Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Page 4
Uppruni hugmynda í
ljóðum Steins Steinars
i.
teinn fæddist 1908 og var alinn npp af vandalaus-
um í Saurbæ í Dalasýslu. Óhætt er áð fullyrða
að uppeldisskilyrði drengsins hafi verið honum
óhagstæð: Stjúpfaðir hans var duglegur en harð-
ur verkmaður og gerði kröfur til sjálfs sín og
Megintilgangur þessarar
greinar er að sýna fram á
að skáldið Steinn Stein-
arr hafí verið menntaðri
og þekkt betur til bók-
mennta og menningar
meginlandsins en margur
hyggur. Sé þetta tilfellið,
hlýtur hlutverk hans sem
föður atómskáldakyn-
slóðarinnar að vera skilj-
anlegra og ásættanlegra
en ella.
annarra um dugnað í starfi. Drengurinn
Aðalsteinn var vinnufælinn og kom sér und-
an verki ef kostur var. Stolnar stundir fóru
í lestur. Þótt uppeldi Steins beri lítinn keim
af æðri .menningu og bóklestri er samt
hægt að benda á fáeinar staðreyndir sem
hafa beint huga hans að ljóðlist.
Seinasta vetúrinn, sem Steinn gekk í
barnaskóla, kenndi Jóhannes úr Kötlum
honum. Hann hefur fullyrt að Steinn hafi
á þessum tíma verið farinn að yrkja en
skáldahæfileikar drengsins hafi samt sem
áður verið véfengjanlegir. Jóhannes gagn-
rýndi Ijóðagerð Steins og má vera að hann
hafi með því hjálpað drengnum að ávinna
sér_ sjálfsgagnrýni.
Árið 1919 flutti Stefán frá Hvítadal vest-
ur í Dali. Hann hafði búið í Noregi nokkrum
árum áður. Steinn kynntist Stefáni vel og
var undir sterkum áhrifum frá honum, frek-
ar þó heimsmanninum en skáldinu.
Drengurinn las ákaft. Hann fékk léðar
bækur frá fólki í sveitinni. Það er hægt að
gera sér grófa grein fyrir því hvað hann
las,_aðallega voru það íslenskar þjóðsögur
og íslendingasögur.
Á þessum tíma, upp úr 1920, voru gefin
út allmörg tímarit á íslandi. A.m.k. eitt
þeirra, Vörður, var keypt í áskrift í Saurbæ.
Steinn viðurkenndi það seinna að þetta tíma-
rit hefði vakið hjá sér þrá til að fara burt.
(Á þeim tíma sem Kristján Albertsson rit-
stýrði Verði skar það sig frá öðrum tímarit-
um, ljósmyndir voru þar miklu fleiri.)
Veturinn 1925—26 var Steinn nemandi
við héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði sem
þá var frábær skóli. Skólastjórnin lagði sig
fram um að fylgjast með nýjustu straumum
í mennta- og kennslumálum erlendis. T.a.m.
hafði einn kennarinn farið til meginlandsins
árið áður — heimsótt Noreg, Danmörku,
Svíþjóð og Finnland — gagngert til að kynna
sér menntamál í þessum löndum.
Af ofansögðú er réttmætt að álykta að
Steinn hafí orðið fyrir menntandi áhrifum
í æsku þrátt fyrir tiltölulega menningar-
snautt uppeldi. Áhrifin hafa borist frá ein-
stökum mönnum sem báru með sér blæ
framandi heima. Einnig má ætla að skóla-
ganga piltsins, þótt stutt væri, hafí verið
afdrifarík í þessu tilliti.
Eftir INGA BOGA
BOGASON
II.
í þessum kafla skal vikið að því hvernig
ákveðin hugmyndaáhrif, sem Steinn varð
fyrir ungur, hafa gegnsýrt ljóðagerð hans
alla tíð.
Sú spurning hefur leitað á marga að hve
miklu leyti Steinn hafi lesið erlendar bók-
menntir. Vangavelturnar hafa leitt menn til
að draga tvenns konar gagnstæðar ályktan-
ir. Sumir fullyrða að vitsmunaleg yfirborðs-
mennska hafí einkennt Stein og skáldskap
hans. í þessu viðhorfi felst að Steinn hafi
þóst hafa lesið og vitað meira en raunin
var. Samkvæmt þessu hlýtur skáldskapur
Steins að þykja léttvægur, í versta falli sam-
safn af klisjum. Aðrir fullyrða gagnrýnis-
Iaust að Steinn hafi verið vel kunnugur er-
lendri samtímaljóðagerð og hann hafi lesið
skáldskap stórskálda á frummálinu.
Lítum fyrst á fyrra viðhorfið sem Iætur
í veðri vaka að Steinn hafi verið tilgerðar-
skáld. Vissulega eru staðfest tilvik um
hversdagslega hegðun Steins sem styðja
þetta viðhorf. Lítið dæmi sýnir þetta einna
best. Eitt sinn var Steinn staddur á kaffi-
húsi með kunningjum sínum og þráttaði við
þá um tiltekið umræðuefni. Samkvæmt
heimildarmanni einum virtist vera tekið að
halla undan fæti í rökfærslu skáldsins.
