Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Page 10
Brautryðj andijiútíma
leikritunar á íslandi
au leikrit sem nú hafa verið nefnd eru mikið
til áhrifalaus í íslenskri leiklistarsögu.
Það verður þó ekki með réttu sagt um þau
tvö verk, sem næst verður fjallað um, leikrit
Sigurðar Péturssonar. Þau eru afsprengi þeirr-
viTLEUT ^a/rícUjLK JC
.*f«* .
' ■ ! f*
Sigurður Pétursson. Leikrit hans, „Slaður og trúgirni” var fyrst fíutt 5. desemb-
er 1796.
Kafli úr nýrri bók um
sögu íslenzkrar leiklistar,
1. hluta, sem út kemur
hjá Menningarsjóði
bráðlega. Þar Qallar
Sveinn um ræturnar og
fyrstu leikhúsverkin, en
annað bindi um tímann
frá 1890 er nú þegar í
smíðum.
Eftir SYEIN EINARSSON
ar hefðar, sem hér hefur verið lýst, en jafn-
framt boðar nýrra hugmynda, brúa bilið
til erlendrar gamanleikjahefðar og vísa
veginn, í rauninni ryðja veginn fyrir nútí-
maleikritun á íslandi. Áhrif þessara verka
má sjá í því, að fram eftir 19. öldinni eru
þau einu leikritin, sem aftur og aftur eru
tekin til sýninga og lífsmagn þeirra er
þess konar, að enn á síðustu árum atvinnu-
leiklistar hafa þau skotið upp kollinum með
öðrum „sígildum” verkum.
Slaður og trúgimi er samið fyrst. í
margtilvitnuðum inngangi séra Árna
Helgasonar að fyrstu útgáfu á verkum
Sigurðar segir svo: „Gáfur hans, lærdóm,
og að nokkru leiti þeinkingarhátt, má gjöra
ráð fýrir að flestir geti þekkt af hans verk-
um, sem nú koma á prent. Þess vil jeg að
eins geta, að bæði það sem hann ritaði í
ljóðum, og eins hans gleðispil, voru í flýti
samin. Skáldið hefir sjálft í mannsaung
seinustu Stellurímu lýst því, hvemig kvæði
hans eru tilorðin; enn gleðispilin samdi
hann með mesta flýtir. Lærisveinar í
Reykjavíkurskóla feingu hann til þess, og
mun vinur hans, Geir biskup, hafa í þeirri
grein lagt til með þeim, við vin sinn . . .
Ámi Helgason mátti trútt um tala, því að
hann er meðal þeirra sem fmmflytja þessa
„Comædia í þremur flockum, uppfærð í
Reikjavíkur Skóla þann 5ta Decembr.
1796”. Þannig hefur viljað til, að leikenda-
skráin, þessi okkar elsti „teaterseðill”, eins
og leikskrámar vom síðar kallaðar, hefur
varðveist; af honum sést að Árni hefur
leikið Sigríði konu Auðunar lögréttumanns,
Bjarni Þorsteinsson, síðar amtmaður og
aldavinur Árna, er Una dóttir þeirra og
sjálfan Hrólf leikur Einar Þorsteinsson frá
Krossi í Landeyjum, efnispiltur, sem
dmkknaði á Breiðafirði árið eftir að hann
brautskráðist úr skólanum. Leikurinn kom
fyrst á prent í Sýnishomabók Rasks 1819,
undir nafninu Áuðunn lögréttumaður, en
í útgáfu séra Áma fær hann heitið Hrólf-
ur, og oftast hefur hann gengið undir því
nafni síðan. Svo er að sjá, sem leikurinn
hafi verið endurtekinn 1798’ og hjá Rask
er þess getið hann hafí enn verið sýndur
í Reykjavík 1814 og verður vikið að því
síðar.
Slaður Og Trúgirni
Efnið er í stuttu máli þetta: Fyrst ber
fyrir áhorfendur vinnukonuna Möngu með
ljós í hendi. Hún fræðir þá á því að rökkur-
svefninn sé blessaður og ella væri ekki
gott að vera vinnuhjú, jólin séu væn vegna
kertisins, því að rökkrið sé nú einu sinni
hennar hátíð — tekur það fram, að hún
sé skikkanlegt og trútt vinnuhjú, sem vek-
ur vantrú, sem síðar á og eftir að sann-
ast, — og segist ætla að bregda sér í hjá-
leiguna til hans Jóns síns til að gleðja hann
með sínum „rökkurshandafla”. Jón þessi
þykir henni of deigur, enda hafí hann ekki
verið í stórstöðunum eins og hún. En ekki
verður af því; barið er og inn „sprangar á
nýjum mussufötum”, Hrólfur ferðamaður
að norðan og hefur um fætur „sokkabönd
með löngum dinglandi skúfum ... Upp úr
vasanum hangir langt talnaband úr pyngju
hans, eins og úrkeðja”. Er nú skemmst af
því að segja, að hann tekur Möngu með
trompi, enda segist hann hafa verið „for-
maður í öilum veiðistöðum syðra, bæði
undir Eyjaíjölium, í Grindavík, á Bátsend-
um, í Keflavík, í Njarðvík, undir Stapa, í
Garði, á Ströndum og víðar — og víðar”.
