöldann og sker sig ekki úr. Sérfræð- ingar erlendu bílablaðanna þykjast þó sjá á nýju Corollunni nokkur skyldleikamerki við lúxusbílinn Lexus. Þetta er sjöunda breyt- ingin á Corollunni, eða sjöunda „kynslóðin" eins og sagt er. Hinsvegar er þetta aðeins þriðja „kynslóð" af Volkswagen Golf. Af honum verða á boðstólum 8 mismunandi gerðir, svo helmingi munar á verði í Þýzka- landi frá ódýrustu gerðinni, 60 hestafla og dýrustu gerðinni, sem verður með 6 strokka vél, 174 hestafla. Þessi kynning er aðeins til bráðabirgða; báðir verða þessir bílar kynntir rækilega þegar tækifæri gefst til að reyna þá. ' GS. Volkswagen Golf Mælaborð og stýri í nýja Golfinum. Toyota CoroIIa Mælaborð og stýri í nýja Toyota Co- rolla-bílnum. Nýr smábíll: Peugeot 106 Nýr bíll frá Peugeot, 106, var frum- sýndur á bílasýningunni í Frankfurt en hann er í smábílaflokknum, framdrif- inn, fimm manna bíll boðinn með fjórum vélarstærðum, 45 til 100 hestöfl. Þetta er fimmti bíllinn í Peugeot fjölskyld- unni eins og hún lítur út í dag og ráð- gera verksmiðjurnar að framleiða um 300 þúsund bíla af hinni nýju gerð á næsta ári. Hingað til lands kemur hann vart fyrr en liðið er á næsta ár. meðal staðalbúnaðar í miðgerðunum. Bíll- inn er 3,56 m langur og þar sem hjólhafið er allangt er farþegarýmið þokkalega gott. Peugeot verksmiðjurnar hafa lagt í 4,4 milljarða franka fjárfestingu við undirbún- ing þessarar framleiðslu og áður en 106 var settur á markað hafði hann verið þraut- reyndur, honum ekið um fjóra milljón km. jt Innanrými er gott í þessum nýja smábíl frá Peugeot. Peugeot 106 er fimmti og nýjasti fjöl- skyldumeðlimuriim frá Peugeot. Með 106 gerðínni styrkir Peugeot stöðu sína í smábílaflokknum og telja forráðamenn verksmiðj- anna að pláss sé fyrir tvo Peugeot bíla í þeim flokki enda er þriðjungur skráðra bíla í Evrópu í flokki smábíla. Peugeot 106 er fáanlegur með fjórum vélarstærðum, 950 til 1360 rúmsehtimetra og 45, 60, 75 og 100 hestöfl. Hámarkshraði þeirra er frá 145 km og upp í 190 km og er búnað- urinn nokkuð misjafn eftir gerðum en raf- drifnar læsingar, speglastillingar, lagnir fyrir útvarp og hátalarar og fleira eru VINSÆLDA- LISTINN 1. TOYOTA COROLLA Með tæplega 1.2 milljón eintök er hann söluhæsti bíll í heiminum. 2. VOLKSWAGEN GOLF/JETTA Söluhæstur bíla í Þýzkalandi og með þeim mest seldu víða í Evrópu. 3.FORD ESCORT/ORION Hefur fengið nýtt útlit. Selst vel í öllum heimsálfum. 4.FIAT UNO Mest munar um söluna á heimamark- aði. 5. HONDA ACCORD Söluhæsti bíll í Bandaríkjunum, en vinsæll í Evrópu einnig. 6. FORD FIESTA Býr við mestar vinsældir allra kmá- bíla. 7. OPEL KADETT/ASTRA Markaðurinn fyrir hann var svo til eingöngu í Evrópu. 8. HONDA CIVIC. Helmingur framleiðslunnar seldist í Norður-Ameríku. 9. MAZDA 323 Jafn mikil sala í Evrópu og Banda- ríkjunum. ÍO.TOYOTA CAMRY Kemur í nýjum búningi í haust, en verður líka dýrari. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.