Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Side 9
Málavextir II ORÐALAGIÐ Á NÝJU NAFNALÖGUNUM Eftir HERMANN PÁLSSON 1 ótt flest ákvæði Grágásar séu löngu fallin úr gildi, þá eru hin fornu lög að einu leyti ehn til fyrirmyndar; orðbragð þeirra er frábært. Þeim snillingum sem skráðu þjóð- veldislögin, allt frá því að Vígslóði komst fyrst á bókfell norður í Vesturhópi veturinn 1117-18 uns þau urðu að þoka fyrir Járnsíðu og Jónsbók á síðari hluta 13. ald- ar, var sú list í bijóst lagin að þeir kunnu jafnan að velja rétt orð og að skipa þeim saman með þvílíku m óti að hvort þeirra nyti sín sem best. Nú má það heita algild regla í ritskýringu að ekki sé unnt að skilja neina ritsmíð til hlítar néma með því móti að athuga rækilega eigindir einstakra setn- inga og málsgreina. Slík regla á jafnt við um ljóð, skáldsögur, lög, ritgerðir um hvers konar efni og raunar einnig um leiðara í dagblöðum. Af einstökum setningum má ráða margt um eðli verksins í heild, hvort sem það er ort í bundnu máli eða óbundnu, en vitaskuld er ekki hægt að öðlast sanna mynd af því nema með því móti að kynn- ast því öllu. Meginstyrkur Grágásar er þó ekki fólginn einvörðungu í orðavali, orða- skipan og setningagerð, heldur einnig í þeim skírleika sem stafar frá hugarfari þeirra sem skráðu lögin. Síðan mér hætti að þykja gaman að leyni- lögreglusögum og öðrum lygisögum, þá hef ég tekið upp þann sið að lesa Grágás mér til dægrastyttingar. Og þó geri ég þetta ekki einungis í því skyni að kynnast þeim reglum og fyrirmælum sem fornir löggjafar settu þjóð sinni á 12. og 13. öld heldur einkum til að átta mig sem best á móður- máli okkar. 2 En snemma í sumar lagði ég forna skræðu á hiltuna um hríð og fór að lesa mér til í nýrri löggjöf. Ástæðan var sú að vinur minn Guðmundur Skaftason fyrrver- andi dómari í hæstarétti sendi mér eintak af þeim nafnalögum sem birtust þjóðinni í vor og eiga samkvæmt 26. grein að „öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðn- ir eru sex mánuðir frá birtingu þeirra”. Handhafar forsetavalds staðfestu lögin með samþykki sínu hinn 27. mars í vor sem leið. Með því að ég veit miklu meira um nöfn en um lög, þá las ég þenna nýja laga- bálk af annars konar athygli en þau ákvæði sem gengu hér á landi um daga Snorra Sturlusonar, en þó verð ég að játa að mér varð tíðhugsað til Grágásar þegar ég las hin nýju nafnalög. Meginliluti þeirra skipt- ist í fimm kafla, sem nú skal greina; hinn fyrsti fjallar um eiginnöfn sem stundum eru raunar kölluð skírnarnöfn, þótt slíkt eigi ekki alltaf við; annar um kenninöfn, þau heiti sem kenna fólk við föður eða móður, og einnig um ættarnöfn; þriðji fjall- ar um mannanafnanefnd, hinn fjórði um skráning og notkun nafna, og hinn fímmti hefur að geyma sundurleit ákvæði. Að laga- lokum eru atriði til bráðabirgða. 3 Nafnalögin nýju hefjast með miklum glæsibrag; fyrstu fimm orðin sveija sig í ætt við fornlögin: Hverju barni skal gefa eiginnafn. Grágás hefði ekki orðað þetta öllu betur. Þessi einfalda setning er ósvikið snilldarverk. Opersónulegri sögn er beitt af öruggri smekkvísi, allsheijar regla er sett fram á ákveðinn og kurteisan hátt. Öll börn þjóðarinnar hafa rétt til að heita einhveiju tilteknu heiti og að njóta þess nafns allt til æviloka, og jafnvel lengur, ef þeim verður slíks orðstírs auðið. Eftir að ég hafði lesið nafnalögin í heild þótti mér rétt að gera ráð fyrir því að þessi fimm orð Hverju barni skal