Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Blaðsíða 5
f
í/r
J
jn
ou. fbttjp-*d.yr cj jC7Ljt ceí /o.o
b. fhcJS/í ‘f&icL/, é.O x 3. S'
C. %,ULfJU, $. 2 » Z.*
cC • ¥.o x 2. s
c. fhJ-rC, y.3X 2.8
f>. Jftt+rurrvt*/, V. ¥*■ •*
cf. k/'jcs, íf.7 a 3. 2<
Grunnteikning af
bænum á Skáldstöð-
um frá síðustu alda-
mótum.
Kjartan Júlíusson um það leyti sem
hann gaf út bók sína „Reginfjöll að
haustnóttum“.
heilög jörð einverunnar, — helgidómur — sem
í raun og sannleika engin orð fá lýst til fulln-
ustu.“ (3)
In.
Áfram liggur leið okkar í úðaregninu,
malbikinu sleppir og við tekur þjóðlegur ís-
lenskur malarslóði. Á vinstri hönd niðar Eyja-
fjarðaráin en til hægri kúra bæimir undir
bröttum fjallshlíðum. Við rýnum á nafnskiltin
við veginn, án árangurs lengi vel, en um síð-
ir fáum við umbun þolinmæðinnar: Skáldstað-
ir stendur á skiltinu og við lítum vongóðir til
bæjar.
Við augum blasa nýtískuleg og reisuleg
bæjarhús. Hér andar allt af reisn og vel-
gengni nútímahátta í íslenskum landbúnaði,
hús og úthýsi af steini, bifreiðar á hlaði, hvers
kyns vinnuvélar og tæki í úrvali.
Ekki er laust við að pílagrímum daprist
eilítið móður. Við ökum þó heim traðimar
að bænum, svipumst um og rýnum til fjalls.
Og viti menn; uppi í hlfðinni, nokkrum
hundruðum metra ofan við hin steinsteypta
nútíma, kúra nokkrir grænir hólar í úðanum.
Það skyldi þó aldrei vera...?
Heima á hlaði náðum við tali af ungum
manni, segjum erindi okkar og spyrjum eftir
hinum lágreista bæ skáldsins á Skáldstöðum
efri. Pilturinn kannast strax við Kjartan heit-
inn, kveðst vera ættingi hans og bendir okk-
ur upp í hlíðina, þar sem fýrmefndar þústir
kúra í grænkunni, dijúgan spöl frá steinsteyp-
unni. Bók frænda síns kveðst hann aldrei
hafa lesið.
Leyfi til að skoða gamla bæinn er auðsótt
en ekki er greitt leiði upp eftir. Hér er yfir
tún og heimalönd að fara, sem öll eru ræki-
lega girt, og eyfirskar kýr og gæðingar líta
för okkar þremenninganna í dögginni hom-
auga. Hvergi eru hlið á girðingum, né vottar
fyrir heimreið, tröðum eða slóða. Þótt áratug-
ur sé um liðinn, frá því gömlu hjónin gengu
hér um garð, er máttur hins eyfirska gróanda
þó ekki slíkur að hann megni að hylja svo
gersamlega ummerki genginna spora. Hér
hefur aldrei verið nein mörkuð heimreið, gest-
ir og gangandi hafa orðið að þramma yfir tún
og skurði, fyrmm sem nú.
Eftir því sem nær dregur bæjarhúsunum
verður máttug hönd hrörnunarinnar ljósari.
Hingað hefur ekki verið fylkt liði síðan ekkj-
an brá búinu. Aðkoman er myndræn og dapur-
leg í senn: Eina stafþilið sem á bænum hefur
verið, svignar undan slakkanum, grátt og
gisið af veðrun, en önnur húsakynni kúra sig
bak við garða og gróskumikinn tijálund, vart
sýnileg.