Skyndilega stóð Steinn á fætur og benti
heimildarmanni að koma með sér út. Þeir
fóru út í næstu bókabúð og þar blaðaði
Steinn fáeinar mínútur í bók um þetta til-
tekna umræðuefni, hvarf síðan aftur inn á
kaffihúsið. Hann tók upp þráðinn, hélt
áfram að rökræða við kunningjana og gekk
betur í kappræðunni. Hér er um að ræða
öfgakennt dæmi um hegðun Steins. Slík
tilvik kunna að hafa leitt kunningja hans
og aðra sem stóðu honum nærri, til að draga
öfgakenndar og jafnvel rangar ályktanir um
skáldahæfileika hans. Jón Óskar lætur t.d.
oft í veðri vaka í endurminningabókum sín-
um að Steinn hafi verið yfirborðskenndur —
hann hafi gripið hver tækifæri til að sýna
meiri þekkingu en hann bjó yfir.
Af íslenskum fræðimönnum er það Krist-
ján Karlsson sem hefur gert alvarlegustu
tilraunina til að útskýra heimspekina í skáld-
skap Steins. Kristján fullyrðir að heimspeki
Steins eigi sér ekki stoð í menningarlegri
hefð eða ákveðnu hugmyndakerfi. Meginn-
iðurstaða hans er sú að heimspeki Steins
sé heimatilbúin og að ljóðiist hans beri frem-
ur tilfinningalega en vitsmunalega drætti.
Seinna viðhorfinu, sem felur í sér að
Steinn hafi þekkt til í erlendri samtímaljóðl-
ist og heimspeki, er aðallega haldið fram
af erlendum bókmenntafræðingum. í erlend-
um útgáfum á verkum Steins er greinileg
tilhneiging til að tengja meginhugmyndir
hans við ákveðna alþjóðlega móderníska
bókmenntastrauma og einstök skáld. Hér á
ég við útgáfur á verkum Steins sem þessir
hafa annast: Poul P.M. Pedersen, Ivar Org-
land, Maj-Lis Holmberg, Regis Boyer og
Gert Kreutzer. Þessir fræðimenn nefna að
eftirtalin skáld hafi hugsanlega haft áhrif
á skáldskap Steins: Hamsun, Hemingway,
Joyce, Auden, Sandburg, Pound, Eliot,
Yeats, Eluard, Garcia-Lorca, Lindegren,
Lundkvist, Martinson, Bull, Diktonius, Söd-
ergran og Obstfelder.
Það er sannleikanum samkvæmt að
Steinn lét í ljós álit sitt á flestum þessara
skálda sem að ofan eru nefnd. Hitt er vara-
samt að álykta að hann hafi þar með verið
undir áhrifum af skáldskap þeirra, beint eða
óbeint. Raunar liggur slík fullyrðing utan
ramma þess að vera annaðhvort sannfær-
ahdi eða ósannfærandi, einfaldlega vegna
þeses að erlend skáld, sem Steinn lét í ljós
álit sitt á, hvort sem er í skrifuðu eða
mæltu máli, eru ekki 17 heldur að minnsta
kosti 50! Skáld geta látið í ljós hrifningu
eða vanþóknun á skáldskap annarra án
þess að slíkt segi nokkurn skapaðan hlut.
I tilfelli Steins verður að sýna sérstaka
gætni vegna þess að fullyrðingar hans voru
gjarnan þverstæðukenndar og misvísandi.
Vilji fræðimenn athuga hugsanleg líkindi
eða hugmyndavensl mílli Ijóða Steins og
erlendra skálda þyrfti að fara fram nákvæm
rannsókn á ljóðum þessara 50 skálda og
bera þau saman við Ijóð Steins. Sveinn
Skorri Höskuldsson hefur í ritgerð sinni
„Þegar tíminn og vatnið varð til” búið til
eftirtektarvert módel fyrir slíka rannsókn.
Hann hefur sýnt fram á að meðan Steinn
vann við Tímann og vatnið hafi „Eyðiland-
ið” eftir T.S. Eliot verið honum ofarlega í
huga.
Ymis atriði benda til að Steinn hafi fyrst
kynnst flestum stórvirkjum módemismans
eftir að Ruuður loginn brann kom út. Skáld
eins og Eliot, Eluard og Joyce hafa því skipt
skáldskap hans litlu máli fyrr en með Tíman-
um og vatninu. Samt sem áður orti Steinn
á yngri árum sínum ljóð sem túlka má sem
módernísk. Sannanlega fékk hann léða
móderníska þætti hjá öðrum norrænum
skáldum, sem aftur höfðu orðið fyrir áhrif-
um frá enskum, frönskum og þýskum ex-
pressjónistum og súrrealistum. Skáld eins
og Harry Martinson og Edith Södergran
skipta greinilega miklu máli í þessu sam-
hengi. Magnús Ásgeirsson skáld og þýðandi
var góður vinur Steins og lærifaðir. Hjá
Magnúsi lærði Sveinn að meta skáld eins
og Johannes V. Jensen og Artur Lundkvist.