gefa eiginnafn hafi verið fyrsta dagsverk löggjafa, og að því loknu hafi þeir tekið sér hvíld eftir vel unnið starf. En þegar þeir vakna til nýrrar löggjafar morguninn eftir, er þeim illa brugðið, enda stunda þeir iðju sína síðan af allt öðru hugarfari en í upphafi. Svo rammt kveður að sinnaskiptum þeirra að aftan við hin ódauðlegu orð Hveiju barni skal gefa eiginnafn prjóna þeir svofelldan tota: en þó ekki fleiri en þijú. Hér skýtur heldur skökku við. Mér hefur skilist að nafnalögunum hafi verið ætlað að varðveita fornar nafnavenjur þjóðarinnar, en hér er laumað inn ákvæði sem brýtur í bág við þá tísku sem löngum hefur þótt fullgild; foreldrar hafa yfirleitt látið eitt eða tvö nöfn duga; þrínefni eru hins vegar sjald- gæf. Hér er ekki hirt um þjóðlega menn- ingu heldur er skákað fram nýmæli sem stingur harkalega í stúf við nafnavenjur okkar. 4 Eftir að fyrstu fimm orðunum sleppir, þurrkast stíll Grágásar svo gersamlega úr hugskotum þeirra sem ortu nafnalögin að undrum sætir. Næsta málsgrein hljóðar svo: Þeir sem fara með forsjá barns hafa bæði rétt og skyldu til að gefa því eiginnafn eftir því sem greinir í lögum þessum. Ég gat ekki fullkomnlega áttað mig á speki þessarar málsgreinar fyrr en ég hafði lesið nokkurn spöl áleiðis, og þá snaraði ég henni á íslensku með svofelldum orðum: Lögráðöndum barns er rétt og skylt að gefa því eiginnafn eftir Iögum þessum. Um aðra grein laganna sem lýtur að nafnavali var rætt nokkuð í Málavöxtum I, og skal því ekki endurtaka neitt sem þar var sagt, en efsta málsgreinin þykir nokkuð grunsamleg og hljóðar svo: „Óheimilt er að gefa barni ættarnafn sem eiginnafn nema hefð sé fyrir því nafni.” Þótt örðalag sé býsna þokukennt kemur mér helst til hugar að löggjafi sé að vara nafngjafa við þeim ósið að láta nafnþega heita tveim nöfnum á borð við Þorgrím Möller, þar sem síðara heitið er ættarnafn og má ekki nota að íslensku eiginnafni. En samtengingin „sem” er tvíræð; hún getur merkt Jafnt sem”, og samkvæmt þeim skilningi væri jafn óheimilt að gefa barni eiginnafn sem ættarnafn. Skynsamlegra hefði verið að orða þetta svo: „Óheimilt er að gefa barni ættamafn í stað eiginnafns.” En slíku ákvæði er í rauninni ofaukið. Þótt eitthvert eiginnafn hafi verið notað að ættarnafni (Kjaran, Eldjárn, Þór), þá rýrnar gildi eigin- nafnsins ekki við slíka notkun. Nafnamynd- irnar Kjarva! og Hallberg eru ólöglegar til skírnar af þeirri einföldu ástæðu að þar er um að ræða þolfall í stað nefnifalls, en hitt skiptir engu máli hvort þær hafi tíðkast sem ættamöfn eða ekki. Setningunni „Hvorki má gefa stúlku karlmannsnafn né dreng kvenmannsnafn” er einnig ofaukið; það væri brot á nafna- venjum og raunar lögum íslenskrar tungu eð skíra telpu Ásmund eða pilt Guðrúnu. Um notkun eignarfornafna og eignar- falls í íslenskri tungu gildir sú meginregla að þeim skal sleppa þegar þeirra er ekki þörf. Þessu hollræði hafa löggjafar stein- gleymt: „Skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess.” Síðasta orðinu er vitaskuld ofaukið á þessum stað, enda er ekki um að ræða fæðingu neins nema bamsins. Orðið „þess” ófegrar setninguna til muna. Stundum virðist brydda á þeirri kynlegu hugmynd að góð íslenska sé dýrari í rekstri en lélegt mál, en vitaskuld er hlutunum öfugt farið: með því að hugsa skýrt og færa þá hugsun í vandaðan búning verður mál styttra og pappír þeim mun drýgri. 