Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Qupperneq 4
LASARUSAR- STEFNAN — óheillaþróun í meðferð íslenskrar tungu Ekki alls fyrir löngu sagði í einhverri málræktar- umfjöllun í Morgunblaðinu að alrangt væri að tala um að íslenskukunnáttu landsmanna hrak- aði því að móðurmálið væri enginn sjúklingur og gæti því ekki hrakað. Um íslenska málstefnu í framkvæmd. Eftir RAGNHEIÐI BRIEM Samt má margt finna líkt með málræktar- starfi undanfarinna áratuga og sjúklingi sem ekki þorir til læknis en kýs þess í stað að reyna ýmsar smáskammtalækningar með dyggri aðstoð velvildarmanna sinna. Er nú svo komið að ekki sér lengur í þennan vesal- ings Lasarus fyrir líkþornaplástrum, nál- arstungueyrnalokkum og segularmböndum meðan meinið geisar óáreitt í iðrum hans. En ekki er öll von úti því að þau tíðindi berast að Háskóli íslands vilji koma til enn frekari aðstoðar og útvega sjúklingnum hækj- ur (les stoðnámskeið) til að staulast við. Duga þær væntanlega einn áratug í viðbót eða þang- að til hjólastóll verður nauðsynlegur og ioks mun sjúklingurinn hljóta hægt andlát ein- hvern tíma á næstu öld. Sá tími nægir harðduglegum enskukenn- urum hér á landi áreiðanlega til að gera alla unga íslendinga tvítyngda og á lokastigi sjúk- dómsins verður þróunin sennilega sú að „móðurmálið streymir sína leið út í hið engil- saxneska hafdjúp” svo að notuð sé líking Hrólfs Sveinssonar (eða var það Helgi Hálf- danarson?). Væri ekki nær að taka hann Lasarus okkar (því að hann er löngu orðinn ófær um að hjálpa sér sjálfur), losa utan af honum gipslögin og plástrana, hreinsa af honum vorrósarolíuna og greina sjúkdóm hans á örlítið vísindalegri hátt? Ljóst er að uppskurður nauðsynlegur og meðferð að honum Ioknum. Þá hefst endur- hæfíng en umfram allt þarf að sjá til þess að sjúklingnum slái ekki niður. Hann þarf stöðugt að gæta heilsu sinnar og laga sig að síbreytilegum aðstæðum með nýjum og nýjum aðferðum. Er þessi h'king kannski fáránlega langsótt? Er nokkur leið að koma íslenskri tungu til fullrar heilsu aftur? Ég leyfi mér að fullyrða að það sé vissulega hægt og mér finnst meira að segja freistandi að bæta því við að það sé ekki mjög mikill vandi! Einhvers staðar las ég að vandamál væri spuming sem ekki hefði enn fundist svar við. Þetta finnst mér góð skilgreining enda reyn- ist oft vel að leysa vandamál með því að byija á því að spyija og reyna síðan að finna svör við þeim spumingum sem brýnast er að leysa. í þessum pistli ætla ég þess vegna að setja fram nokkrar af þeim spurningum sem ég tel að svara þurfi svo að hægt sé að skipuleggja og framkvæma aðgerðir til að snúa við óheilla- þróun í meðferð íslenskrar tungu. Að því búnu mun ég svara spurningunum, að vísu í mun styttra máli en ég kysi, því að ýtarleg svör yrðu fljótlega að heilli bók, ef ekki mörgum bókum, eins og oft vill verða þegar menn ræða sín hjartans mál. Spurningar þær, sem svara þarf, má flokka í þrennt: 1) Hvað er að? 2) Hvaða ástæður liggja þar að baki? 3) Hvaða aðgerðir tryggja úrbætur? Svo oft hefur tveimur fyrstu spurningunum verið svarað í ræðu og riti að ég ætla mér ekki þá dul að reyna að gefa fullnægjandi yfiriit um öll þau kynstur og mun því stikla á stóru: HvaðErAð? Móðurmálskunnáttu íslendinga, einkum ungu kynslóðarinnar, er áfátt. Þetta lýsir sér þannig að (ungt) fólk á æ erfiðara með að tjá hugsanir sínar bæði munnlega og skrif- lega. Orðaforði hefur rýmað mjög svo að nú skilja nemendur ekki mál sem lá ljóst fyrir jafnöldrum þeirra fyrir tveimur áratugum. Þetta veldur meðal annars því að kennarar þurfa að eyða dýrmætum tíma í að „þýða” ósköp venjulegar námsbækur á háífgert barnamál ef efni þeirra á að komast til skila. Enskuslettum hefur ljölgað, kunnátta í beyg- ingafræði er í molum. Ritleikni, þar með talin réttritun, er á svo lágu stigi að mikill hluti framhaldsskólanema getur alls ekki talist sendibréfsfær. Þessi dökka mynd held ég sé í aðalatriðum sú sem er síendurtekin í greinum um vanda íslenskunnar, einkum af þeim sem hafa stund- að kennslu nokkra áratugi og telja sig merkja afturför í málkennd ungs fólks. Ólafur Odds- son hefur bent á að varlegt sé að taka það of hátíðlega þótt „einhveijum fínnist eitt- hvað”, að fullyrðingar þurfi að styðjast við vísindalegri aðferðir en svo. Ég er honum sammála. Ólafur sýnir enn fremur með dæmum að ummæli háskólakennara um móðurmálskunn- áttu stúdenta fyrir 70 árum eru nauðalík því sem kollegar þeirra segja nú. Ekki veit ég af eigin reynslu hvernig íslenskukunnáttu háskólastúdenta