Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Blaðsíða 4
Ahallandi sumri 1991. Skýin hanga í miðjum hlíðum og sáldra fínlegum regnúða yfír landið en jafnvel í slíkum dumbungi er Eyjafjörður falleg sveit. Við erum þrír á ferð; greinarhöf- undur, Baldur Óskarsson rithöfundur og Þórð- ur sagnaþulur Halldórsson frá Dagverðará. Förinni er heitið inn dalinn, allt inn í Saurbæj- arhrepp, að bænum Skáldstöðum efri. Skáldstaðir efri mun þó enginn hefðbund- inn bær, í skilningi okkar nútímamanna, né heldur er þar veglegrar móttöku að vænta. Bæjarhúsin af torfi gjörð, lágreist og gróin eftir myndum að dæma. Því myndir eru okk- ar einu viðmið; enginn okkar félaganna hefur komið hér fyrri. Húsráðendur verða heldur engir fyrir því bóndinn, Kjartari Júlíusson, féll frá fyrir réttum áratug og kona hans, Finnbjörg Stefánsdóttir, er nýlega látin. En hvað rekur þá þijá ferðalanga til að aka langa vegu til funda við lágreist eyði- býli, vísast að falli komið? Jú, hér er um sann- kallaða pílagrímsför að ræða; kynnisför á slóðir merks manns sem þar eyddi langri ævi við að yrkja jarðargróðann á föðurleifð sinni og hirti ekki í neinu um stökkbreytingar aldar- háttarins umhverfis. Að Skáldstöðum mátti með sanni lifa andblæ horfínnar aldar, jafnt í byggingum, búskaparháttum og mannlífi. Þar hafði fyrirgangur, framfarir, efnishyggja og lífsgæðakapphlaup tuttugustu aldarinnar ekki fundið inngöngu í lágreist bæjarhúsin. Því fer þó fjarri að Kjartan bóndi og Finn- björg húsfreyja hafi verið utanveltu við rás heimsviðburða. Útvarp var á heimilinu og bókakostur í mesta lagi, enda bóndinn lestr- arhneigður. En Kjartan bóndi lét veraldarf- árið ekki rugla sig { ríminu heldur gekk að daglegum starfa sínum — þeim starfa sem verið hafði iðja ábúenda í landinu frá alda öðli — og hugsaði sitt. Ekki lét Skáldstaðabóndinn þó við þankana eina sitja, því frá hans hendi birtist bókin Reginfjöll að haustnóttum og fleiri frásagnir árið 1978. Má rétt ímynda sér þvílíkt átak og viðburður það hefur verið í kyrralífsveröld þessa vinnulúna kotbónda að hrinda skrifum sínum til útgáfu. En það eru einmitt skrifín þau arna sem eru leiðarstjama okkar, vitring- anna þriggja, á slóðir þessa hógværa rit- smiðs. Af þessu verki sínu er höfundur þeirra — sem enginn okkar heyrði né sá í lifanda lífi — okkur svo kunnur og handgenginn sem hefðum við þekkt hann langa ævi. Á lífsgöngu sinni skráði Kjartan þanka sína um hin ýmsu málefni auk þess sem hann hafði unun af að færa ýmsar sagnir úr sveit- inni og viðburði eigin tilveru á blað. Skrif hans bera kunnáttu hans í móðurmálinu fag- urt vitni og stílbrögðin mætti færa á töflu í hvaða skóla landsins sem væri, nemendum til eftirbreytni. Skáldjöfurinn Halldór Laxness segir á þessa leið í formála að bókinni: „Af bréfum hans, minnisblöðum og skrif- uðum athugunum sá ég að þessi kotbóndi hafði snemma á valdi sínu furðulega ljósan, hreinan og persónulegan ritstíl, mjög hug- þekkan, þar sem gæði tungunnar voru í há- marki, blandin norðlenskum innanhéraðsmál- venjum sem allt er gullvæg íslenska; og ég velti þessu hámenntabókmáli fyrir mér af þeirri orðlausu undrum sem einstöku sinnum getur gripið mann gagnvart fslendingi." (1) II. Ekki þættu það allt stórviðburðir sem Skáldstaðabóndinn færði til bókar en slík er frásagnargáfa hans og gleði, einlægni og rit- þróttur að jafnvel hin hversdagslegustu tilvik öðlast merkingu og mikilvægi í meðförum hans. Og þvílíkur unnandi góðra bókmennta var þessi eyfírski kotbóndi að hann bauð sjálfu Nóbelsskáldinu til dvalar. Halldór þáði boðið og virðist hann hafa verið alltíður gestur þar nyrðra. A.m.k. hefur skáldinu gefíst gott tóm til að kynna sér skrif gestgjafa síns. Mun útgáfa þeirra einnig undan rifjum Halldórs runnin. Fylgdi hann bók Kjartans úr hlaði með fýrmefndum formála þar sem hann útli- staði m.a. túlkun sína á þeirri landkönnunar- þrá sem greip bóndann á efri árum. Kjartan tók sum sé staf sinn og mal og hélt til fjalla, maður á áttræðisaldri, meðan kona hans beið hans í óraflýstum torfbænum. Valdi þessi aldni göngugarpur haustið til ferða, þann tíma sem hvað fegurstur er til fjalla hérlendis en getur þó reynst einfara öldungi ærið skeinu- hættur. En Kjartan komst klakklaust úr göngum sínum um reginfjöll að haustnóttum. Og í bók hans má lesa hughrif fjallafarans sem er einn með sjálfum sér og náttúrunni í tæru haustlofti norðlenskrar hásléttu. Trú- lega hafa fáir nútímamenn verið betur í stakk búnir til að meðtaka þau áhrif, melta þau og færa í letur, en einmitt þetta náttúrubarn úr eyfírskum torfbæ: „Það er undarlega djúp og áhrifarík þögn á þessum miklu auðnum. Hún er í raun og sannleika allt öðruvísi en kyrrðin á afréttum og eyðiplássum. Á þeim stöðum má þó ein- lægt heyra ámið og lækjarhjal, og stundum jarm kinda og annarra náttúrubarna. — En hér ríkir grafarró alla tíma; einungis urðirn- ar, er vatnið seytlar glaðlega gegnum, bera með sér að þær séu ekki gersneyddar lífræn- um efnum; ekki aldauða. Á sólbjörtum sum- ardegi er unun að reika þarna um. Þar hefur hver og einn sannarlega frið til þess að hugsa, ótruflaður af mælgi fólksins og muldri, og hinum hávaðasömu fylgifískum þess, vélun- um.“ (2) Og nokkru síðar getur að líta þessa lýsingu á fegurð norðlensks fjallahrings: „Þetta var fagurt sem draumsýn. Það var eins og að vera kominn í annan bjartari og fullkomnari heim, einhveija furðurveröld þar sem engir harmar og ekkert böl er til. Mér fannst ég stækka og verða betri í andanum, meira að segja sæll og hamingjusamur að standa þama og horfa. — Stara. Eg held að allt þetta víðáttumikla landsvæði hafí verið Þetta var einskonar pílagrímsfór að Skáldstöðum, þar sem bæjarhús Kjartans skáldbónda er að hverfa ofaní jörðina. Að áratugi liðnum verður trúlega ekkert uppistandandi. EftirJÓN BENEDIKT GUÐLAUGSSON Bærinn á Skáldstöð- um er á góðri leið með að verða ein- ungis dálítill hóll í landslaginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.