Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Blaðsíða 2
Að vera læs á þær rún-
ir sem nátturan ristir
ofviðrinu sl. vetur vorum við óþgilega minnt á óstöð-
ugleik veðráttunnar á og kringum vort ástkæra
fósturland. Hitt ætla ég að fáir, alltof fáir, hafi
hugleitt að Iandið sjálft á ekki óverulegan þátt í
því tjóni, sem þá og oft áður hefur orðið við strend-
„Það er raunar í hæsta
máta ámælisvert að
hlutaðeigandi yfirvöld
skuli ekki hafa drifið í
að koma upp
kerfisbundnum
mælingum á afstöðu láðs
og lagar við landið fyrir
löngu, svo oft sem búið
er að benda á nauðsyn
þess.“
Eftir JÓN JÓNSSON
ur þess og sem jafnan virðist koma innbyggj-
um þess á óvart enda þótt við séum ósjaldan
minnt á að það er ekki sú „terra firma“ sem
sýnist.
Tjarnirnar og örlög þeirra
Hér á höfuðborgarsvæðinu eru nokkur ör-
nefni, en ömefni eru lifandi saga, vitni um
það, sem einu sinni var, en ekki lengur. Ör-
nefni þau, sem ég hér er að hugsa um eru:
Seltjörn, Lambhúsatjörn, Skógtjöm og Garð-
atjörn. Allt eru þetta nú hafsvíkur eða hafs-
svæði og raunar sést móta fyrir síðast nefndu
tjörninni aðeins um stórstraumsfjöru niður
af kirkjustaðnum Görðum. Hefði nú náttúran
verið ótrufluð af aðgerðum manna sýnist lík-
legt að við hefði mátt bæta við Reykjavíkurt-
jöm, því slík munu örlög hennar verða. Það
er aðeins tímaspursmál. Rannsóknir hafa sýnt
að fyrir um 9.000 árum hófst mómyndun í
austanverðri Seltjöm á Seltjamarnesi og með
tímanum varð þar mómýri á þriðja metra
þykk a.m.k. Þar var unninn mór fram yfir
síðustu aldamót, og má enn sjá þar móta
fyrir mógröfum um fjöru, en nú fellur sjór
yfir' þessi jarðlög, sem um stórstraumsflóð
em líklega allt að 3 m neðst við yfirborð sjáv-
ar.
Hvað er að gerast?
Það em nú talsvert meiri en tvær aldir liðn-
ar frá því að þeir Eggert Ólafsson og Bjami
Pálsson í því merka riti, sem Eggert er sagð-
ur að mestu hafa skrifað, létu þess getið að
mór væri neðansjávar hér á landi og unninn
m.a. á Kjalamesi, um fjöm, og nefndur sjó-
torf. í ritum frá franska leiðangrinum hing-
að, þeim sem jafnan er kenndur við Paul
Gaimard, er líka á þetta minnst. Frá seinni
tíð muna sjálfsagt ýmsir eftir deilum þeirra
Ólafs Friðrikssonar (olafur við Faxafen) og
Trausta Einarssonar um afstöðubreytingar
láðs og lagar á sögulegum tíma. Vart efast
nú nokkur um hvor hafi þar á réttu að standa.
Sigurður Þórarinsson lagði þama einnig orð
í belg, sömuleiðis Guðmundur Kjartansson.
Beinar rannsóknir þeirra tveggja síðastnefndu
auk Þorleifs Einarssonar og þess er þetta
ritar sýna svo ekki verður um deilt að vemleg-
ar breytingar hafa orðið í afstöðu láðs og
lagar að því er virðist á a.m.k. 9 undangegn-
um árþúsundum, þannig að sjór gengur á
land. Vert er í því sambandi hafa í huga að
sjór brýtur ekki kyrrstæða strönd, nema tíma-
bundið og óvemlega í aftökum. Ekki verður
annað séð en að sjór hafi gengið á land öldum
saman um land allt. Hvort nokkur mismunur
kunni að vera á því frá einum stað til annars
eða einu héraði til annars skal hér ósagt lát-
ið, enda liggja, því miður, enn ekki fyrir nein-
ar mælingar hvað það varðar. Rannsóknir á
íjömmó, mýraijarðvegi, sem nú er langt und-
ir flæðarmáii, en er ótvíræð ferskvatnsmynd-
un, sannar þessar breytingar. Þar eð engar
námkvæmar langtíma mælingar eru til hvað
þetta varðar nema frá Reykjavík og sem þó
ná aðeins yfir tímabilið frá því um 1950 hef-
ur nokkur vafi leikið á hvort þessar breytinga
væru enn í gangi og þá einkum hvað umfangs-
miklar þær væm, og víst er að ráðamenn
þessa lands hafa látið sig spursmálið litlu
skipta, sem og álit þeirra, sem kynnt hafa
sér það í alvöru.
