Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1991, Blaðsíða 8
Snorri á Húsafelli og bróðir hans til verka í skóginum undir Hafnarfelli* en eins er víst, að verkið hafi unnist seinna í þessum lág- vaxna skógi upp til fjalla. Þegar gert var til kola, var oftast farið í skóg að hausti og byijað á því að velja gott svæði til skógarhöggsins. Þá voru hríslur höggnar með beittri exi þétt við jörð. Síðan var hrísið kvistað með sniðli, þannig að allt lim eða brum var höggvið af hverri hríslu. Hið kvistaða tré, sem nefnt var timbur, var síðan lagt á viðhögg og kurlað niður með exi. Var kurlið látið vera 8-10 sm langt eða allt að 15 sm væri um þykka lurka að ræða. Síðan var grafin gryija, í laginu sem hringlaga pottur, oft meira en metra djúp og tæpir tveir metrar í þvermál, en stærð skálarinnar fór eðlilega eftir því hve mikið skyldi brenna eða hve tilgerðin var stór, eins og það var kallað. Þarna í skógartungunni undir Bláfelli var jarðvegur þykkur og steinalaus og var því auðvelt að grafa góðar og loftþéttar kolagrafir. Voru þær grafnar í fokjarðveginn, allt niður að 4000 ára gömlu örkulagi úr Heklu. Sést á þessu, að öskulag- ið hefur þá verið í um eins metra dýpt frá yfirborði svarðar eins og það var þá, en seinna hefur aukist mikið við þykkt jarðvegs af áfoki á þær torfur, sem nú standa þama eftir á berangurs melunum. Þegar búið var að taka gröfina þurftu skógarmenn að fylla hana af því kurli, sem átti að brenna til kola. Var það gert á sér- stæðan hátt. Fyrst var á miðjan grafarbotn- inn komið fyrir logandi taðflögu og í kring um hana var raðað rótum og lurkum svo að vel loftaði undir kurlið. Þá var komið fyrir smástönglum eða berbeinglum yfir tað- flöguna. Og byijaði þetta sprek fljótlega að loga. Síðan var reisikurli úr 10 til 15 sm löngum bútum raðað upp í köst, sem nefnd- ur var buðlungur. Var best að hafa reisikurl- ið krókalítið. Fór þá fljótt að skíðloga og þjappaði skógarmaður þá að lurkunum svo að ekki holbrynni. Var þá gröfin fyllt af öllu smákurlinu, þar til kúfur var kominn á hlaðann í gröfinni. Þurfti að hafa snör hand- tök við að bera öll kurlin saman, en stundum vildi þó eitthvað verða eftir af viðarkvistum og kemur þaðan máltækið „að ekki komi öll kurl til grafar”. Þegar búið var að fylla kolagröfína æstist eldurinn. Beið skógar- maður eftir því að snarkaði í lurkunum á réttan hátt og kurlið fór að bresta í kol.r' Kastaði hann þá þökum yfir brennandi kurl- ið i gröfmni. Þvínæst var mold mokað yfir þökumar og vandlega þjappað að, þannig að hvergi kæmist loft að eldinum. Kolaðist nú eldurinn í loftþéttri gryfjunni og var ekki byijað að ijúfa kolagröfina fyrr en eft- ir 15 til 20 klukkutíma eða jafnvel ekki fyrr en eftir 3 til 4 daga. Vandasamt var að byrgja gröfina á réttum tíma. Væri það gert of seint brunnu kolin til ösku, en væri gröfín byrgð of snemma yrðu kolin of lítið brennd og lök til þess að smíða við og ekki reyklaus.7 'VlÐARKOL Úr einni gröf gátu fengist 4 til 5 tunnur kola,5 en þó oft minna eða aðeins tvær tunn- ur.6 Þurfti eina tunnu af viðarkolum til þess að smíða einn samsuðjuljá. Smiðjur voru þá á hveijum bæ og nauðsynlegt að eiga viðar- kol til þess að geta smíðað og dengt ljái. Eldsneytisþörfin var einkum mikil á fyrstu öldum, á meðan járn var unnið úr mýrar- rauða. Eftir að jám fór að flytjast inn þurfti samt sem