Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Blaðsíða 10
Að sameina Evrópu Fyrir mörgum árum kynntist ég ungum mennta- manni ítölskum í Genúa. Hann las með mér nokkra kafla í kómedíu Dantes og fleira, því hann var kennari minn í ítölskum bókmenntum meðan ég dvaldist fáeina mánuði í þessari gömlu Á víð og dreif Sálgæslan og kirkjan i að virðist fara í vöxt síðustu áratugina að endurskoðaðar og endurþýddar heilagar ritningar og endurskoðuð messuform séu tekin til notkunar við messur og uppfræðslu í kristnum fræð- um. Kristin fræði, biblíusögur og fræði Lúthers, hin minni í mynd fermingar- kvera, eru nú svo gott sem horfin inn- an fræðslukerfisins. í staðinn hafa verið prentaðar einhverskonar félags- fræðilegar siðferðiskenningar með fremur knöppu trúarlegu ívafi. Þessu er ætlað að höfða til þess fyrirbrigðis sem seminaristar nefna „nútímabörn" og er í rauninni tilbúningur þeirra sjálfra. Fullorðnum er ætlað að hlýða á sérstæðar þýðingar úr helgum ritum, með málfari sem á að vera auðskildara hefðbundnum þýðingum. Þannig á að koma til móts við einhverja þá sem ekki eru taldir móttækilegir fyrir bibl- íuþýðingum Sveinbjamar Egilssonar og fleiri meistara íslenskrar tungu. Árangurinn af þessu nýja þýðingar- verki er talsvert daufari framsetning og öllu hversdagslegra málfar, enda er það ætlunin. Þessi kirkjupólitíska útgáfustarfsemi mun ætluð til þess að kirkjan sýni lit í þá átt að samsamast því sem nefnt er „nútímasamfélag í stöðugri þróun“, hvað sem það nú þýð- ir; hefur aldrei verið skilgreint. Kirkjan hefur lengst af sögu sinni talið sig hafna yfir samfélagið sem slíkt, þótt hún yrði að sinna ýmsum málum sem snerta það. Sálgæsla, sálusorgun og sálubót hafa verið og eru samkvæmt gildandi játningarritun íslensku þjóðkirkjunnar, (Helgakver), höfuðviðfangsefni kirkj- unnar. Þegar hrikalegir atburðir gerast í lífí einstakinga og fjölskyldna var og er leitað til sóknarprestsins og hann leitast við að koma til hjálpar, með þeim aðferðum og náðarmeðulum sem teljast samræmast kristinni kenningu. Skriftirnar voru og eru hluti þessarar sálgæslu, þær tíðkuðust einnig innan íslensku kirkjunnar eftir siðaskiptin. Myndin var þessi: Þegar allt þrýtur er leitað þeirrar uppsprettu sem kenn- ingar kirícjunnar, þ.e. kristninnar, hafa verið fólki um aldir og þar í kenninga- kerfinu, trúarbrögðunum, finna menn von þess sem kirkjan hefur boðað um aldir. Þetta atriði, sálgæsla, hefur því ver- ið í höndum kirkjunnar samkvæmt játningarritunum hingað til. En nú virðist verða á þessu nokkur breyting. Rætt er um „fjölskylduathvarf" í kirkj- um eða safnaðarheimilum og þar eiga að vera til staðar félagsráðgjafi, sál- fræðingur, kennari og síðan presturinn, og eiga þessir aðilar að veita þá sál- gæslu sem presturinn skyldi veita einn og í einrúmi. Nú virðist eiga að ræða málin í hópvinnuformi og sinna þar með brýnum þörfum einstaklingsins á örlagastundum. Félagsfræðingur er hugtak sem hef- ur breyst frá því að heita fátækrafull- trúi bæjar- og sveitarfélaga; sálfræð- ingar koma fram í þeirri merkingu orðsins sem það hefur á 19. öld og er sá kunnasti þeirra, Sigmund Freud, ásamt legubekk og