Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Page 8
FIAC í París Uwe Meier Weitmar, Þýzkalandi: Á heitis, 1991, 112x186 sm. Skorið í krossvið. Catherine Lopez Cur- val, Belgíu: Spoutnik, 1991, olíulitir og krít. Mimmo Paladino, Ítalíu: Án titils, 1991. Paladino er meðal þekktustu myndlist- armanna Ítalíu í nútíðinni. óreyndu, að málverkið stæði höllum fæti miðað við það sem heyrst hefur. En það var iangt í frá að svo væri. Raunar var málverkið í stórum meirihluta, en veruleg- ur hluti unninn með einhverskonar bland- aðri tækni. Skúlptúrinn var geysilega fjöl- breyttur og svo var hreint konsept innan- um og samanvið; hugmyndalist, sem svo hefur verið nefnd. Flestir hinna þekktu eru við sama hey- garðshornið; ný verk eftir Þjóðverjana Hödike, Marcus Lúpertz, Immendorf, Baselitz og Penc eru alveg eins og þau hafa verið í áratug. Sama er að segja um Bandaríkjamennina, Salle til dæmis. Þarna voru Bretarnir með sinn Bacon og sinn David Hockney og Galleri Asbæk í Kaup- mannahöfn breiddi úr sér með mörg geysi- lega góð verk eftir Carl Henning Peders- en, sem nú er orðinn aldraður maður. Af Cobra-málurunum virðist Karel Appel enn- þá vera í fullu fjöri og átti þarna í nokkr- um básum nýjar og firna sterkar myndir, en fullkomlega í hinum gamalkunnuga Cobra-stíl. Þótt galleríin í París væru að tölu til flest, stingur í augu hvað þau geta sýnt fáa nútíma Fransmenn, sem talizt geta frægir. Það er eins og frægðarsól- inni, sem nú er talið að sé stýrt með hand- afli af listsögufræðingum og safnstjórum, hafi aldrei í seinni tíð verið beint að Frakk- landi. ítalir hafa aftur á móti náð að seil- ast inn í sólargeislann og af þeirra mönn- um þótti mér langmest til um Mimmo Paladino, sem hefur þróað sinn myndheim en er þó alltaf undir einhveijum áhrifum frá grímum og annarri list frumstæðra Afríkubúa eins og fleiri á undan honum. Að öðru lagi sýndist mér það rétt, sem Laufey Helgadóttir, listsögufræðingur í París og greinahöfundur hér í Lesbók, sagði, að breytingin nú um stundir sé í átt til bættrar tækni. Ég sá verulega tækniáherzlu í mörgum nýjum verkum; stundum jafnvel tæknigaldra. Frumstæð tækni, vondur frágangur og subbulegt yfirbragð, sem oft hefur sést á fjölþjóðleg- um sýningum, var lítið áberandi á þessari yfirgripsmiklu myndlistarmessu. GÍSLI SlGURÐSSON GEIR G. GUNNLAUGSSON Rjúpan Hún átti heirna í litilli laut við lækinn í Djúpárgili. Hún vakti oft þegar vindurinn þaut það er veðrasamt norður á Kili. Á sumrin þegar að sólin skín er sældarlegt þar að búa. Hún bjó þar ein með börnin sín og bað þau að elska og trúa. Hún líf sitt guði og frelsi fól í friðarins sölum hreinum. Börnin sín á berjum ól og brumi af skógargreinum. En veistu að maður skoti skaut úr skugganum handan við gilið? Það væng minnar elskuðu vinkonu braut það er verk sem ég fæ ekki skilið. Veistu það maður sem skotinu skaust og skotunum þínum miðar, þú lífsins fegurstu leikreglur braust á landi míns himneska friðar? Köld er ijúpunnar sjúkrasæng sem sárustu kvalir beygja. Hún birgir sig niður með brotinn væng og bíður þess eins að deyja. Höfundur er bóndi í Luhdi í Fossvogi. BERGÞÓRA PÁLSDÓTTIR frá Veturhúsum Vetur Nú fer að hausta og húma á kvöldin hretviðri að byrja og kólna um lönd. Veturinn kemur og tekur til völdin tætir burt laufið frá hlíðum að strönd. Laufskrúðið litfagra fýkur á jörðu, legst niður í lautir og sameinast mold. Bylgjurnar ýfast og berast á fjörðu, brátt verður freðin og kuldaleg fold. Trén verða nakin en stofninn mun standa styrkleiki lífsins í rótinni er. Skýjaður himin oss hrekur í vanda þá hretviðri og snjókoma myrkur oss lér. Lagísinn leggur öll vötnin sem runnu og löng verður nóttin við stormanna gný. Langur er dagur ef sést ei til Sunnu en samt við þó hvílumst um nóttina á ný. En þegar storminn og stórviðrið hægir skín fyrir augum vor fegurð á ný. Öldurnar háu á höfunum lægir á himninum sjást ekki grámóðsku ský. Snjóbreiðan hvíta á jörðinni hvílir, á harðfennið stirnir er á það skín sól. Fannbreiðan kalda þá fræinu skýlir það fýkur ei burtu á meðan er skjól. íkyrrðþeirri á kvöldin sem vetur oftgefur erkomin sú dýrðsem að seint gleymist oss. Tunglskinið geislum í geimnum allt vefur oggerir sem spegil hvern gaddfreðinn foss. A dimmbláum himni um hauður og voga, hella bjart stjörnurnar geislum til vor. Á himninum birtir frá norðljósa loga er lífga og gleðja vorn kjark og vort þor. \ Höfundur býr í Hveragerði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.