Meðal íslenskra skálda sem höfðu áhrif á
ljóðagerð Steins eru Jóhann Sigurjónsson
og Jóhann Jónsson. Báðir bjuggu á megin-
landi Evrópu á fyrri hluta aldarinnar og
ortu expressjónísk og „eskatólogísk” ljóð.
Þótt Steinn hafi á yngri árum kynnst
verkum þessara skálda sýnast mér slík
tengsl vera ófullnægjandi skýring á frum-
leikanum í ljóðum hans. Textasamanburður
af þessu tagi getur líka auðveldlega leitt
rannsakandann á glapstigu. Önnur aðferð
sýnist mér vænlegri til að varpa ljósi á hug-
myndalegar forsendur í skáldskap Steins,
sem felur í sér að athuga það menningar-
lega andrúmsloft sem hann hrærðist í árin
áður en fyrstu bækur hans tóku að koma
út. Spyija há hvort Steinn hafi komist í
kynni við sérstaka hugmyndafræði kringum
1930. Svarið er jákvætt. Sannanlega er um
að ræða þrenns konar ólík áhrif sem hann
verður fyrir á þessum tíma: Kaþólsku, kom-
múnisma og níhílisma. Þessar mótsagna-
kenndu stefnur sameinast í kvæðum Steins
og leika stórt hlutverk í einstæðri ljóðagerð
hans.
III.
Kaþólski söfnuðurinn var virkur í starf-
semi sinni á íslandi á þriðja áratuginum.
Kaþólskir notuðu nútímalega ljölmiðla þess
tíma, bækur og tímarit, til að útbreiða boð-
skap sinn.
Kaþólski biskupinn á þessum tíma, Hol-
lendingur að nafni Martin Meulenberg, var
víðsýnn bókmenntamaður sem hvatti ungt
fólk til að lesa og fræðast. Hann hafði dá-
læti á forníslenskum bókmenntum, ekki síst
vegna þess að þær voru hluti af kaþólskri
fommenningu Islendinga. Sömuleiðis hélt
biskupinn á lofti bókum eftir Sigrid Und-
set, Johannes Jörgensen, Matthías Jochums-
son og Stefán frá Hvítadal.
Tvö íslensk samtímaskáld, Halldór Lax-
ness og Stefán frá Hyítadal, voru í miklu
uppáhaldi hjá Steini. Árið 1923 snerist
Halldór til kaþólskrar trúar og tveimur árum
seinna var trúvarnarrit hans, Kaþólsk við-
horf, gefíð út. Árið 1924 var Stefán frá
Hvítadal fermdur til kaþólskrar trúar.
Haustið 1926 fluttist Steinn til Reykjavík-
ur eftir að hafa verið vinnumaður hjá Stef-
áni frá Hvítadal. Á átjánda afmælisdegi sín-
um, 13. október sama ár, var Steinn skráð-
ur í kaþólsku kirkjuna. Þremur árum síðar
gekkst Steinn undir kaþólska fermingu en
skömmu síðar var honum vísað úr samfé-
lagi kaþólskra vegna siðferðilegra brota.
Steinn var undir handaijaðri kaþólskra í
þijú ár. Þessari staðreynd hafa bókmennta-
fræðingar ótrúlega lítinn gaum gefið gegn-
um árin. Þetta tímabil í ævi Steins er eigi
að síður afar áhugavert þegar spurt er um
hugsanlegt listrænt uppeldi hans. Lítið er
vitað um trúarlegar hugmyndir Steins, bæði
á þessum tíma og síðar. Hins vegar eru
fáein ljóð hans mörkuð dráttum trúar og
afneitunar og rekja líklega uppruna sinn til
þessa tímabils í ævi hans. Þótt trúarleg
minni séu ekki mörg í ljóðum Steins eru
þau samt mikilvæg. Dæmi um ljóð af þessu
tagi eru „Kvæði um Krist” (frumbirt 1935),
„Passíusálmur nr. 51” (frumbirt 1946) og
níunda Ijóðið í annarri útgáfu á „Tímanum
og vatninu” (frumbirt 1956).
Gera verður ráð fyrir því að Steinn hafi
verið virkur kaþólikki. Brotthvarfið frá kaþ-
ólskum hefur verið fyrsta en ekki síðasta
hugmyndafræðilega skipbrot hans. Það er
því freistandi að líta á kaþólska tímabilið
sem mikilvægt skref í áttina að allsheijar
afneitun á frumspekilegum gildum í ljóða-
gerð hans, afneitun sem einmitt er megin-
einkenni á Ijóðum Steins.
IV.
Eftir brottvísunina frá kaþólskum um-
gekkst Steinn hóp af menntamönnum og
verkamönnum. Hjá þeim kynntist hann
tvenns konar hugmyndafræði: Kommún-
isma og níhílisma. Kommúnistaflokkur ís-
lands var stofnaður 1930 og stuttu síðar
varð Steinn virkur meðlimur flokksins. Árið
1933 var „Félag byltingarsinnaðra rithöf-
unda” stofnað. Steinn var einn stofnfélaga
og einn þriggja sem voru kjömir til að setja
félaginu lög.