Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 8
öskrar: „Gerðu línurnar, helvítis tíkin þín.” Stúlkan tekur lítið glas úr öðrum hliðarv- asa leðutjakka síns. Hellir úr því ofan á mælaborðið. Það glitrar á kristallana í grænu blikinu. Fíngerðir fingur hennar fálma eftir rakvélarblaði í hinum vasanum. Finna blaðið og draga það út. Það glampar á kalt stálið í birtunni. Hún heggur í krist- allana með blaðinu, heggur, skefur, heggur, skefur. Myndar tvær línur úr kristöllunum og réttir manninum svo upprúllaðan þúsund- kall. Hann beygir sig fram og sýgur í báðar nasirnar. Höfuð hans kippist aftur og handleggirn- ir stífna á stýrinu. Skrokkurinn tekur kipp þegar bensíngjöfin er kýld í gólfíð. „HRRRRAÐI er allt sem þarf.” Orðin spýtast út milli vara hans. Augnaráðið bloss- ar upp um stund en dofnar svo aftur. Lífið fjarar hægt úr augunum. Þau verða tóm, opin án þess að sjá, horfa án þess að skynja. Sjáöldrin á stærð við krónupeninga. Suð- bylgjur líða frá gagnaugum aftur í hnakka. Heili hans nemur ekki annað. Það slaknar aðeins á upphandleggsvöðvunum og værð færist yfir innviði skrokksins. Hjörtu þeirra beggja slá um stund í takt við hrynjandi vélardrunanna. Þokan þéttist. Brátt er hún orðin mjólkur- hvítur veggur sem gular tungur ljósanna á skrokknum ná vart að bijótast í gegnum. Eitt augnablik leiftrar á stórt rautt skilti sem hverfur í þokuvegginn. Stúlkan kippist við. „Hvað var þetta?” spyr hún og snýr sér að manninum. Engin viðbrögð. „Hvað var þetta?” kallar hún hærra og hristir manninn til. „Hvað?” „Skiltið.” „Skiltið?” Hann snýr sér að henni. Þunn- ar varirnar stríkka í glotti. „Ertu nokkuð að koksa á því?” spyr hann. „Stoppaðu. Það er eitthvað að hér. Stopp- aðu,” biður hún. „í helvíti. Náðu í aðra flösku aftur í. Það er kominn tími á annan sjúss. Við náum ...” Stúlkan öskrar. Langdregið ómannlegt óp um leið og rennilegur skrokkurinn skell- ur á öflugri stálkeðju sem strengd er þvert yfir steypubandið. Stólparnir sem halda keðjunni rifna upp og hverfa á eftir skrokkn- um út í tómið. Oskrið fjarar út og drukknar svo í sprengingu sem slær gulrauðum bjarma á þokuvegginn. Bálið deyr fljótt. Þögn? Höfundur er blaðamaður MYND: PÁLL SOLNES BLÝHAU SINN - örsagaeftirFriðrik Indriðason Rennilegur dökkur skrokk- urinn klýfur náttmyrkrið án mótstöðu. Þéttur, glansandi. Kjölfar hans tætir kyrrðina sundur og , saman í taktfastri hrynj- andi vélardrunanna. Pústflækjur? Steypubandið rúllar látlaust undir breiða grófskoma hjólbarðana. Krómfelgur? Grænleitt blik mælaborðsins lýsir upp tvö andlit innan skrokksins. Föl andlit. Augu þeirra tóm, opin án þess að sjá, horfa án þess að skynja. Steypubandið endurspeglast í sjáöldrunum. Leið án endaloka? Þokuslæður leggur yfir steypubandið. Glansandi skrokkurinn þeytir þeim til og frá. Trylltur dans þeirra á vélarlokinu kveik- ir líf í augum annars andlitsins. Augum stúlkunnar. „Guð, eigum við ekki að slá af? Við verð- um að slá af,” hrópar hún. Engin viðbrögð. „Við drepum okkur ef við sláum ekki af,” röddin er næstum biðjandi, þynnist út í hvískur. Langir fíngerðir fingur stúlkunnar með dökkrauðar neglur sem lýsir af í græn- leitu blikinu læsast um upphandlegg manns- ins. Hrista hann til. Það umlar í honum. „Þú verður, þú verður að . . .” Maðurinn grípur snögglega þykkri hendi um slétt dökkt hár stúlkunnar og keyrir hnakka hennar aftur. Hún hljóðar. „Hættu þessu væli. Yið verðum að fara hraðar. HRAÐAR. Hraði er allt sem þarf,” urrar hann. Höndin sleppir takinu á hári stúlkunnar. Hann þreifar með henni milli Ieðurklæddra fóta sinna að flöskuhálsi sem klemmdur er í klofinu. Þykk höndin strýkur niður flöskuhálsinn, grípur um hann og lyft- ir að þunnum vörum. Maðurinn teygar stór- um og grýtir svo flöskunni aftur í skrokkinn. „Ég er orðinn leiður á að drekka þetta sull. Gerðu línur á mælaborðið, feitar lín- ur,” skipar hann stúlkunni. „Nei, ekki meira, guð ekki meira,” hvísl- ar hún en orðin drukkna í vélardrununum. Hann grípur aftur um hár hennar og Beinahrúgan í Beinahelli Surtshellis. Stórmerkar minjar um vist Hellismanna