Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 2
RANNSOKN I R I S L A N D I Umssón: Hellen M. Gunnarsdóttir Siðfræði lífs og dauða undanfömum áratugum hefur síaukin tækni- væðing læknisstarfsins gerbreytt öllum að- stæðum til heilbrigðisþjónustu. Um það er ekki deilt að flestar nýjungar í tækjabúnaði auðvelda ýmist sjúkdómsgreiningu eða læknis- aðgerðir. Því hefur hins vegar verið haldið fram að tæknivæðing læknisstarfsins hafi í auknum mæli „hlutgert” sjúklinginn og því þurfí að efla umhyggju fyrir sjúklingnum sem manneskju, virða tilfinningar hennar og rétt- indi. Sýnt hefur verið fram á að slík vinnu- brögð stórbæta líðan sjúklinga og flýta fyrir bata þeirra. Ný tækni á sviði læknisfræði hefur einnig stóraukið möguleika manna á að grípa inn í „gang náttúrunnar” með ýmsum hætti. Vegna þessa hafa risið fjölmörg ný siðferði- leg vandamál sem kreijast umræðna og úr- lausna. Greining á eðli siðferðilegra ákvarðana og hvernig rétt er að standa að þeim er þungamiðjan í siðfræði lífs og dauða. Alltof oft er gengið út frá því í fræðunum að starfsfólk og sjúklingar taki siðferðilegar ákvarðanir með því að ráðgast í einrúmi við grundvallarreglur heimspekilegrar siðfræði fremur en að ræða saman um vandann sem við er að eiga. Eftir VILHJHALM ÁRNASON Leysir Siðfræði Einhvern Vanda? Lengst af var gengið að því vísu að sjálf- sagt væri að beita öllum tiltækum ráðum við læknismeðferð sjúkra og slasaðra. Nú er hins vegar svo komið að nauðsynlegt er að spyrja í fjölmörgum tilvikum: Er rétt að gera allt sem er hægtt Skýrt dæmi af þessum toga er vandi sem oft rís í sambandi við umönnun deyjandi sjúklinga þar sem erfitt getur verið að meta hvenær rétt sé að hætta meðferð. Ákvörðun sem tekin er í slíkum tilvikum er óhjákvæmiiega siðferðileg, þótt reynt sé að dylja þá staðreynd með því að lýsa henni á „hlutlausu” tæknimáli. Þegar starfsfólk heilbrigðisstétta stendur frammi fyrir slíkum spurningum kemur oft í ljós að þær siðferðilegu viðmiðanir, sem það er vant að reiða sig á, svo sem skráðar siða- reglur, mismunandi bijóstvit og mannkostir, nægja ekki. Um er að ræða flóknar aðstæð- ur og spumingar sem krefjast siðfræðilegrar greiningar. Hlutverk siðfræðingsins felst þá í því að greina úrlausnarefnin í ljósi þeirrar þekkingar sem hann hefur aflað sér á mann- legu siðferði. Siðfræðileg greining leysir þó ekki vandann; í bezta falli lýsir hún upp við- fangsefnið og skýrir þau markmið, verðmæti og skyldur sem taka verður mið af þegar siðferðilegar ákvarðanir eru teknar. Tilgang- ur siðfræðilegrar rannsóknar á þessum efn- um er því að auðvelda bæði almenningi og starfsfólki heilbrigðisstétta að greina sið- ferðileg úriausnarefni og leiða þau farsællega til lykta. SlÐFRÆÐI OG HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTA Á undanförnum misserum hef ég unnið að riti um siðferðileg vandamál tengd lækn- ingum og heilsugæzlu og hlotið til þess styrk frá Vísindaráði Islands. Til að kynna kjarn- ann í þessu verkefni mun ég tiltaka þijú meginatriði sem greina það helzt frá annarri umræðu um þessi erfiðu mál. Algengast er að litið sé á siðfræði lífs og heilsu sem hagnýtta siðfræði: Kenningum siðfræðinnar sé beitt