Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 7
rammlega. Afmörkuð svæði eru raflýst, gerðir eru göngustígar og farið með ferða- menn í gegn í mismunandi stórum hópum með leiðsögn. Þess er vandlega gætt, að fólk haldi hópinn og haldi sig á göngustígun- um. Hér á landi eru hellar ölium opnir, liggja fyrir hunda og manna fótum, flestir rúnir sinni fegurstu prýði og fullir af rusli sem fer hægt vaxandi. Nú má spyija: „Eigum við ekki öll hell- ana okkar?” Jú, auðvitað. „Megum við þá ekki öll njóta þeirra og fara í þá?” Svarið er nei, einfalt nei. Ekki öll, ekki í þá alla, því miður. Við getum ekki öll farið á listaverkasafn- ið okkar, sem ég nefndi áðan. Við eyðileggj- um það á skömmum tíma, svo það sé ekki af ásetningi. Svo er einnig með hellana. Flestum þeira verður reyndar ekki bjargað úr þessu, en þó má margt gera. Sá sem þetta ritar hefur frá barnæsku fylgst með íslenskum hraunhellum og hægf- ara eyðileggingu þeirra. í raun nær reynsl- an nokkuð lengra aftur. Það var senniiega 1957 eða 1958 að Stef- án Ólafsson, bóndi í Kalmanstungu, tók mig og frænku mína, þá 8 eða 9 ára gamla, og sýndi okkur hellinn, sem eftir honum er nefndur. Hann, slitinn og lúinn fyrir aldur fram, gerði það fyrir orðastað konu sinnar, ömmusystur okkar, að fara með okkur. Við dáðumst af því sem við sáum, en þá var enn dálítið af litlum dropsteinum með veggj- um og einhver hraunstrá í lofti og reyndar var margt að sjá. „Hér er nú allt búið að skemma,” sagði hann. „Þið hefðuð átt að sjá hann hér áð- ur.” Fleiri tregablandin orð lét hann falla. Það var minna það sem hann sagði; það var treginn í því, sem snart mig. Sem barni fannst mér það merkilegt að hann svona gamall gæti haft svona sterkar tilfinningar til hellis. Hann hafði þá fylgst með hægfara eyðileggingu hellis síns um yfir fjörtutíu ára skeið og hafði aðeins mæðu af því að sjá hann svona útleikinn. Eg man að hann tregðaðist við að fara með okkur af þessari ástæðu. Hann ætti að sjá hellinn sinn í dag, ruslið sem í honum er og dropasteinarn- ir allir horfnir. Þetta var í síðasta skiptið sem hann sá hellinn, held ég. Það snerti mig enn, er ég hugsa til baka. Þess vegna, ekki síst, ætla ég ekki að láta baráttulaust vanþekkingu og óforsjálni valda eyðilegg- ingu þeirra dýrgripa, sem fundist hafa á síðustu árum. Merkilegasti dropasteinn í íslenskum hraunhellum, „Goðið á stalli”, sem Matthías Þórðarson nefnir svo vel í lýsingu sinni á Víðgelmi snemma á öldinni, er stofustáss samlanda okkar, gott ef það er ekki ösku- bakki. Innarlega vinstra megin í Víðgemli er lít- ið útskot nokkuð hærra en aðalhellirinn. í því miðju, framarlega, stóð „goðið”. Myndun þessi er sennilega ekki dropasteinn, heldur jafnvel lítið hraundrýli. Það er 70 cm hátt, 10-15 cm í þvermál efst og 15-25 cm neðst, efst var bolli ofan í það 5-7 cm í þvermál 2-3 cm djúpur, yfirborðið var slétt, matt, grátt, hraungler á efri hluta steinsins, en óreglulegra neðar. Því er lýst svo nákvæm- lega hér, að því verði skilað, annað hvort til Sveins Jakobssonar á Náttúrufræðistofn- un, eða til undirritaðs og bið ég alla velvilj- aða menn, sem af því vita, að sjá til að svo verði. Það var brotið af stalli sínum stuttu eftir 1963 með verkfærum og sjálfsagt tölu- verðri fyrirhöfn. „Goðið” er afar sérstakt og ætti, eftir viðeigandi rannsókn, að vera í vörslu Náttúrugripastofnunar. Síðan má setja það upp í fyrirhuguðu Náttúrugripa- safni eða koma því á sinn stað aftur. Það tíðkaðist á þessum tíma að taka dropasteina þó það væru reyndar aðeins brot af gólfi. Ég lít því á þetta sem