áður að hafa viðarkol til allra járn- smíða. Var því lífsnauðsynlegt að eiga viðar- kol og geta komist í skóg til að gera til kola. Á 19. öld var viðurinn á Suðurlandi helst fluttur heim til bæjar og þar gert til kola, en ekki brennd kol í skógi.7 Bendir það enn til þess, að kolagrafirnar við Bláfell séu mun eldri en frá síðustu öld. Eftir 1867 var nú tegund af Ijáum tekin í notkun hér á landi, en það voru skosku ljáirnir svonefndu, sem ekki þurfti að dengja. Við það féll niður hitun Ijáa við kola eld og með því þörfin fyrir viðarkolagerð, en þá var skógurinn við Bláfell fyrir löngu horfmn. Höfundur er náttúrufræðingur og starfar við | Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavik. Heimildaskrá 1) Ámessýsla. Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenska | bókmenntafélags 1839-1843, bls. 133-134,138. Sögu- i félagið, Reykjavík 1979. > • 2) Ami Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók II bls. 287. Kaupmannahöfn 1918-1921. 3) Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson. Ferðabðk 1 “ b!s._114, 158, Reykjavík 1943. 4) íslenskt fornbréfasafn II bls. 668, IV bls. 4, XV, l ~ 1 Félagsprentsm., Reykjavík 1947. ! 6) Jónas Jónasson. íslenskir þjóðhættir, bls. 66-67. I Isafoldarprentsm., Reykjavík 1934. 6) Kristleifur Þorsteinsson. viðarkolagerð. Úr byggð- um Borgarfjarðar II, bls. 26-33, ísafoldarprentsm., Reykjavík 1948. 7) Oddur Oddsson. Viðarkol, bis. 374-382, Eimreiðin, Reykjavík 1928. , 8) Þórunn Valdimarsdóttir. Snorri á Húsafelli, bls. i 63, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1987. Þegar lífið sprengir sig úr klakaböndum Höfn ólst Svavar upp, og þaðan var skammt að tengjast mannlífi úr þeim sveitum sem höfðu verið einna mest einangraðar allra um aldirnar, og torfærastar með straumþungum vötnum og háskalegum og mannskæðum ferð- Bráðlega kemur út bók eða „kver” eins og höfundurinn kallar hana, um Svavar Guðnason. Útgefandi er Edition Blöndal í Kaupmannahöfn. Hér er gripið niður í kafla úr fyrriparti bókarinnar. Bókarkafli eftir THOR VILH J ÁLMSSON alögum yfir jökul, sem stundum var sprung- inn og rifinn allt til heljar. Þorpsbúarnir komu úr þessum sveitum með sérstæðu fasi sem jafnvel þótti skrítið þegar kom í fjölmenni, margir íbyggnir og taldir seinlátir einsog þeir sýnast sem eru vanir að þurfa að sjá við vanda þegar getur skilið á milli lífs og dauða ef athygli bregzt og gátin. Margir fóru lengra austur úr umsátri hungurs, þeir sem fóru ekki út í eyjar, og lögðu mannlífi til nýja tóna og nýjan þrótt hvar sem þeir komu. Og margir áðu líka í Hornafirði á Höfn meðan þeij hugsuðu sitt ráð og mátu færin austar. í uppvextinum drakk Svavar í sig sérstakt orðafar sinna heimahaga, ásamt ýmsum fa- stöktum. Hann lærði á veðrin, og gerðist öflugur og hygginn ferðamaður, og naut þess síðar í menningarveðrunum með sínum hætti. Hann kallaði það að vera vatnamaður góður, og dró þá seiminn á sinn sérkennilega hátt. Enda reynir þama meira á ferðamenn í mikl- um vötnum og stríðum en víðast annarsstað- ar, og forsjálni, útsjónarsemi og dirfsku, með þeim hyggindum að ætla sér af. Ætli hann hafi stundað almennt púi þeirr- ar tíðar? Hann er sonur vertsins í plássinu. Þá er maður svolítið öðruvísi settur en aðrir í litlu þorpi. Til vertsins koma gestirnir, ferða- menn og fulltrúar heimsmenningarinnar, listamenn og