Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Side 3
I.ESBflg M O R G U N B L A Ð S I N S lltgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan I stað höggmynda af kóngum og herforingjum á hestbaki, sem sjálfsagtþótti að setja upp átorgum framá þessa öld, er nú sózt eftir áhrifamiklum, ftjálsum listaverkum. Einkum er það skúlptúr, sem þá er stækkaður til að gefa honum aukinn slag- kraft. Skúlptúrinn á myndinni er úr áli eftir hjónin Birgitte og Martin Matschinsky-Denninghof, og hefur verið reistur í miðborg Berlínar. Þar var fyr- ir annar skúlptúr og ekki síður áhrifamikill: Kirkj- an, sem látin var standa eins og hún leit út eftir orrustuna um Berlín 1945. Móðurmálið „...margt má finna líkt með málræktarstefnu undanfarinna áratuga og sjúklingi sem ekki þorir til læknis en kýs þess í stað að reyna ýmsar smáskamm- talækningar”, skrifar Ragnheiður Briem, íslenzku- kennari við MR í mikilli ádrepu, sem ber yfirskrift- ina: Lasarusarstefnan - óheillaþróun í meðferð ís- lenskrartungu.” Svavar „Áður en Svavar kastar sér út í listina hefur hann hefðbundinn vinnuskóla að baki, sveitastörf, pakk- húsmennsku, að drepa fyrir fisk í lóninu og veiða úr vötnum og ám”, segir Thor Vilhjálmsson, í kafla úr bók, sem hann hefur skrifað um Svavar Guðna- son málaraog senn kemur út. Kolagrafir hafa nýlega fundizt við Bláfell á afrétti Bisk- upstungna, þar sem nú er að segja má örfoka land. Þetta ásamt einstaka háum torfum, sem þar standa eftir, styður þá kenningu, að veðurfar hafi verið hlýrra og landið viði vaxið fyrir mörgum öldum. Sturla Frið- riksson, náttúrufræðingur, hefur hugað að kolagröf- unum. TÓMAS GUÐMUNDSSON Hótel Jörð Tilvera okkar er undarlegt ferðlag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl, þó deilt sé um, hvort hótelið sjálft muni græða. En við, sem ferðumst, eigum ei annars völ. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða. Að vísu eru flestir velkonmir þangað inn, og viðbúnaður, er gestirnir koma í bæinn, og margir í allsnægtum una þar fyrst um sinn. En áhyggjan vex, er menn nálgast burtferðardaginn. Þá streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss, að allt verði loks upp í dvölina tekið frá oss, er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss reikninginn yfir það, 'sem var skrifað hjá oss. Þá verður oss Ijóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur. Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst, í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur. Tómas Guðmundsson, f. 1901, d. 1983, var frá Efri Brú í Grjmsnesi, en átti lengst af heima í Reykjavík. Tómas er eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar á þessari öld og telst brautryðjandi í því meðal hérlendra skálda að gera borg og borgarlíí að yrkisefni. að er sitthvað, sem veldur mun á fólki í hinum ýmsu þjóðlöndum og mestu veldur um lega Ianda á hnettinum og þar af mis- munandi hitastig og veð- urfar, og það hvort- tveggja hefur valdið mis- munandi atvinnuháttum sem hafa sett mark sitt á fólkið í aldanna rás. Af þessu hvoru- tveggja, náttúrufari landa og rótgrónum atvinnuvegum má kenna mikils munar á fólki hinna ýmsu þjóða. Annarskonar fólk er í harðbýlum löndum en fijósömum, svo sem akuryrkjulandi með langt sumar, og í því landi þar sem menn hafa róið til fiskjar á úfið haf eða elt rollur um kletta og klungur og sótt allt sitt undir högg og haft yfir sér langan vetur og dimm- an. Menn geta alltaf verið að uppgötva eitt- hvað nýtt fyrir sjálfum sér, ef þeir eru þann- ig gerðir, og það var á dögunum að ég uppgötvaði að ísland er of hjóðbært fyrir þjóðina, og alla óreiðuna í sálarlífi þjóðarinn- ar mátti rekja til þessa að hinn minnsti hávaði bergmálaði í fjöllunum og magnaðist í öskur. Þessi uppgötvun kom þar yfir mig, sem ég dvaldi erlendis í landbúnaðarhéraði, þar sem