Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 6
rétt? Hvenær gera menn sér grein fyrir því að það er þeim fjötur um fót að geta ekki tjáð sig skammlaust á íslensku í ræðu og riti? Mér er nær að halda að áhuginn sé aldrei minni en einmitt meðan menn verma enn skólabekkina. Og þótt það hljómi eins og þver- sögn eru skilyrðin til aukins málræktarstarfs í skólum líka afleit. Er íslensk skólaæska þá vanþakklátur let- ingjalýður sem nennir ekki að hirða um mál- far sitt og nýta tækifærin sem skattborgarar greiða dýru verði? Alls ekki. Það er bara ekki rétt að vilji sé allt sem þarf. Til þess að fá þá nasasjón af öllum sköpuð- um hlutum, sem samaniögð nefnist almenn menntun, þurfa nemendur að innbyrða regin- býsn af námsefni alls konar. Sérhver fagkenn- ari hlýtur að álíta sína kennslugrein mikil- væga og halda henni að nemendum eins og hann best getur. Hann veit líka að eftir loka- próf munu fæstir nemendanna afla sér frek- ari þekkingar í greininni. Auðvitað finnst hon- um þess vegna goðgá að sleppa hendinni af nemendum sínum án þess að hafa komið sem allra mestu námsefni til skila. Þetta veldur því að nemendur eru að drukkna í upplýsingaflóði. Þótt ekki þurfi að kvarta undan því að þeir vilji ekki bæta ís- lenskukunnáttu sína þá er þrýstingur frá öðr- um kennurum og öðrum greinum yfirþyrm- andi. Auk þess eru takmörk fyrir því hversu miklu eitt heilabú getur tekið við á tilteknum tíma svo að meginhluti námsefnisins fer í skammtímaminni - og þaðan aftur að loknu prófi þegar nýtt efni bætist við. SÉRSTAÐA MÓÐURMÁLSINS Hér hefur móðurmálið algera sérstöðu. Þegar skólagöngu lýkur og menn taka að starfa hver í sinni grein finna þeir fljótlega hvaða skólalærdóm þeir nota og hvað þeir þurfa ef til vill að rifja upp. Þegar ekki er lengur um að ræða þrýsting frá ótalmörgum greinum og námsþreytan er gufuð upp hafa menn loksins tíma til að sinna málræktinni, þörfin kemur í ljós, áhuginn vaknar. Það er því stundum allt að því grátbroslegt að hlusta á íslenskukennara ræða val náms- efnis. Ef einhveiju þarf að sleppa er viðkvæð- ið jafnan: „Nei, þau verða að lesa þetta. Annars lesa þau það aldrei.” Og bókalistinn lengist og lengist, tíminn fyrir hveija bók styttist, hraðlesturinn eykst, kröfurnar verða því að minnka, námsþreytan verður óbærileg. Já, með þessu móti er næsta víst að nemend- ur munu hugsa með hrolli til íslenskukennsl- unnar og þurfa Iangan tíma til að komast á það stig að fara að langa til að lesa íslenskar bækur. Þessu þarf að breyta. Fyrsta skrefíð til að koma lagi á móðurmáls- kunnáttu og málvöndun er að gera sér ljóst að íslenskunám hefst um leið og máltaka bama (á fyrsta eða öðru ári) og lýkur ekki fyrr en í hárri elli. Annað skrefið er að skipu- leggja þetta nám, ekki aðeins það sem fer fram í skólum, heldur frá vöggu til grafar. Skólaárin gegna hér lykilhlutverki en ekki til að kenna allt heldur miklu fremur til að kynna allt og kenna sumt. Eins og bent er á í Álitsgerð um málvönd- un og framburðarkennslu í grunnskólum er móðurmálskennara víða að finna. Foreldrar, fóstrur, félagar - í raun og veru allir í nán- asta umhverfi hvers einstaklings. Fæstir móðurmálskennarar eru þvi sérmenntaðir á sviði íslensku og þurfa á aðstoð að halda til þess að kennsla þeirra, bein eða óbein, nýtist sem best. Vitað er að lítil börn elska endurtekningu. Það þekkja allir foreldrar sem hafa lesið upp- hátt fyrir börnin sín í bernsku þeirra og þakk- að sínum sæla þegar bömin hafa mjakast af einu þroskastigi á næsta (Sætabrauðsdrengur- inn hljóp og hljóp og hljóp. Hann hljóp fram hjá gömlu konunni, hann hljóp fram hjá gamla manninum o.s.frv.) Þessi ást barna á endur- tekningu var t.d. nýtt til hins ýtrasta í alþekkt- um, bandarískum barnatíma, Sesame Street. Með því að horfa á þáttinn lærðu böm meðal annars, og að því er virtist fyrirhafnarlaust, að þekkja stafina og telja, jafnvel lesa og reikna. Ein aðferð, sem ég man eftir úr Ses- ame, Street var sú að í hveijum þætti birtist hvítklæddur bakari á skjánum og hélt á tertu með logandi