skáld og sveitamenn. Einn vetur var Halldór Laxness þar í gervi farkennar- ans, og las upp unglingur skáldskap eftir sig í kirkjunni einsog hann hefði þegar heims- menninguna að bakhjarli. Snemma fór Svavar að vinna við kaupfélagið að taka á móti vöru og koma henni fyrir og afgreiða út úr höndl- uninni. Þessu fylgdu margvísleg átök, þegar allt var unnið með líkamsafli. Og engin furða þó að Svavar væri rammur að afli. Og búðar- vinnunni fylgir menningarsamband um allar sveitir í daglegum samræðum við ferðamenn. Og ekki ónýtt fyrir listamann að hafa þannig þræði um allt hérað, og ef eitthvað vantaði á þá komst það væntanlega til skila við mat- borðið í föðurhúsum, þar sem ferðamenn fengu gistingu. Frændgarður Svavars stendur víða um þessar sýslur undir Vatnajökli. Orð fer af því hve fólk þar um slóðir er ófullyrðingasamt og oft með ólíkindum. Já og nei eru þar of stór orð til að tíðka í daglegri ræðu, heldur er sagt þegar tekið er af skarið: Svo er. Kona ein kallaði til frændsemi við mann og réð það af iíkindum í munnsvip þeirra og augnabragði. Það er nú víst ekki, sagði mað- urinn með staðbundnu hæglæti og litaðist víða um gólfdúkinn: en það kom hér maður frá Hlíð, sagði hann. Af þessu skaftfellska kyni hafa sprottið frægir listamenn og skáld kunnir af einurð sinni og dirfsku þó þeir hafi skyggnzt vel um gáttir, þar á meðal hinn ærslafulli spekingur Þórbergur Þórðarson ólíkindameistari, að ógleymdum Jóhannesi Kjarval. Það kom snemma í ljós hvert hugur Svav- ars hneigðist öðru fremur. Mest varð hann að læra af sjálfum sér að fara með liti og gera myndir. Þó hafði hann félaga í þeim hugðarefnum, einn var Jón Þorleifsson list- málari, heldur eldri, og yfírmaður hans við kaupfélagið, þar sem Svavar fór ungur að vinna, sjálfur kaupfélagsstjórinn Bjarni Guðmundsson var frístundamálari. Hann pantaði sér vandaða liti og efni til myndagerð- ar og átti þátt í að koma Svavari á bragðið. Þeir fóru saman í leiðangra til að mála freist- andi mótíf úti um sveitir og skoða landið auga þess sem ætlar að verða listmálari. Garðar bróðir Svavars fylgdi þeim iðulega sömu erinda. Og fleiri voru að dunda við liti og gátu borið saman bækumar þegar þeir voru að snapa sér það sem þurfti í kunnáttu og tækni. Og hvað þá um stórhátíðir sem urðu þegar Ásgrímur Jónsson rakst ósjaldan þangað, til að myndfesta dýrðina. Kannski munaði þó mestu þegar sjálfur Jóhannes Kjarval birtist goðum líkur, og gisti hjá Guðna vert, föður Svavars og Ólöfu móður hans. Stundum sagði hann frá því þegar hann sá Kjarval í átökum við heybagga sem hann þyrlaði eins og fisi og þá klukkaði í Svavari þegar hann minntist kraftakarlsins sem stóð geði hans svo nærri. Þetta eru frumherjarnir í íslenzku mál- verki. Það er ekki lengra aftur í upphafið en þetta. Það er kynslóðin á undan Svavari sem storkar aðstæðunum og verður fyrst til að reyna að hafa viðurværi af myndlist. Hitt var algengara, sem var dæmi Sæmundar Hólms, hann fékk fimm verðlaun á Konunglega aka- demíinu í Kaupmannahöfn á seinni hluta átjándu aldar og gat ekki annað en koðnað niður við prestskap í allsleysinu á íslandi. Ekki þótti öllum gæfulegt þegar bókbindari tók sig upp úr öruggu starfi, sótti um styrk til Alþingis að læra til listmálunar erlendis, fékk hann og fór rétt fyrir aldamótin. Þetta var Þórarinn B. Þorláksson og varð fyrstur til að