Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 9
Carl Frederik Hill: Grjótnám við Oise, 1867-77, Carl F rederik Hill í norræna húsinu Fljótlega eftir að Carl Fredrik hóf nám við Listaakademíuna í Stokkhólmi komst hann að raun um að kennsla þar væri úrelt og steinrunnin. Hann gerði það sama og flestir aðrir ungir sænskir listamenn á þess- um tíma, hann yfirgaf Svíþjóð og fór til Parísar. í París var Corot hin mikla fyrirmynd og mörg málverka Carls Fredriks vitna um mikil bein áhrif, svo sem málverk hans frá úthafsströndinni og Luc-sur-Mer. Impressj- ónistasýningin 1875 hafði áhrif á hann og hann var hugfanginn af málaralistinni. Á Parísarárunum 1873—1881 reyndi Carl Fredrik að finna sér eigin stíl en einn- ig að ná áttum í lífi sínu. Allan tímann leit- aði hann ákaft að sjálfum sér. Honum reynd- ist erfitt að lifa í umrótinu sem skapaðist af þeim miklu breytingum sem riðu yfir þjóðfélagið á síðari hluta nítjándu aldar. Carl Fredrik Hill gat aldrei sest að á neinum föstum stað og einbeitt sér að því sem þar stóð til boða. Hann skipti um íbúð og vinnustofu mörgum sinnum á ári. Hann var nokkuð einrænn og hafði ekki nein sér- stök samskipti við landa sína og starfsbræð- ur. Metnaðurinn að verða mesti og besti lista- maðurinn krafðist þess að hann kæmist með á opinberu listsýninguna í Louvre. Það tókst honum líka einu sinni en síðan aldrei meir. Sjálfstraust hans gat verið gríðarlegt á stundum, þá gat ekkert bugað hann, en andartaki síðar gat það verið á bak og burt. Hann fylltist þá algjörri ön/amtingu. En ailtaf virtist hann jafna sig aftur og þá sýndi hann styrk sinn. Faðir hans, prófessor í stærðfræði við háskólann í Lundi, var frá upphafi andvígur því að hann yrði listamaður. Faðirinn taldi það ekki starf sem hægt væri að lifa af. Það skipti miklu fyrir Carl Fredrik að sýna föður sínum að hann stæði sig, að honum hefði tekist að verða eitthvað. Þótt faðirinn hafi verið strangur við son sinn og andsnúinn flestu því sem hann tók sér fyrir hendur þá var það var mikið áfall fyrir Carl Fredrik þegar faðir hans dó. Vissulega varð hann efnahagslega sjálf- stæður en nú átti hann engan kost á að sýna föður sínum hve mikinn listamann hann hafði að geyma. Þegar Carl Fredrik kom til Parísar var það hans fyrsta verk að heimsækja stóru listastofnanirnar til þess að kynna sér list- ina. Hann kaus að setjast ekki listaskóla heldur ganga um og skoða nýtísku list sem var til sýnis í iistaverkasölum. Eftir að hafa farið á sýningu impressjónista skrifaði hann heim og sagði frá því sem hann hafði séð, Eftir Göran Christenson Faðir Hills var því mót- fallinn að sonurinn gerðist listamaður og reyndi að örva áhuga hans á viðskiptalífinu með því að gefa honum hlutabréf. Þau notaði Carl Frederik eins og hvcrn annan pappír til að teikna á. istasafnið í Málmey er auðugast listasafna af verkum sænska listamannsins Carls Fredriks Hills. Fyrir rausnarlegar gjafir, m.a. Hill-ættar- innar og Styrktarfélags Listasafnsins í Málm- ey, eru nú rúmlega 30 málverk og 2.600 teikn ingar varðveittar í safninu. Málverk og teikningar úr þessu safni verða til sýnis í Norræna húsinu 9. nóvember til 8. desem- ber. Carl Fredrik Hill fæddist í Lundi 1849 og lést þar 1911. Hann telst einn snjallasti landslagsmálari Svía. Teikningar hans, sem hann gerði eftir dvöl sína í Frakklandi, eru merkilega nútímalegar í hreinskilinni og áleitinni nekt sinni. Hill hafði mikinn metnað og reyndi að klífa á tindinn í París, en norrænir listamenn áttu alltaf erfitt uppdráttar þar og Hill hafði ekki erindi sem erflði. Hann varð geðveikur og bjó síðari hluta ævinnar í Lundi, þar sem hann hélt áfram að sinna list sinni í kyrrð og einveru. Eftir að Hill var orðinn geðveikur, teiknaði hann urmul pennateikninga af nöktu fólki. síðari hlut ævinnar bjó Hill í einsemd í bænum Lnndi, enda sjúklingur, og frá því skeiði eru margar teikningar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. NÓVEMBER 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.