Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 3
T-ggBjTg 'II ® H @ S! 0 S E B [H g] [U @ © Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Eftirtvo daga, mánudaginn 30.sept. verður óperan Töfraflautan eftir Mozart frumflutt í íslenzku Óperunni. Þennan dag eru einmitt uppá dag liðin 200 ár frá fyrsta flutningi Töfraflautunnar. Forsíðumyndin er af þessu tilefni og á henni eru söngkonurnar Signý Sæmundsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir og Alina Dubik í hlutverkum sínum sem fyrsta, önnur og þriðja dama. Ljósmynd Lesbók/Þorkell. Skagen heitir nyrsti oddi Danmerkur og þaðan hafa menn löngum stundað sjóinn. En á meðal sjómanna sett- ust þar að á síðustu öld nokkrir ágætir málarar, sem nefndir hafa verið Skagen-málaramir og eru í miklum metum. Nú hefur Asgeir Hvítaskáld ver- ið á ferðinni á Skagen og segir frá þessum málur- um og umhverfinu, sem þeir máluðu. IMútíminn ætti að kunna að metatónlist Jóns Leifs, því hún vísaði til framtíðarinnar, gagnstætt verkum íslenzkra tónskálda á sama tíma, sem höfðu vísun til fortíðarinnar, segir Atli Heimir tónskáld í síðari hluta greinar um Jón Leifs, þar sem hann m.a.ber þá saman, Pál ísólfsson óg Jón, sem hann segir hafa eldað grátt silfur, tónlistinni til ógagns. Ferðablaðið verður hér eftir ekki í Lesbókinni, heldur á öðrum stað í Morgunblaðinu. í þessu síðasta Ferðablaði Lesbókar er hugað að ferðum allar götur austur í Himalayafjöll og sagt frá Hótel Óðali á Akur- eyri, nýju og bráðfallegu hóteli nálægt gömlu Akureyri. ÖRN ARNARSON Amma kvað Ekki gráta, unginn minn, amma kveður við drenginn sinn. GuIIinhærðan glókoll þinn geymdu í faðmi mínum, elsku litli Ijúfurinn, líkur afa sínum. Afi þinn á Barði bjó, bændaprýði, ríkur nóg. Við mér ungri heimur hló; ég hrasaði fyrr en varði. Ætli ég muni ekki þó árið mitt á Barði? Man ég víst, hve hlýtt hann hló, hversu augað geislum sló og hve brosið bað og dró, blendin svör og fyndin. Ég lézt ei vita, en vissi þó, að vofði yfir mér syndin. Dýrt varð mér það eina ár. Afi þinn er löngu nár. ÖII mín bros og öll mín tár eru þaðan runnin, gleðin ljúf og sorgin sár af sama toga spunnin. Elsku litli Ijúfur minn, leiki við þig heimurinn. Ástin.gefi þér ylinn sinn, þótt einhver fyrir það lfði. Vertu eins og afi þinn allra bænda prýði. Örn Arnarson hét raunar Magnús Stefánsson, en orti undir þessu skáldanafni. Hann fæddist í Kverkártungu á Langanes- ströndum 1884 og lézt í Hafnarfirði 1942. Þar átti hann lengst af heima eftir 1919, stundaði verzlunarstörf og ýmsa erfiðis- vinnu. Ljóðabók hans, lllgresi, kom út 1924. AF GLÆPUM Eins og allir vita er sú tíð löngu liðin að íslending- ar þurfi að burðast með samvisku — og þar með samviskukvalir — og er það vel. Allt slíkt hefur ákveðið vikublað tekið að sér svo úr hefur orðið eins konar hópsamviska, sem blaðamenn þessa umrædda blaðs hafa hannað fyrir aila þjóðarsálina sem heild. Þessa samvisku verður síðan að endurnýja vikulega og með nýjum dæmum og má það vekja furðu hversu greiðlega gengur jafnan að finna ný dæmi um ógeðslegt athæfi þessarar þjóð- ar. Ég tek það skýrt fram að ég fylgist grannt með afhjúpunum þessa blaðs enda ekki ónýtt fyrir láglaunaskrilinn að lesa um glæpi ráðamanna þjóðarinnar og helstu auðjöfra. Það er líka alveg augljóst að stór- lega dregur úr sálarangist alþýðunnar, þeg- ar henni verður eitthvað á sem oft vill verða, er hún sér að hún kemst í glæpa- hneigð aldrei með tærnar þar sem forrétt- indastéttin og fína fólkið hefur hælana. Fyrir nokkrum vikum keypti ég mér viku- blaðið sem um er rætt og mér til allmikillar gleði sá ég að líklega yrði ég ekki fyrir vonbrigðum. Yftr mestalla forsíðuna glennti sig vikuskandallinn: „Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri Seðlbanka íslands lét Seðlabankann kaupa heilan dal þar sem hann hafði verið í sveit.“ Fyrirsögninni fylgdi síðan mynd af krimmanum sem raun- ar var alveg sérstaklega lítið glæpamanns- legu.r miðað við svo hroðalegt athæfi. Almáttugur, hugsaði ég með mér, er þess- um árans mönnum bara ekkert heilagt? Svo hóf ég lesturinn, þess reiðubúinn að stökka upp á nef mér, gnísta síðan tönnum og froðufella loks af bræði vegna þeirrar mann- vonsku sem rúmast gæti í einum aðstoðar- bankastjóra sem þó hefði verið í sveit sem drengur en það vita allir heilvita menn að slík sveitardvöl er alltaf mjög mannvonsku- letjandi. Gallinn var bara sá að reiðin lét á sér standa; ég fann bara ekki neinn almenni- legan glæp. Inntak fréttarinnar var að að Seðlabankinn hefði keypt mestalla jörðina Holt á Síðu, látið girða og hygðist nú stofna til skógræktar á svæðinu og láta starfs- mönnum bankans í té. Fátt veit ég hryllilegara en það að borga 170 krónur fyrir það eitt að fá að lesa um óhæfuverk ráðamanna þjóðarinnar og sitja síðan sallarólegur yfir lestrinum eins og ekkert hafi í skorist. