Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 4
t Húnaver og Bólstaðarhlíð kl. 10 að morgni: Heil hátíð í fastasvefni. Um morgunninn voru þýzku strákarnir að hita sér kartöflumús og ég hugsaði með mér: það verða ekki margar krónurnar, sem þessir túristar skilja eftir. Svo leggja þeir undir sig sæluhúsin og þó ég væri í þetta sinn með leyfísbréf frá Ferðafélagi íslands varðandi gistingu, þá fer maður varla að vísa fólki út, ef fullt er. I þetta sinn var hinsvegar rými fyrir okkur öll og enginn varð neins var yfir nóttina eins og sagt þar sem réimleika er von. Að morgni komu aðvífandi íslenzkir strák- ar á jeppa og höfðu bersýnilega ekið á stein og stórskemmt bílinn. Þeir voru með hagla- byssu, höfðu verið að huga að gæs og kváð- ust hafa séð fárveika kind þarna í heiðinni; hún gæti enga björg sér veitt. Þið hefðuð átt að stytta þjáningar hennar og draga um barkann á henni, sagði ég ósjálfrátt með orðalagi frá löngu liðnum tíma, sem hér var viðhaft þegar mæðiveikin geisaði. „Draga um barkann á henni“ átu þeir eftir og litu hver á annan í spurn. En kveiktu svo á per- unni og héldu af stað tii að veita ánni nábjar- girnar. Hvort þeir notuðu hnífínn eða byss- una veit ég ekki. Önnur ær var hinsvegar á beit við sælu- húsið og lét það ekki raska stóískri ró sinni þó gengið væri fast uppað henni. Lambið var mjög órólegt yfir þessu nábýli, en móðir- in leit aðeins stöku sinnum á mannfólkið með fyrirlitningarsvip, mórauð í tveimur reifunum, vitandi að öll heimsins gæði eru eftirsókn efti vindi - nema það eitt að fylla munn sinn og maga. II Vatnsskarð í morgunsárið - og það er verzlunarmannahelgi, sunnudagsmorgunn. Umferðin er ekki vöknuð, en stóðmerar eru vaknaðar með tindilfætt afkvæmi sín, ugg- Iaust öll undan margsinnis verðlaunuðum graðhestum og ætternið skjalfest í marga liði. Af öllu ungviði finnst mér folöld feg- urst. Mér sýnist grasgefið á Vatnsskarðinu, úrvals hagar fyrir hross. En það er annars dapurlegt að sjá hvernig hestamenn fara sumstaðar með landið. Hrossagirðingar eru víða svo nagaðar niður í rót, að næsta stig er moldin. Þarna er jarðvegurinn berskjald- aður fyrir hverskonar eyðingu. Nem staðar á brekkubrúninni fyrir ofan Bólstaðarhlíð. Svartárdalurinn liggur í suð- austur og bæimir standa „í hyggindalegum Hvítámes seint í ágúst. Hér er einn af þessum töfrandi stöðum á hálendinu með andstæður gróðurs og jökuls, vin í eyðimörk. Leiðin ligg- ur að sæluhúsi Ferðafélagsins, sem þarna hefur staðið í 60 ár við vallgróna rúst af bæ, Fáein minnisstæð atriði úr ferðum, innanlands og utan, á síðasta ári. sem sagan segir að hafi verið byggður hér þegar svartidauði geisaði eftir 1402. Skammt frá húsinu liðast Tjarnáin á milli grænna bakka, svo tekur við vott gróður- lendið, brokflóar allar götur út að vatni. Að austan rennur Fúlakvísl kolgrá og staum- þung framhjá Hrefnubúðinni og dreifir sér í kvíslum út í vatnið. Þar fljóta nokkrir jak- ar, sem brotnað hafa úr skriðjöklinum. Kvöldskugginn færist yfir Skriðufellið og skriðjöklana sinn hvorum megin, og nú er beinlínis hægt að hlusta á þögnina. Við sæluhúsið hafa þýzkir strákar stigið af fjallahjólunum sínum; skærrauð hallast þau upp að grasi grónum veggnum. Við sögðum þeim af draugnum, sem er lands- frægur og á að hafa verið í tengslum við bæjarrústina; vissara væri að sofa ekki í rúminu, þar sem einn þeirra hafði búið um sig. Hann hló að íslenzkum hindurvitnum; þið lesið of mikið af sögum, sagði hann. En Kvöldskugginn leggst yfir Hvítárnes, sæluhúsið og rústina af bænum sem þarna var byggður á 15. öld. „Melgrasskúfurinn harði“ á Haukadalsheiðinni. Fjær sést óafhjúpaður minnis- varði um Greip Sigurðsson í Haukadal, en Jarlhettur í baksýn. til vonar og vara færði hann sig í annað rúm. Öræfin njóta sín bezt án mannvirkja. Samt finnst mér að eitthvað vantaði þarna í Tjarn- árheiðina, ef sæluhúsið væri farið. Kannski er það byggingarlagið, veggir úr torfí og svo fallegar vindskeiðar á báðum göflum. Aðal- atriðið er, að húsið fer vel á sínum stað og er alveg í sátt við landið, betur en önnur sæluhús Ferðafélagsins. Þarna ríkir alveg sérstakur andi; það hefur mér fundizt frá því ég gisti þar fyrst, þá fjallmaður á af- rétti Biskupstungna. Þá var komið í myrkri í áfangastað, hestarnir heftir handan við Tjarnána, fjallskrínur bornar inn og upp- hófst mikið teiti með söng, hangiketsáti og brennivínsdrykkju. Og klukkan sex morgun- inn eftir bankaði alvaran á dyr - ófrávíkjan- lega. Kaffi hitað á prímus og nú fannst mér einmitt þetta skemmtilega tæki vanta - vegna hljóðsins. Um nóttina gekk ég út undir vegg eins og bænda var siður. Sólin var að koma upp yfir Baldheiðinni og lyfti allri þessari fegurð í æðra veldi; mófuglar komnir á kreik og álftir einhversstaðar í fjar- lægð að fagna morgunsólinni með kvaki. Það var næstum því sársaukafullt að fara inn aftur til að sofa. röðum“ eins og Hannes Pétursson orðar það í ljóði. En það er annað, sem alls ekki stend- ur í röðum, heldur ríkir þar kaos, óreiða, að því er bezt verður séð: Tjaldborgin, sem risið hefur á túninu í Bólstaðarhlíð vegna samkomu á verzlunarmannahátíð. Húnaver, Húnaver, hljómaði í útvarpsaug- lýsingunum; nú fara allir í Húnaver. Ög svo uphófst þrasið að nýju um það, hvort þetta væri menningarviðburður og rétt eins og aðrir konsertar - eða hvort popphljómsveitum bæri að gjalda keisaranum það sem keisar- ans er. Mig minnir að menningarfulltrúinn okkar í London, sem gert hefur garðinn frægan, stæði einhverntíma að spilverki á útihátíð við Húnaver, og var þá harður á því að þetta væri alvarlegur menningarvið- burður. Samt var þá ekki búið að uppgötva listrænan áslátt á höfuð, maga og læri. Höfuðáslátturinn bara iðkaður með gamla laginu: Mönnum gefið áann svo glumdi í - og áslátturinn á Iæri og maga fór fram blíð- lega inni í tjöldum. Það er gamla sagan; ekkert er nýtt undir sólinni. Undarlegt að aka framhjá Húnaveri og sjá öll þessi kynstur af bílum og tjöldum, en hvergi lifandi inann að sjá. Heil útihátíð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.