5 í 10. grein er vikið að íslenskum hjónum sem hafa „tekið sameiginlega upp kenni- nafn annars hvors við búsetu erlendis”, og gengur mér illa að átta mig á hlutverki atviksorðsins „sameiginlega”. Ef þau hjónin Jón Jónsson og Bera Bjarnadóttir dveljast erlendis um hríð er ekki ósennilegt að hún kalli sig „Jónsson” til hægðarauka í útlegð- inni, en bóndi hennar heldur vitaskuld áfram að kenna sig við föður sinn rétt eins og hann hafði gert úr blautri barnæsku. Sama máli gegnir ef Jón skyldi álpast til að fara að nota kenninafn kellu sinnar og kalla sig „Bjarnadóttur”; þau taka ekki bæði upp kenninafn „sameiginlega”, heldur er það einungis annað þeirra sem bregður nafnavenju sinni. í þeirri samkeppni sem nú er háð um ljótustu málsgreinina frá árinu 1991, þá ætla ég að eftirfarandi sprettur úr nafnalög- unum ætti að hljóta önnur verðlaun að minnsta kosti: „Heimilt er með leyfi dómsmálaráðuneyt- isins að feðrað barn sé kennt til stjúpforeldr- is. Beiðni um breytingu á kenninafni skal undirrituð af kynforeldri, sem fer með for- sjá barnsinS, og stjúpforeldri. Leita skal samþykkis þess kynforeldris sem ekki fer með forsjá barnsins ef unnt er áður en ákvörðun er tekin um slíkt leyfi. Nú er kynforeldri ekki samþykkt breytingu á kenninafni og getur dómsmálaráðuneyti þá engu að síður leyft breytinguna ef sérstak- lega stendur á og talið verður að breyting- in sé barninu til verulegs hagræðis.” Eftir þessi ósköp hefði rhér ekki komið á óvart þótt slíkir löggjafar, sem virðast raunar vera í nöp við íslenska tungu, færu að orðlengja eitthvað um kynfeður, kyn- mæður, kynsyni, kyndætur, kynbarnabörn, kynmága og jafnvel kynlangafasystur ef hægt hefði verið með einhveiju móti að koma kerlingunni að. Þótt orðið kynforeldri komi undarlega fyrir sjónir þá mætti láta sér til hugar koma að í 12. grein laganna hafi höfundum orðið hugsað til Ádams nokkurs á Iðavölium sem getið er í fornum sögum og átti sér hvorki föður né móður og var því kynforeldralaus að því er alþingi þjóðarinnar telur á því herrans ári 1991. 6 Löggjöfum gengur einstaklega illa að orða setningar sem fela í sér allsheijar reglu; sífellt er verið að tönnlast á orðinu maður, sem er þó illa til fallið þegar verið er að ræða um foreldra, sem sé bæði mann og konu. Hér má nefna nokkur dæmi: Ekki er manni skylt að bera ættarnafn þótt hann hafi rétt til þess. Reglan hlýtur að eiga jafnt við um konur sem menn. Á venjulegri íslensku mætti orða þetta svo: Engum er skylt að bera ættarnafn þótt hann hafi rétt til þess. Síðar í 14. grein segir: Hafi maður tekið ættarnafn maka síns er honum frjálst að taka upp að nýju upprunalegt kenninafn sitt þegar hjúskap er lokið. Hér eins og í hinu dæm- inu á orðið maður jafnt við um konur sem karla og raunar er auðvelt að snúa þessu til betra máls: Eftir að hjúskap lýkur, er hveijum sem hefur tekið sér ættarnafn maka síns fijálst að taka upprunalegt kenninafn sitt upp að nýju. í stað þess að klifa þrátt á orðinu maður er oft miklu heppilegra að nota óákveðin fornöfn, en stundum er þó best að beita ópersónulegum sögnum; þá er áherslan lögð á gerðir frem- ur en gerendur. Því þykir lieldur klaufaleg fyrsta málsgrein 20. greinar: Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn að viðbættu kenninafni. Einfaldara væri og betri íslenska að orða þetta svo: Fullt nafn hvers og eins er eiginnafn eða eiginnöfn og kenninafn. Níunda grein laganna hefst á þessa lund: Hver maður, sem hefur ekki ættarnafn (...) skal kenna sig til