Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 3
f-ECTáHr ® @ H115011 ® E H S1 m Q] H ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af atriði úr í Peking-óperu í borginni Lanzou í Kína, þar sem Unnur Guðjónsdóttir, balletdansari, var á ferðinni og kynnti sér m.a. þessa óperu, sem á sér tveggja alda hefð í Kína. Tilefnið er sýning Þjóðleikhússins á leikritinu M. Butterfly, þar sem kemur fyrir Peking-óperuatriði og hefur Unnur sett það upp. Hún skrifar einnig hér í blaðið um þetta sérstæða listform. Eyðilegging íslenzkra hraunhella hefurþví miðurgengið alltof langt. Þetta eru merkileg, en viðkvæm náttúrufyrirbæri með dropsteinum og hraun- stráum, sem fólk hefur ekki hikað við að brjóta og taka með sér. En verður eyðileggingin stöðvuð? Um það skrifar Ami B. Stefánsson, augnlæknir og ötull áhugamaður um verndun hellanna. IMorræna húsið kynnir stundum fyrir landsmönnum listamenn frá hinum Norðurlöndunum og nú er komin röðin að Carli Frederik Hili, sem var sænskur málari og teiknari á öldinni sem leið. Eins og fleiri reyndi hann að slá í gegn í París, en þegar það gekk ekki sem skyldi, missti hann geðheilsuna, og vann eftir það að list sinni í einsemd, bæði í Danmörku og heimabænum Lundi. Fritse Rinds heitir dönsk listakona, sem dvaldi í sum- ar í gestavinnustofunni í Hafnarborg í Hafnar- firði. Hún hefur gert tillögu um nýtt minnis- verk um Snorra Sturluson í Reykholti, þar sem uppistaðan eru ál-barrar úr Straumsvík, en gufa notuð þar að auki. STEINN STEINARR Miðvikudagur Miðvikudagur. — Og lífið gengur sinn gang, eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það. Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt erþað satt, því svona hefir það verið og þannig er það. Þér gangið hér um með sama svip og í gær, þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið. í morgun var haldið uppboð á eignum manns, sem átti ekki nóg fyrir skuldum. — Þannig er lífið. Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl, og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi. Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös, og Morgunblaðið fæst keypt niðr’ á Lækjartorgi. Miðvikudagur. — Og lífið gengur sinn gang, og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn. Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær, í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn. Steinn Steinarr (1908-1958) var fæddur á Laugalandi við Djúp, en ólst upp í Saurbæ í Dölum. Frá tvítugsaldri átti hann heima í Reykjavík. Fyrsta Ijóðabók hans, Rauður loginn brann, kom út 1934. Steinn orti bæði hefðbundið og órímað og hefur orðið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar á þessari öld. B B Listin á ekki... listin má ekki Sigurður Guðmundsson mynd- listarmaður í Hollandi, hef- ur verið heiðraður með sýn- ingu í sölum Listasafns ís- lands og jafnframt var sýn- ing á verkum hans í Listhús- inu Nýhöfn og skúlptúr eft- ir hann reistur við Gerðu- berg. Af þessu tilefni þótti sjálfsagt að ræða við listamanninn í Morgunblaðinu og birtist viðtalið í sérblaðinu um Menningu og listir, laugardaginn 5. október. Því geri ég það lítillega að umtalsefni hér, að mér fannst nokkuð stórkarlalega talað í fyrirsögninni, sem tekin var beint upp eftir Sigurði í viðtal- inu, svohljóðandi: „List getur ekki verið boðskapur!” Meira að segja hnykkt á þess- ari fullyrðingu með upphrópunarmerki. Á sýningum listamannsins var engan boðskap hægt að greina, rétt er það. En í fullyrðingu hans felst engu að síður ákveðinn boðskapur. í samtalinu segir Sigurður svo: „Mér finnst að list geti ekki verið boðskapur. Hún er ekki myndasaga um það sem mér fmnst vitsmunalega - eða þannig vil ég ekki hafa hana. Til eru margir listamenn sem halda því fram að hægt sé að koma boðskap fyrir í listaverki, en ég upplifi slíkt ekki sem myndlist hjá mér. Og heldur ekki hjá öðr- um. ” Ég hnýt ævinlega um það, þegar einhver segir, að listin „geti ekki”, eða „eigi ekki”, eða „megi ekki”. Það minnir mig á bannár- in uppúr 1950, þegar ungir menn komu heim frá París, bólgnir af nýjustu kenningum franska skólans og þar vantaði nú ekki bann- orðin. Það var búið að hefta listina svo með einskonar Stórasannleik, að höfundarein- kenni sáust