Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 9
á. Það gerist fyrir tilverknað hins illa anda sögunnar, Marðar “ Valgarðssonar, sem rægir Höskuld við sonu Njáls. Þegar beðið var um liðveislu á alþingi eftir víg Hö- skulds Hvítanessgoða, spurðu höfðingjarnir allir hver sá hinn mikli maður væri, er fjór- ir menn gengju fyrir. Auðvitað þekktu þeir Skarphéðin, en þeir vissu að hann var uppstökkur og vildu kalla fram viðbrögð hans, enda urðu þau í takt vð það hvernig hann var ávarpaður. Njáll Þorgeirsson á Berþórshvoli er ein af aðalpersónum Njáls-sögu, sem tekur nafn af honum. Njáli er lýst sem miklum vitmanni, enda leituðu menn ráða hjá hon- um og var hann óspar á þau. Gunnar á Hlíðarenda verður einkum til að leita hjá Njáli og er þá ætíð þiggjandi. Ráð Njáls gefast Gunnari vel og leysir Njáll margan vanda fyrir hann. Sagan gefur í skyn að Njáll hafi verið eftirtektasamur, enda lét hann stundum segja sér fréttir þrisvar, hvort sem það er sagt til að undirstrika mikilvægi slíkra frétta eða að gefa í skyn, að Njáll hafí verið að hlusta efti frávikum í frásögn líkt og rannsakendur mála iðka nú á dögum. Það kemur fram í Snorra- Eddu, að Njáll hafi verið farmaður á sínum yngri árum. Þar er einnig varðveitt vísa eftir hann, þar sem hann lýsir siglingu. Njáll var ekki vígamaður samkvæmt sög- unni. Vera má, að frásögnin af skeggleysi hans eigi að undirstrika þetta, enda getur hún ekki höfðað til samskipta hans við konur. Berþóra Skarphéðinsdóttir, kona Njáls, var skaphörð en drengur góður. Ekki ber á öðru en hjónaband þeirra hafi verið gott, en þær Bergþóra og Hallgerður voru oft prófsteinn á vináttu Njáls og Gunnars og athafnir þeirra gefa höfundi tækifæri til að sýna hve djúp hún var. Hugur Berg- þóru til eiginmannsins kemur vel fram í brennunni þegar henni er boðin útganga. Raunar fylgir það stundum miklum andans mönnum að eiga skapharðar konur, til dæmis Hallgrími Péturssyni og Sókratesi og hefur verið haft fyrir satt, að hlutur þeirra Guðríðar Símonardóttur og Xan- þippu hafi í bókmenntum og þjóðsögum verið gerður verri en skyldi til að stækka eiginmennina. Vera má, að sama gildi að nokkru um Bergþóru, en ólíkt er þó mynd sú sem Njála dregur af Bergþóru þekki- legri en mynd grískra bókmennta af Xan- þippu. Bergþóra var að vísu skaphörð, en hún var drengur góður, sem þótti mikið lof. Xanþippa grískra sagna var fyrst og fremst skass. Njáll virðist hafa verið andsnúinn Hall- gerði frá upphafi. „Af henni mun standa allt hið illa, er hún kemur austur hingað“, segir hann, er Gunnar sagði honiim frá ráðahag sínum og tók fréttunum þunglega. Síðar kveður hann að Gunnar muni eiga erfitt með. að bæta öll slys Hallgerðar. Þessi afstaða breytist ekki, en ekki virðast þau Hallgerður og Njáll þó hafa átt í bein- um illdeilum. Ráð Njáls duga ekki eins vel, þegar kemur að því að vernda hann sjálfan og fjölskyldu hans, enda við ramman reip að draga. Hann stefnir að viðhldi friðar og frama fyrir Höskuld fóstra sinn, en sá stuðningur veitir Merði Valgarðssyni tæki- færi til að kveikja öfund í brjósti Njálssona til Höskuldar. A alþingi spillir hann síðan sættargjörð við Flosa með vanhugsaðri gjöf. Þetta leiðir síðan til brennunnar á Bergþórshvoli. Njáll er í svipaðri