skógar miklir girtu af akra og vegi, og hlífðu mannfólkinu við hávaða. Þarna blakti ekki hár á höfðu þann tíma, sem ég var þarna og þó komið fram á haust. Þótt Þjóð án bílar ækju um vegi, þá kæfðu skógar beggja vegna vega svo hljóðið að það rauf ekki kyrrðina og friðsældina. Þarna var ekki langt á milli húsa en þó sá ég ekki hús nágrannans né heyrði hvað hann var að aðhafast. Hann var ekki inná mér með sitt bras. Ég veit því ekki hvort einhver þeirra hefur sprengt í loft upp kofann sinn meðan ég dvaldi þarna, og ef hapn hefur rifizt við kellu sína eða skammað krakkagemlingana hefur það farið framhjá mér. En trúlega hefur ekki verið um slíkt að ræða, þótt ég sæi ekki fólkið heima við sá ég því bregða fyrir í sveitaþorpinu og það hafði greinilega dregið dám af umhverfi sínu. Það var kyrr- látt, lágmælt og vingjarnlegt eins og um- hverfi þess._ Eins og Islendingum er tamt, stöddum erlendis, hugsaði ég heim. Það er sagt um okkur íslendinga, að við séum sífellt tuð- andi á samanburði á því, sem við sjáum og kynnumst í útlandinu og því sem við þekkj- um heima. Þetta fylgir líklega mörgu smá- þjóðafólki og þá ekki sízt okkur, sem komum úr einangrun og erum að leita okkur að fótfestu í heiminum umhverfis okkur og teljum okkur nauðsyn á að taka upp sem kyrrðar mest af siðum og háttum þess umhverfis. í hinu kyrrláta umhyerfi mínu varð mér hugsað til þess að á íslandi er ekki settur svo bíll í gang eða traktor í íslenzkri sveit, að ekki berist hávaðinn um alla sveitina og íjúfi hina gömlu góðu sveitakyrrð, og í þorp- um okkar og bæjurn veit allt þorpið eða bæjarhverfið ef kona hastar á krakka heima við hús sitt og sé ræstur bíll árla morguns vaknar allt þorpið eða hverfið. En það eru ekki bara vélar sem valda hávaða, sem berzt langa vegu heldur hin smæstu hljóð. ísland var ekki búið undir vélaöld, hefur ekki gert ráð fyrir vélum. Hvar ætli að það gæti gerzt, nema í þessu hljóðbæra landi, sem kunningi minn að vestan kvartaði um við mig ný- lega. Hann sagðist ekki fá svefnfrið þegar húsbóndinn í næsta húsi væri í landi fyrir því sem væri að gerast í hjónarúminu og væri þó húsið hans hinum megin götunnar. Þetta gæti ekki gerzt í skóglendi. Við íslend- ingar erum sem sé vegna nektar landsins með hávaða hvers annars inná okkur í allan máta. Það kann að vera rétt að við íslending- ar séu jafnan svo stútfullir af skoðunum að okkur sé ekki gefið að hlusta nema á sjálfa okkur og því reynum við að hafa sem hæst til að heyra í sjálfum okkur. Þetta eykur náttúrlega á þjóðarhávaðann. Ég er sem sé kominn að þeirri niður- stöðu, að þessi þjóð sé orðin skuðærð af eigin hávaða og vélagný og hávaða kjapta- gangi og valdi því, sem ofan segir, hvað landið er hljóðbært í nekt sinni, hávaðinn sé kominn í sálarlíf þjóðarinnar. Kyrrlát hugsun horfin með þjóðinni. Þessa niðurstöðu mína má ekki taka svo, að ég vilji skógklæða ísland, það er nú eitt- hvað annað, ég var nefnilega ekkert hrifinn af að aka um veg eða standa á hlaði og sjá ekki nema í næsta tré. ísland á að vera eins og það er, land víðáttusjónar til fjalla, .ekki hærri skógur en kjarr í hlíðum, en mýrar neðra með fuglakvaki sem berst langa vegu og árniðinn vil ég ekki missa í skóg. Okkur hefur þó reynst vel skógur í bæjum þann stutta tíma, sem hans nýtur við á sumrum. — En það nægir enginn skóg- ur til að lægja hávaðamengun þjóðarsálar- innar. Hún er kannski ekki svo mjög af því vonda, hún heldur þjóðinni vakandi í hugs- un, þótt á þeirri hugsun sé sá galli, að hún er víðáttuhugsun — hugsað er í allar áttir í einu. — Það gæti lagazt með tíu þúsund blaðsíðna reglugerð EB. (Ekki rugla saman ES og EB, og muna þó hið fornkveðna um skrattann, ef honum er réttur litli fingur.) ÁSGEIR JAKOBSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. NÓVEMBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.