kertum. Fjölgaði kertunum eftir því hversu langt var komið i að kenna tölurn- ar. Þegar bakarinn var kominn að ákveðnum stað á leiksviðinu datt hann kylliflatur og tert- an fór í klessu. Þótt fullorðnu fólki þætti þetta atriði fljót- lega nánast óbærilegt gegndi öðru máli um hina ungu áhorfendur. Á hveijum degi biðu þeir í ofvæni eftir því að bakarinn dytti, lærðu í leiðinni að telja án þess að hafa hugmynd um það sjálfir og ósvikinn fögnuðurinn yfír örlögum ijómatertunnar var sú umbun sem þeir hlutu fyrir. MÁLIÐ VANDAST ÞEGAR BÖRN ELDAST Þegar könnunin, sem ég minntist á áður, hefði leitt í ljós hvaða málfar það er sem við viljum halda að börnum okkar ætti að útbúa Kolagrafir yið Bláfell Ofarlega við gróðurmörk, efst í hálendisbrúninni, voru fyrr á öldum víða skógarsvæði í skjólgóð- um hlíðum og hvömmum. Eitt slíkra svæða var sunnan við Bláfell á Biskupstungnaafrétti í Ámessýslu. Hafa gróðurleifar nú ver- skemmtiefni í samræmi við það. Einfalt er að semja efni handa ungum böm- um með innbyggðri kennslu sem grundvallast á endurtekningu. Ef við vildum t.d. kenna smábörnum að nota þolfall í stað þágufalls með sögninni að langa væri létt verk að semja slíkt efni. Þeir sem læsu nytu að sjálfsögðu góðs af og mundu læra hina æskilegu notkun ef hún væri þeim ekki þegar töm. Málið vandast þegar börn eldast og kröfur þeirra breytast. Með auknum þroska eykst þörfin fyrir flóknari söguþráð og efni sem höfðar verulega til hlustenda. Og síst af öllu mega bömin finna að það sé verið að lauma kennslu inn í dægradvöl þeirra. Þegar hér er komið sögu þarf að leita til aðiia sem eru gæddir þeirri náðargáfu að hafa betra vald á móðurmálinu en aðrir menn. Auk þess verða þeir að hafa tilfinningu fyrir því hvaða málfar hentar bömum en færir þau samtímis í átt til vandaðs fullorðinsmáls. Og ekki skaðar að þeir séu hugmyndaríkir og skemmtilegir líka! Þessa aðila þarf að virkja til þess að þýða og semja hvers kyns bamaefni og færa í bún- ing hugmyndir annarra sem vita hvað börn vilja heyra en geta ef til vill ekki sett það efni fram á fullboðlegan hátt. En_ eru slíkir málsnillingar til? Hvort þeir eru! Ég nefni sem dæmi þá Guðna Kolbeins- son og Þránd Thoroddsen sem allir þekkja fyrir frábærar þýðingar í sjónvarpinu. Oft blessaði ég hann Guðna hátt og í hljóði þegar ég heyrði syni mína orða hugsanir sín- ar á gullaldarmáli sem ég vissi að hafði hvergi verið fyrir þeim haft nema á myndböndum með barnaefni sjónvarpsins þar sem Guðni lék þýðingar sínar með miklum tilþrifum. „Ertu í hefndarhug, óbermið þitt?” mátti heyra hróp- að úti í garði hjá mér þegar menn voru þar í „byssó” forðum! Og muna má þegar hálf þjóðin sat gapandi af aðdáun yfir Prúðu leikurunum sem Þránd- ur þýddi. Örðaleikir, sem virtust gersamlega óþýðanlegir, streymdu fram á skjáinn og urðu jafnvel betri á íslensku en frummálinu. Stíllinn var léttur eins og við átti, textinn í bundnu máli ef því var að skipta. Ekki væri amalegt að fá Þránd Thoroddsen til að yrkja vísur sem syngja mætti með börn- um í leikskólum í stað þeirra sem ekki höfða lengur til þeirra vegna efnis eða orðalags. Honum yrði víst ekki skotaskuld úr því að láta gamla Nóa keyra brunabíl án þess að þverbijóta bragreglur og misbjóða máltilfir.n- ingu þeirra sem á hlýddu. (I leiðinni þyrfti svo auðvitað að lokka Guðrúnu Helgadóttur út af þingi svo að hún hefði meiri tíma til að skrifa bækur fyrir börn á öllum aldri.) Miklu skiptir að vandað sé til málfars á þeim bókum sem lesnar eru fyrir börn og þau lesa sjálf þegar þar er komið sögu. Til þess að leiðbeina kaupendum barnabóka um val á lesefni væri kjörið að fá ákveðinn hóp mál- fróðra manna (svipaðan Kvikmyndaeftirlitinu) til að lesa þær yfir og gefa þeim einkunnir. Skylda mætti útgefendur til að birta umsögn þessara aðila aftan á bókarkápu. Ef umsögn- in væri slæm færu þeir varla að gefa bókina út fyrr en að loknum lagfæringum. Ekki er að efa að það mundi létta jólabókagefendum valið ef þannig væri að málum staðið. Reynd- ar eru verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bestu