Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 6
IMATTURUVERND Verður eyðilegging hraunhellanna stöðvuð? Þrengsli í ósnortnum helli. Myndirnar hefur greinarhöfundur tekið. Hvernig má það vera að við sjálfír, íslendingar, höfum brotið, skemmt og Qarlægt nánast allar hraunmyndanir, sem hægt er að brjóta í Surtshelli, Stefánshelli, Víðgelmi, Raufarhólshelli, Gullborgarhellunum og Qölda annarra hella? EftirÁRNA B. STEFÁNSSON Aíslandi er mikil eldvirkni. Eldflöll eru fjölbreyti- legri og fleiri en gengur og gerist í veröldinni á jafn stóru landsvæði. Hraunin og eldstöðv- arnar eru á sinn hátt fráhrindandi, en laða einnig að, sérkennileg og heillandi. Hellar í hraunum hafa einnig aðdráttarafl. Nú er ljóst að hér á landi er ekki aðeins mikið úrval eldstöðva, heldur einnig hraunhella. Surtshellir er heimsfrægur og hefur um tveggja alda skeið verið eftirsóttur af ferða- mönnum. Lengstu hraunhellar heims eru ekki hér á landi, en við getum státað af ýmsum ein- stæðum hellamyndunum. Þar á ég við bæði hellana sjálfa og ýmsar myndanir í þeim. Nú er svo komið að nánast allar viðkvæmar hraunmyndanir í flestöllum hellum sem fundust fyrir 1980 hafa verið eyðilagðar. Þeir hafa verið rúnir sínu fegursta skarti, dropasteinum. Margt fleira kemur til og langar mig til að gera það að umræðuefni hér. Hv'ernig má það vera að við sjálfir, íslendingar, höfum brotið, skemmt og fjarlægt nánast allar hraunmyndanir, sem hægt er að bjóta í Surtshelli, Stefáns- helli, Víðgelmi, Rauf- arhólshelli, Gullborg- arhellunum og fjölda annarra hella? Þetta er nánast eins og náttúmlögmál. Hvergi í íslenskri náttúru höfum við gengið jafn endanlega frá frá náttúruminjum og í hellunum. Okkar stærstu hellar hafa allir verið óbætanlega skemmdir. Að auki höfum við skilið eftir rusl í ríkum mæli og hvergi í ofangreindum hellum er sá staður að ekki megi greina eitthvað, á mörgum stöðum eru reyndar heil kynstur af hinu fjölbreytilegasta rusli. Kyndilleifar, kertavax, sót á veggjum, sígar- ettustubbar, sígarettupakkar, eldspýtur, flöskur, dósir og margt fleira. Hvað veldur, hvað skal gera? Því skal reynt að svara hér. Hraunmyndanir skemm- ast á tvennan hátt. í fyrsta lagi af ásetn- ingi og í öðru lagi brotna þær óvart, við umferð um hellinn. Það er sennilega lítið sem hefur skemmst í jarðskjálftum á þess- ari öld, ef undan er skilin risastór fylling sem féll innarlega úr lofti Víðgelmis í jarð- skjálftunum í Borgarfirði 1974. Beinaleifar í Beinahelli Surtshellis, stór- merkar, óbætanlegar fornleifar hafa verið nánast hreinsaðar burt af fólki, sem tekið hefur með sér minjagrip úr hellinum. Minja- grip, sem það svo horfir á í forundran og hendir jafnvel strax burt. Fólk hendir frá sér rusli út í svartnætti hellisins, úr augsýn, þar er það „horfið” sem rusli sæmir. Það er hreint ótrúlegt magn sem sjá má með góðu ljósi á hveijum stað. Ég ætla ekki að dæma eintaka hellafara hér, en ásetning og óvarkárni má sennilega leggja að jöfnu hvað eyðilegginguna varð- ar. Ásetning að mestu, hvað dropsteina í gólfi (stalgmita) varðar, en óvarkárni og ásetning, hvað hraunstráin (stalgtitana) varðar, en þau eru alveg sérlega viðkvæm og þola varla að það sé hóstað á þau. Eyðileggingin er endanleg, vegna þess að hraunmyndanir verða til, meðan hraunið rennur og meðan það er enn mjög heitt. í hellinum er engin veðrun eins og á yfir- borði, ekkert fellur til botns og hylur sem set á sjávarbotni. Af þessari ástæðu hverfur ekki það rusl, sem skilið er eftir, nema það verði beinlínis fjarlægt af manna höndum. Flestir þekktustu hellarnir okkar eru nú orðnir þannig að ekki er hægt að skemma þar mikið. Rétt er að geta þess, að um- gengni hefur batnað í seinni tíð og eitthvað- er byijað að hreinsa stóru hellana. Á síðustu árum hafa allmargir nýir hellar fundist. I fáeinum þeirra eru afar sérstæðar hraunmyndanir. Maður stendur agndofa frammi fyrir