Auk þess þykist hann kunna fyrir sér í
silfursmíði og til lækninga. Brátt ber þar
að þau hjón Auðun og Sigríði og dóttur
þeirra Unu, og Manga er fljót að lýsa fá-
gætum kostum mannsins og bæta þvi við
að hann sé ógiftur. Er ekki að sökum að
spyrja að fleiri falla fyrir raupi Hrólfs,
enda reynist Auðun mesti einfeldningur,
sem lætur hafa sig að fífli'í hestakaupum
við Hrólf og höndlar af honum ónýtt skran.
Og ekki líst honum heldur, að Hrólfur
væri óálitlegt mannsefni fyrir Unu dóttur
sína. Una er reyndar annars sinni3 og sú
eina sem sér í gegnum komumann; sjálf
ann hún fátækum bóndasyni, Andrési. í lok
fyrsta þáttar hefur Hrólfur sig á brott, þó
að stúlkan kynni að vera í boði, því hann
treystir ekki á framhaldið. En síðari þáttur-
inn snýst síðan mikið til um þessi ástamál
Unu og Andrésar og þar kemur inn nýtt
þema — sem Margrét var trúlega að ýja að
í upphafí leiks — er hún stelur úr skemmu
Auðuns og kemur sökinni á Andrés. í upp-
hafi þáttarins koma þeir í heimsókn Gissur
faðir Andrésar og Andrés sjálfur og tyggur
Auðurt þar lygarnar úr Hrólfi um þann
kaupskap sem í boði er, en Gissur er raun-
særri og segir hann vaði „með tukt að
segja, rassinn upp í ána”. Ög Sigríði þykir
hann þá irafa komið vitinu fyrir mann sinn.
En ekki er öll auðtrú á enda, því nú tekur
Auðun að kenna blásaklausum manni, Jóni
Jónssyni í Heiðarkoti, sauðaþjófnað, og
hefur hann það einnig upp úr samtalinu
við Hrólf. Gissur gengur og í það mál og
sannast þá sakleysi Jóns. Þykir rétt að
Auðun greiði Jóni í sakarbætur 10 ríkisd-
ali eða þeir Hrólfur í sameiningu. Þetta
er Auðuni ekki útbært og barmar sér mjög,
en Gissur telur honum mátulegt að láta
af hendi rauðskjöldótta kvígu til fátækra
og þá kveðst Jón ætla að leiða til Eifíks
bónda á Aumalæk það sama kvöld. Síðan
þakka þau Andrés, Una og Sigríður Giss-
uri sættina, en Auðun er ær, hafandi misst
fé og kvígu og besti sauðurinn burtu stol-
inn. Litlu síðar ber að Eirík á Aumaiæk,
sem hefur frétt hvaða hamingja falli honum
í skaut, kona sé nýbúin að ala barn og nú
muni hýrna í koti. Nú lætur Auðun sefast.
— í þriðja þætti bíða menn afturkomu
Hrólfs og Una stríðir lítillega Andrési sín-
um og segist munu láta að vilja föður sins
í kvonbænarmálum. Margrét kemur síðan
og segir tramp hafa verið kringum skem-
muna, Auðun skyggnist eftir því og kemur
síðan sótsvartur inn eins og Harpagon í
Aurasálinni og segir öllu stolið, þar á með-
al nýja klútnum og silfumálunum Hrólfs
og bendir „út í hópinn sem við er”, líkt
og Harpagon: „Þú, þú, þú, þú hefur stol-
ið.” Margrét ber nú þjófnaðinn á Andrés
og verður klútur, sem hann segist nýlega
hafa keypt af Jóni litla í Hjáleigunni sönn-
unargagnið, sem fær Auðun umsvifalaust
til að trúa þjófnaðinum á Andrés. „Þú skalt
hengjast, þó 100 Gissurar væru þínir feð-
ur.” Sigríður húsfreyja feilst á þetta, en
Una trúir á sakleysi Andrésar. Áuðun er
fljóthuga og vill flengja og hengja, en Sig-
rfður stingur upp á því, að skotist sé til
Jóns í Hjáleigunni og hann spurður út úr.
En nú ber að Gissur, sem hefur liaft upp
á Hrólfi, fengið af honum kiárinn aftur og
tvo ríkisdali, sem ofgreitt hafði verið fyrir
nálina og klútinn, — og að auki hefur hann
hjálpað Möngu, sem dottið hafði á svelli
Hólavallaskóli í Reykjavík. Þar voru skólaleikirnir fluttir á Herranótt.
10