bamabækur, þýddar og frumsamdar, viðleitni í þessa veru. HVAÐ Á AÐ KENNA í SKÓLUM OG HVERNIG? Námsefni skólánna í móðurmáli og kennslu- aðferðir þarf að endurskoða frá grunni, nota það sem nýtilegt er og sleppa hinu. Ég lýsti einu sinni í Morgunblaðsgrein hvernig beita mætti í íslenskukennslu aðferðum, sem gefíst hafa vel við kennslu í erlendum málum og gætu sömuleiðis hentað við móðurmáls- kennslu, einkum yngri barna, enda oft um svipuð atriði að ræða í báðum þessum grein- um. Ég tók þá sem dæmi mynsturæfingar sem eru notaðar í kennslu erlendra tungumála til að skapa réttar málvenjur og gera þær ósjálf- ráðar líkt og fingraæfingar í hljóðfæraleik. Einhveijir höfðu á orði að lítið vit væri í að fara að beija móðurmálið inn í blessuð börnin eins og það væri útlent mál. Ekki ætla ég að þreyta Iesendur meira en orðið er með því að lýsa æfingum þessum í annað sinn en vil þó taka fram hér að í kennslu þykir mér einu gilda hvaðan gott kemur. Nýlega er t.d. komin út í íslenskri þýðingu sænsk kennslubók í stærðfræði handa grunnskólum. Margt í þeirri bók er til slíkrar fyrirmyndar að ég mundi ekki hika við mæla með því að það yrði nýtt í móðurmálskennslu. Ekki er ég þó að leggja til að íslenska verði kennd „eins og stærðfræði” heldur einungis að benda á að hvaðeina sem vel hefur gefist í einhverri grein ætti að skoða með tilliti til þess hvort það mætti nota við íslenskukennslu. Framhald í næsta blaði. Höfundur er doktor í kennslufræði. Hún kennir íslensku og málvísindi við Menntaskólann í Reykjavík. Á framafrétti B iskupstungnamanna, frá Bláfelli og fram á móts við Gullfoss, er mestanpart örfoka land. Einstaka torfur gefa þó vissu um mikið gróðurlendi fyrr á tímum og kolagrafir sýna svo ekki verður um villst, að þarna hefur verið kjarr eða skóglendi. Að þörfin fyrir viðarkol hefur verið mikil, sést best á því, að eina tunnu viðarkola þurfti til að smíða einn samsuðuljá. eftir STURLU FRIÐRIKSSON ið að eyðast af þessu svæði, sem liggur ofan við Gullfoss að vestanverðu. Margir þeir, sem ferðast um Kjalveg, kannast við auðnir og berangursurðir þær, sem vegurinn hlykkjast um á leið upp með Hvítá, þegar komið er upp fyrir Gullfoss. Þannig hefur landið samt ekki alltaf litið út á þessúm slóðum, því áður hefur gróður hulið þar gijót og mela og þar hefur jafnvel verið skógur, sem mátti verða til nokkurra nytja. Þegar farinn er Kjalvegur sunnan við Bláfell, eru tvær ár á'leiðinni, sem báðar renna i Hvítá. Heitir sú syðri Sandá en hin nyrðri Gijótá. Á melhól einum milli ánna greinist vegurinn og liggur aðalbrautin að Bláfellshálsi, en minna farin slóð að Fremstaveri. Við þessi vegamót er hlíðar- drag við Hvítá sunnan Brunnalækja. Syðst í þeirri hlíð fundust árið 1988 botnar úr kolagröfum. Var finnandinn Greipur Sig- urðsson í Haukadal, sem þarna var með vinnuflokk að huga að girðingum. Nokkrir hafa síðar staldrað við þessi vegsummerki, sem vitna um gamlar skógarnytjar. Meðal þeirra, sem hafa haft hug á að kanna sögu gróðurbreytinga og jarðvegseyðingar, erum við Grétar Guðbergsson jarðfræðingur. í einni rannsóknarferð okkar í sumar skoðuð- um við einmitt rofabörðin við Brunnalæki og kolagrafirnar þar. Gróðurtorfur eru þarna að blása upp og hefur mold á stöku stað sópast ofan af gömlum kolagröfum. Fundum við þarna sex grafarstæði með kolaleifum. Við teiknuðum upp svæðið, mældum grafirnar, ummál þeirra og þykkt kolalags. Yfírleitt voru grafirnar um 120 sm að þvermáli í botninn. Eina gröf fundum við með miklum kolaleifum, sem voru 25 sm að þykkt. Voru í henni 0,4 m af koluðu birki. Sprekum virtist vera raðað í hring út við jaðar og í botn grafanna, en betra kurl var í miðri gröf. í öðrum gröfum voru aðeins þunnar kolaleifar. í Kolagröfunum voru brunnir bútar aðeins um 4 sm í þver- Á Fram-afrétti Biskupstungna, Bláfell í baksýn. Þarna er nú nánast örfoka land, en kolagrafimar sýna og sanna, að þarna hefur áður verið skóglendi. Ljósm.Lesbók/GS iíl i! •.-d-ii á iiliíÍIIÍlMÍSIÍl 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.