Svo fleira sé nefnt hvað þetta varðar, skal
hér nokkuð talið. Ljóst er að væri ekki sjó-
vamargarður úr stórgrýti vestan á Álftanesi
væri sjór kominn inn í Bessastaðatjörn vestan
frá fyrir líklega meira en 15 ámm. Sjávar-
fítjungur færist nú hægt en örugglega inn á
landið milli Skógtjamar og Lambhúsatjamar.
Einna best sést þetta við austurendann á
Skógtjörn alveg við veginn. Það stefnir í að
Álftanes verði orðið eyja eftir nokkrar aldir
og með sama áframhaldi má reikna með að
grípa verði til aðgerða til að vernda veginn
þegar líður á næstu öld. Eskines heitir nyrsti
tangi Búrfellshrauns (Gálgahrauns) út í Am-
arnesvog. Líklegt má telja, þótt ekki sé sann-
að, að ysti tanginn hafí endað í sjó eða við
sjávarmál. Gróðurþekja nær langt út eftir
þessum tanga og hefur áður náð mun lengra.
Nú fer tanginn allur á kaf í sjó um stór-
straumsflóð. Ljóst er að jarðvegur getur lengi
staðist ágang sjávar inni í víkum og í skjóli
en, og það er megin málið, þessi jarðvegur
hefði getað myndast- við núverandi sjávar-
stöðu.
Annað dæmi er staðarhjáleigan Stóragerði
í Staðarhverfi við Grindavík. Þar var búið,
að mér var sagt fram til 1922, en skoði menn
nú þann stað! Stórgrýti hefur sjórinn kastað
inn yfir rústimar. Staðarmalir, sjávarkampur-
inn mikli þar nokkru vestar færist hægt inn
á landið. Sjá má þar húsrúst, sem enn stend-
ur hálf út undan kampinum.
Líklega er ágangur sjávar hvergi jafn áber-
andi og á Mýram í Mýrasýslu þar sem sjávar-
fítjungur færist stöðugt inn á landið. Knarr-
ames er nú eyja. Við sunnanverðan Breiða-
fjörð er sömu sögu að segja og ljóst að þar
er heldur engin kyrrstaða. Sé nú haldið aust-
ur strandlengju Suðurlandsins era dæmin ljós
úr Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri,
en skammt er nú frá að telja, að síðast varð
stórtjón af sjávargangi á þessum stöðum.
Enda þótt slíkt gerist á nokkurra ára fresti
er svo að sjá sem fólki komi það alltaf jafn
mikið á óvart. Byggt er, að því er séð verður
fullkomlega að ástæðulausu, gáleysislega
nálægt sjó. Jafnvel era skólar settir svo. Svo
Stokkseyri séð úr lofti. Oft er byggt alltof nærri sjó og svo verða menn undrandi þegar stórfelldur skaði verður, líkt og
í febrúarveðrinu í fyrra.
ríður óhappið yfir og ráðamenn sem aðrir
virðast undrandi, en hefur ekki dottið í hug
að framkvæma þá einföldu og einu réttu
aðgerð, að færa byggðina undan sjó, heldur
era ný hús byggð á gömlum grunni og í sömu
afstöðu til hættunnar. Á sandströndinni aust-
an Þjórsár og á Landeyjasandi er lítið að finna,
sem gefur upplýsingar um þetta spursmál.
Ströndin er flöt og framburður vatnsfallanna
og rof halda henni svo. Þegar austur á Sól-
heimasand kemur verður annað fyrir. Neðst
á sandinum er margra metra hár, brattur
bakki, sem sjórinn hefur brotið, en neðan við
hann er allbreið, lág sandfjara greinilega úr
sama efni, sem sjórinn hefur sorfíð neðan af
þeirri miklu keilu, sem sandurinn er. Jafn
halli á sandinum sýnir að hann hefur fyrram
náð lengra út. Yfirborðslag Skógasands er
án efa eftir jökulhlaup, sem orðið hefur við
gos í Myrdalsjökli vestanverðum og hafa þau
hlaup orðið dijúg í að byggja sandinn upp,
enda sama eðlis og fyrsti meginþáttur Kötlu-
hlaupa. Sannanir fyrir þessu má lesa úr jarð-
lögum efst á sandinum, við Hofsá og framan
við Þurragil. Þar hafa 4-6 m þykk lög af
svörtum vikri lagst yfir gróið land og viði
vaxið. Hlaupið, sem það gerði, varð, sam-
kvæmt 14 C aldursákvörðun, fyrir um 1480
± 75 áram. Heimildir eru um hlaup niður
Sólheimasand á árunum 1245 og 1262 og
sagt að sandurinn hafi hækkað um 38 m í
síðara hlaupinu. Bæði þessi hlaup hafa verið
kennd við Kötlu, en öllu líklegra sýnist mér
að upptök þeirra hafí verið vestar í jöklinum,
í eða við Goðabungu. Skal það ekki fremur
rætt hér. í síðasta gosi Kötlu, nánar tiltekið
12.-13. október 1918, færðist ströndin á kafla
um 4 km fram og út þangað, sem áður var
um 40 m dýpi að talið var. Þá varð Kötl-
utangi til, en sandurinn á svæðinu ofan við
er talið að hafi hækkað um 8-9 m við hlaup-
ið. Nu hefur sjórinn brotið framan af Kötl-
utanga og þar er nú um 2 m hár stallur ofan
við fjörana. Alviðrahamrar í Álftaveri era 4-6
m háir sjávarhamrar, sem sjórinn hefur brot-
ið í nútímahraun, en sandfjara er neðan við.