föður eða móður þannig að á eftir eiginnafni eða eiginnöfnum komi nafn föður eða móður í eignar- falli, að viðbættu orðinu son ef karlinað- ur er en dóttir ef kvenmaður er. Ég þekki ekki orðtakið „að kenna sig til föður eða móður” en hins vegar hefur allt frá fornu fari tíðkast „að kenna sig við föður éða móður”. Vitaskuld er skýringunni á orðtakinu að kenna sig við föður eða móður algerlega ofaukið, enda mætti laga þessa setningu og stytta svo að hún hljómaði jafn ljúft og fyrstu fimm orð nafnalaganna: Hver sem ber ekki ættarnafn skal kenna sig við föður eða móður. eI R L E N D A R B Æ K R Guðbrandur Siglaugsson tók saman Joscelyn Godwin: Music, Mysticism and Magic. A Sourcebook. Arkana. Tónlistin er drottning listanna. Hún nær langt út yfir öll landamæri hugsunar og tungumáls, er skiljanleg fólki af ólíkum kynþáttum, býr yfir valdi sem jafnt getur deyft sem örvað. Hún er kreddulaus eða ætti að vera það. Margt hefur verið ritað um þessa list- grein og er þessi bók safn greina og greinastúfa um hana. Platon átti hugsun og orð yfir hana, það áttu Cicero og Plút- ark líka. Af gyðingum og múslimum skrif- uðu Philo og Rumi um hana auk annarra. Miðaldamenn grúskuðu í henni og rituðu sinn skerf. Endurreisnin fór ekki varhluta af hugsuðum og kennimönnum um músakið og jafn frægir menn og E.T.A. Hoffmann og Schopenhauer létu ekki sitt eftir liggja með að syngja henni dýrð. Á þessari öld hafa enn fleiri skrifað og talað um tónlist. Má nefna Rudolf Steiner, Gurdjief og Stock- hausen. Þessir og fleiri eiga kafla í þessu safni sem má grípa til við tækifæri. Richard Cavendish: A History of Magic. Arkana. Vitringarnir þrír frá Austurlöndum voru Magi-ar. Þeir lásu stjörnur og teikn, spáðu og spáðu og jafnt áður sem á eftir hafa menn stundað þessa töfra. Nú á síðari árum hefur áhugi vaknað meðal fólks á öllum aldri á dulhyggju hvers konar og prent- ast nú bækur sem af sjálfu sér og seljast um hin aðskiljanleg- ustu dulfræðiefni. Þetta kver segir margt af sögu dul- hyggjunnar. Höfundur leitar fanga langt aftur í forneskjuna og leiðir fyrir lesendur. Stjörnuspeki, lækningar, trú og gullgerðarl- ist, allt á þetta rætur eða rótarenda í dultr- únni sem fylgt hefur manninum frá örófi alda. Og það sem þeir nefna „Nýöld” er upp runninn eða í þann veginn að gera það og > vinsældir bóka um þessi efni miklar. Þessi er góð. M.J. Akbar: Nehru The Making of India Penguin Books. Rétt öld er síðan Jawahrlal Nehru fædd- ist í Kasmír-héraði á Indlandi. Hann var mikilmenni, ágætlega ættaður og djarfur og staðfastur föður- landsvinur. Hann var lærisveinn Gandhis, lýðræðissinni og hlotnaðist að verða fyrsti forsætisráð- herra Indlands þegar Indveijar loks fengu sjálfstæði. Ævisaga slíks manns er vita- skuld hvalreki fyrir alla þá sem áhuga hafa á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þessi saga er heill- andi og upplýsandi. Höfundur hennar er indverskur blaðamaður, múhameðstrúar, höfundur merkrar bókar um Indland: The Seige Within, en hún kom út 1985 og hlaut mikið lof. Það verður ekki annað sagt en þessi ævisaga Nehrus sé til fyrirmyndar. Lesandinn kynnist ekki einasta manninum Nehru, heldur og Indlandi og sögu þessa merkilega lands, sjálfstæðisbaráttunni og þeim erfiðleikum sem fylgdu í kjölfar sjálf- stæðisins. Bókin er tæpar sex hundruð síður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. NÓVEMBER '1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.