til að svara siðferðileg- utn spurningum sem rísa í heilbrigðisþjón- ustu. Þar með er gefið í skyn að siðferðilega mælikvarða heilbrigðisþjónustu sé einkum að fínna í heimspekilegum fræðum. í verkefn- inu leitast ég við að endurmeta tengsl sið- fræði og læknis- og hjúkrunarlistar. Þetta eru ekki hlutlaus tæknistörf sem beita má jafnt til góðs sem ills heldur fela þau beinlín- is í sér siðferðileg markmið, ekki sízt það að gera okkur heil. Sú mikilvæga staðreynd að heilbrigðisstéttir fást við lifandi fólk sem þarfnast hjálpar og skilnings, sanngirni og réttlætis skiptir hér meginmáli. Ég færi rök fyrir því að starf heilbrigðisstétta sé í eðli sínu siðferðilegt og siðfræðileg umhugsun eigi að gera fólk færara til þess að rækja starfsskyldur sínar. Forræði, S jálfræði Eða Samráð? Það hefur verið áberandi í skrifum um heilbrigðissiðfræði að hefðbundinni forræðis- hyggju læknisfræðinnar, sem lítur á sjúkling- inn nánast sem óvirkan og ósjálfráðan aðila, er hafnað og í þess stað er lögð áherzla á sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga. Þótt ég taki að mestu undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á forræðishyggju heilbrigðisstétta tel ég rangt að miða heilbrigðisþjónustu við sjálf- ræði sjúklingsins. Þá er farið að líta á starf heilbrigðisstétta einfaldlega sem þjónustu við vilja „neytenda” hver sem hann kann að vera. Slíkt viðhorf stríðir gegn þeim skilningi að læknis- og hjúkrunarlist lúti ákveðnum siðferðilegum viðmiðunum sem hún getur ekki vikið frá. Gegn þessum öfgum forræðis- og sjálfsræðishyggju færi ég rök fyrir nauð- syn þess að efla gagnkvæma ábyrgð í sam- skiptum sjúklinga og heilbrigðisstétta. Greining á eðli siðferðilega ákvarðana og hvernig rétt er að standa að þeim er þunga- miðjan í siðfræði lífs og dauða. Alltof oft er gengið út frá því í fræðunum að starfsfólk og sjúklingar taki siðferðlegar ákvarðanir með því að ráðgast í einrúmi við grundvallar- reglur heimspekilegrar siðfræði fremur en að ræða saman um vandann sem við er að eiga. Ég held því fram að bezt sé að nálgast þau siðferðilegu vandamál sem heilbrigðis- stéttir og sjúklingar glíma við í einlægum og heiðarlegum samræðum. Þannig er sjúkl- ingum gert kleift að taka þátt í ákvörðunum um eigin meðferð. SlÐALÖGMÁL OG ElNSTÖK Úrlausnarefni Markmið rannsóknarverkefnisins er að leggja grunn að siðfræði heilbrigðisþjónustu. Ég færi rök fyrir því að sá siðferðisgrunnur sem mikilvægast sé að byggja á sé lögmálið um virðingu fyrir manneskjunni, en það felur bæði í sér kröfu um að virða sjálfræði henn- ar og ábyrgð, og kröfu um að bera um- hyggju fyrir velferð hennar. Það er raunar einkenni á flestum ef ekki öllum helztu úr- lausnarefnum af siðferðilegum toga í heil- brigðisþjónustu að þessum tveimur kröfum lýstur saman með margvíslegum hætti. Til þess að takast á við þessi úrlausnarefni þarf því að greina ýmis lykilhugtök mannlegs sið- ferðis, svo sem sjálfræði, velferð, ábyrgð, skyldur og réttindi. Síðan leitast ég við að jarðtengja þessa greiningu með umfjöllun um einstök vandamál sem upp koma við umönn- un sjúkra og við mótun heilbrigðisstefnu. í fyrsta lagi fjalla ég um skyldur heilbrigð- isstarfsfólks