sálgreiningu, síðan koma atferlisfræðingar til sögunnar; kennarar hafa hingað til annast fræðsl- umiðlun í einhverju formi, ekki sér- staklega orðaðir við nærfæma sál- gæslu. Hér hefur samskonar munstur mótast og í útgáfustarfsemi, óviðkom- andi öfl eða villuráfandi öfl innan kirkj- unnar ganga á svig við játningarritin og á hinn bóginn eru kallaðir til aðilar sem stefna þvert á allar kristnar kenn- ingar. Sálgæsla hlýtur aðeins að vera á færi manna sem eru innvígðir kristn- um leyndardómum. SlGLAUGUR BRYNLEIFSSON. Það sýndi sig að sameining Evrópu með hervaldi í nafni peninga og markaða nægði ekki. Það þurfti meira til. Hvað var það sem til þurfti? Hægt er að hugsa sér, að þurft hefði sterkari menningarviðskipti milli þjóðanna, ef ekki hærra menningarstig almennings. Eftir JÓN ÓSKAR verslunarborg sem áður fyrr tók prýðilega við sólþurrkuðum saltfiski frá íslandi. En kennari minn, Aurelio Valesi, var ekki ein- ungis lærður í bókmenntum, heldur og með- ritstjóri að tímariti ungra manna sem höfðu bæði áhuga á menningu og stjórnmálum. Ekki síst vildu þeir sameina Evrópu, og var sú hugsjón ekki ný. Um hana ræddum við þó lítt meðan ég var í Genúa, en þegar ég var kominn heim til íslands vildi þessi ungi lærdómsmaður og kennari minn, að ég sendi honum grein í tímarit þeirra kumpána, ef ekki um sameiningu Evrópu, þá um eitthvað annað. Þetta rit kom reyndar út í Flórens og fór víða, svo ég átti þama kost á að verða svolítið frægur úti í hinum stóra heimi, ef ég hefði aðeins viljað setja saman einhveija stutta grein um þá hugsjón mína að sameina Evrópu. Hann sendi mér eitt hefti af tímarit- inu til að vekja áhuga minn á að skrifa í það. Ég sinnti erindi hans illa, enda varð ég ekki frægur úti í hinum stóra heimi. Á þeim tíma var kalda stríðið enn á fullu, nýlega búið að myrða John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og enginn vissi hvað fram- undan var í heimsmálunum. Ég skrifaði unga hugsjónamanninum í Genúa, að ég sæi ekki fljótu bragði hvaða hag íslendingar hefðu af þessu fyrirhugaða Evrópubandalagi, ég sæi ekki mikinn hagnað fyrir okkur að fá til okkar evrópskan her í staðinn fyrir þann ameríska her sem við höfðum þegar á ís- landi. Þetta kunna að þykja einkennileg við- brögð, þar sem vitað er að ég hef alla tíð verið mjög andvígur setu bandaríska hersins á íslandi. En ég leit svo á, að það væri hugs- anlegt að losna við ameríska herinn, ef við eignuðumst snjalla stjórnmálaforingja, en evrópskan her mundum við aldrei losna við, ef við værum bundin í ríkjabandalag og yrð- um að hlíta erlendri yfirstjórn. í öllum þeim umræðum sem nú hafa farið fram meðal stjómmálamanna um það sem þeir kalla evrópskt efnahagssvæði eða hitt sem þeir kalla Évrópubandalagið, hef ég lítið heyrt eða séð minnst á hermálin, þetta: að gera íslenska þjóð endanlega að þjóð sem hugsar frá sjónarmiði hernaðar. Tímaritsheftið (I Quaderni della crisi) sem kennarinn minn ítalski sendi mér til að vekja áhuga minn á ritinu, ijallaði að miklum hluta um þessa hugsjón: að sameina Evrópu. En hvað var það sem menn áttu við með samein- ingu Evrópu samkvæmt þessu ítalska riti 1964? Var það menningin sem menn voru að