Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 2
I A R K 1 T E K Skólinn séður frá hlið. Barnaskóli- eða strandað ævintýraskip Arkitektar: Gunter Blehmisch og félagar. Ikringum úthverfið Luginsland, austanvert við Stuttgart í Þýzkalandi, eru vínekrur og skógi vaxnar hæðir. En sjálft er Luginsland-hverfið eins borg- aralega hefðbundið og framast má verða. Þar er „alles in Ordn- ung“, allt í röð og reglu og hús- in með myndarlegu risi eins og sést á einni myndinni, - nema eitt. Það sker sig alveg úr og sumir mundu segja, að það væri eins og illa gerður hlut- ur í þessu settlega umhverfi. Þetta hús hefur samt hvað eftir annað sést á síðum tímarita um arkitektúr sem dæmi um djarfa og frumlega byggingarlist. Nágrannamir kunna samt ekki að meta það og hafa farið í mál við yfirvöldin. Þeir eru smeykir um að verð á fasteignum þeirra kunni að lækka með þetta hrófatildur í næsta nágrenni. Þýzki arkitektinn Gunter Blemisch hefur teiknað bamaskólann í Luginsland ásamt hópi arkitekta, sem vinna með honum á stofu. Hugmynd þeirra var sú, að hrista upp í hefðinni, teikna eitthvað fullkomlega óhefðbundið, sem ýtt gæti undir hug- myndaflug bamánna. Þó langsótt gæti virzt á þessum stað, varð niðurstaðan sú Að innan er skólinn ekki eins og við mætti búast eftir ytra útliti. Gólfin eru að minnsta kosti lárétt. að vinna út frá hugmynd' um strandað skip; stefnið kafrekið í hól eða hlíð og inn- gangurinn á báðum hliðum er um „land- göngubrýr". Ekki er nóg með að „skipið“ hallist niður að framan, heldur virðist á því hliðarhalli einnig. Kringlóttir gluggar, mastur og kýraugu minna enn frekar á skip, en að utan er húsið klætt með grófrif- fluðu bárujárni, timbri, plasti og áli. Utanfrá gæti virzt að gólfin væru með sama halla og húsið í heild, en svo er ekki. Gólfín eru lárétt, skólinn sem rúmar 56 börn, er tveggja hæða. Skrifstofa skóla- stjóra er í „brúnni“, ofanjarðar í þeim hluta hússins, sern virðist annars kafrekinn í brekkuna. í skutnum, sem hæst rís, em kennslustofur og svæði fyrir leik og afþrey- ingu. Innan dyra er margt á skjön við það sem gengur og gerist, gluggar til dæmis. Og þótt nágrönnunum þyki „flakið“ lítið augnayndi, kunna börnin mjög vel við sig í þessum skóla og finnst hann bæði ævin- týralegur og heimilislegur. GS. GUNNAR DAL Kveðju- stund Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið. Og blöðin þín mjúk, sem bærast svo hljótt, lótusinn hvíti sem lokast í nótt. Orð eins og hendur sig hefja, bænir til guðs úr bijósti manns. Stíga upp í stjörnuhimin og snerta þar andlit hans. Og nóttin fyllist af friði. Úr heimi sem ekki er okkar æðra Ijós skín en auga mitt sér. Það læknandi höndum um lótusinn hvíta fer. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í bijóst. Dreymi þig rótt, lótusinn hvíti, sem opnast á hý í nótt. Höfundur er skáld og heimspekingur EMMA HANSEN Á sand- inum Sjávar báran iðin eljar upp við fjörusand baggalút og bláar skeljar ber hún upp á land Viltu tína vota steina veita gleði í sál aldan gutlar yfir hleina yst við flæðarmál Bráðum flæði að og flýtur feyskið þang Og mor Tíndu meðan tímans nýtur týnast brátt þín spor. Þjóðsaga um Drangey Skagaála tróðu tröllin teymdu kúna sína árdagssólin yfir ijöllin austan tók að skína Sólargeisli signdi tröllin svo þau máttu deyja eftir stendur sterk sem fjöllin stæltra dranga eyja Töfra eyjan tignar háa tefur tefur hug þín saga Skagaíjarðar skrautið bláa skartar alla daga. Höfundur er frá Sauðárkróki. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.