Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Page 9
Mynd við 30. sálm. Fjárhúshlýtt bros í auga Líf mitt bátur gisinn af sól og löngu sumri. Og hafið bíður. An þess að eiga annars kost sigli ég yfir hafið í þínu nafni. (1. sálmur) Þegar Sálmar á atómöld birtust í ljóðabók Matthíasar Johannessen árið 1966, kvað við nýjan tón, því formbyltingarskáldin höfðu ort um flest annað en almættið og trúar- reynslu sína. Þótt tímarnir þættu einlægt ískyggilegir undir ógn atómbombunnar, var Guð yfirleitt ekki nálægur í þeim kveðskap, sem þóttist þó sjá Ragnarök framundan. Á sama hátt mátti segja að trúarlegt inntak í myndlist væri ekki til. Fyrir utan fáeinar altaristöflur, sem málarar okkar höfðu verið beðnir um, létu þeir þetta yrkis- efni liggja á milli hluta. Vissa er fyrir því að sumir þeirra að minnsta kosti - og þá skáldin einnig - höfðu persónulega trúar- sannfæringu. En það var ekki í tízku að hampa slíku, hvorki í myndlist né ljóði. Það var engu líkara en listræn formbylting og trúarreynsla væru einhverskonar ósamræm- anlegar andstæður. Með Sálmum á atómöld sýndi Matthías að svo þurfti ekki að vera. Og í tengslum við kirkjulistarsýningu á Kjarvalsstöðum 1983 sýndu nokkrir myndlistarmenn trúar- leg verk eftir sig í fyrsta sinn. Með tímanum fóru slík yrkisefni að skjóta upp kollinum á sýningum: Græni Kristur Sveins Björnsson- ar, Kristsmyndir Baltasars, krossfestingar- myndir Einars Hákonarsonar og Sólarljóða- myndir undirritaðs. Jafnframt hafa nokkur framúrskarandi góð trúarleg verk verið unnin fyrir kirkjur: Altaristöflur Nínu í Skálholti, Benedikts Gunnarssonar í Há- teigskirkju og Helga Gíslasonar í Fossvogs- kirkju, svo aðeins þrjú dæmi séu nefnd. Á sýningu, sem Sveinn Bjömsson opnar í Hafnarborg í dag, er enn aukið við trúar- lega myndlist. Þar verður einnig tenging á milli trúarlegs skáldskapar og myndlistar: Sveinn byggir alla sýninguna á fyrrnefndum ljóðaflokki Matthíasar Johannessen, Sálmun á atómöld, sem á síðasta ári komu út hjá Almenna bókafélaginu í sérstakri bók, þar sem Matthías hefur aukið nokkrum sálmum við fyrri útgáfuna, svo þeir em nú 65 talsins. Sveinn kvaðst ekki hafa þekkt þennan ljóðabálk fyrr en með útkomu þessarar bók- ar, en hreifst þá af þeirri einlægu og bams- legu afstöðu, til guðdómsins sem hann taldi sig finna hjá Matthíasi. Sammála því virðist séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum, sem ritar formála í bókina og segir þar m.a. svo: Sveinn Björnsson, listmálari. Morgunblaðið Ámi Sæberg Mynd við 22. sálm. „Það sem vekur athygli er hin hiklausa og eins og sjálfsagða - nlii að því barnslega - trúatjátning sem kemur fram í ljóðum Matthíasar. Og er við fyrstu sýn býsna „ókirkjuleg“ ekki hvað síst í íslensku samfé- lagi þar sem fábreytni í guðfræði, einhæf kirkjuhefð og trúarhugsun opnar ekki leið- ina umsvifalaust fyrir sjónarmiðum sem þeim er hér koma fram. Sálmar á atómöld eru býsna ólíkir þeim sálmum sem sungnir eru í kirkjunum, ekki aðeins að formi held- ur einnig að innihaldi. “ „Eg hef haldið í mína barnatrú", sagði Sveinn Björnsson, þegar við ræddum lítil- lega, hvernig hann hafði nálgast viðfangsef- nið. Hann kvaðst samt ekki geta persónu- gert Guð; fremur trúa því að hann sé í manni sjálfum og þarmeð geti maður trúað á sjálfan sig. Trúarleg minni hafa lengi komið fram í myndum Sveins, ekki sízt sú konumynd með geislabaug, sem virðist vera Maríumynd. En það er ekki alltaf svo. Sveinn er líka að yrkja um hulduheima; hann málar álfkonur og „Krýsuvíkurmad- donur“ og þær eiga það til einnig að vera með geislabaug. Sjálf náttúran, hulduheim- ar og guðdómurinn, - allt fellur það í ljúfa löð í myndverkum Sveins fremur en að vera andstæður. Sálmar á atómöld eru á köflum afar myndrænir, samanber: Tíminn er hvítur í fjöll. Dagarnir hverfa í brim. Þið eruð skipreika menn á kili. Þið kallið lagið þegar sogið kemur - skjóllausir menn á biksvörtum kili. (7. sálmur) Þó verk Sveins sé vakið af sálmunum, verður það fremur sem hugleiðing um efni þeirra en myndlýsing. Sveinn er ekki einu sinni á höttunum eftir þeirri meginhug- mynd, sem víða kemur fram í einstökum sálmum. í 3. sálmi yrkir Matthías um þau eftirminnilegu tímamót, þegar friðsældin er rofin og ungir drengir „eins og nýlaufguð tré“ horfa á grá herskip með brezkan fána við hún, sigla inn flóann: En vá í lofti/þrátt fyrir klið/ af nývöknuðu vori,/Iandið átti ekki lengur/Ijósa skugga af hafi/fjárhús- hlýtt bros í auga,/ilm grasa og þangs. Þessa válegu kennd leiðir Sveinn hjá sér; ein Iína dugar til þess að tendra með honum myndsýn: „Fjárhúshlýtt bros í auga.“ Mér finnst skemmtilegt og óvænt, að þeir Matt- hías og Sveinn, sem báðir eru uppaldir á mölinni, skuli nota og vinna úr þessari sam- líkingu. Sjálfur man ég vel sem gegninga- maður á beitarhúsum eftir þessari sérstöku og röku hlýju, sem allt í einu kom fyrir vit- in, þegar maður hafði í harðindum og inni- stöðum mokað skaflinn frá og komizt innúr fjárhúsdyrunum. Þannig tengjast trúarleg verk þvi, sem annars er harla jarðneskt og þannig eru einmitt Sálmar Matthíasar: Dag- legur veruleiki, stundum í knöppu formi, stundum eins og flóð, en Guð er alltaf ná- lægur: Ein/við snjóhvítt/endalaust föl/ En þú á næstu grösum. Sveinn hefur áður haldið sýningu, byggða á ljóðum Matthíasar, sem þá skrifaði ljóðin einhversstaðar á myndflötinn. Þá vann Sveinn með vatnslit og krít, en nú aftur á móti með pastelkrít og olíukrít á pappír af ýmsum litum. Stundum skrifar Sveinn með eigin hendi brot úr þeim sálmi, sem við á, stundum sleppir hann því. Hver mynd er merkt ákveðnum sáimi, en þótt föng Sveins séu þannig augljós, eru myndirnar marg- ræðar, sumar dulrænar, en allar með þeim höfundareinkennum, sem við þekkjum frá hendi Sveins Björnssonar. GISLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. FEBRÚAR 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.