var farið fyrir 70 árum en ég get gert nokkurn samanburð á málfari ungmenna á aldrinum 15 til 17 ára eins og það var fyrir tuttugu árum og eins og það er nú. Það vill svo til að ég fékkst við íslensku- kennslu á sjöunda áratugnum, gerði síðan hlé á því sýsli tæp tuttugu ár og tók svo til við sömu iðju aftur. Sumar kennslubækumar voru þær sömu í bæði skiptin. Nú ber svo við að nemendur kvarta stöðugt undan því að þessar bækur séu á einhveiju fornmáli sem þeir skilji ekki og gildir það jafnt um meginefni og æfingar. Þetta gerðist aldrei fyrir tuttugu árum. Þarna er um mælanlegt atferli að ræða en ekki tilfmningu kennara þótt deila megi um vísindalegt gildi niðurstöðunnar. Ég hef tekið saman tölur um stafsetningar- villur nemenda minna og er ekki ofsagt að þær gefa til kynna hrikalegt ástand í réttrit- unarkunnáttu á framhaldsskólastigi. Þar kem- ur á óvart að einföld orð eins og hávaði, reyk- ingaménn, október og Loftleiðahótel vefjast ekki síður fyrir nemendum en hvað annað. Auk þessa á ég í fórum mínum ótal dæmi sem tekin eru orðrétt upp úr ritgerðum nem- enda og er raunalegt að sjá hversu erfitt þeir eiga með að tjá sig þótt þeir leggi sig alla fram. Eða hvernig líst mönnum á þessar glefs- ur úr endursögn úr norrænni goðafræði: „Gert Út Um ÞÚFUR ” „Þór spennti á sig megingjörð en hún var þeim eiginleikum háð að það uxu ásmengi þegar búið var að spenna. ” „Voru gærurnar teknar af höfrunum og þeir drepnir.” „Hélt bóndinn að hann gæti dáið af augna- litinu aðeins.” „ Útgarða-Loki sagði að sumir kláruðu horn- ið í einum sopa en aðrir í tveimur en allir væru nú ekki minni en að taka hornið í þrem- ur sopum. Eftir fyrsta sopann var lítið sem ekkert búið af horninu en eftir annan sopann var hornið varla orðið hálft. í síðasta sopanum drakk Þór hvað allt tók en hann náði ekki að klára hornið.” „Óðinn kynnir sig sem Bölverkur og Baugi aumkar sér mjög vegna vinnumannaleysin- um.” „Til sáttarsemja hræktu þeir í dall en til að spara hrákuna ákvöddu þeir að búa til mann. ” „Hún lofar Óðinn þrjá drykki af mjöðnum. ” „Þór sast í bátinn hjá Hymir." „Suttungur krafst föðurbóta.” „Þeir festu [úlfinn] við stein og henntu honum til iðru jarðar og annan stein enn þá neðar sem er bundinn við Fenrisúlf og virkar sem akkeri.” „... og molnaði höfuðið í smáa búta. ” „Hegnast Freyr þannig fyrir þessa forvitni. ” „Skírnir spurði út af hveiju hann hvorki drakk né borðaði og sagði svo fátt. ” „Síðasta barnið, Fenrisúlfur, öldu æsirnir upp sjálfir.” „Má þó segja að Loki hafi gert út um þúf- ur endurkomu Baldurs.” Ef til vill hefur beiting móðurmálsins ein- hvern tíma verið jafnslæm eða verri en nú. Það breytir ekki því að úrbóta er þörf og það tafarlaust. Hvaða ástæður Liggja Að Baki? Eins og margoft hefur komið fram eru or- sakimar að sjálfsögðu þær að á þessari öld hefur orðið bylting í íslenskri þjóðfélagsgerð. í bændaþjóðfélagi fyrri tíma unnu kynslóðirn- ar saman og lifðu saman í slíku nábýli að nútímafólk á erfitt með að gera sér annað eins í hugarlund. Bömin lærðu það sem fyrir þeim var haft og engum utanaðkomandi áhrif- um var til að dreifa. Dægrastytting var af skomum skammti, helst að menn læsu upphátt úr rýrum bóka- kosti, lærðu kvæði og vísur utan bókar og hefðu yfir hátt og í hljóði til skemmtunar sér. Ekki var í önnur hús að venda. Tæknin breytti heimilisstörfum þannig að nú þurfti ekki lengur heilan hóp kvenna til að annast hvert heimili, þvo þvottinn í bala og sjóða yfir kolaeldi, taka slátur og leggja í súr, stagla, bæta og laga, sulta og sjóða niður, spinna, vefa, strauja , rulla og hvað það nú hét allt saman. Smám saman fækkaði heimilisfólkinu og loks fóru húsmæðumar og jafnvel ömmurnar margrómuðu út á vinnu- markaðinn og blessuð börnin þurftu nú að læra málið að mestu leyti hvert af öðru. Ofan á þetta bættust svo sjónvarpið, mynd- böndin, tölvurnar, utanlandsferðir, kvikmyndir á ensku, dægurtónlist á ensku, allt á ensku. Varla undrunarefni að lítill tími gæfist til bóklesturs hjá ungu kynslóðinni. Blaðagreinar um hnignun íslenskrar tungu eru oftar en ekki gegnsýrðar af fortíðarþrá og líklega er það ekki síst boðskapur þeirra sem smám saman hefur sannfært þjóðina um þá reginfirru að allar ömmur fæddar fyrir 1930 hafi verið einhvers konar blanda af ömmu Kiljans og ömmu Páls Jónssonar blaða- manns. Ég þarf ekki einu sinni að líta út fyrir eig- in fjölskyldu til að finna dæmi um hið gagn- stæða. Ég man t.d. ekki betur en föðursystir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.