Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Page 12
1 <*t 17? FITT G Cj . og bjó á Bessastöðum, og T.H. Meldah. sem var amtmaður í suðuramti og dó 1791. Allar horfur eru á því, að þeir Sigurður og Vibe hafi ekki slitið kunningsskapnum, þó að til íslands flyttust, því að á afmælis- degi konungs er sungið í Reykjavík minni, sem Sigurður hefur ort og annað, sem Vibe hefur ort. Og árið eftir yrkir Sigurður aftur til konungs af sama tilefni. Hvort Vibe hefur örvað Sigurð við leikritunina skal látið ósagt, og einnig það, hvort Sig- urður hefur átt einhvem þátt í að ýta við amtmanni að standa fyrir sýningum á Holbergsleikjum á döns'ku á Bessastöðum (Pernilles korte Frökenstand) um þetta leyti, eins og Jón biskup Helgason hafði eftir móður sinni10 og hefur þá verið fyrsta leiksýning á íslandi, sem skólapiltar stóðu ekki fyrir. Og að minnsta kosti hefur Vibe ekki látið frumsýninguna á Narfa framhjá sér fara, því að Ámi Helgason getur þess að hann hafi hrósað honum fyrir, hve vel hefði tekist, „sagðist hafa hugsað, að Daistæd þessi væri gamli Jacobæus í Kefla- vík11. Narfi Hitt er víst, að vei hefur Sigurður þekkt sinn Holberg og ber hans síðara leikrit, Narfi, því órækt vitni. Má því segja, að þessi tvö norskfæddu skáld, Wessel og Holberg, séu guðfeður yfir þeirri vöggu leikritunar, sem þama er verið að hræra. Narfi eða sá narragtugi biðill (í öðru hand- riti: íslenzki narrinn með dönsku ósniði), gleðispil í þremur flokkum og var leikið í fyrsta sinn í Reykjavíkurskóla 28. janúar 1799. Efnið er í stuttu máli það, að á heim- ili lögréttumanns, sem Guttormur heitir, skýtur upp kollinum maður, sem Narfi heitir, og segist vera assistent hjá kaup- manni Dalstæd. Hann slær um sig í því skyni að ná ástum dóttur Guttorms, Ragn- hildar, sem reyndar leggur hug á annan mann, efnilegan og fátækan sem fyrr, og heitir þessi Nikulás. Narfí stendur í þeirri meiningu, að heppilegast til árangurs sé að halda sig sem mest upp á dönsku, hann segist vera „danskur frá hvirfli til ilja” og tala „uppá fín hádansk”, en málfar hans er argasta hrognamál. Áður en Narfa skýt- ur upp bregður höfundur upp skondinni lýsingu af íslensku baðstofulífi, sonurinn og dóttirin em að æfa sig að skrifa; þar er líka kátlegur niðursetningur, sem lýst er kímilega án þess að meiða. Nikulás er þarr\g vinnumaður og í spaugilegu atriði (1,4) tekur hann Narfa og reynir að kreista úr honum uppskafningsháttinn; í ljós kem- ur, að Narfi getur talað ágæta og óbjag- aða íslensku, þegar engu öðru verður við komið. En höfundur er reyndar ekki að slást upp á danska tungu, það verður ljóst, þegar við kynnumst Dalstæd kaupmanni, sem aldrei talar annað en dönsku í leiknum' og reynist við nánari kynni hið mesta göf- ugmenni. Það sem Sigurður er að deila á, er uppskafningsháttur íslendinga sjálfra, sem allt halda betra, sem útlenskt er, og ftifmriixirs -.r: apa annarra ósiði, 6g niðurlægja í því skyni það sem öðru fremur hefur haldið uppi þessari þjóð: tungu hennar og menningu. Steingrímur J. Þorsteinsson finnur að dönskuskotnu máli í verkinu annars og þykir það ljóður, þar sem verið sé að hæð- ast að dönskuskotnu máli: „En stíll Sigurð- ar bar jafnan nokkrar menjar uppeldis- áhrifa Danmerkurdvalarinnar, eins og von- legt er”lz. Þeim mun merkilegri er afstaða Sigurðar, sem er svo ótvíræð, að engar lík- ingar við Jean de France Holbergs eða önnur bókmenntaleg tengsl skýra það. Raunar veit ég ekki, hvort mál Sigurðar er svo miklu dönskuskotnara en annarra á þessum árum; skyldi honum ekki, eins og leikritahöfundum er títt, vera annt um að ná trúverðuglega tungutaki hins daglega lífs? En boðskapur leiksins er þó svo skýr og djarfur, að ádeila leiksins hefur ekki misst sinn brodd fram á þennan dag, þó að formerki og skírskotun sé önnur og önnur tunga en sú danska seilist nú hér til áhrifa. Raunar má segja, að Sigurður sé þama á fyrstu öldu þeirrar málfarslegu þjóðernisvakningar, sem reis hjá Hallgrími Scheving og Fjölnismönnum og varð ómet- anlegt vopn í þjóðfrelsisbaráttu lands- manna, þegar leið á öldina. Atburðarásin er annars á þann veg, að Narfi heldur áfram tilraunum sínum til að eignast Ragnhildi, sem ekki er alveg laus við að gangast upp við fagurgalann og útlenskulegu fínheitin. Þar kemur þó, að ljóst verður um fláttskap Narfa og ómerki- legheit, en Nikulás sannar dug sinn við að bjarga mönnum í sjávarháska, þiggur fyrir að launum stöðu hjá Dalstæd og eign- ast í lokin sína heittelskuðu. Fléttan er fim- lega spunnin og útúrdúralaust, en þarna gefst þó ærið tækifæri til kátlegra atriða og eru sum