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég væri orðinn ónæmur fyr- ir afbrotum eftir rúmlega fjögurra áratuga dvöl í lastabælinu meðal misindismanna. Samt gafst ég ekki upp; mér fannst sem ég yrði að réttlæta sóunina enda eru 170 krónur talsveit fé. Það hlaut bara að vera eitthvað athugavert við þennan Björn Tryggvason og seðlabankan hans. Og vita- skuld skaut ýmsum spurningum upp í hug- ann. Var það t.d. eðlilegt að drengurinn Björn Tryggvason færi í sveit? Auðvitað gat hann verið heima hjá sér og liðsinnt foreldrum sínum, farið í sendiferðir, sópað gólfin, reytt arfann úr kartöflubeðinu og hellt úr rusla- fötunni. Samt sem áður getur sveitadvöl vart talist til glæpa. Þá vaknar sú spurning hvort eðlilegt geti talist að drengur sem hefur notið sveitar- dvalar verði bankastjóri. Þetta er vitaskuld svo djúpvitur spuming að ég kann ekkert annað svar við henni en það að mér þykir augljóst að manni, sem hefur verið í sveit á Síðunni, hljóti að leiðast alveg óskaplega lokuðum inni í seðlabanka, og það er náttúr- lega ekki gott — en varla glæpur. Og fleiri spurningar blasa við ef maður setur sig í rannsóknarstellingar. Er það t.d. réttlætanlegt að hefja skógrækt að Holti á Síðu? Blaðamaðurinn hafði talað við bónd- ann á Hunkubökkum í sömu sveit og hafði hann þungar áhyggjur af holdafari fjárins síns eftir girðingaræði seðlabankastjóra. Slíkt er auðvitað skiljanlegt í ljósi þess að enn þykir það allmikill fegurðarauki á sauðfé að hafa stóra ístru, lafandi bijóst og læra- poka feiknarlega. Má raunar fullyrða að það sé nóg álag á blessaðar skepnurnar að eiga heima á bæ sem ber svo skrýtið nafn sem Hunkubakkar þótt ekki bætist við hungur- verkir og garnagaul. En satt að segja hélt ég í fávísi rninni að almennt væri enn stefnt að fækkun sauðfjár í lan^inu og aukin skóg- rækt teldist til þjóðþrifamála — en líklega á það ekki við um Síðuna. Sumum kann að finnast sem starfsmönn- um Seðlabankans sé fjaridans nær að rækta svolítið fleiri seðla en tré en mér skilst að einhver hængur sé á því ráði. Og enn hrönnuðustu spurningarnar upp. í máli blaðamannsins kom það skýrt fram að Siggeir bóndi að Holti á Síðu hefði nú brugðið búi og flust til Reykjavíkur. Og því má spyrja: Er það eðlilegt að aldraður bóndi austan úr Síðu setjist að í Reykjavík að loknu lífsstarfi? Kannski ekki. Allir vita að Reykjavík er ekki hentugur staður fyrir gamalt fólk. I Reykjavík þykir það einmitt mikil kurteisi að beija gamalt fólk og ræna. Raunar er nokkur spurning orðin hvort ekki eigi að banna öldruðu fólki að setjast að á mölinni — og líklega börnum líka ef út í það er farið. Sennilega fer best um Siggeir bónda heima á Síðunni þar sem enn er til fólk sem ekki telur það skyldu sína að ráð- ast að gömlu fólki. En hvað um það; varla er það þó enn glæpur að fólk taki sig upp og setjist þar að sem því sýnist. Eins og lesendur þess Rabbs sjá í hendi sér gerði ég ítrekaðar tilraunir til að fá ein- hver óhæfuverk fyrir mínar 170 krónur. Og viti menn; engum er alls varnað. Allt í einu sá ég glæpinn! Fram kom í greininni að bóndinn Siggeir hefði selt mestalla óðalsjörð sína fyrir 4,2 milljónir króna og nú fór ég skyndilega að sjá óvætti í hveiju horni. Hvað skyldu þá allar jarðir á Suðurlandi kosta, allt Suður- landsundirlendið? Reikningsdæmið var heldur ískyggilegt. Mér telst til að allt Suðausturundirlendið sé hreint ekki miklu meira virði en blaðra sú sem hefur verið tyllt upp á hitaveitutank- ana á Öskjuhlíð og menn kalla „Perlu“ henni til háðungar. Arkítekt þeirrar byggingar gæti án efa keypt alla Síðuna fyrir það fé sem hann þá.fyrir teikningarnar og verk- fræðingurinn alla Vestur-Skaftafellssýslu fyrir sína þóknun. Þetta er glæpur! Og þannig lauk við’ureign minni við skandalagreinina að allir máttu vel við una. Blaðið seldi sig og ég fann glæp sem mér finnst alveg 170 króna virði og hélt mér gangandi næstu vikur þar til næsta hneyksli reið yfir — en það er nú önnur saga ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. SEPTEMBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.