Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 10
Á víð og dreif „Ef tungan breytist breytist landið með 99 • • • Eiríkur Jónsson skrifar grein í Lesbók Morgunbiaðsins 2. febrúar sl., þar sem hann víkur að áhrif- um íslenskra alda- mótamálara á land- syn Halldors Lax- ness. Eins og kunnugt er, er Eiríkur Jónsson manna kunnugastur verkum Halldórs Laxness og rótum þeirra og aðföngum (sbr. Rætur íslandsklukkunn- ar Rv. 1981). í greininni vitnar Eiríkur til inngangs Halldórs Laxness að lista- verkabók Jóhannesar Kjarvals, sem kom út 1950. Höfundur inngangsins telur, að Konráð Gíslason hafi komið málverk- um aldamótamálaranna af stað, „rétt eins og skáldskapnum, þ.e. innblásnum náttúruskáldskap Jónasar Hallgrímsson- ar áður", en í draumvísu Konráðs segir: „landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafíð er skínandi bjart”. Draumvís- an, kveðskapur Jónasar og áhrif hvors tveggja á íslensk skáid aldarinnar og ekki síst á „myndskáldskap landnáms- manna íslenskrar myndlistar”, (Eiríkur Jónsson) eru ótvíræð. Halldór Laxness hefur mörg orð um þessi áhrif á Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrím Jónsson og síðan lýsir Eiríkur þeim áhrifum sem myndir þeirra, dá- semd blárrar fjarlægðar, sem einkennir verk þeirrá, hafi haft á texta Halldórs í Heimsljósi og víðar. Eiríkur birtir texta þessu til staðfestingar og sýnir með þessu fram á tengsl verka málaranna við texta skáldsins. Áhrif skáldskapar á málaralist og öfugt eru skilgreind af Eiríki Jónssyni. Jónas Hallgrímsson sýndi okkur’landið í nýju ljósi og þannig móta skáld og lista- menn „samstillingu verks og sýnar”. Lévy-Strauss skrifar ungum málara hugvekju um málaralist undanfarinna alda. Hann segir að sú kenning að ljós- myndin hafi tekið við af málverkinu vekji með sér furðu og undrun. Da Vinci skildi fullkomlega fyrsta boðorð málara- listarinnar, að aðskilja og raða þeim áhrifum sem skilningarvit okkar og sýn og næmi verða fyrir að utan, frá náttúr- unni og lifandi heimi. Með því að vinna úr þessum áhrifum, sleppa, og auka vissa þætti, skapar listamaðurinn heild sem er ákaflega fjarri því að vera eftir- mynd í átt við ljósmynd. Hann skapar og lífgar og skapar persónulegan stíl með verkum sínum. Frelsi ljósmyndar- innar er ekkert. Hún er þrælbundin tak- markaðri skynun frumstæðrar tækni, sem er frumstæð miðuð við dýpt skynj- unar góðs málara á fyrirmyndinni. Því er frasinn um að ljósmyndin komi í stað málverksins marklaus og er nú orðin nokkuð öldruð markleysa frá því að hún tók að hljóma um og eftir miðja síðustu öld. Það er þessi afstaða sem birtist í list aldamótamálaranna og arftaka þeirra, sem allir skynja landið hver á sinn hátt, og kveikja listar þeirra var orðið. Sama á sér stað í orðlistinni, skáldin skynja umhverfi, líf og land algjörlega persónubundið og þannig lifir orðið og breytir meira að segja gijótinu. „Hvað átti ég að mála, þegar ég kom hingað frá útlöndum?” sagði Jóhannes Sveins- son Kjarval. „Gijót” svaraði hann sér sjálfur. Og hann málaði gijótið svo að það lifnaði á striganum. Og snjallir málarar mála birtuna eina, víddir og andrúmsloft festingarinnar. Draumvísan varð kveikja að nýrri sýn í orðum og lifnaði á striganum og orðin breyta land- inu: „Ef tungan breytist, breytist landið með/stór eyja gerð úr orðum” og síðar í sama ljóði „silfurbláar borgir/á borð við gamla Eyjafjallatind/sem Jónas reisti á ferð hér fyrir sunnan.” ■(Úr óbirtu ljóði eftir Kristján Karlsson, birt með leyfi höfundar.) SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON ÞÓRÐUR G. HALLDÓRSSON Til þín sem drepur Við hamraborg og hátt í fjöllum, helst sem lengst í burt frá öllum, gott mitt taldi griðaland. En þótt ég haldi heims á enda og hafi löngun til að lenda, er gleðin bundin sorg í bland. Fleygist ég því fjalla í milli, til að forðast þeirra hylli, sem mig merkja sína bráð. Því hvar sem mínir krepptu fætur, kunna að vilja festa rætur, er mér bruggað banaráð. Dýrsins eðli dæmi ég eigi, þótt dapurt sé, en frá því segi, að oft við verðum val að bráð. En því skal sá, er sjaldan angrar sífellt hungur, nætur langar, vera okkar dauða háð? Nægir ekki níðþung kista, næstum margra vikna vista, fylltri upp að efstu rönd. Nýturðu ekki fegurð fjalla, finnurðu ekki dýrðina’ alla, án morð-tólsins þér við hönd? Ef helst þið nærri hungurmorða, og hefðuð ekkert til að borða, nema bliknuð blöð af storð, ég eflaust mundi geði glöðu, úr giljum þreyta flugi hröðu, beint á ykkar veisluborð. Komí að þeim dýrðardegi, að dag hvem ég við böm mín segi, - nú fyllir friður Guðs um grund -, svo lyng í mó og lauf af greinum, skal leyft að nærast hverjum einum, án geigs eða’ ótta af dauðastund. Nú óðum hylur teppið hvíta, hvar sem augum ber að líta, fönnin hrannast föl á grund, er sem hulið helgidómi, kvaka fuglar lágum rómi, - færið okkur frið um stund -. Höfundur er fyrrverandi fasteignasali. SIGURBORG JÓNSDÓTTIR í takt við tímann Hjarta þitt slær í takt við tímann strax í upphafi Óskrifuð blöð — ofgnótt af engu krefja þig svars Hugsaðu hratt hugur og hönd vinni saman vandi málfar viðstöðulaust Þú staldrar við stafi en storkandi stundaglasið heldur sínu striki Að fikra sig áfram boðar feigð til falls Augu þín gráta af gremju yfir gleymdri spurningu og í gegndaiiausum metnaði þínum ertu mörkuð í framan eitt augnablik sem miskunnarlaus tíminn hafi ofið þjáningar alheims á andlit þitt Þegar þungir skapsmunir þínir flæða — blæða yfir bakka sína skundar skynsemin á brott um stund Höfundur er skrifstofumaður á sjúkrahús- inu í Keflavík. GUNNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR Langömmu- kistan / kistunni sinni geymdi hún dýrgripi sína Þar var kandís sálmabók silkislæður og kannski gimsteinar Guðs Gengið tii móts við vorið í Ijósaskiptum leiði ég hest eftir hjarnUögðum vegi Geng hægt í takt við hófasmelli í dag er kistan vopnabúr sonar míns Jamaika Fólk sem er kyrrt Heitur andardráttur liðast út í bleikan bjarma himins Við hvert skref hvíslar rödd í hjarta mínu það vorar það vorar situr stendur meðfram götum uppvið slitin hús í dyragættum Og framundan er ekkert nema fegurð ijallsins tómleiki í augum þvottur á snúrum dauður hundur á götunni aðgerðarleysi tímaleysi tannleysi allsleysi Hrægrammar sveima yfir Höfundur býr I Reykjavík. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.