á 10. öld eru nánast horfnar. gengilegri með göngustígum og jafnvel raf- lýsingu. Ganga þarf frá því af sérstakri snyrtimennsku. Þá þarf að þrífa þessa hella rækilega og er það mikið verk. Þessir tveir hellar í raun er þetta einn hellir eru afar sérstæðir og þekktir um allan heim. Þeir hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þó svo að búið sé að skemma í þeim allt sem skemma má, þá er þó beinagrindin eftir, og hún ekkert smáræði. Gera mætti þessar endurbætur fyrir almennafé og ástæðulaust að spara, því þetta skilar sér margfalt, þó óbeint sé að nokkru leyti. Ég vil benda á að Surtshellir var til skamms tíma jafnfrægur Geysi í Haukadal á alþjóð- legum vettvangi og hefur merka sögu. Vernda þarf Víðgelmi, þegar hann opn- ast. Það þarf að loka honum með ramm- gerðu rimlahliði rétt innan við þrengsiin í mynni hans. Gera þarf á honum fræðilega úttekt og reyndar hreinsa hann einnig. Að því loknu má íhuga að opna hann að nokkru, fyrir litlum hópum ferðamanna með leið- sögn, köld raflýsing kemur til greina. óhöml- uð umferð ferðamanna um þennan helli er afar vafasöm og mun m.a. kosta það sem eftir er af dropateinum í hellinum. Fleira kemur til, stærð Víðgelmis og lengd gera hann að náttúrufyrirbrigði á heimsmæli- kvarða og þess vegna er ástæða til að tryggja verndun hans í heild, og þess sem eftir er af viðkvæmum hraunmyndum í hon- um. Loka þarf nokkrum hellum fyrir nánast allri umferð, sérstaklega er mikilvægt að loka Jörundi tryggilega og einnig jafnvel ónefndum helli í Leitahrauni semkallaður hefur verið Árnahellir, er það auðvelt. Gull- borgarhellana mætti taka fyrir og vernda betur, fleira mætti nefna. Lokanir og framkvæmdir þurfa að vera í náinni samvinnu við heimamenn. Mikil- vægt er að þeir hafi a.m.k. einhveija um- sjón með hellunum, fáist þeir til þess, gegn viðeigandi þóknun, í samvinnu við Náttúru- verndarráð eða e.t.v. Hellarannsóknafélagið. Setja þarf upp skilti með upplýsingum og leiðbeiningum ásamt korti í eða við niður- föll í mörgum þekktum hellum. Sennilega er rétt að hafa samráð við Hellafræðifélag- ið um þetta atriði. Vafasamt finnst mér að kynna lítt þekkta, viðkvæma hella á opinberum vettvangi án þess að ganga tryggilega frá verndun þeirra fyrst. Rétt er sennilega að tilkynna fund nýs hellis sem trúnaðarmál til Hellarann- sóknafélagsins. Á ýmsu er tekið í þessari grein. Það gæti orðið prófsteinn á Hellafræðifélagið að vinna farsællega að þessum málum. Það er alveg ljóst að hraunhellarnir okkar eru afar sérstæðir og hafa mikið aðdráttarafl. Það má nýta þetta aðdráttarafl betur í ferða- mannaþjónustu og hafa af því beinar og óbeinar tekjur, um leið verður að hindra eyðileggingu nýrra hella og eins eyðilegg- ingu þess, sem enn er óskemmt í þekktum hellum. Sennilega er tímabært að halda ráðstefnu um hraunhellana. Þá ráðstefnu þyrftu að sitja aðilar frá Hellarannsóknafé- laginu, Náttúruverndarráði, e.t.v. Ferða- mannaráði, heimamenn af hellasvæðum og allir þeir sem áhuga hafa á verndun og nýtingu hellanna. Auk þess sem vernda þarf hellana, má nefnilega nýta þá töluvert í ferðamannaþjónustu. Sjónarmið geta ska- rast verulega en ég tel ekki svo erfitt að sameina þau að verulegu leyti. Nýtingin verður þó engin ef ekkert verður að gert, hellarnir skemmast áfram, vei'ða innantóm- ar holur fullar af rusli og okkur til ævar- andi skammar. Grein þessi var skrifuð nokkru áður en Víðgelmir opnaðist þann 5. október sl. Ætlunin með henni var að réttlæta fyrir fólki takmörkun á umferð um hellinn. Hella- rannsóknafélag íslands brást fljótt við og bauð landeigendum að smíða járnhliðið og koma því fyrir rétt innan þrengslanna í mynni hellisins. Að fengnu samþykki Nátt- úruverndarráðs og landeigenda var hliðinu komið fyrir þann 19. okt. sl. Vera má að ekki séu allir samþykkir svona Iokunaraðgerðum. Það hefði þó verið um- hverfisslys ef ferðamönnum hefði verið hleypt óheft í hellinn og vil ég biðja fólk að sýna því skilning. Höfundur er augnlæknir og einn af okkar reynd- ustu hellamönnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.