Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 3
T-ggPálg M O R O O M B L. A 0 8 1 N 8 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Myndin er af nýjum barnaskóla í Stuttgart, sem vakið hefur mikla athygli. Frá honum er nánar sagt á bls. 2. Á faraldsfæti Síðastliðið ár varð óvenju mikið ferðaár hjá umsjón- armanni Lesbókar, sumpart vegna þess að blaðið var þá vettvangur fyrir bílaumfjöllun og ferðalög og sumpart vegna þess að hrein og klár forvitni rekur blaðamenn til að reyna að sjá með eigin aug- um eitthvað af því sem er að gerast, innanlands og utan. í fyrri hluta þessara minnispunkta er gripið niður í Hvítárnesi, á V atnsskarði, í Suður-Frakk- landi, á Haukadalsheiði og í Florida. Blaðaljósmyndir ársins hafa verið kjörnar af fjölþjóðlegri dómnefnd, sém árlega velur beztu blaðamynd ársins úr miklum fjölda ljósmyndara, þar á meðal frá íslenzkum blaða- ljósmyndurum. En þar að auki eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir beztu myndirnar í ýmsum efnisflokkum. Þetta er kynning á sýningu, sem í dag verður opnuð í Listasafni ASÍ. Rannsóknir Mikil og ör tækniþróun hefur orðið hér í gerð gróður- korta og öðrum rannsóknum henni samfara. Um það skrifa þeir Ingvi Þorsteinsson, Guðmundur Guð- jónsson og Kolbeinn Árnason. GRÍMUR THOMSEN Huldur Djúpt í hafi í höll af rafi Huldur býr, bjart er trafið, blæjan skír. Oft í logni á Ijósu sogni langspilið hún knýr, sindrar silfurvír. Raular undir Rán í blundi rótt og vægt. Lognið sprundi ljúft er þægt. Og í draumi undirstraumur ymur stilit og hægt. Haf er fagurfægt. En í kalda er kvikar alda, kreppist glær, hærri galdur Huldur slær: Strengir hlymja, hrannir glymja, -hvítar nær og íjær, rymur sollinn sær. Trúi’ eg leiki Faldafeyki fiðlan snjöll. Eru á reiki rastafjöll. Ægis dætur fima fætur flytja um báruvöll. Byltast boðaföll. Dunar sláttur, dýrri’ er háttur drósar brags, tekur hún brátt til Tröllaslags. Magnast stormur. Miðgarðsormur makka kembir fax. - Kenna knerrir blaks. Meðan veður valköst hleður vogs um tún, Huldur kveður hafs í brún. Inni’ á víkum yfir líkum einnig syngur hún marga raunarún. Óm af hreimi galdurs geymir gígjan þá, dregur hún seiminn djúpt í sjá, treinist lengi tón, og strengir titra eftir á dult í djúpi blá. Grímur Thomsen (1820-1896) var fæddur á Bessastöðum og þar bjó hann og þar dó hann eftir að hann fluttist heim en hann hafði verið starfandi við utanríkisþjónustu Dana. Grímur lauk meistaraprófi í sam- tímabókmenntum við Hafnarháskóla og síðar fékk hann doktorsnafn- bót. ( 22 ár átti hann sæti á Alþingi. Ertungan í hættu? vinlega síðan ég man eftir mér hefur verið haldið uppi skoðanaskipt- um um íslenska tungu, hvort henni sé rétti- lega beitt, hvort hún sé menguð erlendum orðum, hvort hún sé í hættu stödd. Barátt- an gegn dönskuslettum var hörð, eins bar- áttan gegn flámælinu og varð mönnum mikið ágengt. Sýnir það best hveiju menn fá áorkað ef þeir eru eins hugar og sann- færðir um að nú dugi ekkert annað en skefja- laus barátta. Á stríðsárunum tók við óttinn við ensku- sletturnar og er hann viðvarandi enn. Þó megum við ekki gleyma því að vissar ensku- slettur frá stríðsárunum eru nú úr sögunni þar sem aðstæður hafa breyst síðan, en auðvitað hafa aðrar tekið við. Sjálfsagt muna margir eftir því að Hall- dór Laxness var á sínum tíma sakaður um að skrifa vitlaust mál, fara ekki eftir viðtek- inni stafsetningu ríkisins og sletta erlendum orðum. Vildu harðh'fismenn þeirra tíma helst láta skipa honum að bæta málfar sitt og stfl. Auðvitað lét hann allt slíkt prump sem vind um eyrun þjóta og sagði að rithöf- undur notaði þau orð sem honum hentaði best til að koma hugsun sinni á framfæri. Sumt af orðum hans og orðatiltækjum fest- ist í tungunni, annað rykféll í bókum, eins og ávallt gerist í þróun máls. Við megum ekki gleyma því að tungan hefur alltaf verið að þróast gegnum aldirnar þótt hún hafi haldist tiltölulega hrein vegna einangr- unar okkar frá öðrum málsvæðum og til- vist bókmenntanna. Ef grannt er skoðað má þekkja marga erlenda kvisti sem skotið hafa rótum hérlendis og borið hin ágætustu blöð. Einhver sagði mér t.d. að öll orð í málinu sem byijuðu á P væru af rómönsk- um toga spunnin. Þau hafa lagað sig eftir íslenskum beygingum