og réttindi og ábyrgð sjúklinga. Hér er sérstaklega hugað að vandanum við að ákveða hvað sé sjúklingi fyrir beztu og hættur forræðis og sjálfræðis í því sam- bandi. Rætt er um mikilvægi sannsögli og trúnaðar í samskiptum sjúklinga og heilbrigð- isstétta, svo og takmarkanir skráðra siða- reglna þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir. Einnig er fjallað um þá árekstra sem upp kunna að koma á milli starfsfólks þegar ákvarðanir eru teknar. í öðru lagi greini ég þær siðareglur sem taka verður mið af við rannsóknir á fólki og þegar leita þarf samþykkis sjúklings fyrir áhættusama læknismeðferð. Rætt er um mikilvægi þess að upplýsa sjúklinga sem bezt um ástand sitt og þau vandkvæði sem því geta verið samfara. Einnig er hugað að þeim vanda sem rís þegar sjúklingur getur ekki tekið ákvarðanir og aðrir þurfa að ákveða fyrir hann. í þriðja lagi ræði ég erfiðar spurningar sem rísa þegar dauðinn er í nánd. Hvenær er rétt að hætta meðferð deyjandi mann- eskju? Hvaða merkingu getur það haft að’ eiga rétt til að deyja? Er rétt að gera allt sem er tæknilega mögulegt til þess að bjarga lífi alvarlega vanskapaðs nýbura? Ég fjalla einnig um réttmæti líffæraflutninga og nýja skijgreiningu á dauðahugtakinu. í fjórða lagi tengi ég hugmyndir mínar um siðferðilega ákvörðun við álitamál við upphaf lífs, svo sem fósturrannsóknir, fóstur- eyðingar og fósturframleiðslu (tæknifijóvgun o.þ.h.). Þetta er líklega það svið þar sem inngrip manna í gang lífsins hefur gengið hvað lengst og það vekur áleitnar spurningar um takmörk tækninnar og mannleg verð- mæti. í fimmta og síðasta lagi ræði ég ákvarðan- ir um mótun réttlátrar og árangursríkrar heilbrigðisstefnu og reyni að svara því hvað sé góð heilbrigðisþjónusta. VlNNUBRÖGÐ í SlÐFRÆÐI Af framansögðu má ljóst vera að þetta rannsóknarverkefni kallar á nokkuð önnur vinnubrögð en tíðkast í flestum fræðum. Meginatriðið er að byggja upp röksemda- færslu sem sýnir hvaða viðmiðanir er réttast að hafa þegar ákvarðanir eru teknar um sið- ferðileg úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu. Það er því ljóst að siðfræðileg greining er aldrei hlutlaus. Siðfræði er gagnrýnin grein- ing á athöfnum manna og ákvörðunum, og siðfræði heilbrigðisþjónustu leitast við að bæta hana í ljósi órökstuddra kenninga um réttláta breytni og gott mannlíf. Það þættu ekki góð efnistök í veðurfræði ef veðurfræð- ingar færu að gagnrýna viðfangsefni sitt, en það hiýtur réttnefnd siðfræði að gera. En þótt siðfræðileg röksemdafærsla sé uppi- staðan í því hvernig svona verkefni er unnið, þá byggist það vitaskuld mikið á hefðbundn- um rannsóknaraðferðum í mannvísindum, svo sem lestri vandaðra fræðirita á þessu sviði og túlkun þeirra, hugtakagreiningu og rökræðum. Á undanförnum misserum hef ég tekið þátt í fjölmörgum fræðslu- og umræðu- fundum um þessi málefni með starfsfólki i heilbrigðisþjónustu. Þau samskipti hafa verið mér ómetanleg því að með þeim hætti hef ég getað kynnt mér það hvernig hin siðferði- legu úrlausnarefni blasa við þeim sem þurfa að takast á við þau á degi hveijum. Höfundur er dósent í heimspeki við Háskóla Islands. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.