Svo virðist sem Breiðamerkuijökull hafi, á
nútíma, náð lengst fram um 1893 eða 1894
og víst er að 1928 lá hann að öldunum, sem
era aðeins norðan við brúna á þjóðvegi 1.
Svo virðist sem að um sama leyti og jökullinn
verður kyrrstæður og fer að hörfa til baka
fari sjór fyrir alvöra að heija á ströndina.
Nú er nokkurra metra hár, brattur bakki
ofan við fjöruna eins og á Slíógasandi og án
efa til orðinn á sama hátt. Á áranum 1904-
1968 virðist ströndin við Jökulsá hafa færst
til baka um sem næst 10 m á ári hveiju og
gerir svo líklega enn. Ljóst er að lónið hefur
grafíst undir jökli og líklega ærið snemma
orðið til þess að framburður árinnar náði
ekki til sjávar nema sem fínt efni, fínn sand-
ur, mósandur og leir. Áin hætti að byggja
upp ströndina og ágangur hafsins varð einráð-
ur. Fullyrt hefur verið að land væri nú tekið
að hækka á þessu svæði og eins við Homa-
fjörð. Ekkert skal hér um þetta fullyrt, enda
liggja engar marktækar mælingar fyrir, en
ekki sýnist mér það geta rímað við það, sem\
líka er staðhæft, að Ilornafjarðarós sé að
grynnka. , ' \
Hitt virðist mér nær eðlilegu atferli náttúr-
unnar, að sé land að hækka þá hljóti ósinn
að skera sig niður a.m.k. þangað til komið er
á fast berg — og raunar eftir það líka, aðeins
miklu hægar.
Úr þessu verður ekki leyst nema með ná-
kvæmum mælingum, sem taka nokkur ár.
Það er raunar í hæsta máta ámælisvert að
hlutaðeigandi yfirvöld skuli ekki hafa drifið
í að koma upp kerfisbundnum mælingum á
afstöðu láðs og lagar við Iandið fyrir löngu,
svo oft sem búið er að benda á nauðsyn þess,
bæði í ræðu og riti. Heldur er skellt við því
skollaeyram og flanað í blindni út í að reisa
dýr mannvirki, sem endast ættu mörgum
kynslóðum, niður við sjó og það svo að gráf-
ið er marga metra niður fyrir núverandi með-
alhæð sjávar vitandi það að sjór gengur þar
upp í kjallara um jafnvel hvert flóð, að nú
ekki tala um stórstraumsflóð, svo að hafa
verður dæluútbúnað til að forðast vandræði.
Maður hlýtur að spyija: Hvað er að?
Mun ekki hver kynslóð hafa nóg með sín
eigin? Er þetta að skila bættu Iandi í barns
síns hendur? Höfum við enga ábyrgðartilfinn-
ingu gagnvart óbornum afkomendum? Áleitin
hlýtur sú spuming að vera, hvað munu þeir
segja um aðgerðir — eða öllu heldur aðgerð-
arleysi — okkar tíma í þessu máli? Ég held
að þeir hljóti að segja, og vart án undranar.
Þeir vissu þetta, en hirtu ekki um.
Það sem hér vantar er að þeir, sem ákvarð-
anir taka, séu nokkurn veginn læsir á þær
rúnir, sem náttúran ristir. Séu þeir það ekki
þá er sú krafa til þeirra réttmæt að þeir geri
sér grein fyrir eigin ólæsi og leiti jaðstoðar
þeirra, sem læsir eru. Slík er lágmarkskrafa.
Þægilegt er að taka slundarhagnað og
velta vandanum yfir á aðra, en hvað skal
segja um slíkt siðferði?
Höfundur er jarðfræðingur.