Fyrst mannvirkja verður hér fyrir okkur
lítil tóft og er þekjan rofin að hluta. Inni
fyrir getur að líta leifar af króm, raftarnir
eru skekktir og svartir af sóti. Förunautar
mínir, sem báðir eru vel heima í búsháttum
hins horfna íslands, velta vöngum yfir um-
merkjum um stund en ég, bam hinnar stein-
steyptu velferðar, reyni að breiða yfir fákunn-
áttu mína með því að munda myndavélina.
Halldór heimsótti Kjartan.
IV.
Við snúum upp að bæjarhúsunum. Hér
hefur sérkennileg húsagerðarlist ráðið ríkjum,
en trautt er orðið að sjá smíðina í smáatrið-
um. Synd er að segja að hin fyrri híbýli Skáld-
staðabænda gnæfi við himin, né hefur heldur
verið vítt til veggja. Skáldstaðir efri er torf-
bær af því taginu er Hörður Ágústsson mynd-
listarmaður hefur nefnt „foma gerð“. Mun
það vera forveri burstabæjarlagsins og því
eflaust ekki mörg húsakynni uppistandandi
hérlendis með slíkri smíð. Ándstætt íverustöð-
um nútímans eiga torfbæir sér ekkert afmark-
að smíðaár heldur em þeir afsprengi margra
völunda sem hönd hafa lagt á plóginn á
ýmsum tímum. Skáldstaðir efri em þar eflaust
engin undantekning, eins þótt í riti Jónasar
Rafnars, Bæjarlýsingum og teikningum úr
Eyjafirði fram, sé smíðaárið talið S kringum
aldamótin síðustu. (4)
Jónas birtir í sama riti teikningu Garðars
Jóhannessonar af bænum, gerða árið 1904
en skjátlist mér ekki hafa vistarvemr Skáld-
staðabænda eitthvað skipast frá þeim tíma.
Samsetningin er fremur óskipuleg en eftir
því sem við nálgumst hlaðið — eða það, sem
eitt sinn hefur verið hlað — má sjá að stofn-
húsið er um það bil fimm og hálfur metri á
lengdina og tæpir þrír metrar á hæðina.
En áður en við náum alla leið verður á
vegi okkar óvæntur farartálmi: Illvíg gaddav-
írsgirðing umlykur bæinn og þurfum við allr-
ar útsjónarsemi við til að komast yfir hana.
Baldur rifjar upp söguna af því þegar herra
þessara híbýla bauð meistara Þorbergi til
sumárdvalar, líkt og skáldbróður hans, Hall-
dóri. Illu heilli lést Þorbergur áður en af heim-
sókninni yrði en Margrét kona hans hljóp í
skarðið og hélt norður. Þegar heim að Skáld-
stöðum kom reyndist bæirinn allur víggirtur
hinni torsóttu gaddavírsgirðingu sem reyndist
gestinum úr höfuðstaðnum erfiður ljár í þúfu.
Mun frú Margréti hafa þótt vistin að Skáld-
stöðum lítt við sitt hæfi og varð dvöl hennar
í faðmi eyfírskra dala skemmri en til stóð.
En girðingin stöðvar ekki hinar þijár boðf-
lennur ársins 1991. Og hér er takmarkinu
náð. Við stöndum við dyr hins horfna bók-
menntabónda, Kjartans Júlíussonar á Skáld-
stöðum efri.
V.
Líklega væri réttara að segja dyragætt því
hurðin er horfin af stöfum. Enginn stendur
lengur úti á hlaði, til að bjóða gesti vel-
komna, svo við gerum okkur heimakomna
og stjáklum feimnislega inn í níðþröng göng.
Til beggja handa birtast brátt gættir en hvorki
verður sagt um hið fyrra hlutverk skála þess-
ara né heldur verða þeir kannaðir því hér
ægir saman hinum fjölbreytilegustu þingum
á gólfum. Greinilegt er að margt búshluta
hefur verið skilið eftir þegar bærinn var yfir-
gefinn og hefur dótið síðan legið sem hráviði,
raka og veðrum að leik. Hér getur m.a. að
líta ýmis eldhúsþing og umbúðir af nauðsynj-
um, fomar ferðakistur, sem fyrrum hafa
numið við síður þörfustu þjónanna, hluta af
olíulampa og gegnumryðgaða kaffikönnu,
þeirrar gerðar sem flest okkar munu minnast
úr eldhúsi ömmu og afa.