mörg þúsund ára gömlum steinskúlptúrum náttúrunnar. Listaverk sem Ismyndun í Raufarhólshelli síðla vetrar. hafa staðið óhreyfð, óskemmd og óséð af mannsaugum um árþúsundir. Þessar nátt- úruminjar og varðveisla þeirra er eitt af aðalmarkmiðum þessarar greinar. Þarna eru einhveijar viðkvæmustu stein- myndanir sem hugsast getur, gersemar sem hafa staðið af sér jarðskjálfta og stórviðri yfirborðsins. Þarna er í mörgum tilvikum um gersemar að ræða, sem þola afar illa umferð manna, þó vanir séu. Gersemar sem horfnar eru að mestu úr öllum okkar þekkt- ustu hellum. Við getum ímyndað okkur listaverkasafn. Þar er verkunum raðað á alla veggi og einn- ig loft og gólf því rýmið er ekki mikið. í þröngum göngum milli fárra sala, eru feg- urstu verkin. Þarna kemst enginn um, án þess að skemma eitthvað. Sumir hugsa í myrkrinu, því safnið okkar er óupplýst: „Það tekur enginn eftir þó ég taki litlu port- rettmyndina, eða litla útskorna hestinn, það sér ekki högg á vatni.” Þannig hugsa allir, sumir ráða við sig, aðrir ekki, sumir stíga bara ofan á litla útskorna fílinn, æ, æ! Margir heimsækja safnið okkar og lista- verkin heyra brátt fortíðinni til. Ég ætla ekki að taka fyrir hellasálfræði í þessari grein, en það er athyglisvert að finna hvernig fólk breytist þegar í undir- heima kemur. Meðal annars getur sú freist- ing að taka eitthvað með sér orðið afar sterk, oft Iiggja brot á gólfi og þá er nærtækt að taka brot og brot, eða jafnvel að bijóta og taka með sér stein. Rangt er þó að taka brot að mínu mati ogjafn saknæmt að brjóta þó stigsmunur sé. Reyndar tíðkaðist það hér áður fyrr og var talið eðlilegt að taka með sér brot af gólfi. Þegar ég sem krakki, ásamt jafnöldum mínum úr Kalmanstungu var á ferð í stóru hellunum í Hallmundarhrauni með kertaljós og eina til tvær vasaljóstýrur tíðkaðist þetta, fullorðna fólkið leit á það sem eðlilegan hlut. Dropateinar voru friðaðir með lögum fyrst 1939 held ég og svo aftur 1974. I lögunum segir að „bannað sé að bijóta eða skemma dropasteinsmyndanir”. Ekki hefur verið minnst á brot sem liggja á gólfi, og því hafa menn getað réttlætt það, að taka slíkt með sér. Lagabókstafurinn hefur lítið haft að segja í þessu efni. Flestir stóru hellarnir hafa verið „ryksugaðir”, dropasteinar í hólf og gólf eru nánast horfnir. Allir okkar hellar eru opnir fyrir umferð. Víðgelmir lokaði sér þó aftur 1973 í van- þóknun yfir þeirri niðurlægingu sem hann, einn af merkari hraunhellum heims, hefur orðið fyrir. Eini hellirinn sem beinlínis hefur verið lokað fyrir umferð vegna brýnna verndunar- sjónarmiða, Jörundur, var friðlýstur sem náttúruvætti 1985. Ljóst er að í honum eru svo sérstæðar hraunmyndanir, að hann er einstakur sinnar tegundar. Vafasamt er að aðrar eins myndanir fyrirfínnist í heiminum. Þá var einnig ljóst að nánast allar þekktar dropasteinsmyndanir hér á landi til þess tíma, höfðu verið eyðilagðar. Hellirinn er afar viðkvæmur og þolir alls ekki mikla umferð. Honum var því lokað með læstum hlera, ætlunin var að Náttúruverndarráð leyfði aðeins umferð í vísindalegum til- gangi. Hellirinn er enn tiltölulega lítið skemmdur, en þó byijaður að láta á sjá. Brýnt er að vemda þennan einstaka helli tryggilega, og það hljóta að tejast meirihátt- ar afglöp, ef það ekki tekst. Þess ber að geta að hellar hafa yfírleitt skemmst hægt hér á landi, á nokkrum áratugum. Svo hægt að menn hafa ekki tekið eftir því í tíma, síðan vaknað upp við vondan draum, en þí fundist of seint að grípa til verndunar- aðgerða og skemmdimar halda áfram. Við íslendingar höfum verið, og erum enn, miklir eftirbátar annarra þjóða í vernd- un hellanna okkar. Það er viðurkennd stað- reynd hjá öllum sem til þekkja að hellar eru í mörgum tilvikum, einhveijar viðkvæmustu náttúruminjar sem til eru. Flest öllum þekkt- ustu hellum erlendis hefur verið lokað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.