Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1992, Blaðsíða 12
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Gróðurkortagerð erð gróðurkorta af íslandi hófst 1955 og síðan hefur verið unnið að þessu verkefni á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala). Nú hefur verið lokið við að kortleggja ítarlega um tvo þriðjuhluta af landinu öllu en á síð- ustu árum hefur verkinu þó miðað hægt vegna fjárskorts. Ætlað er að það myndi kosta um 160 milljónir króna að ljúka við að kortleggja það sem eftir er og væri það unnt fyrir lok þessa áratugar ef þetta fjár- magn væri fyrir hendi. Hvað Eru Gróðurkort? Gróðurkort eru þemakort sem sýna hvar land er gróið, hvers konar gróður er um að ræða og hversu þéttur hann er. Einnig sýna þau mismunandi landgerðir ógróins lands s.s. mela, sanda, grjót, hraun o.s.frv. og þar með hvaða möguleikar eru til sjálfgræðslu og uppgræðslu. Kortin sýna hvar gróður- og jarðvegseyðing á sér stað eða gæti verið yfír- vofandi. Þau eru því ómissandi við gróður- vemdar- og landgræðsluáætlanir. I byggð sýna kortin ræktað og ræktunarhæft land og á þau eru færð landamerki jarða og ann- arra eignarlanda. Auk þessa er á gróðurkortunum allt það sem er á vanalegum staðfræðikortum. Mikil og ör tækniþróun — nánast bylting — hefur að undanförnu orðið hér á landi í gróðurkortagerð og öðrum rannsóknum henni samfara. Hefðbundnar Aðferðir VlÐ KORTAGERÐINA Vinnsluferli við gróðurkortagerð, frá vett- vangsvinnu þangað til fullprentuð kort og tölulegar niðurstöður af þeim iiggja á borð- inu, er flókið og verður ekki rakið hér. Þó skal þess getið að við vettvangsvinnuna eru loftljósmyndir notaðar sem hjálpartæki. Inn á þær er teiknuð gróður- og landgreining sem síðan er sameinuð á grunnkorti að vettvangs- vinnu lokinni. Nauðsynlegt er að fara vand- lega um allt það land sem verið er að kort- leggja. Engin tækni hefur verið til sem gerir vettvangsvinnu óþarfa við gróðurkortagerð, nema þar sem mjög lítillar nákvæmni er krafist. Gróðurkortagerð er auk þess erfiðari hér en víða annars staðar vegna þess hve samfléttuð gróðurlendi landsins eru. NDURKASTMÆLINGAR Á Gróðri Einn þáttur við gróðurkortagerð er að ákvarða þéttieika gróðurs, því að oft er gróðurþekjan hér meira og minna rofin af völdum frostlyftingar, vatns og vinda eða ofbeitar. Nú er komin til sögunnar fjarkönn- unartækni til að mæla þéttleikann, en til þessa hefur hann verið áætlaður með sjón- mati. Þessi tækni byggist á því að ljósendurk- ast frá grænum gróðri í sýnilegu og nærinn- rauðu ljósi er mjög sérstætt og frábrugðið endurkasti allra annarra náttúrulegra efna á yfirborði jarðar. Með því að mæla styrk sólar- geisla sem endurvarpast frá jarðaryfirborði á ákveðnum afmörkuðum bylgjulengdum er því hægt að greina gróin svæði frá ógrónum og að segja til um þéttleika, ástand og upp- skerumagn hins gróna lands. Brátt má jafnvel fara að vænta þess að unnt verðr áð nota þessa aðferð til að flokka gróður landsins í mismunandi gróðurlendi og spara þannig mikla og dýra vettvangs- vinnu. ÍSLENSK ÞRÓUNARVINNA Upplýsinga- og merkjafræðistofa Háskóla íslands hefur á undanförnum árum unnið afar mikilvægt starf á þessu sviði. Hefur þar verið þróað tæki til slíkra íjarkönnunarmæl- inga úr flugvél og sérhæfðan tölvu- búnað til að vinna úr myndefni á stafrænu formi. Þessi tæki hafa verið reynd undanfarin ár með mjög góðum árangri í sam- vinnu við landnýtingar- deild Rala, bæði hér á landi og á