og eru löngu orðin jafngóð íslenska og fornnorræn orð. Orð eru alltaf að bætast við í íslensk- una, sum af íslensku bergi brotin, önnur af erlendu. Með tímanum festast sum þessi orð í málinu en önnur hverfa. Yfirleitt held ég að beygingar og mismunandi myndir orða stefni í áttina til einföldunar, eins og gerst hefur í öðrum málum. Við því er í rauninni ekkert að segja, þetta er einfald- lega þróun málsins sem er að gerast fyrir augunum á okkur. Við getum auðvitað streist á móti og haldið dauðahaldi í gömul orð og orðmyndir sem allur þorri manna er hættur að nota og skilur varla, ég nefni sem dæmi orðið „vergur" sem ég efast um að einn maður af þúsundi skilji þótt menn séu enn að burðast með það í opinberum skjölum. Fyrir nokkru las ég það í grein eftir einn af málfræðingum okkar að ef of hart væri saumað að þróun málsins, væri hætta á að það sprengdi af sér öll bönd þegar fram liðu stundir. Einhveiju sinni las ég það í bók að þjóð ætti heimtingu á sjálfstæði og sinni eigin menningu meðan hún legði eitthvað já- kvætt til heimsmenningarinnar. Það höfum við gert á undanförnum öldufn og ég vona að við höldum áfram að gera það. Ef við hættum hinsvegar að sýna af okkur menn- ingarlega reisn, fleygjum frá okkur menn- ingarlegum gersemum okkar og lepjum aðeins upp erlendan hégóma, skiptir engu máli þótt við hverfum af sjónarsviðinu sem þjóð. En er nokkur hætta á þvílíku slysi? Eg held ekki. Ég held að þessi ótti sé skyldur oftrúnni á forsjána; ef boð eða bönn eru afnumin, halda alltaf einhveijir að allt sé að farast. Á stríðsárunum og fyrstu árin eftir stríðið lá hin nákalda krumla boða og banna á svo til hverjum hlut. T.d. var þá hámarksverð á bókum og urðu útgefendur að sanna með reikningum fyrir opinberum embættismanni hver útgáfukostnaður hverrar bókar væri og síðan mælti hann fyrir um hvert útsöluverð hennar mætti vera. Þegar hámarksverðið var afnumið óttuðust margir bókavinir að verðið ryki upp úr öllu valdi. Svo fór þó auðvitað ekki, verðið lækkaði yfirleitt. í Lausitz í Suðaustur-Þýskalandi býr slavneskt þjóðarbrot sem Sorbar nefnast, afkomendur Vinda, og er spurn af þessu fólki þarna á þeim tíma sem Hrafna-Flóki og Ingólfur Árnarson voni að skoða til slægna hér á landi. Sorbar tala slavneska tungu, auk þýsku sem er annað mál þeirra, og þeim hefur ekki komið til hugar að leggja þetta gamla mál sitt niður. Jafnvel Hitler gat ekki fengið þá til þess þótt hans menn beittu til þess hnúum og hnefum. Sorbar eiga sína eigin rithöfunda og sína skóla og eru stoltir af því. Wales-búar tala sitt eigið mál, auk ensku, í Elsass býr heldur fámenn- ur hópur manna sem fluttist þangað frá Sviss á nítjándu öld til þess að kenna hör- vefnað og það fólk talar enn sína sérkenni- legu þýsku mállýsku í sínum hópi. Ég held að þessi ótti við að „týna tung- unni“ sé ástæðulaus. Það er auðvitað degin- um ljósara að flest ungt fólk sem vex hér upp talar ensku, sumt vel og annað miður, enda erum við umkringd engilsaxneskum máláhrifum. En er það slæmt? Við veijum á hveiju ári stórfé í að kenna börnum okk- ar ensku, svo að þau eigi greiðari aðgang að umheiminum og geti notfært sér eitt heimsmálanna til fróðleiks og skemmtunar. Frá mínum bæjardyrum séð er enskukunn- áttan ávinningur og hann ekki svo lítill. Ég viðurkenni að vísu að mér þykir leitt hversu mjög Norðurlandamálin hafa þokað úr sessi hér síðan í æsku minni, aðallega danskan, en um það þýðir ekki að sakast. Danska er ekki auðvelt mál, þótt hún sé skyld okkar rnáli. Ágúst Strindberg sagði einu sinni að danska væri eina tungumálið í heiminum sem hann gæti ekki lært. íslenskan er ekki í neinni hættu ef við höldum vöku okkar og það held ég að við gerum, þrátt fyrir allt. Látum ekki boða-og- banna-postula æra okkur en leyfum tung- unni að þróast á eðlilegan hátt. m.a. með notkun tökuorða sem geta lagað sig eftir íslenskum beygingareglum, en ef við eigum eftir að verða þeir amlóðar að týna tung- inni, sýnir það ekki annað en að við erurn aumingjar og kvikindi sem ekki verðskulda sjálfstæði og menningu, og heimurinn verð- ur engu fátækari fyrir þótt slíkir hverfi úr sögunni. TORFI ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JANÚAR 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.