Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 11
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON Úr því ég hugsa Úr því ég hugsa hlýt ég að vera til í heimi sem er réttnefnd veröld mín en verður aldrei söm og veröld þín, það veit ég náttúrlega bæði og skil. Þó gætu heimur minn og heimur þinn á hafi nætursortans kannski mæst, hugarins ósk um hendinguna ræst, og heimur þinnar veru orðið minn í ijósadýrð sem líður hjá um nótt, lágværum tónum gleðisöngs um borð, sem bjartrar kenndar óljós vísuorð anda mér gegnum vélarhljóðið rótt uns glaðaljós og glaumur farar þinnar gleymast út í rökkur sálar minnar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JANÚAR 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.