komast upp með slíkt háttalag. Svo koma Ásgrímur, Kjarvai og Jón Stefánsson. Kannski hefur sá mikli rómantíker meðal íslenzku frumkvöðlanna Ásgrímur Jónsson haft handtrekktan ferðafóninn með sér og hlustað á Schubert meðan lónið spratt undan skriðjöklinum og Öræfajökull forgylltist í sól. Og ætli sonur vertsins hafi ekki snúizt fyrir litameistarann, og kannski fengið að hreyfa við lit með pensli, og setja annan hjá á blað- inu, sjá þá mætast, og takast á í sjálfstæðu fríspili í ævintýri dagsins. Þarna hitti drengur- inn hinn mikla meistara vatnslitarins sem náði svipmóti héraðsins og ijallanna svo hraðfara um blokkina með þessum vandbeittu litum þar sem má svo litlu muna. En Svavar átti einmitt síðar eftir að yrkja öðrum betur viðkvæmustu myndljóð með þessu sama efni vatnslitarins. Hver veit nema einhver óformleg tilsögn hafi fylgt. Þó finnst mér einsætt að mest áhrif hafi æskukynni af Kjarval haft á Svavar; og löng- um var milli þeirra einkennilegt ertnisam- band, því hvor vissi af hinum, meistarinn og hinn ódæli ungi maður sem þurfti að brjótast út úr skugganum og ryðja sínar eigin braut- ir, varast mest þann sem hefur staðið geði hans næst. Áður en Svavar kastar sér út í listina hef- ur hann hefðbundinn vinnuskóla að baki, sveitastörf, pakkhúsmennsku, að draga fyrir fisk í lóninu, og veiða úr vötnum og ám. Það var margt fólgið í þeim lærdómi að verða vatnamaður góður. Það er ekki nóg að hitta vaðið heldur þurfti að sjá út hvernig braut, hvar voru svelgir og iðuköst, hvar væri hætt við sandbleytum sem sugu allt kvikt niður. Minnsta blika á himni gat boðað veðrabrigði, far í skýjum og form sögðu sitt, og hvert þau stefndu. Þar urðu skilningarvitin að vaka sí- fellt, og skynsemi að draga réttar ályktanir. Þetta var skólinn. Arfur kynslóða, uppeldið fólst í því að læra rétt handbrögð á landi sem á sjó, og hlusta á sögur af ferðaslarki, þar sem mátti litlu muna, fregnir af volki, dirfsku með útsjón, að ætla sér af var dyggðin. Faðir Svavars var ekki einungis vert held- ur líka kaupmaður og bjó í Heklu. Vertshús- ið hlaut samkvæmt eðli sínu að vera fréttam- iðstöð og frásagnabanki þar sem menn lögðu inn nýjar og gamlar sögur af því sem var fréttnæmt fyrir utan sprettu, tíðina, heyskap- inn, fallþunga dilka, aflabrögðin með því sem fékkst af fiski úr vötnum, selfang á fjörum, frásagnir af vitrum hestum og ratvísum hund- um sem voru forvitri á veðurofsa og hættur, jafnvel hrútar sem höfðu mannsvit. Þá voru líka ferðir yfir jökul og sprungur og snjóflóð sem gleyptu menn. Jökullinn skilaði ári síðar tÖsku póstsins sem hann hélt eftir; einn sat sólarhring í sprungu og söng þangað til bræð- ur hans frá Kvískeijum fundu hann því sá bróðirinn sem var organisti heyrði fyrst söng- inn. Hann mátti varla vera að því að sæta aðhlynningu eftir gistinguna í jöklinum því að honum lá svo mikið á að skrifa skýrsluna í þýzkt vísindarit... A Kvískerjum stendur fræg vísindaaka- demía sjálfmenntaðra bræðra í lítilli vin í krika jökulsins. Þar nostra þeir við að halda lífí í vininni sinni og heimssamböndum, læra tungumálin af útarpinu og spyrja hvern sem kemur markvisst að því sem þeir þurfa að fá að vita, skoða alltaf út fyrir verkefni dags- ins, og skipta með sér vísindagreinunum svo '!ii*iiiiitilíSállÍJ.III4Í-ÍiiWH' Oíi' V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.