Suður-Græn- landi. Landsvirkjun notaði þessa tækni til að mæla stærð Eftir Ingva Þorsteinsson, Guðmund Guðjónsson og Kolbein Árnason. Nærmynd nf kortinu á tölvuskjánum. A öðrum tölvuskjánum sést stafrænt kort af skógræktarjörð á Héraði og á hin- um tölulegar niðurstöður af kortinu. Endurkastsmynd, tekin úr 2,5 km hæð af 30 hektara uppgræðslu á virkjunar- svæði Blöndu. Litirnir sýna mismun- andi gróðurþekju: Grátt 0-20%, rautt 20-50% og dökkgrænn 80-100%. uppgræðslusvæða á Blöndusvæðinu og þétt- leika og uppskerumagn gróðurs á þeim sum- arið 1991. Greinihæfni tækjannaer bæði háð flughæð og linsubúnaði, en með greinihæfni er átt við stærð þess svæðis á jörðu niðri sem svar- ar til minnsta greinanlegs punkts í mynd. í tilraunaflugi í fyrrnefndum rannsóknum hef- ur náðst 25 sm greinihæfni, sem þýðir að hver myndpunktur samsvarar 25x25 fersent- ímetrum lands. Til samanburðar má geta þess að greinihæfni gervihnattamynda af gerðinni Landsat — TM er 30 metrar. Við mælingar á gróðri á víðáttumiklum svæðum, t.d. í sambandi við gróðurkortagerð, myndi 5-10 m greinihæfni nægja. Einn meginkostur slíkra endurkastsmæi- inga er sá að með þeim fást samfelldar nið- urstöður á myndformi fyrir svæði í heild, en ekki aðeins fyrir einstaka mælipunkta. Stafræn Kortagerð Fram til þessa hafa niðurstöður hvers konar kortagerðar verið settar fram eða birt- ar sem teiknuð eða prentuð kort. Slíkum kortum er erfitt að breyta nema með ærinni vinnu og tilkostnaði. Nú er að verða breyting á þessu. Hafin hefur verið á Rala stafræn gróðurkortagerð sem er fólgin í því að kort- in eru teiknuð í tölvu og varðveitt þar sem samsafn af punktum, línum, svæðum og texta. Til er hugbúnaður til að vinna kortið og fá fram tilætlaðar niðurstöður án þess að kortið komist nokkurn tíma á blað. Þessi hugbúnaður hefur verið kallaður Landfræði- legt upplýsingakerfi. Hugbúnaðurinn getur sjálfur lesið gögnin í tölvunni og skilað um- beðnum upplýsingum um allt það sem á þeim er, t.d. sem kortum á pappír eða plasti. Miðað við eldri kort má næstum segja að stafrænu kortin séu lifandi og það er jafn auðvelt að gera breytingar á þeim og á orð- alagi í texta. Hægt ör að færa til línur, letur eða tákn og þurrka út eða bæta við einstaka hluta. Allar breytingar sem verða á landinu er jafnharðan hægt að færa inn á kortið s.s. nýjar byggingar, vegi, raflínur, nýræktað land, hvort sem um er að ræða tún, upp- græðslusvæði eða skóglendi, eða tap á gróðurlendi t.d. vegna uppblásturs, öskufalls eða mannvirkjagerðar. Auk þeirrar myndar af kortinu sem sjá má á tölvuskjá er í tölvunni gagnagrunnur sem tengist kortinu og geymir allar nauðsyn- legar upplýsingar um hvert einstakt svæði á því. Þessar upplýsingar er hægt að kalla fram á skjáinn eftir þörfum. Fyrsta Hagnýta Verkefnið Nú er nýlokið fyrsta hagnýta kortagerð- arverkefninu sem unnið var á stafrænan hátt hjá Rala og má segja að það marki tíma- mót hér á landi. Verkefni þetta, sem unnið var í samvinnu við fyrirtækið ÍSGRAF h.f. og með búnaði frá Intergraph, er gróður- og jarðakort af Fljótsdalshéraði. Það var unnið vegna skógræktaráætlunar fyrir Hér- aðsskóga og nær til 74 jarða. Lokaafurð þeirrar vinnu var Jarðabók af hluta af byggð á Fljótsdalshéraði. í henni eru tölvuteiknuð kort af hverri jörð ásamt tölulegum upplýs- ingum um stærð og gróðurfarsleg einkenni hennar. Höfundar eru deildarstjóri og verkefriisstjóri á landnýtingardeild Rala. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.