listavel gerð og gefa lítið eftir bestu atriðum hinna bestu gamanleikja- skálda erlendra (Narfí undir borði og í tunnunni). Persónumar eru af trúverðugri lyftingu gerðar og umfram allt lifandi, og athafnir og viðbrögð harla vel leyst frá leikrænu sjónarmiði. Byggingin er misfellu- lítil, allt miðar að einum lausnum og þar fallast í faðma athöfn leiksins og meining. Helst mætti að því fínna, að hann tekur nokkuð alvarlega vendingu undir lokin og nokkur galli er það, að ein aðalpersónan talar dönsku mikinn hluta leiksins og með- al annars lögð í munn lokaorð leiksins, og mun það nokkuð hafa spillt fyrir gengi leiksins á seinni árum, þegar dönskukunn- áttu hrakar með degi hveijum. Má kannski á þessum leikslokum finna, að höfundur hefur ekki heldur haft yfirlegutíma fyrir verk sitt í þetta sinn. En þegar á allt er litið má segja, að með þessu verki hafi íslendingi í fyrsta skipti tekist að skapa listrænt þroskað leik- verk. Úr þessu er íslenskri leikritun æt- landi líf. . Höfundur er fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og núverandi dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Leiðrétting sögunnar íslenska þjóð, þú löngum stundum þér lékst við lifandi orðin og marga andvana böguna. Hér áður og fyrrum þú aldregi við það fékkst að upplýsa þjóðarmorðin og hreinskrifa söguna. En nú er svo komið að dolfallin heimsbyggðin hefur daglega orð á hvernig þú rússneska björninn hirtir til ögunar. Og þóað við Litháum þekkjum ei haus eða sporð á var þetta samt frækilegt afrek og leiðrétting sögunnar. Við heitum á ykkur, hugdjörfu íslensku Jónar, að hvergi látið þig deigan síga og missið ei sjónar á því að enn eru frumbyggjar álfu nokkurrar heftir. í Westrinu villta er örlítið viðvik eftir. Með vísun til alþjóðaréttarins Rauðskinnar land sitt eiga, reykja skal friðarpípu og eldvatnið teyga með Sioux og Cherókí. Alþing nú þegar yfirlýsi því — þótt Ameríkönum trúlega mið- ur líki - að Indíánarnir eignist sitt land á °ý - og Island það viðurkenni sem sjálfstætt ríki. Af ættjörðu Rauðskinna innrásarliðið víki. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og fræðslustjóri. Fyrirspurn í Lesbók Morgunblaðsins 26. október sl. birtist grein eftir Guðmund G. Þórarinsson um rithöfundinn Stefan Zweig. í grein þess- ari stendur: „Eftir að hafa helgað líf sitt ritun bókmenntalegra verka, lifði hann það, að öll verk hans á frummálinu voru brennd og því aðeins til í misgóðum þýðingum. ” Vill ekki greinarhöfundur skýra nánar, hvað hann á við með þessum orðum. Friðrik Þorvaldsson, Akureyri. Svar við fyrirspurn í ævisögu sinni segir Stefan Zweig á ein- um stað: „Ekki grunaði mig, að bækur mínar yrðu brenndar og bannfærðar. ..” og síðar í sömu setningu: „ .. . árangur af þrotlausu starfi mínu í þijátíu eða fjörutíu ár yrði máður út með öllu ...” Hér er sterkt tekið til orða, en hér er Stefan Zweig að lýsa hugsunum sínum og tilfínningum. Annars staðar segir rithöfundurinn í ævisögunni frá bók, sem honum var send frá Insel-forlaginu. „Það var skrá um bæk- ur mínar og útgáfur þeirra á öllum tungu- málum. Þetta var heil bók og ekkert tungu- mál vantaði, hvorki búlgörsku, fínnsku, portúgölsku, armensku, kínversku né mar- atti. Orð mín höfðu borist út meðal fólks á blindraletri, hraðrituð og með hvers konar kynjastafrófi...” Hví segir þá Zweig, að árangur af þrot- lausu starfi hans í þijátíu eða fjörutíu ár hafi verið máður út með öllu? Lengi má deila um, hversu vel unnt sé að koma lista- verki til skila í þýðingu. Sumir telja að það sé ekki hægt og þá sérstaklega, ef fjallað um er ljóð. Ef til vill og raunar líklega er Zweig eitt- hvað slíkt í huga, er hann notar þessi sterku orð. Ég leyfi mér að álykta, þegar Zweig seg- ir, að ekkert tungumál vantaði í þýðingarn- ar, að þær væru misgóðar. Sumar eru meist- araverk. En ef tekin eru öll tungumálin fullyrði ég að fullyrðing mín er rétt, að þýðingarnar séu misgóðar og mun líklega fáum finnast felast í því áfellisdómur. Guðm. G. Þórarinsson. urriki IHÁTTÚRUNHAR ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON náttúrustemmur SIGMUNDUR ERNIR RUNARSSON ij öf ná±túriiiim\enda og íjóðavina Afhverju hefjast eldgos? - Hvenær lýkur þeim? • Hvenær urðu jöklarnirá íslandi til? • Geta steinar læknað? • Er gagn af stjörnumerkjum? • Hækkar f sjónum? • Hvað eru loftsýnir? • Er hættulegt að búa hér? • Erskóg- rækt til gagns? • Viljum við eina milljón ferðamanna? Fjaliskverkin skilvinda veðurs heitt regn úr hléum síðasta logns. Svörin færðu' vandaðri 9 nýstárlegn boK 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.