Baldur ágirnist snældu af rokki, sem endað
hefur ævidagana þama í göngunum og hugs-
ar um stund til þess að kippa henni með sér.
Að ígrunduðu máli hættir hann þó við það:
„Ekki er að vita hvað maður tekur hér með
sér,“ segir skáldið hugsandi. Við ferðafélagar
hans samsinnum þessu með þögninni og
snældan fær að hvíla í friði ásamt öllu öðru
sem eftir er af jarðneskum eigum Skáldstaða-
bænda.
Við enda ganganna getur að líta nokkur
þrep sem liggja upp að inngöngunni í aðalhýs-
ið. Hér eru innviðir þó svo mjög komnir að
fótum fram að ekki er þorandi að leita lengra
inn í húsakynnin. Við snúum út á ný og
göngum umhverfis bæjarhúsin. Nú er hrörn-
unin enn ljósari en áður og greinilegt að
tímans tönn vinnur verk sitt af fullkomnu
vægðarleysi. Samt er eitthvað heillandi, jafn-
vel fagurt, við að sjá hvernig náttúran réttir
hlut sinn andspænis mannanna verkum á
nýjan leik. Bæjarhús Kjartans bónda óg Finn-
bjargar húsfreyju eru mjög tekin að skekkj-
ast á grunni, grasið á þakinu úr sér vaxið
og löngu runnið saman við háreist puntstrá
í hlaðvarpanum svo vart verður lengur í mill-
um greint hvar húsum sleppir og grundin
byíjar. Allt í kringum bæinn breiðir risavaxin
Ujólafjöld úr sér og er allur gróandi slíkur
að naumast verður séð hvar drepa skuli niður
fæti. Hér þarf ekki vitnanna við; að öðrum
áratugi gengnum verður ekkert hér uppi-
standandi af híbýlum. Hinn norðlenski vetur
verður þá búinn að fella þessi lágreistu og
hógværu mannvirki, sem hér kúra í grasinu,
og Náttúran mun breiða náðarhjúp sinn yfir
vistarverur Kjartans bónda og kynslóða þeirra
sem Skáldstaði efri hafa byggt. Ekkert mun
þá verða hér til marks um fyrri búsetu, utan
tijálundurinn góði sem breiðir gróskumiklar
greinar yfir þekjuna. Að beiðni minni staldra
félagar mínir við og ræðast við ofan bæjar
um stund, hartnær á sama bletti og forsíðu-
mynd Reginfjalla að haustnóttum var tekin,
einum 15 árum fyrr. Þar gat að líta þá Hall-
dór Laxness og gestgjafa hans, Kjartan á
Skáldstöðum, spjalla saman með baðstofuljór-
ann í baksýn. Halldór hafði augsýnilega orð-
ið; heimsmaðurinn með derhúfu á höfði og
ullartrefil um hálsinn sem væri hann enskur
„lord“. Gegnt honum stóð gamli maðurinn á
Skáldstöðum og draup lítið eitt höfði, kannski
í auðmýkt, kannski til að veija augu sín
mótlægum geislum sumarsólarinnar. En að
þessu sinni er hvorki Nóbelsskáldinu né geisl-
um sólar fyrir að fara og með tvímenningun-
um, sem hér spóka sig frammi fyrir linsu
minni, er jafnræði.