aðstöðu og Oðinn, sem sá ragnarökin fyrir, en megnaði ekki að afstýra þeim. Sem kunnugt er, hafa velflestar íslend- ingasögurnar verið gefnar út með nútíma stafsetningu. Mér finnst samræmingarrit- hátturinn, sem er á eldri útgáfum, falla vel að efni og stíl sagnanna, en verði þessi breyting til að auka lestur þeirra er ekkert nema gott um það að segja. Spyija má, hvaða gildi það hafi fyrir fólk að lesa forn- ritin. Stíllinn er yfirleitt þannig að öllu málskrúði er sleppt, en setningar stuttar og gagnorðar. Lestur best rituðu sagn- anna, eins og Njálu, Egilssögu og Lax- dælu, stuðlar að aukinni þekkingu á með- ferð íslensks máls bæði í ræðu og riti. Sögurnar tengja okkur betur við landið og þjóðina og þær eru ómetanlegur arfur frá fortíðinni. Höfundur er kennari, Tvær grafíkmyndir eftir Luisu Richter. Hafnarborg: Minjar J. Skúlptúr eftir Jorge Salas. Skúlptúr eftir Carlos Mendoza. Myndlist frá Venesúela Það skeður ekki á hveijum degi, að hér sé kynnt myndlist frá þeím fjarlæga heimi, sem Suður-Ameríka er. Þetta á sér þó stað í dag, þegar opnuð verður í Hafnarborg sýning á verkum sex listamanna frá Venesúela. Þetta er eins og nærri má geta farandsýning, hingað komin frá Norðurlöndum og fer síðan til London. Hingað kemur sýningin fyrir milligöngu sendiráðs Venesúela fyrir Island í Osló. Valin hafa verið verk þriggja mynd- höggvara og þriggja grafíklistamanna. Allir eru þeir af yngri kynslóð viður- kenndra lsitamanna í Venesúela og kemur heim og saman við áherzlu listsögufræð- inga á ungdóminn, bæði hjá okkur og víða annarsstaðar. Þetta sjónarmið er vitaskuld vafasamt í ljósi þess, að myndlistarmenn eru mjög lengi að ná fullum þroska. I til- kynningu Hafnarborgar er því þó slegið föstu, að verk þessara listamanna gefi góða hugmynd um fjölbreytileika og vöxt myndlistar i heimalandi þeirra, þar sem myndlist hefur mótast jöfnum höndum af sterkri hefð alþýðulistar og alþjóðlegum straumum. í sýningarskrá segir Maria Provenzali, að grafíklist í Venesúela standi nú á tíma- mótum; hafi þróast frá því að vera eins konar skreytilist, yfir í listgrein sem ein- kennist af stöðugum formtilraunum, svo sem sjá megi. Grafíklistamennirnir eru hluti af þeirri hreyfingu, sem reynt hefur að mæta þörf- um hins nýja tíma. Verk Gladys Meneses endurspegla nákvæmni hinnar hefðbundnu prentlistar, auk þess sem þar er að finna fjölda tilvísana til austrænna hefða. Luisa Richter hefur umbreytt hlutbundnum Minjar II. Skúlptúr eftir Jorge Salas. myndum í fijáls og margræð form. Þriðja grafíklistakonan heitir Lihie Talmor og stendur í sýningarskrá, að verk hennar séu „meðvituð“. Ekki skal reynt að útskýra hér, hvað það kann að merkja. Um höggmyndalist í Venesúela segir Graciela Pantin, að sú listgrein eigi sér langa sögu, sem hófst fyrir daga Kólum- busar. Núlifandi myndhöggvarar hafa reynt að byggja á hefðinni og alþjóðlegum straumum í senn. Þeir heita Carlos Mondoza, Jorge Salas og Luís Lartitegui. I verkum sínum móta þeir hinn hefðbund- ana efnivið, tré, stein og málm. Allir til- heyra þeir kynslóðinni, sem fædd er eftir 1950 og allir vinna þeir með óhlutbundin form. GS.- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JANÚAR 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.