ekki lengur í geómetríunni. Þar „mátti ekki” vera til fjarvídd; fígúratíf list heyrði til fortíðinni og í myndlist mátti ekki vera frásögn. Táknrænt inntak var svo langt úti í kuldanum, að það var púað á það. Af þeim ástæðum óx upp heil kynslóð myndlist- armanna hér á íslandi , sem lengi vel hafði mjög brenglaðan skilning á verkum Einars Jónssonar og kunni sízt af öllu að meta þau. Það var aldrei minnst á boðskap, það ég muni, en ugglaust hefur hann verið á bannlistanum einnig. Menn töluðu í klissíum og einn át eftir öðrum. Það er blessunarlega langt síðan þessu lauk, nema kannski eimir eitthvað eftir af kenningunum í fámennum hópi. Kjörorðið í myndlist hefur verið aukið frelsi til allra átta: Allt varð leyfilegt. Menn gerðu sér fjöl- breyttan mat úr neyzlusamfélaginu í poppl- istinni; leyfðu sér jafnvel að mála upp úr verkum gömlu meistaranna í sínar eigin myndir eins og við þekkjum frá Erró. Aðrir tóku til endurmats expressjónismann, sem Bragi Ásgeirsson kallar með réttu innsæis- stefnu og nefndu það „nýja málverkið”, en fátt reyndist nýtt af því sem þar var boðað. Enn aðrir gerðu konsept eða hugmyndalist að fyrirferðarmiklum þætti; sú þróun hófst hér með framtaki SUM-hópsins, sem fyrr- nefndur Sigurður átti hlutdeild í. Og af þeim nýmælum sem reynd hafa verið uppá síðk- astið má nefna glingutiist, eða listlíki, sem mörgum finnst að sé botninn á þessu öllu saman. Það liggur samt í tíðarandanum að taka öllum slíkum nýmælum með umburðar- lyndi; tjáningarfrelsið er haft að leiðarljósi. Þá gerist það á haustdögum 1991, að hingað kemur útvalinn maður frá Hollandi með sitt hafurtask segir: „List getur ekki...” Að vísu viðurkennir hann að margir kolleg- ar sínir haldi því fram, að hægt sé að koma boðskap fyrir í listaverki. En með þeirri fullyrðingu, að listin geti ekki verið boðskap- ur, er verið að strika út sem listænt fánýti það sem unnið var á miðöldum, í Endurreisn- inni og langt frameftir öldum. Sá myndlist- ararfur var að stórum hluta unninn fyrir kirkjuna og tilgangurinn var sá, að verkin hefðu boðskap. Hvort sem við tökum byzan- tíska madonnumynd, myndir Giottos og fleiri Itala frá því fyrir Endurreisn, svo og Biblíu- mótíf ótal stórmeistara allt framá þessa öld, þá er boðskapurinn sem rauður þráður. Það er sannarlega djarflega mælt, að þetta geti ómögulega verið list. Að verulegum hluta er myndlistararfur liðinna alda byggður á frásagnarlegri mynd- list, sem oft liefur augljóslega alls engan boðskap. En með myndum Goya af grimmd og bijálæði mannskepnunnar í styijöldum, má segja að til verði pólitísk list eftir nútíma- skilningi. Og boðskapur Goya fer sannarlega ekki milli mála, þó alltaf séu myndræn gildi í fyrirrúmi hjá þeim mikla meistara. Þegar kom fram á þessa öld, notuðu málarar í Weimar-lýðveldinu þýzka, þeir Georg Groz og Otto Dix, myndlist sína óspart sem far- veg fyrir magnaðan boðskap um úrkynjun og þann djöfulskap, sem í vændum var. Ég veit ekki betur en það þyki nú stórmerkileg myndlist. Og nokkru síðar, þegar Hitler lét sína menn ráðast á spænska þorpið Gu- ernica, málaði Picasso frægustu boðskapar- mynd þessarar aldar. Nú hafa Spánverjar endurheimt Guernicu úr útlegð í Ameríku og hún hefur fengið þann virðingarsess, sem henni ber. Það þarf þó nokkra kokhreysti til að útskúfa stórum hluta af myndlistararfi fyrri alda og lýsa yfir því, að maður upplifi hann ekki sem list. Margt af því sem unnið hefur verið á öldinni undir merkjum boðskapar, en af pólitískum öfgaöflum, lifir kannski ekki til langframa. Þannig er urn heil fjöll af myndum gegn Víetnamstríðinu á áttunda tugnum; ekki voru Svíar sízt iðnir við þann kola. Og allur sósíalrealisminn undir Stalín og síðar átti að boða sæluna í verkamanna- ríkinu. Það verður sumsé ekki allt gott og gilt í myndlist fyrir það eitt að innihalda boðskap. Sumt af því er fram úr hófi vond myndlist. En framhjá því verður ekki geng- ið, að boðskapur er og hefur verið gildur þáttur í myndlist, hvað sem menn kunna að segja um það úti í Hollandi. Hvort sá boðskapur hafi haft tilætluð áhrif á sam- borgarana, er svo önnur saga. GÍSU SIGURÐSSON l.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. NÓVEMBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.