Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 7
 Grétar Guðbergsson stendur á 4000 ára gömlu vikulagi frá Heklu og mælir einn kolagrafarbotninn. í baksýn er Bláfell. mál og stærsti lurkurinn var 16 sm langur. Kurlið hefur því verið fremur smátt. Utan um syðstu gröfina hafði fyrsti finnandinn raðað steinum til þess að merkja staðinn. Við tókum sýni úr öllum gröfunum. Eftirtektarvert er, að flestar eru grafirnar grafnar niður á ljóst lag úr ösku sem féll úr Heklu fyrir 4000 árum og hefur verið nefnt H4. Þegar við skoðuðum þetta ösku- lag kom í ljós, að undir því er svört sótskán um 1-2 sm þykk. Virðist því sem eldfjallaa- skan hafi þarna brennt eða kolað gróður- lendi. Er því sennilegt að askan hafi fallið á auða jörð að vorlagi og brennt þar lyng og gras. Brunaleifarnar voru fíngerðar og varla nokkurn stóran viðarbút að finna und- ir þessari 13 sm þykku Hekluösku. A þeim tíma hefur þarna varla verið skógur. Hins vegar hefur þarna verið lágvaxinn skógur þegar grafirnar voru teknar. Til þess benda hinir grönnu kurlbolir. Enda mun þetta hafa verið í efstu skógarmörkum sunnan Bláfells. Aldur Kolagrafanna Um aldur þessara kolagrafa vita menn ekki með vissu. Væri þó fróðlegt að láta aldursgreina kolin með C14 aðferð til þess að fá haldgóða vitneskju um það hvenær þarna voru skógar. Af skráðum heimildum er einnig unnt að fá nokkra hugmynd um sögu skógarnytja á þessu svæði. Fyrst ber þess að geta, að heiðin norðan við Sandá og vestan Hvítár heitir Skógar. Nú liggur syðsti hluti Kjalvegar þarna um grýttan berangursmel. Nyrst á þessari heiði eru að vísu enn nokkrar gróðurtorfur, þar sem Brunnalækir falla í Hvítá, en áður hefur melurinn allur verið gróinn. Ömefni benda til þess, að þarna hafi jafnvel vaxið skógur á allstóru svæði milli Sandár og Gijótár. Hvað geta svo skráðar heimildir upplýst um afnot af þessum skógi? í sýslu- og sókn- arlýsingum Arnessýslu er frásögn rituð af Bimi Jónssyni (1803-1866) um Bræðra- tungu- og Haukadalssóknir, þar sem sagt er, að skóga sé helst að finna í Bjamarfelli Kort sem sýnir kolagrafasvæðið og nágrenni þess vestan Hvítár í Arnessýslu. fyrir ofan Neðradal, Helludal og Haukadal, en ekki séu þá neinar nytjar af skógarhöggi í Sandsvatnshlíð, „hvar nú ekki sést skóg- arló”, eins og þar stendur, en ekki er getið um, að skógarnytjar hafi verið austur við Hvítá.' Nokkm fyrr en þessi lýsing er skrif- uð era þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son á ferð um þessar slóðir. Fara þeir norð- ur Kjöl 1752 og skrifuðu þá, að þar sé nú ekki annað að sjá er grjóthóla og sandöld- ur, en út úr þeim standi hvarvetna hvítir kalkvistir. Síðan skrá þeir: „Þar sem dalur- inn hefst (Kjölur), er enn lítils háttar gróið land, og þar vex lítið eitt af lyngi, víði- og birkikjarri”3 Er hugsanlegt að þetta gæti átt við leifar af skógi við Sandá, en eins gæti hér verið um að ræða lýsingu á birki- kjarri uppi í Fróðárdal, sem er norðan við Hvítárvatn. Fyrr á öldinni höfðu þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín ferðast um landið og safnað heimildum fyrir jarðabókina. Þeir voru þarna á ferð 1712 og rituðu þannig um Hauka- dal: „Skóg á jörðin í heimalandi, hefur mik- ill og góður verið en er nú mjög eyddur... Jörðinni spilti Hekla, þá hún gaus (1693) og ber hún þess enn nú menjar nokkrar. Sérdeilis eyðilagðist skógur þar eftir. Sand- ur tekur til að ganga norðan á land jarðar- innar, og sýnist að til stærri skaða verða muni með tíðinni.” Um Bræðratungu skráðu þeir: „Skógar- part hefur kirkjan átt undir Bláfelli”2 og þá þegar virðist þessi skógur vera horfinn. I Bræðratungu var svonefnd Andres- kirkja og átti hún sínar eignir og hlunnindi. í fyrstu máldögum yfir kirkjueignir, sem Jón biskup Halldórsson setti (1331) og síðar í máldaga Vilchins biskups í Skálholti (1397) er þess ekki getið að Bræðratunga (Tunga) hafi átt ítak í skógi við Bláfell. Er þá eins víst, að nógur nytjaskógur hafi þá fram að þeim tíma verið nær kirkjustaðnum og ekki nauðsynlegt að ieita upp til fjalla til þess að sækja við til kolagerðar. Hins vegar var orðin þörf á því nokkru seinna. í máldögum þeim, sem Gísli biskup Jónsson í Skálholti (1556-1587) skráði, erþað ritað um Bræðra- tungu, að kirkjan eigi árið 1577 „skógar- tungu undir Bláfelli og annan (skóg) á Blá- fellshálsi”.4 Er því Ijóst, að á þessum áram hefur kirkjan verið búin að eignast skógar- ítök þar efra og verið farin að nýta þar skóg til kolagerðar, sem sennilega hefur enst nokkuð fram á 17. öldina eða jafnvel fram til Heklugossins 1693. Umræddar kolagrafir hafa þá verið gerðar af einhverj- um skógarmönnum frá Bræðratungu, sem hafa verið að gera til kola í skógartungunni undir Bláfelli, sennilega einhvern tíma um eða fyrir 1600. Annað skógarítak frá Bræðratungu hefur þá verið enn norðar og ofar á Bláfellshálsi. Gæti það ítak ef til vill einmitt hafa verið í Sandvatnshlíð, þar sem ekki sást „skógarló” um 1850, en sú um- sögn bendir einmitt til þess, að þar hafi áður verið skógur, enda þótt nú sé þar gróð- ur að mestu uppblásinn niður í urð. Líklega hefur skógurinn þarna efra ekki getað þolað margra ára skógarhögg, því endurnýjun gróðurs er þar ekki auðveld við óblíðar að- stæður. Kolagerð Um kolagrafirnar sex við Bláfell mætti enn segja, að hamhleypur í verki hefðu geta gert þar til kola í öllum gryfjunum á einum degi og fengið úr þeim 30 tunnur af viðarkolum. Svo ötullega gengu þeir Botnskán kolagrafar. Steinum hefur verið hlaðið í kring til merkingar. í baksýn sést ein af torfunum, sem gefa hugmynd um, að þarna hefur áður verið þykkur jarðvegur. Skógarmenn við kolagerð. Teikning eftir greinarhöfundinn. LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. NÓVEMBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.