Ofan við bæinn stendur enn svolítill kofi
úr torfi sem að líkindum hefur hýst hinar fáu
kindur sem- Kjartan hafði á fóðrum. Þær hef-
ur ekki skort umhyggjuna, ef marka má skrif
Skáldstaðabóndans, og ósjálfrátt koma upp í
hugann eftirmælin sem hann orti um gim-
brina sína litlu sem endaði ævidaga sína með
sviplegum hætti:
„Ég er búinn að eiga margar skepnurnar
um ævina en enga þeirra hefur mér þótt eins
vænt um og Dimmu ... Það er búið að fella
mörg tár hér á bæ síðan blessuð litla kindin
fór burt úr þessum heimi. Vonandi fær mað-
ur að sjá hana hinumegin og allar aðrar
skepnur sem við Finnbjörg áttum og dánar
eru og okkur þótti vænt um. Þeim gleymum
við aldrei.
Ég veit, að Dimmu litlu sakna ég allt til
dauðans. Það er ekki alltaf gott að lifa í endur-
minningunum.
/ öðmm heimi, elsku kind,
íttu góða daga,
þar við bláa bunulind
blómin sérðu í haga.“ (5)
VI.
„Hann kemur hingað öðru hvoru, karlinn,"
segir sagnaþulurinn frá Dagverðará sem sér
öðrum betur yfír víddarmörkin. Og slík stað-
festa liggur í orðum hans að við Baldur hljót-
um að samsinna honum. Víst er það ekki fjarri
lagi að maður, sem fæðist og elur aldur sinn
í slíkum náttúrubústað sem þessum, bindist
honum nánari böndum en t.a.m. íbúi í ein-
hverri Breiðholtsblokkinni sínum vistarverum.
Og vel er það hugsanlegt að tengslin þau nái
út yfir gröf og dauða. Enda þarf ekki ríku-
legt ímyndunarafl til að sjá Kjartan Júlíus-
son, síðskeggjaðan, hæruskotinn öldung,
ganga hér fyrir horn með kláru í hendi og
heimalninginn Dimmu á hælunum. Kláran
liggur m.a.s. hér enn, innan við svignandi
þilið á skemmu Skáldstaðabóndans, ásamt
fleiri verkfærum hins gamla tíma sem bíða
og þreyja líkt og bóndi hafí aldrei horfið yfir
móðuna miklu heldur sé væntanlegur til bú-
verkanna þá og þegar. En hætt er við að
ekki megi ganga að tólum hér vísum lengi
enn því hinn eyfírski vetur mun sliga skemm-
una fyrr en varir, haldi svo fram sem horfir.
Við félagarnir látum gott heita, fikrum
okkur fram hjá ipjókurbrúsa Kjartans bónda,
sem hann hefur borið ófáar ferðirnar um
dagana „niður á bílastöð", leggjum tii atlögu
við gaddavírinn á ný og sleppum órifnir —
en með naumindum þó. Það er tímabært að
snúa baki í hinn lágreista bústað og tölta
niður til nútímans, yfir slakkana og túnin þar
sem Kjartan heitinn eyddi ævinni og þekkti
hvert ömefni í Skáldstaðalandi. Að baki okk-
ar heldur gróðurinn áfram að vinna verk sitt,
hægt og örugglega. Áður en varir munu spor
Skáldstaðaskáldsins kyrfilega gróin og ekkert
standa eftir af verkum hans í heimi hér —
utan ein bók.
Höfundur er nemi.
Heimildaskrá:
Jónas Rafnar: Bæjarlýsingar og teikningar úr Eyja-
firði fram.
Valdimar Gunnarsson bjó til prentunar.
Útg.: Sögufélag Eyfirðinga.
Akureyri 1975.
Kjartan Júlíusson: Reginfjöll að haustnóttum og
aörar frásögur.
Halldór Laxness ritaði formála.
Útg.: Iðunn.
Reykjavík 1978.
Tilvitnanir:
(1) Halldór Laxness: Formáii að Reginfjöllum að
haustnóttum, bls. 11-12.
(2) Kjartan Júlíusson: Sama rit, bls. 104.
(3) Kjartan Júlíusson: Sama rit, bls. 106.
(4) Jónas Rafnar: Bæjarlýsingar og teikningar úr
Eyjafirði fram, bls. 74.
(5) Kjartan Júlíusson: Reginfjöll að haustnóttum,
bls. 150-151.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25.JANÚAR 1992 5