hugsa um? Átti að auka menningarleg samskipti þjóðanna, til dæmis kynna íslenska menningu meðal rómanskra þjóða eða slavn- eskra? Nei, menning var ekki nefnd á nafn, ekki nema eins og af tilviljun. Hvers vegna ekki? Vegna þess að enginn þeirra stjómmál- amanna sem þá fjölluðu um sameinaða Evr- ópu var að hugsa um menningu. Þeir vom að hugsa um það sem við getum kallað sölu- mennsku: vörur til að selja með sem mestu fijálsræði. Og þeir vom að hugsa um hervarn- ir. Þegar ég les núna grein eftir bandarískan prófessor sem birtist í fyrrnefndu tímarits- hefti í ítalskri þýðingu, fínnst mér það geysi- fróðleg lesning, ekki sist í ljósi þeirra um- ræðna sem nú fara fram hér á landi um svipað efni og þó einkum í Ijósi prédikana í trúboðsstíl sem viðhafðar hafa verið í hér- lendum fjölmiðlum um nauðsyn þess að ís- lendingar gerist aðilar að einhveiju harla illa útskýrðu fyrirbæri sem kallast evrópskt efna- hagssvæði og væri í reynd áfangi inn í svo- nefnt Evrópubandalag. Prófessorinn bandaríski, J.A.C. Grant, var ekki eins bjartsýnn á það eins og sumir aðr- ir, að hægt væri að stofnsetja bandalag Evr- ópuríkja eða „Bandaríki Evrópu" í einum hvelli. Samt vildi hann endilega að af því yrði fyrr en seinna. Hann gat þess, að hugmyndin væri göm- ul, allt frá því á miðöldum, þar sem skáldið Dante hefði verið þessa sinnis, en ekkert fjall- aði hann um hvemig Dante hefði hugsað sér slíkt samfélag. Fleiri höfðu hreyft hugmynd- inni síðan og loks Winston Churchill sem hafði rætt um „Bandaríki Evrópu" í Zúrich 1946. Það var að sjálfsögðu engin furða, þó menn létu sig dreyma um að sameina Evrópu eftir þann mikla hildarleik sem þá hafði ný- lega farið fram á því svæði. En hvemig hugs- aði Churchill sér þetta 1946? Um það gat prófessorinn ekkert í grein sinni átján ámm seinna, og það er erfítt að gera sér það í hugarlund, enda varð ekki neitt úr neinu. Hvemig átti það að verða? Átti að sameina Evrópu með sundmðu Þýskalandi? Var Churchill búinn að gleyma því að sjálft Rúss- land var þá sem nú Evrópuland? Og þó Rúss- ar væm samheijar í heimsstyijöldinni, vom þeir þá þegar orðnir höfuðijendur. Þetta eitt sýnir að hugmyndin var þá álíka vel framkvæmanleg og á miðöldum, þegar kóngar og aðalsmenn Evrópu vom sífellt önnum kafnir við manndráp og Iandvinninga. Og hvað hafði svo sem breyst 1964? Þýska- land var enn í tveimur hlutum eða fleimm og miklar stjórnarfarsbreytingar í löndum Austur-Everópu. Hver hafði vald til að sam- eina þessar þjóðir? Prófessorinn ameríski sá hve langt var í slíkt vald. En samt hafði hann uppi mótsagn- akenndan áróður fýrir því að þetta væri hægt á þeim peningalega og hemaðarlega gmnni sem þetta átti nú allt að byggjast. Eg get ekki stillt mig um að þýða smákafla úr grein hans íslenskum lesendum til glöggv- unar. Prófessorinn hafði uppi sögulega fræðslu til íhugunar, meðal annars þetta: Markaður í Wurzburg í Þýzkalandi fyrr á tímum í málverki eftir Samuel Prout. Þýzkaland var áður hagfræðilega sundr- að samfélag í smápörtum. Eftir að germanska keisaraveldið komst á, féllu 1880 tollmúrar - stór sameiginlegur markaður varð til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.