slys og bið þess hér, að „Goðinu” verði skilað. Farið verður með það sem trúnaðarmál og mun ekki koma til eftirmála ef af skilum verður. Gaman væri ef fleiri steinum úr þessum sérstaka helli væri skilað á sama hátt. Þá eru það Gullborgarhellarnir. Það fór um mig, þegar ég um tvítugt, las grein Sigurðar Þórarinssonar frá 1957, endur- prentaða í Ferðafélagsbókinni um Hnappa- dalssýslu 1970. Sigurður minnist á eyðilegg- ingu hellanna i Hallmundarhrauni, og segist með hálfum hug vekja athygli á þessum nýfundnu hellum. Hann segir: „Náttúruvernd er ekki fyrst og fremst lagaboð heldur einnig þroska- og uppeldisatriði.” Þetta er alveg rétt, en síðan segir hann: „Meðferð á hellunum í Gullborg- arhrauni getur orðið prófsteinn á þetta atr- iði.” Þetta var sjónarmið síns tíma. Það var hæpið 1957 enda Sigurður í vafa. Því miður var grein Sigurðar endurprentuð í Ferðafé- lagsbókinni, var það afar vafasamt 1970, að kynna aftur hellana, sem þegar voru byijaðir að láta töluvert á sjá. Við höfum ekki staðist prófið. Við gátum Úr hellinum Jörundi: Hraunstrá úr lofti og dropsteinsskógur á gólfi. Þennan helli þarf að vernda tryggilega. aldrei staðist prófið. Gullborgarhellarnir gátu heldur ekki staðist prófið, þeir gátu aldrei staðist þá umferð sem um þá er og hefur verið. Hellar skemmast hægt eins og áður sagði, allt hefur verið gert til að hindra skemmdir í Gullborgarhellunum nema að loka þeim. Þar má enn sjá margt fallegt, en þeir eru enn að skemmast og halda áfram að skemmast. Nú komum við að afar mikilvægum og jafnvel viðkvæmum málum, hellarannsókn- um, hellavernd og kynningu á hellum. Hellar eru margir hveijir einhveijar við- kvæmustu náttúruminjar, sem til eru, eins og áður sagði. Þeir þola margir hveijir alls ekki nema takmarkaða umferð, jafnvel vanra manna. Því miður er það staðeynd, að eina leiðin til að vernda marga hella er að loka þeim. Töluverð kynning hefur verið á hraunhell- um á opinberum vettvangi á undanförnum árum. I sumum tilvikum hafa viðkvæmir hellar verið kynntir, án þess að ganga fyrst tryggilega frá vemdun þeirra. Ahugi fyrir hellum hefur aukist mjög. Á síðustu árum hafa fundist margir hellar, fáeinir mjög Úr Víðgelmi. Hraunstrá horfin og brotnir dropsteinar á gólfi. Stemmning í hraun- helli, sem enn ernán- ast ósnortinn. Úr Stefánshelli. Eins og fornaldarkastali, sem hefur verið rúinn öllum innan- stokksmunum, en er stórkostlegur þrátt fyrir allt. sérstæðir og afar viðkvæmir. Þeir eru marg- ir ekki ýkja stórir, þröngir og lágt er til lofts, það er nánast ógerlegt að komast um suma þeirra án þess að skemma eitthvað. Tveir eru bókstaflega fullir af viðkvæmum hraunstráum og dropasteinamyndunum og sennilega einstæðir í heiminum. Þeir þola afar takmarkaða umferð. Við íslendingar höfum lítið sinnt hella- rannsóknum til þessa. Á ég þar við, að hell- ar séu mældir nákvæmlega og gerð á þeim fræðileg úttekt. Stendur þetta nú til bóta. Leyndin og ókunnugleiki fólks hefur varið marga hella til þessa, þegar henni hefur verið svipt af verður að taka ábyrga afstöðu til hellaverndar. Reyndar er löngu orðið tímabært að taka mál þessi föstum tökum. Hellar eru sérstæð og stórmerkileg nátt- úrufyrirbrigði. Það er engin ástæða til að takmarka umferð fólks um þá alla. Það er þvert á móti ástæða til að auðvelda umferð fólks um marga þeirra. Um leið verður að gæta þess vel að þeir ekki skemmist meir en orðið er. Gera má Surtshelli og Stefánshelli að- SJÁNÆSTU SÍÐU. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. NÓVÉMBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.